Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 8

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 8
eftir Halldór Halldórsson mynd Jim Smart ALBERT GUÐMUNDSSON UPPVÍS AÐ SKATTSVIKUM ÞINGFLOKKUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS HÉLT „KRISU- FUND7/ Á FÖSTUDAG BÚIST VIÐ ÁKÆRU í HAFSKIPSMÁLINU UM MÁNAÐAMÓTIN VERÐUR ALBERT EKKI Á FRAMBOÐS- LISTA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS BÚIZT VIÐ AÐ DRAGI TIL TÍÐ- INDA STRAX í NÆSTU VIKU Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, kallaði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra fyrir nokkru á sinn fund og fór þess á leit við Aibert, að hann segði bæði af sér ráðherradómi, hyrfi af framboðslista Sjálfstæðisflokksins og hætti jafnvel þingmennsku. I kjölfar þessarar kröfu formanns Sjálfstæðis- flokksins voru mál Alberts Guðmundssonar tekin upp á dagskrá þingflokksfundar sjálfstæðismanna sl. föstudag, skýrt frá kröfu Þorsteins Pálssonar á hendur Albert og óskað svara hjá Albert við ýms- um áleitnum spurningum. Ástæðan fyrir því, að Þorsteinn lét til skarar skríða nú er sú, að fyrir u.þ.b. einum mánuði lauk rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattamál- um iðnaðarráðherra. Niðurstaðan er sú, að Aibert Guð- mundsson hafi vantalið tekjur sínar vegna álagningar fyrir 3 ár. Hér er um að ræða vantaldar tekjur, sem hann hafði á árunum 1983, 1984 og 1985 og komu til álagningar 1984, 1985 og 1986. Við rannsókn Hafskipsmálsins var gerð sérstök athugun á málum Alberts Guðmundssonar og niður- stöðurnar sendar embætti ríkissak- sóknara. Allar meintar ávirðingar ráðherrans voru taidar snúast um skattamál og því var Albert settur í ítarlega skattrannsókn. Helgarpósturinn greindi frá því í smáatriðum í nóvember á sl. ári í hverju meint skattsvik ráðherrans væru fólgin. Fram til þessa hafa menn ætlað að skattar Alberts fyrir árin 1984 og 1985 yrðu endurskoð- aðir, en við rannsóknina kom í ljós, að álagðir skattar árið 1986 reynd- ust of lágir. í hugum ráðandi manna í Sjálf- gtæðisflokknum er allt málið íitið mjög alvarlegum augum, en þegar niðurstaða rannsóknar skattrann- sóknarstjóra lá fyrir kom í ljós, að um var að ræða skattaundandrátt í eitt ár til viðbótar þeim tveimur, sem fjallað hefur verið um í blöðum og ráðherrann viðurkennt. Hann leyndi forystu flokksins með öðrum orðum þeirri staðreynd, að hann hefði ekki talið fram þetta þriðja ár þrátt fyrir að hafa verið ítrekað spurður um það. Vert er að vekja athygli á því, að á þessum tveimur árum er Albert Guðmundsson í embœtti fjármála- ráðherra og því yfirmaður skatta- mála á íslandi. Þegar Þorsteinn Pálsson ræddi þessi mál við Albert og gerði hon- um grein fyrir því, að eins og málum væri komið, væri ekki um annað að ræða fyrir ráðherrann en að segja af sér bæði þingmennsku og ráðherra- dómi, mun Albert hafa þvertekið fyrir það. Á „krisufundi" þingflokks Sjálf- stæðisflokksins á föstudaginn voru sömu sjónarmið formannsins kynnt. Á fundinum tók a.m.k. einn þingmaður úr forystusveit eldri kynslóðarinnar í þingflokknum undir eindregna kröfu um afsögn Alberts Guðmundssonar og mun. það hafa komið sumum þingmönn- um nokkuð á óvart. Á fundinum var lögð gífurleg áherzla á það, að ekkert ætti að fréttast út af fundinum og alis ekki mætti minnast á, að Albertsmálið hefði verið til umfjöllunar. Alllangur tími er liðinn frá því Hafskipshneykslið og tengsl iðnað- arráðherra við það hafa verið tekin upp á þingflokksfundi hjá sjálfstæð- ismönnum. Það var gert nokkrum sinnum á siðasta ári og sérstaklega eftir að Helgarpósturinn hafði birt meint sakarefni Alberts Guðmunds- sonar í smáatriðum þ. 20. nóvember í fyrra. Hins vegar hafa helztu for- ystumenn flokksins oft rætt „vanda- málið“ Albert í sínum hópi með hliðsjón af orðstír Sjálfstæðisflokks- ins og komandi kosningum. Þegar gengið var á Albert á nefndum þingflokksfundi hélt hann uppi vörnum, sem svipar mjög til þeirrar varnar, sem hann hefur haldið uppi áður. Kjarninn í henni er sá, að aliar ásakanir á hendur sér Við rannsókn Hafskipsmálsins var Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra kallaður fyrir hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins og hafði réttarstöðu grunaðs manns. Þar var hann spurður út í nokkrar greiðslur frá Hafskipi til hans sjálfs. Vegna flestra spurninganna bar Albert við minnisleysi, að því er heimildir Helgarpóstsins herma. Varðandi greiðslur frá Hafskipi kvað Albert Guðmundsson þær vera til komnar vegna viðskipta fyr- irtækis síns og skipafélagsins. Hins vegar væri honum ekki kunnugt um greiðslurnar, þar sem sonur hans hefði yfirtekið rekstur heildverzlun- ar Alberts Guðmundssonar. Þetta kom mönnum nokkuð spánskt fyrir sjónir, því í rannsókn- argögnum var að finna ávísanir, sem ráðherrann hafði framselt og lagt inn á eigin bankareikning. Þeg- ar nánar var gengið eftir svörum kom sú skýring, að hann hefði fram- selt ávísunina, þar sem sonur hans hefði verið erlendis. Sjálfur hefði séu einungis persónulegar ofsóknir, greiðslurnar frá Hafskipi kæmu sér- ekki persónulega við, heldur hafi allt slíkt verið í höndum sonar hans, sem rekur fyrirtækið Albert Guð- mundsson, heildverzlun, auk þess sem hann bætti því við, að hann ætti sér öfundarmenn vegna velgengni sinnar í knattspyrnu á erlendum vettvangi og síðar í opinberu lífi á íslandi. Að sögn heimildarmanna Helgar- póstsins í Sjálfstæðisflokknum eru menn víst orðnir harla þreyttir á sí- endurtekinni sögu ráðherrans um „gulldrenginn" í knattspyrnunni forðum tíð. Á þingflokksfundinum á föstudag fengust engin ákveðin úrslit um af- sögn Alberts Guðmundssonar iðn- aðarráðherra. Hins vegar fór hann hann ekkert vitað hvaða peninga hefði verið um að ræða! Þetta þótti ótrúverðugt. Fram kom við rannsóknina, að iðnaðarráðherra hefði framselt fleiri en eina ávísun og andvirðið hafnað á einkareikningi hans. Sumar greiðslurnar komu af hin- um svokölluðu „leynireikningum", en aðrir af reglulegum Hafskips- reikningum. Greiðslunum má skipta í tvennt: 1. Afsláttargreiðslur og 2. Ferðakostnaður. Greiðsla Núvirði 1983 123 þús. 308 þús. 1983 52 þús. 154 þús. 1984 18 þús.+') 1984 99 þús. )117ÞUS- 209 þus. 1984 52 þús. 93 þús. Að auki komu til athugunar greiðslur vegna ferðakostnaðar frá 1981 og 1985 fyrir utan hugsanlegar tvíborganir vegna ferða Alberts í opinberum erindagjörðum, sem Hafskip tók jafnframt þátt í. -HH. ALBERT GUÐMUNDSSON - SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI ÞETTA VAR RANNSAKAÐ 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.