Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 29

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 29
Dansaðí sjöunda himni! Þjóðleikhúsið frumsýnir 25. mars ballettverk þýska danshöfundarins Jochen Ulrichs Sveinbjörg Alexanders og Jochen Ulrich. Þau starfa saman við óperuna f Köln, en unnu saman hér 1980 við uppfærsluna á Blindingsleik, sem margir muna vafalaust eftir. Tuttugasta og fimmta mars frum- sýnir Þjóðleikhúsid ballettinn lch tanze mit dir in der Himmel hinein eftir þýska danshöfundinn Jochen Ulrich, en hann er listdansstjóri óperunnar í Köln og starfar með dansflokknum Tanz Forum. Þar starfar og Sveinbjörg Alexanders, sem er aðstoðardansstjóri sýningar- innar. Þau hafa átt hér samvinnu áður árið 1980 í Blindingsleik. Sýn- ingin nú samanstendur af 22 dans- atriðum sömdum í kringum jafn- mörg dœgurlög frá þriöja og fjórða áratug aldarinnar, en um tónlistina sjá þau Egill Olafsson og Jóhanna Linnet. Auk íslenska dansflokksins fá ballettunnendur að sjá gesta- dansarana Athol Farmer og Philip Talard. Helgarpósturinn kom við á stóra sviðinu að œfingu lokinni s.l. mánudag og tók Jochen Ulrich tali. „Ballett, eða listdans, er í mínum skilningi leikhúsverk sem lýsir því sem segja þarf með hreyfingum. Áhugi minn á listdansi vaknaði þeg- ar ég komst að því að þetta var mín aðferð til að tjá mig. Ekki eitthvað sem ég leitaði að, heldur eitthvað sem leitaði út frá mér,“ sagði Jochen Ulrich, höfundur verksins sem, þeg- ar þetta er skrifað, hafði enn ekki hlotið endanlegt nafn á íslensku. En lausleg þýðing útleggst eitthvað á þessa leið: Ég dansa við þig inn í himnaríki. Jochen var spurður að því, hvort ballett eða listdans höfði til ákveðinnar manngerðar framar öðrum. DANSINN ÚTBREIDD- ASTA TUNGUMÁLIÐ ,,Ég hef ferðast með dansflokki mínum nánast um heiminn allan og ég held að dansinn sé útbreiddasta tungumálið. Fólk skilur dansinn, ef hann hefur þá eitthvað að segja, ef hann hefur einhver skilaboð eða til- finningu í sér. Þá talar hann til fólks- ins og fólkið skilur. Það eru engin orð og því engin hugmyndafræði að baki, en vissulega samt skilaboð eða boðskapur." — En hefur þú þá séð dansverk án skilaboða eða merkingar? „Ég hef oft séð verk án merkingar og slík verk finnast mér leiðigjörn. En hin hreina gleði hreyfingar getur haft í sér merkingu og léttleika. Manneskjan er frjálsust þegar hún dansar og það er út af fyrir sig boð- skapur." — Hvernig berð þú þig að, þegar þú semur dansa? „Það er mismunandi, stundum kemur tónlistin fyrst, stundum er það hugmyndin að dansinum, stundum er um að ræða fyrirliggj- andi verk sem ég vil endursemja eða þá, eins og í þessu tilfelli, að uppsprettan er andrúmsloftið í lög- unum sem færa með sér ákveðinn grunntón, kaldhæðni og blekkingu. Oft er það svo með dægurlögin, að þau segja þér eitthvað og lofa þér eilífri ást, færa þér þrá eftir himna- ríki, en um leið vitum við að það endist bara nokkur andartök. Þessi spenna og þessar andstæður í tón- listinni var nokkuð sem mig langaði til að nota.“ ENDURTEKNINGIN GEFUR ÁKVEÐNA LÖGUN — Er þetta sem sagt rauði þráður- inn í verkinu? „Já, kjarninn er togstreitan á milli söngkonunnar og dansarans, milli tónlistarinnar og dansins. Afl kon- unnar og afl karlsins sem að baki liggur. Gleðin og togstreitan á milli þessara tveggja afla. Og svo auðvit- að skemmtunin." — Er notkun dœgurlaga algeng í listdansi? „Já, já. Margir danshöfundar hafa notað tónlist sem þessa. Ég nefni t.d. George Balancine, sem samdi ball- etta við lög Gershwins." — Nú eru ekki allirýkja hrifnir af ballett eða listdansi. Nefna t.d. að þetta séu mestmegnis alltaf sömu hreyfingarnar, stökkin og tátiplið! Hverju svararðu svonalöguðu? „Ja, hvað er að segja um tónlist? Um t.d. Bach? Hvað mikið af orðum nota blaðamenn dag eftir dag, hin sömu? Verkefni danshöfundarins er að samræma hreyfingarnar, að finna lögun sem má lesa úr og er áhugaverð. Þetta er í tengslum við ákveðin form endurtekningarinnar. Endurtekningin er einmitt aðferð til að móta hluti og gefa þeim ákveðna lögun." DANSINN ER EKKI KYNBUNDINN — Mörgum hefur fundist ballett ekki höfða um of til karlmanna og að hlutverk karla í ballett sé í besta falliaukahlutverk. Hefurþetta verið að breytast? „Þetta hefur breyst mjög mikið, einkum frá og með Nijinsky-tímabil- inu á þriðja og fjórða áratug aldar- innar. Þá kom það skýrt fram að við hlið ballerínunnar var karlmaður mjög mikilvægur dansinum. í öllum menningarsamfélögum dansar karl- maðurinn. Dansinn er ekki kyn- bundinn. En í frumgerð 19. aldar klassísks balletts var ballerínan vissulega miðpunktur athyglinnar. En þetta hefur breyst algjörlega. Nú eru karlmennirnir alls staðar jafn margir á sviðinu, nema einmitt helst hér á íslandi! íslendingar verða að gera eitthvað við þessu, að koma í meira mæli fram með karlkyns dansara og halda í þá, það er mjög mikilvægt. Konurnar eru mjög góð- ar hér, en þær þurfa einmitt þetta til að ballansera gæðin. Ballettinn er ekki síður fyrir karlmenn en konur." — Að lokum Jochen, þú varst hér 1980 og ert hér aftur nú. Hvernig dœmir þú eða metur fslenska dans- flokkinn? „Islenski dansflokkurinn er að mínu áliti mjög frambærilegur og áhugaverður flokkur. Þau vinna mjög vel og ég hef komist að því að þau hafa þróast mjög mikið frá því ég vann með þeim síðast, árið 1980. Ég er mjög spenntur og hefði áhuga á því að koma aftur og semja verk fyrir dansflokkinn, þau eiga það fyllilega skilið. Þau hafa aðdáunar- verðan þrótt og mikinn skilning á dansinum, mjög djúpan og vel grundvallaðan skilning." fþg DJASS Meistarinn rís úr öskustónni eftir Vernharð Linnet íi* Þá eru þeir skildir að skiptum í bili Wayne Shorter og Joe Zawinul og Weather Report heyrir sögunni til. Zawinul hefur stofnað Weather Update og Shorter sveit sem slegið hefur rækilega í gegn. Hann lék nýlega í Jazzhus Montmartre í Kaupmannahöfn og sló þar sú danska Marilyn Mazur trommurn- ar og segja heimildarmenn mínir að sá konsert hafi verið geggjaður og engu líkur sem slíkur og þvílík- ur! Það er ekki erfitt að gera sér það í hugarlund eftir að hafa hlust- að á nýju skífuna hans Wayne Shorters: Phantom Navigator (CBS/Steinar). Meistarinn er risinn úr öskustónni! í stað þess að blása sjaldan og lítið í Weather Report er það saxafónn Shorters sem er aflgjafi og Ijós tónlistarinnar. Þó Zawinul og Shorter hafi stjórnað sveitinni saman alla tíð varð Joe brátt stjúpan og Wayne Ösku- buska. Joe samdi ópusuna er gengu í fönkliðið — tónlist Waynes var af öðrum toga. Sl. 12 ár hefur hann aðeins sent frá sér þrjár breiðskíf- ur undir eigin nafni: Native Danc- ers (1975), Atlantis (1985) og síðan Phantom Navigator í ár. Auðvitað hefur hann leikið á Weather Re- port skífunum en næstum ekkert utan þeirra (VSOP með Herbie Hancock, World of Mouth með Pastorius og örlítið í viðbót). Þvílík sóun á snilli! Wayne Shorter er einn af fremstu djasssaxafónleik- urum okkar tíma og enginn núlif- andi saxafónleikari kemst með tærnar þarsem hann hefur hæl- ana í sópranblæstri. Fönkrýþminn er ríkjandi á þessari nýju skífu en hún er hátt yfir bestu fönkdjass- skífur síðasta árs hafin, s.s. This Is This með Weather Report þarsem varla heyrist í Shorter og Magnetic með Steps Ahead. Tvennt veldur öðru fremur: frjó tónhugsun Shorters er mótar alla tónsmíðina og tónn sópransaxafóns hans sem stundum er varla af þessum heimi. Ásamt Bechet og Coltrane hefur hann magnað fram hið yfir- skilvitlega á þetta hljóðfæri sirkus- trúðanna. Yndislegasta verk skífunnar finnst mér Mahogany Bird þarsem Chick Corea slær píanóið. Þar einsog oftar í tónsköpun Shorters streymir allt fram endalaust og má kenna það eins við impressjón- isma Debussys og tónaljóð kvik- mynda. Einhvernveginn minnir það mig alltaf best á söguna sem Shorter sagði af því þegar hann sá stöðuvatn í fyrsta sinn: „Og ég vissi ekki hvar vatnið hvarf og himinninn upphófst." Það er margt á seyði á þessari skífu Shorters utan ljóð: trommu- heilar, barokfönk og söngur — en umframallt tónlist: mögnuð og mikil tónlist. í CARNEGIEHÖLL FYRIR 25 ÁRUM Það eru nærri þrjátíuogfimm ár síðan Duke Ellington hélt uppá það að tuttuguogfimm ár voru lið- in frá því hann hóf að leika með His Famous Orchestra í Cotton klúbbnum sem Coppola gerði frægan að nýju í ágætri kvikmynd. Nú hefur verið gefið út tvöfalt alb- úm með ýmsu frá þeim tónleik- um og Ellingtonbandið ekki eitt á ferð heidur Charlie Parker, Dizzy Gillespie, Billy Holliday og Stan Getz ásamt fleirum í farangrinum. Duke Ellington: Concert at Carnegie Hall (Atlantis/Skífan) nefnist albúmið og tekið upp 14. nóvember 1952. Ellington lék árlega í Carnegie Hall frá 1943 til 1948 og hefur margt af því verið gefið út. Þetta er góð viðbót við það en að sjálf- sögðu fyrstogfremst fyrir safnara og geggjara. Ekki það að tónlistin sé ekki fyrir hvern sem er heldur eru upptökurnar ekki uppá það fínasta sem er von. Ellingtonbandið upphefur tón- leikana á bandaríska þjóðsöngn- um í anda stríðsáratónleikanna og svo er The Mooche leikið — gamla góða útsetningin frá 1927 þó ein- leikarar séu aðrir — og mikið er leiðinlegt að liðið skuli klappa eft- ir básúnusólónum hans Quintet Jacksons. Ekki það að sólóinn sé ekki frábær, heldur er hann hluti af heild sem ekki má rjúfa. Elling- ton er dálítið boppaður stundum og spilar Ornithology í How High The Moon — svo er Dizzy einleik- ari með bandinu í Body Ánd Soul. Upptakan er afleit en gaman að heyra Dizzy blása með Ellington í ham hamrandi stríða hljóma og rymjandi. Það er rosakraftur í svít- unni The Tatooed Bird, sem ekki er til í mörgum útgáfum og fyrir ellingtonista sem ekki eiga hana væri það næg ástæða til að kaupa þessa skífu. Hlutur Parkers er illa upptekinn og strengjalögin öll til í mun betri útgáfum og djammið með Dizzy einnig. Candido slær kongó- trommur og bætir engu við fyrir hlustendur skífunnar þó tónleika- gestir hafi kunnað vel að meta. Afturá móti er mikill fengur í þeim tveimur ópusum er kvintett Stan Getz leikur. Þarna er Duke Jordan á píanó, Jimmy Raney á gítar, Bill Crow á bassa og Frank Isola trommur. Þetta er ein af betri sveitum Getz og hljóðritaði því miður aðeins hálfa aðra breiðskífu í hljóðverum. í lokin kynnir Ellington fagur- lega Billie Holliday sem syngur Lover come back to me einsog henni er einni lagið. Atlantis hefur einnig gefið út skífu með Art Tatum: Pure Genius (Atlantis/Skífan) og eru það orð að sönnu. Enginn hefur fyrr né síðar spunnið jafn magnað á hljómborð einn — nema kannski Jóhann Sebastian Bach, en orgelspuni hans var að sjálfsögðu ekki hljóð- ritaður. Upptökur á þessari skífu eru útvarpstökur frá 1934 og tón- leikaupptökur frá 1945. Allt er þetta fyrstaflokks tónlist en tón- gæði lítil — semsagt aðeins fyrir safnara og geggjara. Atlantis er fyrirtæki þeirra! SIGILDAR sögur var samnefni hátt í fjórða tug teiknimyndablaða sem Guðmundur heitinn Karlsson blaðamaður gaf út undir lok fimmta áratugarins. Fólk sem nú er komið fast að þrítugu og eldra las þessi blöð af firna miklum áhuga á sínum tíma, en í þeim gafst því reyndar tækifæri til að fá sína fyrstu innsýn í sígildar heimsbókmenntir. í þess- ^ um flokki komu út lllionskviða, Hamlet, saga Vilhjálms Tell, Jó- hönnu af Örk og Lísu í Undralandi svo fáeinar séu nefndar. Því er þetta rifjað upp hér að bókaforlagið Tákn hefur nú afráðið að hefja endurút- gáfu á þessum teiknimyndasögum sem slógu svo rækilega í gegn á sín- um tíma og verður eitt hefti gefið út á hverjum næstu mánaða þar til flokknum lýkur; fyrst Lísa í Undra- landi, svo saga Davy Crocketts, þá Kid Carsons og svo framvegis. Ástæða þess að Onundur Björnsson hjá Tákni ræðst í þessa endurútgáfu mun ekki síst stafa af því að dag einn fyrir nokkrum mánuðum rakst hann á eitt þessara gömlu hefta í fór- um sínum, kíkti i það, lagðist að því búnu upp í sófa og kláraði lesningu af innlifun svo brá fyrir barnslegum glampa í augum útgefandans að nýju. Og þar með þótti honum eng- in spurning vera hvert næsta verk- efni forlags hans yrði. SIGURÐUR Guðmundsson listamaður er ekki alveg horfinn sjónum okkar þótt sýningu á verk- um hans í Gallerí Svart á hvítu hafi lokið í gær. í Norrœna húsinu sýnir Sigurður skúlptúr um þessar mund- ir, en sú sýning var opnuð á sunnu- daginn var. Auk skúlptúra Sigurðar eru sýnd olíuverk tveggja Norð- manna, Olavs Stromme (1909—1978) og Bjetrns Tufta. Sýning þessi er skipulögð af Norðmanninum Per Hovdenakk en er haldin að frumkvæði Norræna hússins. Ólafur Kvaran listfræðingur hafði umsjón með uppsetningu sýningarinnar sem þykir hin athyglisverðasta. Sýningin í Norræna húsinu stendur yfir til 29. mars og er opið þar kl. 14—19 alla daga vikunnar. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.