Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.05.1986, Blaðsíða 10
HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Ritstjórnarf ulltrúi: Sigmundur Ernir Rúnarsson. Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Jónfna Leósdóttir og G. Pétur Matthíasson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Olafsson Hinrik Gunnar Hilmarsson Sigurður Baldursson Dreifing: Garðar Jensson (heimasfmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 68-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Pólitískt ramakvein Nú eru ekki nema um tvær vikur til sveitarstjórnakosninga hér á landi. Allt fram á þennan dag hefur farið ákáflega lítið fyrir þessum kosningum í um- ræðum manna á meðal og f fjölmiðlum. Tveimur mánuðum fyrir kosningar þótti mönnum áhuginn harla lítill og þá var fastlega gert ráð fyrir að áhugi manna myndi aukast þegar nær drægi kosningum. Sú hef- ur ekki orðið raunin, a.m.k. ekki f Reykjavík og stærri kaupstöð- um nema ef vera skyldi á Akur- eyri. Áhugaleysi kjósenda í Reykjavík ætti að vera öllum stjórnmálamönnum verulegt áhyggjuefni. Þrátt fyrir tiltölu- lega öfluga fjölmiðla og á köfl- um spræka frambjóðendur er hið stóra einkenni þessara höf- uðborgarkosninga, að ekki hef- ur tekist að skapa hina minnstu agnarögn af borgarmálaum- ræðu meðal „atkvæðanna" úti í bæ eða á vinnustöðum. Und- antekning er að sjálfsögðu á þessu, þegar frambjóðendur heimsækja sjálfir vinnustaðina. Þá tala ÞEIR um borgarmálin. Hvernig stendur á þessu makalausa áhugaleysi? Fyrsta svar er sjálfsagt það, að almenningur á íslandi sé orðinn þreyttur á pólitík, og raunar svo þreyttur, að hann er orðinn leiður á þeim „leik", þeirri keppni, sem kosningar hafa ávallt verið á íslandi. En það nægir ekki að segja, að fólk sé orðið þreytt á pólitík. Hér er einnig um að ræða vandamál einhverrar ósýnilegr- ar fjarlægðar á milli almennings annars vegar og stjórnmála- mannanna og viðfangsefna þeirra hins vegar. Það er eins og fólk skynji ekki á nógu raun- verulegan hátt, að það kemur hverjum einum einasta manni við hvernig bæjarfélagi er stjórnað og hverjir gera það. Og það er í þessu viðfangi, sem sjálfir stjórnmálamennirnir hafa brugðist. Þeir ná ekki til fólks, a.m.k. þeir sem eru í minnihluta. Þeir eru lélegir áróðursmenn. Og svo eru það hinir, sem fara með völdin og ná til fólks. Þeir ala á tortryggni og forðast alla málefnalega um- ræðu um borgarmálin. Hins vegar láta þeir sér ekkert tæki- færi úr greipum ganga til þess að koma fram fyrir hönd borg- arinnar. Úr borgarstjóranum verður til toppfígúra, sem borg- arfulltrúarnir úr sama flokki slá skjaldborg um þegjandi og hljóðalausir. Það er kannski engin furða, að fólk hafi ekki áhuga á borg- arstjórnarkosningunum, því umræðan er nánast engin. Áð- eins ramakvein við og við. un safnar m.a. upplýsingum um auglýsingar í fjölmiðium. Við at- hugun Miðlunar á auglýsingum í blöðunum á nokkurra mánaða tímabili kom í Ijós, að stærsti ein- staki auglýsandinn í hverjum mán- uði reyndist DV og Frjáls fjölmiðl- un. Og þegar DV var sjálft kannað kom i ljós, að 15% allra auglýsinga í DV, að frádregnum smáaugíýsing- unum, reyndust vera frá fyrirtækinu sjálfu. Þetta svarar til einnar blað- síðu í hverju tölublaði DV... A Húsavík virðast menn fús- ir til samstarfs, ef marka má fram- boðslista í kosningunum í lok maí. Þar hafa alþýðubandalagsmenn gert kosningabandalag við ,,óháða“, sem munu flestir hafa stutt Kvenna- listann í síðustu þingkosningum. Einnig er á Húsavík svokaliað þver- pólitískt framboð, en þar er m.a. að finna á lista tryggan stuðningsmann Bandalags jafnaðarmanna til skamms tíma, Sigurjón Bene- diktsson tannlækni. Síðarnefnda framboðið hélt fund á þriðjudags- kvöld í þessari viku og mun hann hafa verið afar vel sóttur. Taivísir menn giska á, að þarna hafi verið saman komnir tæplega 200 fundar- gestir. . . Í^Hnn hafa engar ákvarðanir ver- ið teknar um mögulegan flutning Byggðastofnunar norður til Akur- eyrar. Til stóð að taka málið fyrir á stjórnarfundum 5.-6. maí, en til þess vannst ekki tími, að sögn Guð- mundar Maimkvist forstjóra. Sem kunnugt er gerði Hagvangur út- tekt á kostum og göllum þess að stofnunin flytti norður. Eitt af því sem Hagvangur sleppti í skýrslu sinni var að taka fyrir álit starfsfólks stofnunarinnar. En á félagsfundi starfsfólksins hefur afdráttarlaust verið tekin sú afstaða að stjórn stofnunarinnar beri að taka ákvörð- un sem fyrst, en láta fólkið ekki bíða í óvissu. Þannig er nefnilega mál með vexti að ekki einn einasti af starfsmönnum stofnunarinnar tek- ur í mál að flytja norður! Því má ljóst vera, að flytji stofnunin þarf að hefja allt starf frá grunni — því mest öll reynslan og þekkingin verður eftir í Reykjavík... LAUSNÁ SKAKÞRAUT LAÚSNIR 03 Boswell 1. Da8 b2 2. Kb4 c3 2. Kxb3 d4 2. Dhl Ætli ekki sé rétt að vekja athygli á þvi að 1. Db7 strandar á c3, en 1. Da4 og 1. Db5 á d4. 04 Hage Lykilleikurinn er 1. Rg5 sem undirbýr 2. Hcl+ Hxcl 3. Rxf3 mát. 1. - b6 2. d3 (en ekki d4 vegna Da6) og 3. Hfl 1. - b5 2. d4 (en ekki d3 vegna Da7) og 3. Hfl 1. - Hf8 2. Hfl + Ke2 3. Bc4 1. - Hxc3 2. Hxc3 og hótar bæði He3 og Rxf3. Þetta er falleg og innihaldsrik þraut. A , málum er mismikill í byggðum þessa lands. Nýlega fréttist af því að í Vogum á Vatnsleysuströnd yrði enginn listi í framboði í væntanleg- um kosningum. Ástæðan mun vera bág staða hreppsins, sem er því sem næst gjaldþrota, og því hafi enginn áhuga á að stjórna þar sem ekkert er hægt að gera nema spara. Sveit- arstjórinn Kristján Einarsson sagði í samtali við HP að fjárhags- erfiðleikar nú stöfuðu fyrst og fremst af miklum framkvæmdum og lántökum á því kjörtímabili sem var næst á undan því kjörtímabili sem nú er að líða. Það eina sem gæti bjargað Vatnsleysustrandarhreppi er að fyrirtækið Lindarlax sem hef- ur haft í hyggju að fara út í viðamik- inn fiskeldisrekstur í Vogunum láti verða úr þeim framkvæmdum. Þá getur verið að framboðsáhugi verði meiri næst þegar kosið verður. Við síðustu kosningar voru tveir fram- boðslistar í Vogum, báðir óháðir og næst á undan þrir. Nú verða kosn- ingarnar óhlutbundnar og allir á kjörskrá í framboði nema einn. Odd- vitinn og sveitarstjórinn Kristján •Einarsson hefur beðist undan end- urkjöri. Búinn að fá nóg.. . A ritstjórn tímaritsins Þjóð- lífs heyrum við að menn velti nú fyrir sér hvað það kosti að fá gott viðtal. Poppstjarnan Egill Ólafs- son mætti í viðtal fyrir nýútkomið hefti Þjóðlífs. Gengið var frá viðtal- inu, Egill gerði sínar athugasemdir og handritið var komið í setningu. Þá var ein myndataka eftir en til stóð að Egill yrði á forsíðu. Þegar haft var samband við Egil vildi hann ekki láta birta af sér mynd á forsíðu og kvaðst vera að velta því fyrir sér hvort rétt væri að viðtalið birtist yfir höfuð. Eftir nokkrar vangaveltur, pex og rex, varð það úr að viðtalið var tekið út. Þjóðlíf kom svo út á sama tíma og 2. tbi. af Heimsmynd, en síðarnefnda blaðið prýddi ein- mitt mynd af Agli og viðtal við kapp- ann... því að Sjónvarpið hefji rekstur myndbandaleigu á hausti komanda. Þar verða þá á boðstólum allslags þættir sem stofnunin hefur umboð fyrir frá erlendum sjónvarpsstöðv- um, ýmist efni sem það hefur áður sýnt eða hyggst ekki sýna af mis- munandi ástæðum, svo sem þeirri að það sé of sértækt. Ónefndir eru svo innlendir þættir sjónvarpsins, sem að sönnu eldast misvel, en ættu, margir hverjir að minnsta kosti, að koma til álita sem ágæt markaðsvara. Að öllu samanlögðu er óhætt að spá þessari nýju deild stofnunarinnar góðri hlutdeild í út- leigu myndbanda á landinu... iflionsmenn á íslandi hafa stað- ið sig vel í baráttunni gegn vímuefn- um, má í því sambandi minna á úti- fund á Lækjartorgi nú í vetur. Dag- ana 6.-8. júní halda Lionsmenn árs- þing sitt, að þessu sinni í Kópavogi. Ljónin ætla síðan að halda stór- veislu að kvöldi þess 7. júní sem er laugardagskvöld. Áætlað er að um 1000 manns muni sækja veisluna í íþróttahúsi nokkru. Því húsi þarf að breyta dálítið fyrir svo stóra veislu, m.a. þarf að smíða 60 metra af bör- um. Með því er tryggt að ekki mynd- ist þröng þegar Lionsmenn sækja sér drykki. Enda óþarfi að láta menn þreytast við að afla sér hins löglega vímuefnis... N ■ ú er að ganga í garð sá tími, þegar þingmenn dusta af sér borg- arrykið og halda út í kjördæmin til þess að messa yfir landsbyggðar- fólki. Stjórnarliðar fara um og segja frægðarsögur af afrekum vetrarins. Stjórnarandstöðuþingmenn lýsa hins vegar vonsku og illvirkjun rík- isstjórnarinnar og hennar manna, um leið og þeir gefa gullin loforð og fögur fyrirheit. Eitthvað hefur heyrst af ferðum sjálfstæðismanna á Austfjörðum og nú stendur fyrir dyrum herferð BJ-manna í Norðurlandskjördæmi eystra alveg á næstunni. Munu þau Kolbrún Jónsdóttir og Stefán Benediktsson verða þar á ferðinni og flytja Norðlendingum fagnaðar- erindið... | væntanlegum sveitarstjórna- kosningum er aðeins boðið fram í nafni Bandalags jafnaðarmanna á einum stað á landinu. Það er i Njarðvík og er Þorsteinn Há- konarson, varaformaður lands- nefndar BJ, aðalhvatamaður þess framboðs. Þrátt fyrir dræma aðsókn á opinn fund, sem haldinn var áður en framboðslistinn var settur sam- an, mun Þorsteinn vera hinn bjart- sýnasti. Til stendur að halda sam- eiginlegan kappræðufund í Njarð- vík, þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi að vísu afþakkað boð um að taka þátt í slíkum fundi. Mótherjarnir gáfust hins vegar ekki upp, heldur sendu formlegt bréf, þar sem fram- bjóðendum Sjálfstæðisflokksins er gefinn frestur til 17. maí til þess að gefa skýringu á því hvers vegna þeir vilja eicki vera með í hanaslagn- um... SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! BÍLEIGENDUR B0DDÍHLUTIR! Trefjaplastbretti á lager fyrir eftirtaldar bifreiðir: Subaru '77—79, Mazda 929, 323 og Pickup, Daihatsu Charmant '78 og ’79, Lada 1600,1500,1200 og sport, Rolonez, AMC Eagle og Concord, Datsun 180 B og Sunny. Brettakantar á Lödu Sport Toyota Landcruiser og Blazer. Einnig samstæða á Willy's. BÍLPLAST Vagnhöfða 19, simi 688233. I Tökumaðokkurtrefjaplastvinnu. Póstsendum. I Veljið íslenskt. RETTA LAUSNIN!! MÚRBOLTAR OG FESTINGAR verkprýái Kf SlÐUMÚLA 10, 108 REYKJAVÍK, P.O. BOX 8712, SIMI 688460. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.