Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 29
Bjarki Elíasson
— Þér þykir þessi starfi ekki hvim-
leidur?
„Nei, en hann getur verið það.
Sérstaklega þegar stendur á eins og
í dag. Ég get náttúrulega ekki sinnt
þessu alltaf þegar ég er beðinn en
ég hef reynt að sinna því. Maður bít-
ur annars blaðamenn af sér.“
— Nú finnum við hér á HP engar
konur sem kallast gœtu álitsgjafar.
Hvernig heldurðu að standi á því?
„Ég veit ekki hvað rannsóknir hjá
ykkur eru nákvæmar. Ef þetta er
rétt hjá ykkur þá hugsa ég að það
endurspegli kynjaskiptinguna í
þjóðfélaginu. Ef tekið er mið af
þeim hópi sem ég kem úr þá eru
mjög fáar konur í þeim hópi. Þannig
er það sjálfsagt víðar.“
ÁRNI BJÖRNSSOW:
GEFINN FYRIR AÐ
TRANA MÉR FRAM í
FJÖLMIÐLUM
„Mér finnst það nú heldur hvim-
leitt," sagði Arni Björnsson þjóð-
háttafræðingur þegar hann var
spurður um hvernig honum þætti
að vera álitsgjafi. „Mér finnst það
hvimleitt vegna þess að það er ætl-
ast til þess að maður svari næstum
því á stundinni. Formið býður að
sjálfsögðu upp á það, blaðamenn fá
verkefni með litlum fyrirvara og
þurfa að vinna þau hratt, þannig að
þeir þurfa að fá svar strax. Eiginlega
finnst mér leiðinlegt að standa í
þessu. En ég er einn af þessum sem
hef átt afskaplega erfitt með að
segja nei. Þess vegna hef ég látið
hafa mig út í þetta oftar en æskilegt
hefði verið."
— Veljast þá í þetta hlutverk
menn sem eiga erfitt með að segja
nei?
„Ég get vel trúað því. Hinu er ekki
að leyna að ég er ef til vill einn af
þeim sem er gefinn fyrir það að
trana mér fram í fjölmiðlum og þess
vegna halda menn að við, þessir
sem trönum okkur fram, hljótum að
vera áfjáðir í að segja okkar álit. Oft-
ast er maður þó sjálfur að koma ein-
hverju á framfæri heldur en hitt.“
— Eruð þið einhverjum sérstök-
um hœfileikum búnir, þið álitsgjaf-
ar?
„Ætli það sé ekki helst það að við
erum tiltölulega ófeimnir við að láta
hitt og þetta flakka og að við séum
ekkert viðkvæmir fyrir eigin pers-
ónu. Það eru ýmsir svo vandir að
virðingu sinni að þeir vilja ekkert
láta hafa eftir sér. Þeir gefa ekki álit
Árni Bergmann
nema að vandlega yfirlögðu ráði.
En mér finnst þetta ekkert skemmti-
leg aðferð þó ég hafi látið hafa mig
út í það oftar en einu sinni."
— Þú situr fastur í rullunni?
„Ja, það kemur nú fyrir að ég hafi
neitað, ég hef mannað mig upp í
það.“
BJARKI ELÍASSON:
BLAÐAMENN TÚLKA
AÐ EIGIN GEÐÞÓTTA
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
er einn af álitsgjöfunum, hann var
spurður hvernig honum þætti það.
„Ég hef nú ekki hugleitt það. Maður
hefur reynt að svara því sem maður
hefur verið spurður um. Ef það er
eitthvað sem er á manns sviði og
maður talinn hafa vit á þá hef ég lát-
ið í ljósi mitt álit. Hlutirnir hafa nú
æxlast svo að þetta hefur komið dá-
lítið hingað á borð til mín. Það virð-
ist einhvern veginn vera alltaf leitað
til sömu mannanna af sumum stofn-
unum a.m.k."
— Finnst þér þetta hvimleitt?
„Nei, ég hef yfirleitt mætt ákaf-
lega góðum skilningi hjá þeim sem
hafa rætt við mig. Og ég vona að
það hafi verið gagnkvæmt. Það hef-
ur ekki ennþá komið eitthvað upp
sem ég hef þurft að vera súr yfir.
Hins vegar hef ég einstaka sinnum
ekki verið alveg ánægður með
hvernig álitið hefur verið túlkað.
Það er helst að það hafi borið á ein-
hverju slíku, að menn hafi túlkað
álit að eigin geðþótta, ekki í sam-
hengi við það sem maður hefur sagt
heldur slitið í sundur. Það er verst
þegar ekki er farið rétt með, þ.e.a.s.
slitið úr samhengi. Það er hægt að
brengla svona nokkuð dálítið illa.
Þess vegna er það ekki síður vandi
þeirra sem eru að leita áiits að fara
rétt með það sem við þá er sagt.
Þetta hefur æxlast svo að þetta er
nánast hluti af starfinu. Það var oft
vísað á mann af öðrum við embætt-
ið. Þetta vefur uppá sig,“ sagði
Bjarki að lokum.
ÁRIMI BERGMANN:
UPPÖRVANDI FYRIR
SJÁLFSÁLITIÐ
Árni Bergmann ritstjóri Þjóðvilj-
ans hefur unnið sér þann sess að
vera álitsgjafi sem segir álit sitt á
málefnum austantjaldslandanna,
það hefur síðan aukist í að gera
Árna að einum allsherjar álitsgjafa á
ýmsum málefnum.
„Það er náttúrulega voðalega
Sigurður Líndal
uppörvandi fyrir sjálfsálitið að það
skuli vera leitað til manns,“ sagði
Árni. „Það er þannig með íslenska
blaðamenn að sérhæfing allskonar
er ekki mikil og ekki mikið útfærð á
blöðunum. Menn þurfa alltaf að
vera tilbúnir til að koma við sögu í
öllum mögulegum og ómögulegum
tilvikum. En það er ágæt siðferðileg
kjölfesta að vera einhverstaðar
sæmilega að sér, hafa eitthvað sem
ekki er í vörslu hinna, eins og þar
stendur.
Annars eru þetta oft fyrirspurnir
sem koma fjölmiðlun ekki beint við.
Menn eru að spyrja um ýmislegt
sem snýr að þeim sjálfum, um prakt-
íska hluti. Þá kynnist maður nýju
fólki oft á tíðum, það er ágætt. Þetta
er nú ekki mikið álag en þetta er
uppörvandi fyrir sjálfsálitið og það
veitir ekki af á erfiðum tímum,“
sagði Árni að lokum og hló.
SIGURÐUR LÍNDAL:
FER GJARNAN í
FJÖLMIDL ABINDINDI
„Er ég álitsgjafi?" spurði Sigurður
Líndal prófessor í lögum aðspurður
um málið. „Ja, ég sækist nú ekki eft-
ir því að vera álitsgjafi."
— En þú neitar ekki þegar þú ert
spurður um álit?
„Ég neita náttúrulega oft eða vísa
á einhvern annan betri en mig. Vísa
ef til vill á sérfræðing í viðkomandi
máli, einn af starfsbræðrum mínum
ef svo ber undir. Nú, ef einhver fær-
ist undan hleyp ég í skarðið. Ef spurt
er á mínu eigin sviði reyni ég að
svara fyrirspurninni. En þetta er tví-
eggjað, sérstaklega hvað varðar lög-
fræði, vegna þess að maður getur
aldrei verið viss um að fá allar upp-
lýsingar sem eru fyrir hendi. Maður
verður því að svara með þeim fyrir-
vara að niðurstaðan væri þessi eða
hin, svo framarlega sem forsend-
urnar eru réttar. Þennan fyrirvara
verður að leggja mikla áherslu á. Af
þessum sökum er ég stundum hik-
andi og biðst undan ef lýsingin er
ekki nógu nákvæm eða trúverðug.
Oft getur maður ekki svarað, því
maður fær ekki nægan tíma. Ósjald-
an liggur fjölmiðlafólki dálítið mikið
á.
Hins vegar neita ég því ekki að ég
hef talið mér skylt að sinna þessu.
Þetta er hluti af starfinu. Við há-
skólakennarar eigum auðveldara
með þetta en t.d. dómarar. Þeirra
staða er þess eðlis. Svipað á við um
lögmenn. Það er því eðlilegt að til
okkar háskólamanna sé leitað. En
Þórarinn Þórarinsson
ég hef ekki Iitið á þetta sem laga-
legan hluta af starfinu heldur sem
siðferðilega skyldu.
Stundum dynur þetta á manni.
Hver fjölmiðlamaðurinn af öðrum
óskar umsagnar á ólíklegustu mál-
um. Þá fer ég gjarnan í það sem ég
kalla fjölmiðlabindindi og loka á
mig. En annars er ekki svo mikið
um þetta að maður sé beinlínis þjak-
aður. Ég legg aftur á móti á það
mikla áherslu að fyrirvörum séu
gerð góð skil. Ég lenti til dæmis í því
um daginn að inngangi þar sem ég
hafði fyrirvara á því sem kom á eftir
var sleppt. Mér þótti það svoiítið
verra því ég varð var við það á eftir
að ég var ekki skilinn rétt,“ sagði
Sigurður að lokum.
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON:
REYNI AÐ SVARA EFTIR
BESTU SAMVISKU
Hér á HP töldum við að Þórarinn
Þórarinsson fyrrverandi ritstjóri
Tímans væri fyrrverandi álitsgjafi.
Svo reyndist ekki vera, einsog kem-
ur fram í samtali við hann. Hann var
fyrst spurður hvaða álit hann hefði
á álitsgjöfum. „Ég hef nú bara aldrei
hugsað út í það. Sjálfur hef ég reynt
að svara eftir bestu samvisku þegar
ég hef verið spurður á stundinni án
þess að fá umhugsunartima. Ég hef
ekkert á móti því að vera spurður ef
ég tel mig vera færan um að svara
því sem spurt er um. Náttúrulega
eru spurningarnar dálítið misjafnar
og maður er ekki alltaf þannig inni
í hlutunum að maður hafi getað
svarað."
— Hefur þetta ekki minnkað eftir
að þú hœttir á Tímanum?
„Nei, það held ég ekki. Það hefur
frekar aukist en hitt. Nei, ég kann
þessu ekkert illa. Yfirleitt eru það
blaðamenn sem spyrja, bæði til að
geta vitnað í mig og eins til að fá
upplýsingar og ég vil gjarnan greiða
fyrir þeim ef mér er það fært,“ sagði
Þórarinn Þórarinsson, síðasti við-
mælandi okkar, að lokum.
Það er augljóst mál að i íslensku
þjóðlífi eru álitsgjafar nauðsynlegir
og þó sérstaklega í íslenskum fjöl-
miðlaheimi. Það er ólíklegt að hægt
væri að halda úti öllu því fjölmiðla-
starfi sem er á íslandi í dag ef ekki
kæmi til fyrirbærið Islenskir álits-
gjafar h/f. Það er athyglisvert í
þessu samhengi að þrátt fyrir mikla
leit fannst engin kona sem hægt var
að koma í hóp álitsgjafa en það
breytist vonandi á næstunni.
Hverjir eru
þeir? Hvers
edíis eru þeir?
Hvaöa hæfi-
leikum eru þeir
búnir? Af
hverju bara
karlar? HP
leitar álits hjá
álitsgjöfunum
sjálfum og
einum betur
HELGARPÓSTURINN 29