Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 21

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 21
Sverri Hermannsson í farar- broddi, hafa mótmælt afnámi prestskosninga með því að leggja fram þá breytingartillögu að ef 10% íbúa (í stað 25%) vilji kjósa þá sé þeim það heimilt. I sjónvarpinu sló Sverrir á lýðræðisstrengi og vitnaði til reynslunnar í Danmörku og sagði að þar hefðu engir fengið hempu nema þeir væru sósíaldemókratar. Þó Sverrir skjóti þannig fast að dönskum krötum þá geigar skotið í raun og hittir hans eigin flokks- menn og framsóknarmenn. Þessi öfl hafa nefnilega stýrt dóms- og kirkjumálaráðuneytinu áratug- um saman, með þeim afleiðingum að allt dómskerfið er „blá- og græn- köflótt". Kannski ætlar Sverrir að leggja til sýslumanna- og bæjar- fógetakosningar.. . ■ yrirhugað er að opna nýjan djassklúbb á sunnudagskvöldið í Reykjavík. Klúbburinn verður til húsa í Duus-húsi við Fischer- sund. Við opnunina koma fram hljómsveitin Skátarnir og Hljóm- sveit Friðriks Theódórssonar og tríó Eyþórs Gunnarssonar. Ætl- komur verða af og til á virkum dög- um. Fyrsta óvænta uppákoman af því tagi verður mánudaginn 30. mars þegar danski trompetleikar- inn Jens Winter þenur lúðurinn ásamt þeim Eyþóri Gunnarssyni, Tómasi R. Einarssyni og Gunn- laugi Briem. Jens er annars hingað kominn til að spila með tríóinu inn á djassplötu. . . D agblöðin taka hamskiptum þegar kosningar eru í nánd, öll nema DV. Þetta verður æ greini- legra. Þjóðviljinn birtir sífellt fleiri fréttir með risafyrirsögnum og Morgunblaðið er hætt að fjalla um ákveðna málaflokka. Athyglisverð- ast við Moggann þessa dagana er að hann hefur leitt hjá sér umræður um húsnæðismál. Skýringin er vafa- laust sú, að fyrir síðustu kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn höfuð- áherslu á „varanlegar umbætur í húsnæðismálum", eins og það var kallað. Var mönnum heitið lánum sem áttu að standa undir um 80% af verði íbúðar. Nýja húsnæðislána- kerfið hefur hins vegar haft í för með sér 50% verðhækkun á eldri íbúðum og telja menn að lánshlut- fall nú sé svipað og fyrir breyting- una. Engin furða að Morgunblaðið skuli leiða þennan stóra málaflokk hjá sér. . . ^^/^Lklu fé hefur undanfarið verið varið til svonefndra Ó-vega. Á þessu ári er gert ráð fyrir umtals- verðu fé til framkvæmda á vegum þessum. Einn hættulegu vegarspott- anna er Óshlíðarvegur á milli Bol- ungarvíkur og Hnífsdals. Þar hefur vegur verið breikkaður mjög mikið, byggt bílskýli á mesta hættusvæð- inu o.fl. Það hefur vakið eftirtekt vegfarenda á þessum vegi, að mikið af því efni sem notað hefur verið til að breikka vegarspottann er jafn- harðan hrifið burt af miklu brimi sem þarna myndast. Þykir mönnum í Bolungarvík aðfarirnar skringi- legar. . . Umboðið Skeifunni 8 s. 91-68 88 50 m \/ SKIPTIKJOR Dæmi: Peningar kr. 70.000.- Lán til 6 mán. kr. 63.000.- Eldri bifreið kr. 150.000.- Nýr FIAT UNO kr. 283.000,- Sýningarsalurinn er opinn virka daga frá kl. 09:00-18:00 og laugardaga frá kl. 13:00-18:00. FIAT UNO VERDFRÁ 283 ÞUS.KR. Mildur hárlifur Opnun sérstaklega fyrir leikhúsgesti kl. 18.00. Boröpantanir I síma 11340. tolvur meögráðslukjörum ~ tiil2 mánaÖa— ÆuQnzíjnd SKÚLAGATA 51 105 REYKJAVÍK - SÍMI 621163 HEUGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.