Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 35
ERLEND YFIRSYN
eftir Magnús Torfa Ólafsson
Ekki er ein báran stök hjá Ronald Reagan
og mönnum hans. Írans-Contra hneykslið
heldur áfram að vinda upp á sig. Rannsókn-
arnefndir beggja deilda Bandaríkjaþings og
Lawrence Walsh, sérlegur saksóknari, ráðg-
ast nú um, hversu saman geti farið undirbún-
ingur að yfirheyrslum helstu grunaðra söku-
dólga úr Hvíta húsinu, þeirra Poindexters að-
míráls, Norths ofursta og Secords hershöfð-
ingja, fyrir þingnefndum og sakamálarann-
sókn á hendur sömu mönnum. Blöð hafa eft-
ir rannsóknarmönnum Walsh, að grunsemd-
ir séu uppi um að minnsta kosti þrennskonar
ódáðaverk, sem sé fjársvik gagnvart ríkinu,
viðleitni til að hindra framgang réttvísinnar
og fölsun opinberra gagna. Rannsóknar-
menn taka fram, að þeir undanskilji engan
frá gruni um lögbrot, sem hlut átti að máli
þessu.
En losaraleg vinnubrögð, gönuhlaup of-
stopamanna og lítilsvirðing fyrir stjórnskipu-
legum reglum rey nast hafa grafið um sig víð-
ar í stjórn Reagans en meðal starfsliðs Þjóð-
aröryggisráðs í Hvíta húsinu. Fyrir þá sök
lentu tvær hliðar á geimvarnaáætlun forset-
ans í sviðsljósinu í síðustu viku. Fyrst birti
New York Times frásögn af því, að Caspar
Weinberger landvarnaráðherra og sam-
starfsmenn hans í Pentagon virtust vel á veg
komnir að setja geimvarnaáætlunina af því
spori, sem vísindamenn trúaðir á fyrirtækið
hefðu markað henni í upphafi. Krafa um
skjótan árangur og uppsetningu frumstæðra
geimvopnakerfa sem fyrst tekur fé og mann-
afla frá hinu raunverulega stjörnustríðs-
áformi um geislavopn og eindabyssur. Þar
með blasir við að botninn dettur úr hug-
mynd Reagans um geimskjöld, sem gert geti
langdrægar kjarnorkuflaugar gagnslausar
og úreltar. Máli sínu til stuðnings vitnar
fréttamaðurinn William J. Broad í fyrrver-
andi og núverandi rannsóknastjóra hjá rann-
sóknastofum og yfirstjórn geimvarnaáætl-
unarinnar. Þeirra á meðal eru George H.
Miller, yfirmaður vopnaþróunar hjá Liver-
more rannsóknastöðinni í Kaliforníu, Will-
iam A. Barletta, eindavopnasérfræðingur á
sama stað, og Gerold Yonas, áður vísinda-
stjóri hjá umsjónarstofnun geimvarnaáætl-
unarinnar í landvarnaráðuneytinu.
í ritstjórnargrein átelur New York Times
ringulreið og stefnuleysi í geimvarnaáætlun-
inni. í stað þess að vinna markvisst að því að
komast að raun um hvort hún sé framkvæm-
anleg, og þá með viðráðanlegum kostnaði,
sé hlaupið úr einu í annað til að geta auglýst
skjótan árangur. Af því dregur blaðið þá
ályktun, að markmiðið sé orðið pólitískt en
Sam Nunn öldunga-
deildarmaður lætur ekki
hauksunga úr Pentagon
villa um fyrir sér.
Kúrekunum tókst líka að klúðra
geimvarnaáætlun forseta síns
ekki herfræðilegt, að koma framleiðslu á
einföldu vopnakerfi í gang meðan Reagan-
stjórnin situr, svo komnir séu til sögunnar
kjördæmahagsmunir til að festa geimhernað
í sessi til frambúðar í bandarískum vígbún-
aði.
Þetta skýrir sífelldar yfirlýsingar Wein-
bergers landvarnaráðherra, um að geim-
vopn geti orðið til taks strax á öndverðum
næsta áratug, nái fram að ganga barátta
hans fyrir að Bandaríkjastjórn brjótist undan
hömlum á tilraunum sem stefna að geim-
hernaði. Þær hömlur er að finna í samningn-
um við Sovétríkin frá 1972 um takmarkanir
á gagneldflaugakerfum, smíði og staðsetn-
ingu eldflauga til að skjóta niður aðrar eld-
flaugar. Landvarnaráðherrann og haukarnir
í kringum hann hafa búið til nýja túlkun á
samningnum, sem þeir halda fram að heimili
ótakmarkaðar tilraunir með geimvopn, sé
beitt tækni sem ekki var til að dreifa 1972.
Árið 1985 féllst Reagan forseti á að þessi
víða túlkun á rannsóknaheimild samnings-
ins væri gild að lögum, en vegna þrýstings úr
utanríkisráðuneytinu, af þingi og frá banda-
mönnum Bandaríkjanna féllst hann þó á að
farið skyldi eftir fyrri og þröngri túlkun uns
hann ákvæði annað.
í upphafi þessa árs fékk Weinberger því til
leiðar komið, að forsetinn setti sig í stellingar
til að láta víðu túlkunina taka gildi af Banda-
ríkjanna hálfu. Var áður komin fram álits-
gerð henni til stuðnings frá Abraham Sofaer,
lögfræðingi utanríkisráðuneytisins. Paul
Nitze, ráðunautur utanríkisráðherra um víg-
búnaðartakmarkanir, og Richard Perle, að-
stoðar landvarnaráðherra, voru sendir í hús-
vitjunarferð milli höfuðborga ríkja Vestur-
Evrópu, til að búa stjórnir þar undir að
Bandaríkjaforseti hygðist virða að vettugi
fyrri viðvaranir þeirra við að Bandaríkja-
stjórn breytti einhliða út af samningi, sem er
hornsteinn gagnkvæmra vígbúnaðartak-
markana risaveldanna.
Þá kom til skjalanna Sam Nunn, nýorðinn
formaður hermálanefndar Öldungadeildar-
innar, Suðurríkjamaður viðurkenndur fyrir
yfirburðaþekkingu á öllu sem að hermálum
lýtur og áhuga á að herkostnaður skili sér í
raunverulegum herstyrk. Nunn lét forsetann
vita, að hann skyldi gera sér ljóst, að breytti
hann túlkun á samningnum við Sovétríkin
frá 1972 án undangengins fulls samráðs við
Öldungadeildina, sem fjallaði um og fullgilti
plaggið á sínum tíma, væri skollinn á meiri-
háttar stjórnlagaárekstur milli forseta og
þings,
Við þetta sljákkaði í haukunum í ríkis-
stjórninni. Nú hefur Nunn bætt um betur. Á
miðvikudag í síðustu viku birti hann Öld-
ungadeildinni fyrri hluta úttektar á merkingu
gagneldflaugasamningsins, byggða á gögn-
unum sem fyrir liggja frá fullgildingu hans.
Þar ber formaður landvarnanefndar ríkis-
stjórninni á brýn vísvitandi tilraun til að
rangtúlka bæði samningstextann og með-
INNLEND YFIRSYN
Það er kaldhæðnislegt en samtímis því að
stjórnarflokkarnir hefja kosningabaráttuna
— og Sjálfstæðisflokkur boðar að hann „ætli
að halda áfram á sömu braut“ — birtast nú
tölur um hækkun verðbólgu. í upphafi kosn-
ingabaráttu mælist verðbólga hærri en hún
hefur verið síðan ASÍ og VSÍ gengu frá umtöl-
uðum kjarasamningum í Garðastræti fyrir
rúmu ári.
Sé miðað við hækkun framfærsluvísitölu á
milli febrúar og mars er verðbólgan 19,3%
miðað við heilt ár fram í tímann. Hefur fram-
færsluvísitala hækkað um 5,4% sl. þrjá mán-
uði. Framreiknað svarar þessi hækkun til
23,3% verðbólgu. Þriðjung hækkunar má
rekja til verðhækkana á nauðsynjavöru,
þriðjung til verðhækkana á vöru og þjónustu
og þriðjung til verðhækkunar á fatnaði. Sé
miðað við verðhækkun matvöru eingöngu
er verðbólgan meiri en nefnd 23,3% — mat-
vöruverðbólgan liggur á bilinu 30 til 40 pró-
sent, að ekki sé talað um þá verðbólgu sem
hlaupin er í fasteignir. Lætur nærri að verð-
bólga í eldri íbúðum sé um 50%, m.v. síðustu
átta mánuði. Menn kenna nýju húsnæðis-
lánakerfi um. Þær verðbólgutölur sem nú
hafa komið fram eru því langtum hærri en
ríkisstjórn gerði ráð fyrir.
Birgir Árnason, hagfræðingur hjá Þjóð-
hagsstofnun, fylgist náið með megin straum-
um í efnahagslífinu og hann var spurður um
það, hver væri skýringin á því að verðbólga
færi nú vaxandi. „Ein ástæða er sú, að hluta
af verðbólgunni var frestað í fyrra. í kjölfar
febrúarsamninganna var hún beinlínis nið-
urgreidd af ríkisvaldinu um a.m.k. 4%. Með
þessu voru tekjur ríkisins lækkaðar, sem
þýðir aukinn halla á ríkissjóði. Og aukinn
halli hefur í för með sér vaxandi þenslu —•
aukna eftirspurn. Meiri verðbólgu. Áhrifin
eru að koma fram nú.“
Ríkisstjórnin hefur bundið sig við að lækka
skatta. Með því útilokar hún að beita ríkis-
fjármálum til að kveða niður verðbólguna.
Pólitískt treystir ríkisstjórnin sér ekki til að
takmarka kaupgetuna, sem í heild hefur vax-
Lokasprettur ríkis-
stjórnar í efnahags-
málum slappur. Verð-
bólga á uppleið. Halli á
ríkisfjármálum aldrei
meiri. Þensla að aukast
og ekki ráðið við
peningamagn í umferð.
Verðbólgan vex
ferð málsins á Bandaríkjaþingi. Nunn sýnir
fram á, að stjórn Nixons forseta lagði samn-
inginn fyrir með þröngri túlkun á hinu um-
deilda ákvæði um tilraunir með geimvopna-
búnað, og Öldungadeildin staðfesti samning-
inn með sama skilningi.
Sérstaklega veitist Nunn að Sofaer lög-
fræðiráðunauti, kveður hann hafa látið frá
sér fara „fullkomna og algera rangfærslu" á
ýmsum þáttum þess sem gerðist við staðfest-
ingu samningsins. Þetta varð til að Joseph
Biden, formaður annarrar öldungadeildar-
nefndar, stefndi lögfræðingnum fyrir sig.
Biden stjórnar dómsmálanefnd Öldunga-
deildarinnar, og sama dag og Nunn birti
skýrslu sína lagði hann fram frumvarp um
lögfestingu þröngrar túlkunar á gagneld-
flaugasamningnum. Þar er því slegið föstu,
að í engu megi hverfa frá fyrri túlkun samn-
ingsákvæða, nema að veittu samþykki Öld-
ungadeildarinnar.
Fyrstur þingmanna demókrata til að ná
tangarhaldi á Abraham Sofaer varð þó Carl
Levin frá Michigan. Hann skýrði svo frá á
föstudag, að lögfræðingurinn hefði komið í
skrifstofu sína daginn áður, og ekki verið
hátt á honum risið:
„Sofaer dómari afneitaði í dag í skrifstofu
minni afdráttarlaust og ítrekað," sagði Levin,
„yfirlitinu frá því í október 1985 um fullgild-
ingarferil gagneldflaugasamningsins." Kvað
hann yfirlitið vera „ófullnægjandi yfirlit um
fullgildingarferilinn og verk reynslulítilla
lögfræðinga úr starfsliði sínu. Tók hann
fram, að hann vildi í engu standa við yfirlit
þetta, né Jþá hluta vitnisburðar síns fyrir
nefndum Öldungadeildar og Fulltrúadeildar
þingsins, sem á því eru byggðir."
Eftir þetta er málflutningur Weinbergers,
Perle og þeirra nóta, sem Reagan forseti var
búinn að lýsa yfir að ætti fullan rétt á sér að
lögum, gersamlega í rúst. Þeir virðast hafa
orðið ofaná í þingflokki demókrata í Öld-
ungadeildinni, sem halda vilja á málinu af
fuliri hörku, standa fast á stjórnskipulegum
rétti deildarinnar til að hafa jafn mikið um ut-
anríkismál að segja og forsetinn, þegar um
er að ræða framkvæmd fullgiltra samninga.
Tilraunir stjórnarliða til að draga Albert
Gore, öldungadeildarmann frá Tennessee,
inn í óskuldbindandi málamiðlun til tak-
markaðs tíma um skilning á gagneldflauga-
samningnum á sér vart viðreisnar von.
eftir Helga Má Arthúrsson
ið meira en þjóðartekjur, enda þótt margir
hópar búi enn við skerta kaupgetu frá því
sem var fyrir nokkrum árum. Góðærinu er
m.ö.o. misskipt. Með því að minnka tekjur
ríkissjóðs með þessum hætti verður halli á
ríkisfjármálum sem leiðir til meiri eftirspurn-
ar og vaxandi verðbólgu. Stefnir halli í rúm-
ar 3000 milljónir á þessu ári.
„Rökrétt væri að ríkisstjórnin reyndi að
takmarka kaupgetuna í heild með skatta-
hækkun, en sú pólitíska ákvörðun hefur ver-
ið tekin að lækka skatta. Þetta þýðir að ríkis-
stjórnin getur ekki nýtt sér skatta sem hag-
stjórnartæki," segir Birgir Árnason hag-
fræðingur, „sem hún gæti, en kýs að gera
ekki.“
Skattastefnan ýtir undir þenslu og verð-
bólgu og það gerir gengisstefna ríkisstjórnar-
innar líka. Mikið misgengi hefur undanfarið
verið á milli þróunar bandaríkjadals og evr-
ópskra gjaldmiðla. Hefur bandaríkjadalur
fallið gagnvart nokkrum helstu evrópugjald-
miðlum um 35% frá því 1985. Og hefur fasta-
gengisstefna ríkisstjórnarinnar gagnvart
dalnum leitt til verðhækkunar á innfluttri
vöru sem að stórum hluta kemur frá Evrópu.
Hefur þetta leitt til vaxandi verðbólgu.
En það er ekki aðeins að gengi íslensku
krónunnar sé bundið dalnum. Ríkisstjórnin
breytti gengisviðmiðun íslensku krónunnar
ekki alls fyrir löngu. Sú breyting jók verð-
bólgu.
„Með breyttri gengisviðmiðun jókst vægi
dalsins í viðmiðunarvoginni með þeim af-
leiðingum, að áframhaldandi gengisfall dals-
ins jók verðhækkanir á Islandi," segir Birgir
Árnason hagfræðingur.
Miklar fjárfestingar fyrirtækja auka þenslu
í efnahagslífinu, en þau virðast fjárfesta
grimmt nú, og bjartsýni mikil meðal for-
svarsmanna íslenskra fyrirtækja. „Fyrirtæk-
in virðast hafa greiðari aðgang að fé nú en
þau hafa áður haft. Kannski greiðari aðgang
en menn reiknuðu með. Þau geta tekið fé að
láni erlendis með samþykki banka og í gegn-
um fjárleigufyrirtæki, sem enginn hefur
skoðað af neinni alvöru. Þetta er þróun sem
er meira og minna stjórnlaus," segir Birgir
Árnason.
Ríkisstjórnum hefur yfirleitt gengið illa að
stjórna peningamagni í umferð. Sérstök
langlánanefnd ríkisstjórnar er til og er henni
ætlað að vera einhvers konar hemill á inn-
streymi erlends fjár til landsins. Heimildir HP
í fjármálaheiminum fuilyrða að nefndin
gegni ekki því hlutverki heldur sé hún af-
greiðslustofnun. Fyrirstaða sé þar lítil.
Vaxandi viðskipti fyrirtækja og fjárleigu-
stofnana hafa tvenns konar áhrif í peninga-
heimi að sögn heimildarmanna HP. Í fyrsta
lagi meira peningamagn í umferð en menn
gera sér grein fyrir og í öðru lagi eru vaxta-
kjör á alþjóðlegum peningamarkaði farin að
hafa hér veruleg áhrif. Þetta telja menn að
auki enn á þenslu í efnahagslífinu og ýti und-
ir verðbólgu. Fyrir svo utan það, að ríkisvald-
ið á erfitt með að takmarka peningamagn í
umferð.
Áreiðanlegar heimildir HP í ríkisstjórnar-
flokkum fullyrða, að ríkisstjórnin muni ekki
grípa til efnahagsaðgerða fyrir kosningar.
Verðbólga haldi áfram að aukast, en líklegt
þykir að sú ríkisstjórn sem við tekur grípi til
harkalegra efnahagsaðgerða til að keyra
verðbólguna niður á nýjan leik.
Lokasprettur ríkisstjórnarinnar í efnahags-
málum er því slappur. Verðbólga er á upp-
leið, halli á fjármálum ríkisins hefur sjaldan
verið meiri, þensla að aukast og ekki virðist
ráðið við peningamagn í umferð.
Yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálum var að koma verðbólgu á sama
stig og í nágrannalöndum íslands á kjörtíma-
bilinu. Það hefur því miður ekki tekist. Og
ekki verður séð að ríkisstjórnin hafi fram-
kvæmt grundvallarbreytingar í efnahags-
málum — aðra en að gefa vexti frjálsa — en
til að það skili jákvæðum árangri verður að
uppræta fjárlagahalla. Hann hefur aldrei
verið meiri.
HELGARPÓSTURINN 35