Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 42

Helgarpósturinn - 19.03.1987, Qupperneq 42
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 20. mars 18.00 Nilli Hólmgeirsson. 18.25 Stundin okkar — Endursýning. 19.10 Þingsjá. 19.30 Poppkorn. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Rokkarnir geta ekki þagnað. 21.10 Mike Hammer. 22.00 Kastljós. 22.40 Óðafár (Frenzy). ★★★ Bresk bíó- mynd frá árinu 1972. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk Jon Finch, Alec McCowen og Barry Foster. Geð- veill kvennamorðingi leikur lausum hala í Lundúnaborg. Böndin berast að fyrrum eiginmanni síðasta fórnar- lambs hans en ekki eru þó öll kurl komin til grafar. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.40 Dagskrárlok. Laugardagur 21. mars 14.00 fþróttir. íslandsmótið í hand- knattleik — fslandsmótið í blaki. 18.00 Spænskukennsla. 18.25 Litli græni karlinn. 18.35 Þytur í laufi. 18.55 Háskaslóðir (Danger Bay). 19.30 Smellir: U-2 — Seinni hluti. 20.00 Fréttir. 20.30 Lottó. 20.35 Fyrirmyndarfaöir (The Cosby Show). 21.05 Gettur betur — Spurningakeppni framhaldsskóla. 21.45 Harvey s/h. ★★★★ Bandarísk gam- anmynd frá 1950 gerð eftir sam- nefndu leikriti eftir Mary Chase. Leik- stjóri Henry Kostner. Aðalhlutverk: James Stewart, Josephine Hull og Victoria Horne. í bæ einum býr ekkja ásamt dóttur sinni, Elwood bróður sínum og boöflennu sem enginn sér \ nema Elwood. Þetta er mannhæðar- há kanína sem hann kallar Harvey. Of- sjónir Elwoods verða svo þrálátar að systir hans gerir ráöstafanir til þess að senda hann á geöveikrahæli. 23.25 Dire Straits á Wembley. 00.35 Dagskrárlok. Fimmtudagur 19. mars § 17.00 Myndrokk. § 18.00 Knattspyrna. Umsjónarmaður er Heimir Karlsson. 19.00 Hardy gengiö. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Ljósbrot. 20.45 Morðgáta (Murder She Wrote). § 21.35 Barist um börnin (Not in Front of The Children). Nýleg sjónvarps- mynd með Lindu Gray (Sue Ellen), John Getz og John Lithgow í aðal- hlutverkum. Linda Gray leikur frá- skilda konu sem sér ein um uppeldi tveggja dætra sinna. Þegar hún fer í sambúð aftur, kemur fyrrverandi eiginmaðurinn fram á sjónarsviðið og krefst forræðis yfir börnunum. § 23.00 Af bæ f borg. (Ferfect Strangers) § 23.35 Alcatraz: Fyrri hluti sjónvarps- myndar um flótta úr einu ramm- gerðasta fangelsi í Bandaríkjunum á eyjunni Alcatraz. Fylgst er með tveimur frægustu flóttatilraunum úr fangelsinu, en einn maður kom við sögu í þeim báðum og er myndin byggð á framburöi hans. Aðalhlut- verk: Telly Savalas, Michael Beck, Art Carney og James Macarthur. Seinni hluti er á dagskránni föstu- dag 20. mars. § 00.55 Dagskrárlok. Föstudagur 20. mars § 17.00 Ástarævintýri. (Falling in Love) ★★★ Bandarísk kvikmynd með Robert De Niro og Meryí Streep í aðalhlutverkum. Molly og Frank rekast hvort á annað í jólaösinni á Manhattan. Flissandi fara þau hvort í sína áttina. Um vorið hittast þau aftur af tilviljun og þá byrjar ævintýr- ið. § 18.40 Myndrokk. 19.00 Viðkvæma vofan. Teiknimynd. 19.30 Fréttir. 20.00 Opin lína. 20.20 Klassapfur. (Golden Girls) § 20.45 Geimálfurinn. § 21.05 Elska skaltu nágranna þinn. (Love Thy Neighbor) Tvenn hjón hafa veriö nágrannar um árabil og börn þeirra leikfélagar. Málin flækj- ast verulega þegar eiginmaðurinn og eiginkonan, sem ekki eru gift hvort ööru stinga af saman. § 22.35 Hættustörf í lögreglunni. (Muggable Mary) ★★ Bandarísk sjónvarpsmynd með Karen Valen- tine, John Getz og Anne DeSalvo. Einstæð móöir fær starf í sérsveitum lögreglunnar, til að sjá sér og sínum farboröa. Henni reynist erfitt að samræma spennandi starf og upp- eldi sonar síns. § 00.10 Alcatraz. Seinni hluti bandarískrar sjónvarpsmyndar um flótta úr einu rammgerðasta fangelsi í Bandarfkj- unum á eyjunni Alcatraz. Aðalhlut- verk: Telly Savalas, Michael Beck, Art Carney og James Macarthur. § 01.40 Myndrokk. § 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 21. mars § 09.00 Lukkukrúttin. Teiknimynd. § 09.20 Högni hrekkvfsi. Teiknimynd. § 09.40 Penelópa puntudrós. Teikni- mynd. § 10.05 Herra T. Teiknimynd. § 10.30 Garparnir. Teiknimynd. § 11.00 Fréttahornið. Fréttatími barna og unglinga. § 11.10 Stikilsberja-Finnur. § 12.00 Hlé. § 16.00 Ættarveldiö (Dynasty). § 16.45 Heimsmeistarinn að tafli. § 17.10 Koppafeiti II (Grease 2). ★ Banda- rísk dans- og söngvamynd með Michelle Pfeiffer og Maxwell Caul- field í aðalhlutverkum. § 18.50 Myndrokk. 19.00 Spæjarinn. Teiknimynd. 19.30 Fróttir. 19.55 Undirheimar Miami (Miami Vice). § 20.45 Kir Royale. § 21.45 Besta vörnin (Best Defence) 0 Bandarísk gamanmynd með Dud- ley Moore og Eddie Murphy í aðal- hlutverkum. Dudley Moore leikur mann sem hannar nýtt stjórntæki í skriödreka en Eddie Murphy leikur hermann sem þarf að stýra skrið- drekanum. Þessi samsetning er dæmd til að mistakast. § 23.15 Aftaka Raymond Graham (Exe- cution of Raymond Graham). Bandarísk sjónvarpsmynd með Jeffrey Fahey og Kate Reid í aðal- hlutverkum. Myndin sýnir síðustu stundir í lífi fanga, sem dæmdur hef- ur verið til dauða. Hún er óhugnan- lega raunsæ og snýst um réttmæti eöa óréttmæti þess að beita dauða-' refsingu. § 00.50 Myndrokk. § 03.00 Dagskrárlok. © Fimmtudagur 19. mars 19.00 Fróttir. 19.30 Daglegt mál. 19.45 Aö utan. 20.00 íslendingur f Eystribyggð. 20.30 Frá tónleikum Sinfónfuhljóm- sveitar (slands í Háskólabíói. 21.20 Leiklist í New York. 22.20 Lestur Passfusálma. 22.30 Tróhesturinn í Tróju. 23.10 Kvöldtónleikar. MEÐMÆLI Ríkissjónvarpið hefur vinn- inginn í kvikmyndunum um þessa helgi. A föstudags- kvöldið er boðið upp á Frenzy eftir Hitchcock og á laugardagskvöldið er svart/hvít mynd frá 1950, Harvey, sem kvikmyndahand- bókin gefur fjórar stjörnur sem er næsta fátítt. Mest spennandi í útvarpsmálum hljóta að vera breytingarnar á Rás 2. Föstudagur 20. mars 7.03 Morgunvaktin. 9.05 Morgunstund barnanna. 9.45 Þingfréttir. 10.30 Sögusteinn. 11.05 Samhljómur. 14.00 Miðdegissagan. 14.30 Nýtt undir nálinni. 15.20 Landpósturinn. 16.05 Dagbók<in. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.05 Síðdegistónleikar. 17.40 Torgið. 19.00 Fréttir. 19.30 Daglegt mál. 19.40 Þingmál. 20.00 Suður-amerfsk tónlist. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Sfgild dægurlög. 22.20 Lestur Passfusálma. 22.30 Vfsnakvöld. 23.10 Andvaka. 00.10 Næturstund í dúr og moll. 01.00 Dagskrárlok. Laugardagur 21. mars 7.03 ,,Góðan dag, góðir hlustendur". 9.30 f morgunmund. 10.25 Óskalög sjúklinga. 11.00 Vísindaþátturinn. 11.40 Næst á dagskrá. 12.00 Hór og nú. 14.00 Sinna. 15.00 Tónspegill. 16.20 Leikrit barna og unglinga. 17.00 Að hlusta á tónlist. 18.00 íslenskt mál. 19.00 Fréttir. 19.35 Á tvist og bast. 20.00 Harmonfkuþáttur. 20.30 Ókunn afrek. 21.00 íslensk einsöngslög. 21.20 Á róttri hillu. 22.20 Lestur Passfusálma. 22.30 Danslög. 00.05 Miðnæturtónleikar. 01.00 Dagskrárlok. áf? Fimmtudagur 19. mars 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Vinsældalisti rásar 2. 20.30 I gestastofu. 22.05 Nótur aö norðan. 23.00 Við rúmstokkinn. 24.00 Fréttir. 00.10 Næturútvarp. Föstudagur 20. mars 00.10 Næturútvarp. 06.00 I bítiö. Erla B. Skúladóttir. 09.00 Morgunþáttur. Kolbrún Halldórs- dóttir og Kristján Sigurjónsson. 12.20 Hádegisfróttir. 12.45 Á milli mála. Leifur Hauksson. 16.00 Hringiðan. Broddi Broddason og Margrét Blöndal. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Lög unga fólksins. 21.00 Tilraunir. Skúli Helgason. 22.05 Fjörkippir. Edda Arnardóttir. 23.00 Á hinni hliöinni. Edda Andrésdóttir. 24.00 Fréttir. 00.10 Næturútvarp. Laugardagur 21. mars 01.00 Næturútvarp. 06.00 í bítið. Erla B. Skúladóttir. 09.00 Tfu dropar. Gestir Helga Más Barða- sonar drekka morgunkaffið. 11.00 Lukkupotturinn. Bjarni Dagur Jóns- son. 12.45 Listapopp. 14.00 Poppgátan. 15.00 Við rásmarkið. 17.00 Gullöidin. 18.00 Savanna, Ríó og hin tríóin. 19.00 Kvöldfróttir. 19.30 Ungæði. Hreinn Valdimarsson og Sigurður Gröndal. 20.00 Rokkbomsan. Þorsteinn G. Gunn- arsson. 21.00 Á mörkunum. Jóhann Ólafur Ingva- son. 22.05 Snúningur. Vignir Sveinsson. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp. Fimmtudagur 19. mars 19.00—20.00 Tónlist með léttum takti. 20.00—21.30 Jónfna Leósdóttir ó fimmtudegi. 21.30— 23.00 Spurningaleikur Bylgjunn- ar. 23.00-24.00 Vökulok. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunn- ar. Föstudagur 20. mars 07.00—09.00 Á fætur með Sigurði G. Tómassyni. 09.00—12.00 Páll Þorsteinsson á lóttum nótum. 12.00—14.00 Á hádegismarkaði með Jóhönnu Harðardóttur. 14.00—16.00 Pótur Steinn á róttri bylgju- lengd. 17.00—19.00 HallgrímurThorsteinsson í Reykjavfk sfðdegis. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vilhjálmsson. 22.00—03.00 Haraldur Gfslason. 03.00—08.00 Næturdagskró Bylgjunn- ar. Laugardagur 21. mars 08.00—12.00 Valdís Gunnarsdóttir. 12.00—12.301 fróttum var þetta ekki helst. 12.30— 15.00 Ásgeir Tómasson á léttum laugardegi. 15.00—17.00 Vinsældalisti Bylgjunnar. 17.00—19.00 Laugardagspopp ó Bylgj- unni. 19.00—21.00 Rósa Guðbjartsdóttir. 21.00—23.00 Anna Þorláksdóttir í laug- ardagsskapi. 23.00 — 04.00 Þorsteinn Ásgeirsson. 04.00—08.00 Næturdagskró Bylgjunn- ar. ÚTVARP eftir Reyni Antonsson Svœðisútvarpid sem tókst SJÓNVARP eftir Sigmund Erni Rúnarsson Vandað dagskrárefni Klukkan er sex ad kvöldi. Rödd Ernu Indriðadóttur berst úr viðtækinu, og segir okkur með sinni sérstöku hlýju og yndis- þokka, að þetta sé Ríkisútvarpið á Akur- eyri — svæðisútvarp, þátturinn Héðan og þaðan, aðallega héðan að þessu sinni. Þá hlýtur að vera miðvikudagur. Á miðviku- dögum er svæðisútvarpið ávallt héðan og þaðan. Svæðisútvarpið á Akureyri fór á sínum tíma af stað með miklum glæsibrag, í upp- hafi verulega mótað af Ólafi H. Torfasyni, sem er einn þeirra kraftaverkamanna sem Ríkisútvarpið lumar enn á, og leitar gjarn- an til þegar mikið liggur við. Síðan tók verulega að halla undan fæti hjá svæðisút- varpinu, eins og reyndar RÚVAK öllu, og á tímabili leit svo út sem svæðisútvarpið myndi hreinlega geispa golunni, og það sem verra var, verða fáum harmdauði. Eitt fyrsta verk Ernu Indriðadóttur eftir að hún tók við stöðu yfirmanns RÚVAK, var einmitt að hefja svæðisútvarpið til fyrri vegs á ný, og er ekki annað hægt að segja en að það hafi tekist, og það betur en nokk- urn hefði getað órað fyrir sem eitthvað til þekkti. Er nú svo komið, að líkast til hefur svæðisútvarpið yfirburðastöðu miðað við aðra miðla á hlustunarsvæðinu. Það talar sínu máli, að meðan Ríkisútvarpið almennt fer vægast sagt halloka á auglýsingamark- aðinum, þá skuli allir auglýsingatímar svæðisútvarpsins, einkum síðari hluta vik- unnar og um helgar, vera yfirfullir, þannig að menn standa frammi fyrir því að þurfa annaðhvort að auka auglýsingamagnið sem myndi þýða leiðinlegri dagskrá, eða lengja útsendingartímann sem myndi auka kostnaðinn. Það eru vafalaust margar ástæður fyrir þvi að svo vel hefur tekist með endurreisn svæðisútvarpsins. Fyrir það fyrsta þá slys- aðist útvarpsráð til þess, aldrei þessu vant, að taka skynsamlega ákvörðun með því að ráða Ernu til að veita stofnuninni forstöðu, en Erna var einmitt manneskjan sem vant- aði. Fyrir það fyrsta, þá er hún einhver besti útvarpsmaður á landinu í dag, en þar fyrir utan frábær stjórnandi, án þess þó að vera haldin þeim smákóngahroka sem því miður hefur allmjög einkennt ráðamenn RÚV, og nýtur hún mikilla vinsælda og álits, jafnt meðal undirmanna sinna sem og almennings alls, enda hefur hún mjög lagt sig í líma við að hafa sem best og opnust samskipti við almenning á svæðinu. Síðast en ekki síst hefur henni og samstarfsfólki hennar tekist að skapa útvarp sem ekki á sér hliðstæðu á landi hér. Útvarp sem sam- einar vel gaman og alvöru, er alþýðlegt án þess að vera þungt og þumbaralegt. Er það ekki þetta sem vantar svo mjög í íslenska fjölmiðlun? Sjónvarpið sýndi frönsku sjónvarps- myndina Augu fuglanna á mánudags- kvöld, sem Gabriel Auel gerði árið 1984. Hún fjallaði um hlutskipti Uruguaymanna sem eru á öndverðum meiði við herfor- ingjastjórn landsins og sitja fyrir þær sakir einar í fangelsi þar sem þeir mega sæta pyntingum, jafnvel lífláti, án dóms og laga. Myndin, sem var leikin, spannst út frá heimsókn þriggja manna sendinefndar frá alþjóða Rauða krossinum sem fékk eftir langa mæðu að vitja dýflissunnar þar sem stjórnarandstæðingarnir eru geymdir. Sá sem þetta skrifar, sat það sem kallað er dolfallinn framan við Áugu fuglanna. Þetta var einkar áhrifamikið sjónvarpsverk sem veitti í senn innsýn í hræðileg örlög manna sem hafa unnið sér það eitt til sakar að hafa skoðun á þjóðmálum, aukinheldur sem myndin leitaðist við að sýna þá tauga- veikluðu og sáru Iund sem stjórnendur fangelsisins hafa — og sjálfsagt þurfa að hafa — til að gefa sig í limlestingar og við- bjóðsleg hrottaverk á meðbræðrum sínum. Þessi sjónvarpsmynd Auel vakti mig til langrar umhugsunar um mannréttindamál í heiminum og trúi ég að svo hafi verið um viðbrögð fleiri sem sáu þessa merkilegu mynd. Hún hreyfði við mér, vakti til vitund- ar, spann fram af sér, eins og sagt er, það er: Hún skildi eftir umhugsunarefni sem hvarf ekki auðveldlega úr vitund manns. Þessi mynd var semsé gott dæmi um dagskrár- efni sem er fagmannlega sett fram. Það velti upp dökkri hlið tilverunnar á mjög at- hyglisverðan hátt; ekki þannig að áhorf- andinn fylltist einasta svartsýni og féllust hendur (eins og gjarnan að afloknum vandamálaþáttum) heldur vakti það, trúi ég, til svo djúprar umhugsunar að áhorf- andinn fann sig knúinn til að rísa úr stofu- sófanum og huga að endurbótum. Uppbyggilegt og vekjandi sjónvarpsefni af þessu tæi er heldur sjaldgæft. Sjónvarpið hefur þó sýnt vilja sinn til að senda út þessa tegund sjónvarpsefnis með nokkuð reglu- bundnum hætti. Þar fer fræðsluefni næst- um hæfilega í bland við skemmti-, lista- og fréttaefni, þó mér hafi á stundum fundist fræðsluefni fremur hafa verið valið af handahófi (og þá gjarnan í kippum) en af skipulegri yfirferð um mismunandi þætti þessa efnisflokks. Þannig tröllriðu fuglalífs- myndir Sjónvarpinu í eina tíð og slöngur, eðlur og skorkvikindi í annan tíma á með- an enga aðra fræðslu var að fá. Stöð 2 er eftirbátur Sjónvarpsins í út- sendingu á vönduðu fræðsluefni. Það er hinsvegar í fyllsta máta ósanngjarnt að segja þá stöðvarmenn áhugalausa um þennan flokk dagskrárefnis, einfaldlega vegna þess að þeir eru ennþá að móta dag- skrá sína að því, sem þeir væntanlega hugsa sér vera þarfir áhorfenda sinna. í þeirri heiftarlegu samkeppni sem Stöðin þreytir nú við Sjónvarpið um fastan áhorf- endahóp, hlýtur það samt að vera ein- kennilegt hvað forráðamenn hennar eru einhæfir í vali á dagskrárefni. Lunginn úr dagskránni er afþreyingarefni frá Banda- ríkjunum, einkar keimlíkt hvert öðru, þreytilega keimlíkt til lengdar. Þessi ofur- áhersla á vesturheimskt léttmeti (sem síst ber að vanþakka í hófi) kemur á sama tíma og sýnt er að almenningur sækir í síaukn- um mæli í vandaða menningu; inntaks- miklar bókmenntir, leiklist og myndlist auk þess sem ég heyri að sala á klassískum plöt- um hafi tekið kipp á stökki fólks undan flóði Iéttrar tónlistar. 42 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.