Helgarpósturinn - 15.05.1986, Side 7
„GÆTIORÐIÐ HÁLFGERT SKRÍMSLI," SEGIR ÓLIÖRN TRYGGVASON UM GRÆNMETISVERSLUNINA ÁGÆTI
NÝ KARTÓFLUEINOKUN?
FÉKK ÁGÆTÍ EIGIMIR GRÆNMETISVERSLUNARINNAR Á
SILFURFATI? LÍKLEGT ER, AÐ ÁGÆTI OG SÖLUFÉLAG
GARÐYRKJUMANNA GANGI í EINA SÆNG
Flosi Ólafsson hafði einhvern tíma á orði í Vikuskammti sínum að við ættum heima í landi þar sem allt
er fyndið — já, drepfyndið — meira að segja kartöflurnar sem við borðum með sunnudagssteikinni. Þetta
var á þeim ekki svo fjarlæga tíma þegar kartöflur voru mest hitamál þjóðarinnar, skemmdar kartöflur eða
óskemmdar, og svokölluð Grænmetisverslun landbúnaðarins var í óða önn að fyrirgera einkarétti sínum á
að selja þessa þurftavöru til kaupmanna. Sala á kartöflum var gefin frjáls, að minnsta kosti að nafninu til,
og Grænmetisverslun landbúnaðarins heyrir nú sögunni til. í hennar stað er komið nýtt fyrirtæki, ekki miklu
minna að vöxtum — það heitir Ágæti og er angi af nýstofnuðum Sölusamtökum matjurtaframleiðenda. Nú
spyrja menn hvort þar sé í uppsiglingu nýtt einokunarfyrirtæki — ekki síst vegna þess að í loftinu liggja hug-
myndir um að sameina það og Sölufélag garðyrkjumanna. Og er eitthvað hæft í staðhæfingum samkeppnis-
aðila úr einkageiranum um að ríkisvaldið hafi afhent Ágæti og Sölusamtökum matjurtaframleiðenda Græn-
metisverslunina á silfurfati?
lán úr Landsbanka íslands, 625 þús-
und dali og 25 þúsund dali, samtals
í íslenskum krónum 26 milljónir. Þá,
eins og nú, gilti sú regla að aldrei
væri lánað fyrir meira en 80% af
kaupverði. Samkvæmt heimildum
HP var lánsbeiðni Helga vísað frá af
þeim starfsmönnum Landsbankans
sem fjalla um lán sem þessi. Sömu
heimildir segja að það hafi þá verið
bankaráðsmenn sem hafi ýtt láninu
í gegn, og er Kristinn Finnbogason
nefndur til sögunnar, ásamt þeim
Helga Bergs bankastjóra og Stein-
grími Hermannssyni sem þá var
samgönguráðherra. í samtali við HP
vísaði Kristinn Finnbogason þess-
um sögusögnum alfarið á bug og
taldi af og frá að mál Helga Jónsson-
ar hefðu komið inn á borð hjá
bankaráði.
„Það er mjög undarlegt að bank-
inn skuli hafa lánað fyrir öllu and-
virði vélarinnar," sagði einn heim-
ildarmanna HP í samtali við blaðið.
„Það er vitað að vélin lækkar eitt-
hvað í verði um leið og hún er skráð
á nýjan eiganda." Og vél Helga hef-
ur lækkað í verði. Nú er talið að
söluverð hennar sé um eða undir
200 þúsund dollurum. Flugfélag
Norðurlands auglýsir sína vél til
sölu þessa dagana fyrir 220 þúsund
dali, — „og færum jafnvel eitthvað
lægra," var sagt við HP á skrifstofu
þeirra nyrðra. Talið er að vél Helga
sé í talsvert lakara ástandi en vél
norðanmanna. Ein ástæða þessarar
verðlækkunar eru gallar sem fram
hafa komið í þessum vélum.
Björgunarsveif
„framsóknarmanna"
Frá því að Helgi keypti vélina hafa
hlaðist á fyrrnefnt lán vextir og
vaxtavextir. Ekki tókst að fá neinar
upplýsingar í Landsbanka íslands
um stöðu lánsins nú, hvernig staðið
hafi verið að afborgunum. Fleiri en
einn af heimildarmönnum HP full-
yrti að til skamms tíma hefði ekkert
verið borgað af láninu og skuldin
nam fyrir tveimur mánuðum einni
milljón bandaríkjadala, eða um 40
milljónum króna.
Svo virðist sem forsvarsmenn
Landsbankans hafi allan þennan
tíma bundið vonir við að fyrirtæki
Helga tækist fyrr eða síðar að vinna
sig upp úr skuldunum. Síðustu
kraftaverk benda til þess að sú trú sé
enn við lýði. Aftur á móti hefur HP
það eftir öruggum heimildum að
hagdeild bankans hafi að minnsta
kosti einu sinni lagt til að Mitsubishi
vél Helga yrði seld fyrir skuldum.
Þeirri tillögu var ekki sinnt.
Aftur á móti hafa ráðamenn reynt
að skapa vél þessari verkefni. Arið
1983 veitti samgönguráðuneytið, þá
undir stjórn Steingríms Hermanns-
sonar, Helga leyfi til áætlunarflugs
milli Reykjavíkur og Kulusuk á
Grænlandi. Talsverður hvellur varð
vegna þessa enda hafa Flugleiðir
verið með reglubundið leiguflug til
Grænlands og töldu því að sér vegið
með leyfisveitingunni. Flugleiða-
menn og Helgi hafa síðan átt frekar
erfiða sambúð á þessum leiðum.
Heimildarmenn HP bentu ennfrem-
ur á að Helgi hefði tæpast haft þá
aðstöðu sem lög gera ráð fyrir að
sérleyfishafar í flugi hafi. Þannig er
skylt að slík fyrirtæki hafi viðhalds-
aðstöðu hér heima fyrir þann flug-
kost sem notaður er í áætlunarflug-
inu, en Helgi hefur orðið að leita til
Danmerkur með viðhald á vél sinni.
Auk þess er vél hans frekar lítil, tek-
ur aðeins 10 farþega, og annar því
litlu á háannatíma ferðamanna.
Avinningur Helga hefur líka verið
næsta lítill, því ennþá sitja Flugleiðir
að stærstum hluta erlendra ferða-
manna sem fara frá íslandi til Græn-
lands, en félagið er með vikulegar
ferðir til Narssarssuaq.
1 skuldapotti Helga Jónssonar er
meðal annars eitt 78 þúsund dollara
lán úr Landsbanka frá 1982, tryggt
með veði í tveimur litlum Cessna
vélum sem samtals eru taldar 24
þúsund dala virði. Engar áreiðan-
legar upplýsingar fengust um tilurð
þessa láns en einn heimildarmanna
táldi það vera vegna vélarbilunar
sem varð einmitt um þetta leyti í títt-
nefndri Mitsubishi vél. Af tvennu
illu hefur þótt skárra að taka veð í
litlu vélunum tveimur heldur en
Mitsubishi vélinni sem var löngu
veðsett langt upp fyrir markaðs-
verð. Vélin bilaði og björgunarsveit
Landsbankans kom á vettvang.
Það sjá víst fæstir eftir Græn-
metisverslun landbúnaðarins, enda
voru fjölmargir matjurtabændur
búnir að fá sig fullsadda af þeirri
óstjórn sem þar ríkti og ekki síður
almenningur. Það var að frum-
kvæði stjórnarflokkanna að ný
framleiðsluráðslög voru samþykkt á
Alþingi í fyrravor þar sem voru
meðal annars ákvæði um að Græn-
metisverslunin skyldi lögð niður
fyrir 1. júní á þessu ári og eigur
hennar leigðar eða seldar til nýs fé-
lagsskapar grænmetis- og kartöflu-
bænda. Þessi umskipti gengu fljótt
fyrir sig, því 1. desember í fyrra hóf
nýja fyrirtækið störf í Gullauganu,
húsakosti Grænmetisverslunarinn-
ar við Síðumúla 34. Að sögn hefur
samist svo milli ríkisins og matjurta-
bænda að þeir leigi húsakynnin í
Siðumúla, en kauþi lausafjármuni,
vörubíla, lyftara, tæki og þessháttar.
En hver átti í raun Grænmetis-
verslun landbúnaðarins?
Um það hefur lengi verið ágrein-
ingur milli ríkisvaldsins og matjurta-
bænda. Þeir síðartöldu gera tilkall
til eignanna sem þeir segja að hafi
orðið til fyrir þeirra fé, en í áður-
nefndum framleiðsluráðslögum er
gengið út frá því að ríkið eigi fyrir-
tækið — það hét reyndar Grænmet-
isverslun ríkisins hér í eina tíð. Nú
mun hafa verið skipað í gerðardóm
til að kveða upp úrskurð í þessu
máli, en þeirrar niðurstöðu mun
varla að vænta í bráð — raunar telja
margir að þess verði býsna langt að
bíða.
Einkaaðilar sem selja kartöflur og
grænmeti líta Ágæti nokkru horn-
auga og telja að óeðlilega hafi verið
staðið að málum; Samtök matjurta-
framleiðenda hafi fengið eignir og
aðstöðu Grænmetisverslunarinnar
á silfurfati — „miklar húseignir, sem
þeir leigja svo aftur stóran hluta af,
líklega á mjög hagstæðum kjörum,“
segir Óli Örn Tryggvason hjá heild-
versluninni Eggert Kristjánssyni.
„Þeir ganga inní þetta hreiður og
borga ekki krónu og framleigja svo
mestanpart eignarinnar," segir Jón
Magnússon hjá Þykkvabæjarkart-
öflum.
Hjá Ágæti fær Helgarpósturinn
hinsvegar þær upplýsingar að fyrir-
tækið borgi venjulegt og eðlilegt
markaðsverð í leigu fyrir skrifstofu-
húsnæði og skemmupláss, 210 krón-
ur fyrir fermetrann af skrifstofuhús-
næði á mánuði en 180 fyrir fer-
metrann af lagerhúsnæði. Hvað
varði framleiguna, þá séu það gaml-
ir samningar við lækna, Félags-
málastofnun Reykjavíkur og fleiri
aðila, sem ekki verði rift í nánustu
framtíð. Það var sjálfur Gestur Ein-
arsson, forstjóri Ágætis, sem hjálp-
aði á síðasta ári við að koma Græn-
metisversluninni út úr heiminum
ásamt Ólafi Sveinssyni viðskipta-
fræðingi, sem einnig starfar hjá
Ágæti. Þeir segja að það sé lítið hæft
í þeim staðhæfingum að þeir hafi
sest að í einhverju gnægtabúi — það
hafi allt verið komið í kalda kol hjá
Grænmetisversluninni, skemmu-
plássið í Síðumúlanum þarfnist mik-
illa viðgerða og tækjakosturinn sem
þeir yfirtóku hafi mestallur verið úr
sér genginn. í staðinn hafi Ágæti
þurft að fara út í miklar fjárfestingar,
meðal annars keypt kartöflupökk-
unarvél í Síðumúlann og pökk-
unarverksmiðju í Þykkvabænum.
„Við höfum hreint borð,“ segir Ólaf-
ur Sveinsson. „Við erum venjulegt
fyrirtæki sem á í mikilli baráttu, en
við vitum að það eru margir sem
halda því fram að við höfum komið
hingað inn á einhverjum vildarkjör-
um. Það er ein ástæðan fyrir því að
við höfum ekki fengið inntöku í
Verslunarráðið; önnur ástæða er sú
gróusaga að við misnotum sam-
keppnisaðstöðu okkar og veitum
óhóflega greiðslufresti."
Það má geta þess í framhjáhlaupi
að í stjórn Verslunarráðs situr meðal
annarra Gísli Einarsson hjá sam-
keppnisaðilanum Eggert Kristjáns-
syni hf.
„Þetta er í rauninni hálfgerð plat-
samkeppni," segir Jón Magnússon
hjá Þykkvabæjarkartöflum. „Allir
dreifingaraðilarnir fá sömu vöru á
sama stað og á sama verði. Sam-
keppnin hefur í rauninni haft þann
eina kost að varan er orðin betri,
neytandinn getur loksins gengið að
því nokkuð vísu að hann fái ætar
kartöflur."
Það er einmitt í gegnum Ágæti
sem stærstu keppinautarnir og
dreifingaraðilarnir, Þykkvabæjar-
kartöflur, Eggert Kristjánsson og
Bananar hf„ fá sína vöru. Einsog áð-
ur kom fram hefur Ágæti nýverið
tekið yfir pökkunarverksmiðjuna í
Þykkvabænum, sem sveitungar þar
eystra áttu í mestu brösum með að
reka. Jón Magnússon hjá Þykkva-
bæjarkartöflum er ekki ýkja hrifinn
af þessu samkomulagi og segist
stefna að því að koma á fót sinni eig-
in pökkunarstöð, svo hann geti
verslað beint við viðskiptamenn
sína í hópi kartöflubænda.
En er verið að endurreisa einokun
Grænmetisverslunar landbúnaðar-
ins og jafnvel útvíkka hana? „Þetta
á eftir að verða gífurlega öflugt fyr-
irtæki, það gæti allt eins orðið hálf-
gert skrímsli — en fólk veit hvernig
reynslan er af slíku og ég trúi ekki
öðru en að það styðji við bakið á
okkur," segir Óli Örn Tryggvason.
Jón Magnússon tekur í sama streng:
„Þetta gæti orðið mikil mafía, þarna
eru aðilar sem vilja ná þessari ein-
okun aftur. En þegar er búið að
opna fyrir frjálsræðið verður von-
andi ekki aftur snúið."
„Við stefnum langt, en ekki á það
að ná einokun. Það er ekki gott fyrir
neinn að fá aftur gamla kerfið.
Ágæti er rekið einsog venjuleg
heildsala og hér sitja allir við sama
borð — matjurtaframleiðendum er
frjálst og opið að velja sér aðrar leið-
ir til að koma afurðum sínum á
markað," segir Gestur Einarsson hjá
Ágæti.
En hvað þá um hugmyndir sem nú
eru mjög ofarlega á baugi um náið
samstarf milli Ágætis og Sölufélags
garðyrkjumanna?
Að sögn þeirra hjá Ágæti bendir
flest til þess að um fullkominn sam-
runa verði að ræða undir nýju vöru-
merki. Fyrir því er vilji bæði í Sölu-
félaginu og Samtökum matjurta-
bænda. Á síðustu árum mun hafa
orðið vart aukinnar óánægju í Sölu-
félaginu, margir garðyrkjubændur
hafa sagt skilið við félagið, og nú
mun markaðshlutdeild þess ekki
vera nema rúm fimmtíu prósent.
Það eru ýmsar vonir sem eru
bundnar við samrunann hjá fyrir-
tækjunum tveimur — til dæmis að
hægt verði að lækka dreifingar-
kostnað með sameiginlegri nýtingu
þeirrar aðstöðu sem er fyrir hendi.
„Dreifing hjá heildsölum í þessum
bransa er dýr og við erum að athuga
hvort það sé ekki óhagkvæmt að
hafa þetta svona tvískipt. Þessi tvö
fyrirtæki eru heldur ekki sam-
keppnisaðilar ef grannt er skoðað —
Ágæti er fyrst og fremst með kart-
öflur og grófara grænmeti, en Sölu-
félagið með fínna grænmeti. Því er
kannski ekkert vit í því að bílstjórar
þessara tveggja fyrirtækja séu að
elta hver annan í verslanir," segir
Gestur Einarsson.
Þetta mun náttúrlega verða stórt
fyrirtæki og í lykilaðstöðu á mark-
aðnum og væri líklega í lófa lagið að
bjóða hagstæðari kjör en einkaaðil-
ar. Heimildarmaður Helgarpóstsins
segir þó að Gesti Einarssyni og þeim
hjá Ágæti sé mjög í mun að fá ekki
á sig gamla einokunarstimpilinn aft-
ur, hann er ekki lengur í tísku. Hins-
vegar segir heimildarmaðurinn að
ekki sé útiiokað að marga bændur
sem standi á bak við Ágæti dreymi
um hina gullnu tíma einokunar-
innar.
Aðalstöðvar
Ágætis á horni
Síoumúla og
Fellsmúla í
Reykjavík, þar
sem óður var
Grænmetis-
verslun ríkisins.
Smartmynd.
eftir Egil Helgason
HELGARPÓSTURINN 7