Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 11
að hefur verið mikið um að
vera á Rás 2 að undanförnu, enda
er nú að hefjast hörkubarátta við
Bylgjuna um hlustendur á höfuð-
borgarsvæðinu og í Eyjafirði. Starfs-
menn íklæðast nú nýjum bolum
með áletruninni „Rás 2 hittir
beint í mark“ og verið er að fram-
leiða ýmiss konar vörur með merki
útvarpsstöðvarinnar. Starfsfólkið
æfði sig m.a. á þann hátt að vera
með sólarhringslanga útsendingu,
sem fór þó ekki ,,í loftið" eins og það
er kallað á slæmu máli. Varðandi
tónlistina hefur sú breyting orðið á,
að dagskrárgerðarmenn velja nú
ekki lengur sjálfir hvaða lög þeir
spila. Það gera starfsmenn tónlistar-
deildar og gæta þess jafnframt, að
sama lagið sé ekki leikið nema einu
sinni ásólarhring. Þessi ráðstöfun er
að vonum afar misjafnlega liðin af
stjórnendum þáttanna. . .
^^^luverðar breytingar hafa orð-
ið á starfsfólki Rásar 2 við breyting-
arnar í vikunni. Nokkrir hafa hætt
og aðrir komið í staðinn, eins og
gengur. Ein þeirra sem ekki heldur
áfram störfum eftir andlitslyftingu
stöðvarinnar er Inger Anna Aik-
man. Hún stjórnaði lengi vel þætti
með ljúfri tónlist og uppbyggjandi
tilvitnunum, sem hún hafði greini-
lega samið af mikilli nákvæmni.
Þátturinn fór auðvitað misvel í
áheyrendur. Sumir kunnu því illa að
fá spekina tilreidda á þennan hátt,
en Inger átti hins vegar dyggan hóp
aðdáenda á víð og dreif um landið.
Kom það víst m.a. fyrir að hún fengi
send blóm og annan þakklætisvott
eftir útsendingar. ..
lm-<
I orsvarsmenn nýju utvarps-
stöðvarinnar, Hljóðvarps, eru nú í
óða önn að manna skipið og munu
skiljanlega gjóa augunum til dag-
skrárgerðar- og tæknifólks þeirra
stöðva, sem þegar eru starfandi. T.d.
er gengið með grasið í skónum eftir
hinum vinsæla tæknimanni Georg
Magnússyni, sem hélt Rás 2 ,,í
loftinu" upp á eigin spýtur í verkfalli
tæknimanna á síðasta ári. . .
NORÐURLAND
EYSTRA
Svanfríður
Talsmaður sjálfsstjórnar
byggðanna, jafnréttis
og lýðræðis
Steingrímur
Talsmaður róttækrar
byggðastefnu og
friðlýsingar Islands
á Alþingi
UNGT BARÁTTUFÓLK
RÓTTÆK STEFNA
RASAÐU EKKIUM RÁÐ FRAM
IVÉLAKAUPUM
Þaðerekki nógaðgeragóð kaupávélum. Margirsem hyggjast tölvuvæða
reksturfyrirtækjafallafþágryfjuaðkaupa bara þær vélar sem ódýrastar
eru á markaðnum hverju sinni. Sem vonlegt er þegar
ótal tegundir tölva eru f boði á svipuðu verði. En hér
er vert að staldra við. Þegar búið er að tölvuvæða
reksturinn byggist allt á snurðulausum rekstri
tækjanna. Og þaðerhérsem reynsla Örtölvutækni
kemurtil sögunnar. Viðskiptamenn okkargetasagt
þérfrátraustri og öruggri þjónustu sem þeirhafa
notið hjáokkur. Og þarskiptirengu hvort viðseljum
vélarfráheimsþekktum framleiðendum áborð við
Hewlett Packard eðalBM eðatæki sem viðsmiðum
og setjum saman sjálfir.Viðskiptavinurinn gleymist
ekki þegar hann lokar á eftir sér.
masmamsaaBSBak
ORTOLVU
*\rmúla 38 108 Reykj
HELGARPÓSTURINN 11