Helgarpósturinn - 19.03.1987, Page 2
ÚRJÖNSBÖK
Móðurást og menntakerfi
Nágrannakonan hún ísafold sótti okkur
hjónin heim á fimmtudagskvöldið, nam stað-
ar í stofunni miðri, fórnaði höndum og — áð-
ur en mér hafði gefist færi á að bjóða henni
sæti — hrópaði hún grátklökkum rómi: ,,Þið
verðið að hjálpa mér!“
Hún hríðskalf frá hvirfli til ilja og var hel-
tekin mikilli geðshræringu. Hún var rauð í
hvörmum með tárvot augu, hárið í óreiðu,
andlitið náfölt og varirnar titruðu eins og
hún reyndi í sífellu að bæla þungan ekka.
„Ég er búin að fá meira en nóg. Þið verðið
að hjálpa mér,“ endurtók hún í sömu angist
sinni og áður.
Ég gaut á hana augunum upp úr beinni út-
sendingu frá almennum stjórnmálaumræð-
um á Alþingi. Það leyndi sér ekki að hún
hafði orðið fyrir geigvænu áfalli.
„Taktu þetta ekki svona nærri þér,“ sagði
ég spekjandi. „Það er sjónvarpað frá svona
umræðum á hverju ári.“
„Við erum bæði orðin ónæm fyrir þessu,
elskan mín,“ bætti konan mín við og klapp-
aði ísafold á axlirnar.
„Fáðu þér bara vídeó ef þú þolir þetta
ekki,“ skaut ég að henni.
„Það er ekki það," stundi ísafold á milli
ekkasoganna. Hún lét fallast niður í sóffann
við hliðina á mér, máttvana af örvæntingu
eins og hún hefði þá um daginn fengið já-
kvæða svörun á eyðniprófi.
„Hvað er þá að, Isafold?" spurði ég. „Get-
um við hjálpað þér?"
„Það er hann Bjössi; hann er alveg að gera
út af við mig.“
Við hjónin litum óttaslegin hvort á annað.
Bjössi var átján ára einkasonur þessarar
harðduglegu einstæðu móður í kjallaranum í
næsta húsi. Við höfðum séð hann vaxa úr
grasi, fylgst með honum frá því að hann var
lítill ljóslokkaður hnokki að binda upp ketti
á rófunni í þvottasnúrur og brjóta hrímstökk-
ar rúður í garðhýsinu okkar með helfrosnum
snjótittlingum sem hann veiddi í snörur. Og
nú var þessi snáði að verða fulltíða maður,
þetta síkvika ýlustrá hennar ísafoldar, subb-
ugur upp á hvern dag, brosmildur stúfur, sem
öllum þótti vænt um ósjálfrátt, og einasta
fullnæging ísafoldar í lífinu.
„Hvað hefur gerst með Bjössa?" spurði ég.
„Var hann tekinn aftur fullur undir stýri?"
„Ef það væri ekki annað og meira, mætti
maður þakka guði fyrir," ansaði ísafold og
brast í grát á næstsíðasta atkvæði.
Konan mín fékk henni pappírsþurrku og
þegar ísafold hafði jafnað sig og náð nokk-
urn veginn eðlilegum andardrætti, þerraði
hún tár af vöngum, snýtti sér og hélt áfram.
„Ég er ekki að segja að foreldrar eigi að
ráða yfir lífi barna sinna, enda hef ég leyft
Bjössa að fara sínar eigin leiðir eins og þið
vitið. Ég sýndi honum fullan skilning, þegar
hann fór að smakka það í öðrum bekk. Ég
sagði ekkert, þegar hann byrjaði að reykja,
og reyndi jafnvel að sýna áhuga, þegar hann
svissaði yfir í sterkari efni. Ég hef hugsað um
stúlkurnar, sem hann dregur heim, eins og
þær væru mínar eigin dætur. Ég hef borgað
meðlögin fyrir hann. Ég sló lán og veðsetti
íbúðina til þess að greiða sektina fyrir kóka-
ínsmyglið. Ég sagði ekki eitt aukatekið orð
þegar hann braut tólf manna matarstellið
hennar mömmu til þess að sýna mér fram á
tilgangsleysi efnishyggjunnar...“
„Þetta frá „konunglega?" skaut konan mín
inní og greip andann á lofti.
„Já, þetta handmálaða með gullröndinni,“
stundi Isafold og tók sér málhvíld andartak á
meðan hún þurrkaði tár úr augnakrókunum
og saug upp i nefið.
„Ég hef sumsé aldrei bannað honum
Bjössa eitt eða neitt,“ hélt hún svo áfram, „en
nú segi ég stopp. Þið verðið að hjálpa mér að
koma vitinu fyrir hann. Hann neitar að
hlusta á mig. Hann er staðráðinn í að sóa líf-
inu og kröftunum í eintóma vitleysu og
JÓN ÓSKAR
leggja blásnauða móður sína í gröfina."
Við hjónin einblíndum á Isafold með
spurnarsvip. Ég innti loks eftir varfærnislega
hvað það væri í ósköpunum sem Bjössi hefði
tekið upp á að gera.
„Hann er guði sé lof ekki farinn að gera
neitt, en hann er búinn að hóta því að gera
það og segist kæra sig kollóttan um afleið-
ingarnar."
Isafold reisti sig upp í sóffanum og rétti úr
bakinu eins og hún vildi þannig leggja
áherslu á orð sín.
„Hann ætlar að ganga menntaveginn!”
Það sló dauðaþögn á okkur hjónin. ísafold
herpti saman varirnar eftir að hafa Ijóstrað
upp þessu einkalega fjölskylduvandamáli í
kjallaranum við hliðina. í stofunni hjá okkur
heyrðist ekkert nema lágvær malandi í loka-
umferð almennrar stjórnmálaumræðu í sam-
einuðu Alþingi.
„Hvað viltu að ég geri?“ áræddi ég loks
að spyrja.
„Þú ert svo gáfaður og þið hjónin hafið
komið ykkur svo vel fyrir. Reyndu að telja
hann ofan af þessari vitleysu.
Hérna er ég, einstæð móðir og gjörsam-
lega ómenntuð, og búin að þræla í öll þessi
ár og neita mér um næstum alla skapaða
hluti til þess að koma honum til manns; já,
búin að láta mig dreyma um að hann gæti
séð fyrir mér og hugsað um mig í ellinni, að
hann færi kannski út í sandblástur eða bíla-
sölu, á skurðgröfu eða í múrverk eða pípu-
lagnir eða eitthvað svoleiðis.
Og svo gerir hann mér þetta. Það er alveg
sama þó að ég biðji hann á hnjánum. Hann
neitar bókstaflega að horfast í augu við ís-
lenskan veruleika. Hann tekur ekkert mark
á yfirlýstri stefnu stjórnvalda. Hann er stað-
ráðinn í að ganga menntaveginn. Hann ætl-
ar sér að lifa á ölmusu alla sína tíð og neyða
móður sína til að skúra og sauma þar til yfir
lýkur. Hann sagðist jafnvel ekki vera frá-
hverfur því að gerast kennari, jafnvel á há-
skólastigi! Hafiði heyrt annað eins í hálffull-
orðnum manni sem á að vita að fólk lifir ekki
á loftinu einu saman!"
ísafold leit á okkur hjónin á víxl.
„Hann hefði þó að minnsta kosti getað
mildað áfallið á móður sína með því að
stefna á viðskiptafræði! Hvað getur vesæl
kona eins og ég gert til að koma í veg fyrir
að einasti sonur hennar fari í hundana?! Tal-
aðu um fyrir honum. Gerðu honum grein
fyrir hvað það hafi í för með sér fyrir ungan
mann á Islandi að ganga menntaveginn.
Bentu honum á alla þessa raunamæddu
menntamenn, þá sem hunsuðu rödd skyn-
seminnar og lögðu í rúst með langskóla-
göngu og lærdómi líf sitt allt og fjölskyldu
sinnar, afkomu og andlega velferð. Sjáið þið
hann Leifa á tuttugu og sjö. Hann er lektor í
verklegri efnafræði og hefur ekki haft ráð á
að skipta um jakkaföt í sex ár; strákarnir
hans ganga allir með tærnar og hælana út úr
strigaskónum. Þú ert í sandblæstri og flytur
inn klámblöð; gerðu það fyrir mig að telja
hann Bjössa ofan af þessu glapræði. Ég má
ekki til þess hugsa að einkabarnið mitt
hreppi þau örlög að verða íslenskur mennta-
maður."
Hér þagnaði ísafold og brast aftur í nær
óstöðvandi grát. Við hjónin hresstum hana á
kaffi og koníaki og ég fylgdi henni síðan yfir
í litla kjallaraíbúðina þar sem logaði enn ljós
í herberginu hans Bjössa.
„Sérðu, það er kveikt hjá honum," stundi
ísafold örvilnuð og benti á gluggann.
„Hann er bara með stelpu hjá sér,“ sagði ég
hughreystandi.
„Nei, hann liggur alveg örugglega yfir
skólabókunum," svaraði ísafold og leit beint
framan í mig társtokknum augum. Þau glitr-
uðu í myrkrinu eins og fimmkrónupeningar.
Ég gleymi seint vonleysinu í svip þessarar
einstæðu íslensku móður.
AUGALEIÐ
AF HYEfflJ EF PASBI
SVOtö FÚU ?
X
\
HAtVtV rV£tm/lf> FARA Aelu-
HEIMILI FRAMSÓKHAmOKKSm.
2 HELGARPÓSTURINN