Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 32
as
PIZZAHUSIÐ
GRENSÁSVEGI 10 108 R.
Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni.
Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi
Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu
heim eða pantið í síma 39933.
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur myndir Jim Smart
G. Þórarinsson að iðnaðarráð-
herra, en landsbyggðarmenn munu
ekki una slíkri ráðstöfun. Ennfrem-
ur er talið að Steingrímur geti ekki
lengur gengið fram hjá þeim Páli og
Guðmundi Bjarnasyni við skipan
ráðherra. Á ráðherrabiðlista Sjálf-
stæðisflokksins eru tilnefndir menn
eins og Pálmi Jónsson, Halldór
Blöndal og Ólafur G. Einarsson.
Þeir gætu þurft að bíða lengur ...
Talið er að æ meiri líkur bendi
til þess að núverandi stjórnarflokk-
ar myndi einnig næstu ríkisstjórn. í
þröngum hópi eru menn þegar farn-
ir að reifa ráðherraskipan, — og nýj-
asta hugmyndin kemur úr leyndum
stað áhrifamanna. í þeirri ráðherra-
skipan er gert ráð fyrir málamiðlun
milli eldri og yngri deildar í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins. Þannig
kæmi Friðrik Sophusson nýr inn í
ríkisstjórnina, en ráðherralisti Sjálf-
stæðisflokksins yrði þann veg skip-
aður í heild: Þorsteinn Pálsson
forsætisráðherra, Friðrik Sophus-
son menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson sjávarútvegsráð-
herra, Ragnhiidur Helgadóttir,
heilbrigðisráðherra, Matthías Á.
Mathiesen viðskiptaráðherra. Ekki
er talið gerlegt fyrir ungu forystuna
að gera meiri brey tingar á ráðherra-
lista sínum en þetta vegna jafnvægis
sem þarf að gæta milii kynslóða og
landshluta. Af hálfu Framsóknar-
flokksins kæmu hins vegar fleiri ný-
ir menn inní ríkisstjórn: Steingrím-
ur Hermannsson, utanríkisráð-
herra, Halldór Ásgrímsson fjár-
málaráðherra, Páll Pétursson
landbúnaðarráðherra, Guðmund-
ur Bjarnason, iðnaðarráðherra.
Ýmsir fleiri kostir um skipan þess-
ara manna í ráðherraembætti eru
fyrir hendi; þannig gæti Páll orðið
menntamála- eða samgönguráð-
herra, Friðrik dómsmála- og sam-
gönguráðherra o.s.frv. Innan Fram-
sóknar er talið að Steingrímur hafi
mikinn áhuga á að gera Guðmund
annan á 24.000 krónur en hinn á
85.000.
LAUNÞEGAVERÐ
— En er mikid aö gera?
„Já, það hefur verið meira en nóg
að gera, allt frá fyrsta degi. Að vísu
verðum við vör við þann misskiln-
ing að fólk haldi að hér fáist ekki
fatnaður á launþegaverði og nokkr-
ir koma bara til að skoða og kynna
sé hvað er boðið upp á og hvað það
kostar. Varðandi þessi silkipils sem
við vorum að ræða um áðan get ég
sagt þér að ein kona kom hingað í
búðina og skoðaði föt en var alltaf
að líta í kringum sig. Loks sagði hún
mér ástæðuna: Henni hafði verið
sagt að þessi pils kostuðu yfir
100.000 og væru geymd í glerskáp!
— Önnur saga sem mér barst til
eyrna hljóðaði á þá leið að það væri
dyravörður við dyrnar sem sæi um
að hleypa fólki inn í hollum! Fólk
hefur greinilega ekki mikið við tím-
ann að gera ef það nennir að búa til
svona sögur! Annars skipta þær
okkur í rauninni engu máli. Það fólk
sem kemur hingað er að ieita sér að
fatnaði en er ekki komið til að
hneykslast. Dýr fatnaður á íslandi
er ódýrari en sams konar fatnaður
erlendis, það er alveg ljóst. Það er
hins vegar ódýrari fatnaðurinn sem
við getum fengið enn ódýrari í út-
löndum, en virkilega vandaður fatn-
aður er alltaf dýr. Ef sá fatnaður sem
fólk leitar eftir fæst á annað borð á
Islandi þá borgar sig að kaupa hann
hér og margar konur sem versla við
mig koma hingað áður en þær fara
til útlanda, til dæmis á ráðstefnur,
því þær vilja gjarnan spara sér tíma
úti og sleppa við verslunarleiðang-
ur."
Guðlaug segir viðskiptavini sína
vera á öllum aldri og úr öllum stétt-
um. „Hingað koma til dæmis fram-
haldsskólastúlkur að fá sér kjóla
fyrir árshátíðir, karlmenn koma
mikið hingað og þá gjarnan í fylgd
með konum sínum. Annars finnst
mér enginn aldurshópur áberandi."
32 HELGARPÓSTURINN
Pad passaöi einhvernveginn ekki
ad fara inn í Markus tískuhús í
gömlu kápunni. Reyndar var ferd-
inni ekki heitiö til aö kaupa nýja
kápu heldur ,‘il aö fá stadfest vin-
scelt umrœðuefni í saumaklúbbum í
vetur.
Það var hægara sagt en gert að
finna Markus tískuhús þar sem það
er uppi á fjórðu hæð í Austurstræti
lOa. Ekkert skilti eða aðrar merk-
ingar vísa leiðina en indæl af-
greiðslukona i Torginu er greinilega
orðin vön spurningunni: „Geturðu
sagt mér hvar Markus er?“ „Gengið
inn um járnhliöið hérna hægra
megin og upp á fjórðu hæð.“
Svona háíft í hvoru hvarflaði að
mér að snúa við þegar ég leit inn í
glæsilegt verslunarhúsnæðið og
einhvers staðar í undirmeðvitund-
inni vaknaði minning þess að hafa
einhvern tímann fyrir löngu komið
inn í slíka verslun í útlöndum.
PILS Á 45.000???
„Það að hafa versiun ofarlega í
húsi er býsna algengt erlendis,"
sagði Guölaug Jónsdóttir eigandi
„Markus tískuhúss" og eiginmaður
hennar, Asgeir Ebenezarson tók í
sama streng: „Það kom aldrei til
greina að hafa verslun sem þessa á
götuhæð. Það er kostur að vera
svona hátt uppi því viðskiptavinir
eiga að geta valið fatnað í ró og
næði." Það er ekki orðum aukið að
þarna ríki ró enda spilar litaval þar
sterklega inn í. Guðlaug segir að
húsnæðið hafi verið innréttað af
Helgu Benediktsdóttur arkitekt og
að sínu mati hafi tekist sérstaklega
vel til.
En hvaö er hœft í því ad á tísku-
sýningu sem haldin var tveimur
dögum fyrir opnun þessarar versl-
unar hafi veriö sýnd pils sem kost-
uöu 45.000 krónur og peysur í stíl á
35.000?
„Það hlýtur nú að vera langt um
liðið síðan þú heyrðir söguna!" segir
Guðlaug. „Ég heyrði hana þannig
að pilsin hefðu kostað um 100.000!
En það rétta er hins vegar að á sýn-
ingunni voru sýnd hringskorin pils
úr alsilki og þau kostuðu nákvæm-
lega 39.800 krónur. Þarna var um
að ræða 9 lengdarmetra af silki svo
það þarf ekki að koma á óvart þótt
þau hafi verið dýr. Peysurnar í stíl
við þau kostuðu eitthvað um 27.000
krónur að mig minnir. Hitt er rétt að
þessar flíkur seldust strax..."
í versluninni er seldur kvenfatn-
aður m.a. frá þýska fyrirtækinu Uta
Raash, en Uta er vel þekktur hönn-
uður í heimalandi sínu og víðar.
Guðlaug segir verðið á fatnaðinum í
versluninni vera „milliverð, en svo
er hægt að fá dýran fatnað. Verð-
munur felst aðallega í því að í hinum
dýrari fatnaði er um að ræða dýr og
vönduð efni, s.s. alsilki og þær flíkur
eru einnig oft með handbróderuðu
skrauti, s.s. perlusaumi eða pallíett-
um.“ Hún sýnir mér tvo síða sam-
kvæmiskjóla máli sínu til stuðnings,
DÝR BÚÐ í FELUM
UPPI Á FJÓRÐU HÆÐ VIÐ AUSTURSTRÆTI FÁST PEYSURÁ 30.000 OG KJÖLAR Á 60.000