Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 37
J
4BFón Helgason dómsmálaráð-
herra hefur verið duglegur að koma
flokksmönnum sínum að í dóms-
kerfinu, eins og fyrirrennarar hans í
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkn-
um. Það verður einmitt eitt af hans
síðustu verkum að skipa í tvær feit-
ar stöður sem nú eru að losna. 1.
júní láta formlega af störfum Björn
Ingvarsson, yfirborgardómari, og
Einar Ingimundarson, bæjarfóg-
eti í Hafnarfirði, og sýslumaður um
leið. Umsóknarfrestur umsækjenda
er til 10. apríl og má vænta að Jón
flýti sér að skipa í embættin strax á
eftir eða sem fyrst fyrir kosningar.
Að líkindum kannar hann flokks-
skírteini umsækjenda. Björn er tal-
inn af dyggu framsóknarkyni og
ólíklegt að stóláklæðið skipti um lit.
Einar er hins vegar af sjálfstæðis-
kyni og hefur setið í sínu embætti
frá 1966, þegar hann tók við af
Birni Sveinbjörnssyni af fram-
sóknarkyni og vill Jón sjálfsagt að
embættið komist í réttar hendur á
ný- ■ ■_______________________
lELtir því er tekið hvað verðlaun
á briddsmótum hérlendis eru farin
að vera vegleg. Nú þykir til dæmis
lítt varið í mót ef verðlaunin nema
undir hálfri milljón ellegar bifreið
eins og raunin mun reyndar verða á
páskamótinu í tvímenning sem
fram fer á Hótel Loftleiðum að til-
hlutan Blöndals-bræðranna Val-
geirs og Kristjáns í Suðurlands-
vídeói á Selfossi. Athafnamenn
eru reyndar í æ ríkari mæli farnir
að hlutast til um mótshald í bridds-
inu á íslandi og getum við bætt við
hér í því sambandi að Guðmundur
Sveinsson, sonur Sveins í Völundi,
hefur nú á teikniborðinu hjá sér tíu
móta briddskeppni í líkingu við
helgarskákmót Jóhanns Þóris
sem hafa slegið í gegn í skákheimin-
um á síðustu misserum. . .
u
■ W Hikið hefur verið rætt og
ritað um vanda bænda og land-
búnaðarins almennt. Því er ekki úr
vegi að flytja hér þau gleðitíðindi,
að á meðan rauntekjur allra stétta
lækkuðu frá 1981 til 1985 að meðal-
tali um rúmlega 10% þá hækkuðu
rauntekjur í landbúnaði um 7,3%.
Landbúnaðurinn var eina atvinnu-
greinin sem skartaði þannig hækk-
uðum rauntekjum samkvæmt töl-
um Byggðastofnunar, fyrir utan
að rauntekjur í menningarstarfsemi
hækkuðu einnig lítillega. Arsverk-
um í landbúnaði fækkaði hins vegar
verulega á þessu tímabili eða úr
9.580 í 8.556. Það er af einstökum
atvinnugreinum nánar að segja að á
þessu tímabili lækkuðu rauntekjur
mest í ,,götu- og sorphreinsun"
eða um nær 24% og í byggingar-
starfsemi lækkuðu rauntekjurnar
um 16,5%. Á þessu tímabili fækkaði
ársverkum talsvert í frumatvinnu-
greinunum svokölluðu, en helsti
vaxtarbroddurinn var hins vegar í
peningastofnunum og veitinga- og
hótelrekstri...
D
WBsW únaðarþingi lauk fyrir
skemmstu. A þinginu var kosið í
stjórn Búnaðarfélags íslands til
fjögurra ára. Aðeins einn listi var í
kjöri og var hann sjálfkjörinn. Þetta
er orðið að hefð hjá Búnaðarfélag-
inu og virðist því sem allt sé þar slétt
og fellt, en nú heyrir HP að undir
niðri hafi kraumað á þinginu og hafi
nýir fulltrúar ekki verið ásáttir við
lista þennan, né heldur að um hann
skuli ekki vera kosið. Telja þeir að
rétt sé að greidd séu atkvæði um
listann svo sjá megi hver raunveru-
legur stuðningur við hann er. Tölu-
verðrar óánægju gætti meðal þing-
fulltrúa með þetta og voru þreifing-
ar í gangi um að bjóða fram lista á
móti þeim sem fyrir var. Ekki náðist
þó samstaða um nýjan lista, einkum
vegna þess að erfitt var að finna
rétta mynstrið, en það hefur lengi
verið hefð að Framsóknarflokk-
urinn eigi tvo fulltrúa í stjórninni og
Sjálfstæðisflokkurinn einn. Yngri
mennirnir og nokkrir eldri reyndar
líka voru sérstaklega óánægðir með
kjör þeirra Hjartar E. Þórarins-
sonar, bónda á Tjörn í Svarfaðardal
og stjórnarformanns KEA og
Steinþórs Gestssonar á Hæli,
fyrrum alþingismanns Sjálf-
stæðisflokksins. Hinsvegar mun
þriðji maðurinn í stjórn, Magnús
Sigurðsson frá Gilsbakka vera
óumdeildur og vildi hræringahóp-
urinn gjarna fá hann í stjórn með
sínum fulltrúum, en þar voru helst
nefndir til þeir Jón Hólm Stefáns-
son bóndi í Ölfusi, og Egill Bjarna-
son, ráðunautur á Sauðárkróki.
Það sem einkum er að velkjast
fyrir yngri mönnum innan bænda-
hreyfingarinnar og mörgum starfs-
mönnum í stofnunum landbúnaðar-
ins er markaðsstaða landbúnaðar-
afurða, nýsköpun innan stéttarinnar
og staða leiðbeiningarþjónust-
unnar sem er lykilatriði í framþróun
innan landbúnaðarins. Telja þeir
sem vilja breytingar, að það kunni
ekki góðri lukku að stýra að gamlir
menn og snerpulitlir séu í forsvari
fyrir Búnaðarféiagið á viðsjárverð-
um tímum sem þessum. I framhaldi
af þessu má búast við átökum, þeg-
ar kosinn verður nýr formaður Stétt-
arsambands bænda og vilja þeir
sem óánægðir eru með núverandi
stöðu mála gjarna koma að ungum
og ferskum mönnum. Þeir sem helst
hafa verið nefndir til eru þeir Hauk-
ur Halldórsson í Sveinbjarnar-
gerði við Eyjafjörð og Þórólfur
Sveinsson úr Borgarfirði. . .
BILEIGENDUR
BODDÍHLUTIR!
ÓDÝR TREFJAPLASTBRETTI O.FL. A FLEST-
AR GERÐIR BÍLA, ASETNING FÆST A
STAÐNUM.
BILPLAST
Mgnhöföa 19, timi 6M233.
Póstsendum.
Ödýrtr sturtubotnar.
Tökum aö okkur trefjaplastvinnu.
Veljiö islenskt.
Árósar er stærsta gámahöfn Danmerkur og er
nálægt helstu iðnaðarsvæöum Jótlands. Frá Árósum
liggur einnig greið leið til allra staða innan Danmerkur,
norður Þýskalands og annarra hafna í Evrópu.
Fyrir fimm árum hóf Skipadeild Sambandsins
áætlunarsiglingar til Árósa og hafa þær siglingar gefið
góða raun.
Hafið samband.
Árósar
ALLFREIGHT l/S
PIER2
. P.O.BOX 73
DK-8100 AARHUSC
SÍMI: 06 128188
TELEX: 64375 ALBSC DK
TELEFAX: 06 128793
f
Kaupmannahöfn Svendborq
ALLFREIGHT l/S
AMALIEGADE 35
DK-1256 KÖBENHAVN K
SÍMI: 01 111214
TELEX: 19901 ALCKH DK
TELEFAX: 01 115871
BJERRUM
& JENSEN APS
JESSENS MOLE 9a
P.O.BOX 190
DK-5700 SVENDBORG
SÍMI: 09 212600
TELEX: 58122 BROKA DK
TELEFAX: 09 212600
SKIPADE/LD
SAMBANDS/NS
LINDARGÖTU 9A • PÓSTHÓLF 1480 • 121 REYKJAVÍK
SÍMI 28200 • TELEX 2101
TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA
HELGARPÖSTURINN 37