Helgarpósturinn - 19.03.1987, Síða 43
FRÉTTAPÖSTUR
Starfsmannafélag Kvk undirritar nýjan samning
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritaði aðfara-
nótt sunnudagsins nýjan kjarasamning við Reykjavikur-
borg. Samkvæmt samningnum eiga lágmarkslaun að hækka
hlutfallslega mest eða um 25 % en önnur laun minna. Hæstu
laun hækka um 2,29%. Nokkrir hópar fá tveggja launa-
flokka hækkun, m.a. hluti fóstra, sjúkraliðar, gæslukonur
á leikvöllum og strætisvagnastjórar. Stærsti hópur félags-
manna sem eru konur fær að meðaltali 7,5% launahækkun
Verkfallsréttur er tekinn af félaginu í tvö ár en samningur-
inn gildir til 1. mars 1989. Félagar i Starfsmannafélagi
Reykjavíkur eru um 2.500—2.600 talsins og greiða þeir at-
kvæði um samningana i dag og á morgun. Töluverðrar
óánægju hefur gætt með nýju samningana, m.a. hjá sjúkra-
liðum.
Andstaða á þingi vegna afnáms prestkosninga
Frumvarp um afnám prestkosninga hlaut óvænta and-
stöðu á Alþingi sem hindraði að það yrði samþykkt sem lög
á mánudagskvöldið. Neðri deild Alþingis hafði samþykkt
frumvarpið með 22 atkvæðum gegn 8 fyrr um daginn og
hafði það áður hlotið samþykki efri deildar.
Frumvarpið gerði ráð fyrir að sóknarnefnd kjósi prest í
stað safnaðar. Svavar Gestsson Alþýðubandalagi og Pétur
Sigurðsson Sjálfstæðisflokki fluttu breytingartillögu þess
efnis að 10% sóknarbarna geti krafist prestkosninga. Þá
flutti Karvel Pálmason tillögu um að prestkosningar verði
ekki afnumdar nema fyrir liggi samþykki í þjóðaratkvæða-
greiðslu.
Afgreiðslu frumvarpsins var f restað að beiðni Sverris Her-
mannssonar menntamálaráðherra sem óskaði eftir sólar-
hringsfresti svo hann gæti undirbúið breytingartillögu þess
efnis að auðvelda sóknarbörnum að hnekkja vali sóknar-
nefnda á prestum. Allar fyrrgreindar breytingartillögur
voru felldar og lög voru samþykkt í fyrrakvöld um afnám
prestkosninga.
Framhaldsskólahald I lamasessi
Kennaraverkfallið er skollið á og skólahald i framhalds-
skólum svo tU alveg lamað. Félagar í Hinu íslenska kennara-
félagi eru rúmlega ellefu hundruð talsins og einungis örfáir
stundakennarar sem ekki eru félagar í HÍK halda uppi
kennslu. Upp úr viðræðum slitnaði á mánudag mUli HÍK og
ríkisins án þess að tU nýs samningafundar væri boðað. Guð-
laugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari ætlaði að hafa sam-
band við deiluaðUa í gær, miðvikudag, en enn ber mikið á
miUi. Kennarar vUja 28,5% hækkun en rikið býður 14,5%.
Fréttapunktar
• Þjóðhagsstofnun hefur að beiðni fjármálaráðherra unnið
að samanburði á álagningu skatta samkvæmt núgUdandi
skattakerfi og fyrirhuguðu staðgreiðslukerfi. Þar kemur
fram að heUdar skattgreiðslur flestra tekjuhópa eru almennt
lægri í fyrirhuguðu staðgreiðslukerfi
• Alþingi samþykkti frumvarp um stofnun hlutafélags um
Útvegsbankann í fyrrinótt. Lögin þýða 800 milljón króna
framlag rikissjóðs og þá er gert ráð fyrir 200 mUljón króna
framlagi Fiskveiðasjóðs.
• Jón Ottar Ragnarsson stöðvarstjóri Stöðvar 2 hefur sent
biskupi íslands, herra Pétri Sigurgeirssyni, bréf þar sem
hann óskar eftir viðræðum við þjóðkirkjuna um samstarf
og framleiðslu á trúarlegu efni, sérstaklega fyrir börn. Eins
og kunnugt er gagnrýndi séra Ólafur Skúlason dómprófast-
ur sýningartíma á teiknimyndum og telur hann bitna á
kirkjusókn barna. Fyrsti fundur mUli Stöðvar 2 og Þjóð-
kirkjunnar verður haldinn í lok vikunnar.
• VerkfaUi átján hundruð trésmiða og húsasmiða í Reykja-
vík, Hafnarfirði, á Suðurnesjum og Suðurlandi, lauk á
föstudagskvöldið. Samkvæmt nýjum samningum verða lág-
markslaun 35.000 krónur.
• í atkvæðagreiðslu um umferðarlögin hjá neðri deUd Al-
þingis sem fram fór á mánudaginn var samþykkt að skylda
alla ökumenn tU að aka með ljós á bifreiðum sinum allan
sólarhringinn, allan ársins hring. Þá mega ökumenn búast
við sektum noti þeir ekki bUbelti.
• Aðeins einu atkvæði munaði á að nýtt bilnúmerakerfi yrði
tekið upp. TUlaga um að gamla kerfið yrði notað áfram var
samþykkt með 18 atkvæðum gegn 17 hjá neðri deild Al-
þingis . . .
• Hagnaður Eimskipafélags íslands var á síðasta ári 239
mUljónir króna, en á árunum 1984 og 1985 var um taprekst-
ur að ræða. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskipafélags-
ins segist þakka þessa góðu afkomu auknum flutningum á
árinu 1986, góðri nýtingu skipanna og lækkun oliuverðs,
ásamt því jafnvægi sem verið hefur á verðlagi og stöðugu
gengi.
• Rekstri Keflavikurradíós verður líkast tU hætt með vor-
inu Þjónusta þess hefur lítið verið notuð að undanförnu þar
sem farsími er nú kominn i flesta báta.
• Dagblaðið Timinn varð sjötiu ára þriðjudaginn 17. mars.
Andlát
Bjarnleifur Bjarnleifsson ljósmyndari DV lést i Reykjavík 6.
mars sl. Bjarnleifur starfaði sem ljósmyndari i rúm 30 ár,
fyrst hjá Vísi og síðan hjá Dagblaðinu frá stofnun þess 1975.
Við sameiningu blaðanna árið 1981 gerðist Bjarnleifur ljós-
myndari DV og starfaði við það tU dauðadags.
í kosningamiðstöð
Alþýðuflokksins
laugardaginn
21.mars kl,14:oo
Frummælendur:
Jóna Möller;
Grunnskólinn
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir:
Framhaldsskóli
fj ölbrautaskóli
Alda Möller:
Foreldrar/skólinn
Sigþór Sigurðsson:
Skólinn frá
sjónarhóli nemenda.
Spjall og kaffi.
HELGARPÓSTURINN 43