Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 26
JMR
■ W Bikill uppgangur er núna í
vörusölu sem tengist náttúruafurð-
um, vegna umræðu um skaðsemi
„kemiskra efna“ í fæðu og í daglegu
umhverfi manna. Eitt þeirra sér-
hæfðu fyrirtækja í sölu á heilsusam-
legu byggingarefni og skyldum vör-
um er Natura Casa, við Nýbýlaveg
í Kópavogi. Hér er um að ræða
heildsölu og smásöluverslun á slíkri
framleiðslu. Fyrirtækið hefur m.a.
sérhæft sig í innflutningi á heilsu-
samlegri vinnulýsingu, þ.e. ljósaper-
um sem lýsa þannig að truflar ekki
vinnu og dregur mjög úr augn-
þreytu, og ýmsum slappleika sem
oft fylgir venjulegri flúrlýsingu.
Frést hefur að frystihús og fleiri
vinnustaðir séu í þann mund að taka
upp slíka heilsusamlega lýsingu.
Forstjóri fyrirtækisins og oaðaleig-
andi er Ingólfur Ingólfsson. Þá er
fyrirtækið að setja á markaðinn
byggingarefni, spónaplötur og
fleira, án nokkurra heilsuspillandi
efna, og m.a. hafa skólar tekið upp
innréttingar af þeim toga. Mikla at-
hygli vakti á dögunum, að ofnæmis-
sérfræðingur sagði frá því í sjón-
varpi, að hér á landi veiktust tugir
manna»vegna aukaefna — og hefur
slík náttúrleg framleiðsla sem kem-
ur í veg fyrir ofnæmissjúkdóma, fyr-
ir löngu rutt sér til rúms í nágranna-
löndum okkar. . .
■ tokkarnir eiga allir í smá inn-
byrðis deilum um mál, sem skipta
þegnana miklu máli. Þjóðin hefur
að undanförnu horft upp á hvernig
frammistaða þingflokks Alþýðu-
bandalagsins tætti í sundur flokkinn
í Norðurlandskjördæmi eystra, og
heldur Garðar Sigurðsson áfram
þeirri deilu í DV nú í vikunni. Öllu
meiri athygli vakti þó kjallaragrein
Sighvats Björgvinssonar í því
blaði gegn kvótakerfinu. Þar var
spjótunum greinilega beint gegn
einum helsta höfundi kvótakerfis-
ins, Jóni Sigurðssyni. ,,Ég mun
enga ríkisstjórn styðja; sama hvaða
stjórnmálaflokkar þar eiga hlut að
máli; sem ekki fellst á að hverfa frá
kvótakerfinu við stjórn á fiskveið-
um. Sú afstaða liggur hér með fyrir,"
segir Sighvatur. „Kvótakerfið er að-
ferð fyrir reiknistokksmenn," segir
greinarhöfundur og enn er spjótun-
um beint í sömu átt. Og Sighvatur
gengur lengra, hann segist „aldrei"
geta átt samleið með þeim sem vilja
viðhalda kvótakerfinu. Dálítið seint
fram sett.. .
INNVAL býður mikið úrval innréttinga í eldhús ásamt fataskápum og baðinnréttingum. I sýningar-
sal okkar gefst tækifæri til þess að skoða nýju innréttingarnar okkar og sannfærast um, að í þeim
sameinast notagildi gæðum sem tryggir þér gott vinnueldhús. Við kappkostum að veita þér alla
þá þjónustu sem þörf er á við hönnunn og skipulag eldhússins og höfum að markmiði að gera
þig að ánægðum viðskiptavini.
INNVAL BÝÐUR ENNFREMUR MIKIÐ ÚRVAL VIFTUHATTA í ELDHÚS, LITAÐA EÐA ÚR
STÁLI, ÁSAMT MÖRGUM GERÐUM TRÉSTIGA Á HAGSTÆÐU VERÐI.
Nýbýlavegi 12 Sími 44011.
200 Kópavogur
Þarftu
ráö?
Nú, þá hringiröu í
91-62 22 80
H»
GEGN EYÐNI
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489
HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ..........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR: ..... 97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303
Borðapantanir
í síma 11340.
26 HELGARPÓSTURINN