Helgarpósturinn - 19.03.1987, Side 41
Bjarnaborg árið 1902,
myndin er líklegast
tekin um haustið eða
seinna þann vetur,
Samkvæmt manntali
voru íbúar hússins í
desember það ár 11
talsins. Gasluktin á
suðurhlið hússins var
eina götulýsingin fram
eftir þriðja áratugnum.
(Þjóðminjasafn
islands)
;: ■ V;
Magdalena M. Oddsdóttir sem ólst upp I Bjarnaborg.
GOTT AÐ BUA I BJARNABORG
<> - ^
Svona mun Bjarnaborg líta út þegar
breytingum verður lokið. Séð frá norðri til
suðurs eftir Vitastígnum.
VITATORG VERÐUR TIL A NY
Byggingarfélagið Dögun keypti
Bjarnaborg þegar hún var auglýst til
sölu af hálfu borgarinnar. HP fór
þess á leit við forsvarsmenn fyrir-
tækisins að þeir skýrðu frá áætiun-
um varðandi endurnýjun hússins.
Þeir sögðu að umtalsverðar breyt-
ingar yrðu gerðar á húsinu að innan
en að utan myndi það halda sínu
lagi, þar yrði ekki hróflað við neinu,
þ.e.a.s. í útliti. Hins vegar verður
húsið að miklu leyti endurbyggt,
gler, gluggar og bárujárn endurnýj-
að og að auki má nefna að byggðir
verða nýir kvistir og svalir.
Húsið verður rýmkað að innan,
stigagangar verða fjarlægðir, en í
stað þeirra verður steypt upp nýtt
stigahús í bakgarðinum. Alls verða
10 einingar í húsinu, 5 á neðri hæð
og 5 á efri hæð. Á neðri hæðinni er
gert ráð fyrir tveimur veitingastof-
um og verslunum en á efri hæðinni
verða tvær íbúðir með vinnustofum
í risi, auk skrifstofa og vinnustofa
fyrir arkitekta eða aðra.
Fyrir framan húsið verður steypt-
ur upp pallur sem nýtist sem eins-
konar útitorg, þar verður aðstaða
fyrir útveitingarekstur og fleira.
Reykjavíkurborg hefur fallist á að
færa Vitastíginn vestar, frá húsinu,
þannig að fyrir framan það myndast
vísir að torgi, enda stóð Bjarnaborg
upphaflega við Vitatorg en ekki
Vitastíg. Meðfylgjandi eru teikning-
ar af húsinu og umhverfi þess sem
segja meira en mörg orð.
Magdalena M. Oddsdóttir flutti
inn í Bjarnaborg árið 1916 og bjó
þar í 15 ár ásamt fjölskyldu sinni.
Hún er fœdd árið 1909, á Laugavegi
66, og eyddi því œskuárum sínum
að mestum hluta í Bjarnaborg. Hún
féllst á að skýra ögn frá því hvernig
var að búa í húsinu á fyrsta fjórð-
ungi aldarinnar.
„Við fluttum inn 1916, þegar
Reykjavíkurborg eignaðist húsið,
við misstum föður okkur tveimur
árum fyrr og þess vegna varð
mamma að vinna úti en amma hélt
heimilið með aðstoð minni. Þess
vegna fór ég ekki strax að vinna
annars staðar.“
— Var það algengt að börn fœru
snemma að vinna á þessum árum?
„Já, já. Ég fór sjálf að vinna í fiski
á sumrin þegar ég var 10 ára gömul,
systir mín, Margrét, var látin passa
krakka þegar hún var 8 ára og yfir-
leitt voru allir að vinna, bróðir okk-
ar var til dæmis sendill í ýmsum
verslunum, elsta systir okkar í vist.
Það voru allir farnir að vinna um
leið og þeir gátu gert gagn.“
— Var litið niður á ykkur krakk-
ana í Bjarnaborg vegna fátœktar?
„Já, það var gert, en það þjappaði
okkur bara saman, reyndar var lagt
að okkur að koma fram sem heild út
á við og standa saman. Þetta var fá-
tækt fólk sem þarna bjó en það stóð
alveg fyrir sínu. Þetta var eins og ein
stór fjölskylda, samkomulagið var
mjög gott og ef einhvern vantaði
mat þá gaf einhver honum hann."
— Var einhver merkjanleg óregla
á þessum tímum?
„Nei, það var yfirleitt engin
óregla þegar ég bjó þarna og engin
vandræði út af slíku. Þetta voru
reglumenn sem þarna bjuggu,
menn sem unnu mikið og héldu sín-
um fjölskyldum gangandi. Þetta
breyttist mikið eftir að ég flutti það-
an, upp úr 1930. Þá fækkaði mikið í
húsinu og ég held að þeir hafi tekið
inn meira af utangarðsfólki svoköll-
uðu.“
— Var gott að búa í Bjarnaborg,
þegar litið er til baka?
„Já, ég held ég megi segja það. Þó
það hafi verið þröngt þá var gott
samkomulag þarna og allir höfðu
það gott.“
— Hvernig líst þér á þœr áœtlanir
sem nú eru uppi um að endurnýja
húsið og taka það í notkun að nýju?
„Mér líst vel á þetta, það er gott að
húsið fái að standa. Mér fannst alltaf
leiðinlegt þegar ég gekk framhjá og
sá að húsið var komið í niðurníðslu."
HELGARPÓSTURINN 41