Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 2

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 2
UNDIR SÓLINNI Vid dýrin, gróður jarðar og garðurinn heima eftir Sigmund Erni Rúnarssod. þetta umhverfislistaverk mitt. En ef ég hef fundið mig sæmilega í kant- skurðinum fann ég mig frábærlega í allnýstár- legri beðagerð framan við húsið. Þar voru fyrir mikil plön af ljótum mosavöxnum hell- um, sem einhverju sinni fyrir langa löngu hafa þótt hentug lausn á því plássi við heim- ilið sem sjaldnast nýtur sólar. Þann daginn í síðustu viku sem ég var að leka lengst niður af hita sólarinnar, gekk ég fyrir hornið í þessa paradís forsælunnar, settist á skuggalegar hellurnar og lét rjátla af mér verstu svita- köstin frá því úr sólunni. Sem ég hallaði hausnum fram sá ég að þarna var verk að vinna. Næstum óafvitað skaust ég eins og píla inn í hús og pantaði hlass af möl úr síma, snarað- ist að því búnu aftur út og tók til við að rífa upp hellurnar í sömu mund sem ég hugsaði til þess hvar ég fyndi snotra steina til að skreyta betur þessa skuggahlið hússins. Þeg- ar hellurnar voru á burtu ók ég sem leið lá niður í fjöru og jafnhattaði helstu bauta- steina sjávarmálsins upp í skottið á gömlum volvónum mínum sem síðan eins og skreið áfram á framhjólunum heim á ný. Það stóð á endum, vörubíllinn var kominn, sturtaði hlassinu á vísan stað, sem stundu síðar hafði dreifst úr skóflu minni í plássið sem hellurnar fylltu áður. Ég skutlaði svo stórgrýtinu úr skottinu og fann hvað mér óx stolt þegar ég sá að volvóinn lyftist svona eins og um þuml- ung við léttinn. Ég raðaði grjótinu af nokkru listfengi ofan á mölina og tók eftir því svona út- undan mér að það voru að minnsta kosti tvær gamlar nágrannakonur mínar komnar með bros út í glugga; þetta móðurlega fagn- aðarbros sem skýst þvert yfir andlitið þegar sonurinn stendur sig. Ég reis upp, gekk nokkur skref til baka þangað sem sólin sást yfir þakskeggið. Ég pírði augun, hallaði undir flatt og lyfti brún- um; jú, þetta var æðislegt. Konurnar virtust sammála mér, því þær juku á brosið þegar ég leit snöggvast upp í glugga til þeirra. Núna voru jafnvel eyrun með í brosinu. Þegar ég gekk loks aftur aftur fyrir hús fann ég það sem meira var; lófarnir voru að harðna, putt- arnir titruðu og sveittur skrokkurinn herpt- ist. Ég fann styrk, siggið spratt fram og mig langaði mikið að heilsa næsta manni sem fyndi að ég væri ekki eymingi sem handléki ekkert harðara en strokleður og blýant. Nei, erfiðismaður, duglegur þrautseigju- maður, búinn að gera garðinn frægan með mold undir nöglunum. Ég lagðist aftur í hórisontal stellingu með bakið niður. Heitt grasið kitlaði mig, ormarnir líka. Við dýrin og gróður jarðar létum apparatið uppi um það sem á vantaði svo líðanin fullkomnaðist. Ég hef það ósköp notalegt þessa fyrstu daga júní. Ég þarf ekki að vinna frekar en ég vil og þaðan af síður mæta til vinnu. Ég er kom- inn í frí — svonefnt sumarleyfi. Og það er reyndar sumar; allnokkru færri ský á himn- um en vanalega, varla hvasst og einatt bara skúr þegar rignir. Það heitir gróðrarskúr og er af hinu góða, rétt eins og mest annað vont sem verður gott með því einu að oftar sést til sólar. Svo er ég orðinn væminn. Ég verð alltaf væminn um þetta leyti árs og þó sýnu mest þegar saman fara sumar og leyfi mitt frá störfum eins og nú er háttað í lífi mínu. Ég verð meyr, stundum gráti næst af þakklæti yfir að vera til. Þetta sálarástand lýsir sér gjarnan í óskaplegri samkennd með öllu sem hrærist, einkum gróðri — garðagróðri. Ég kemst til dæmis við að sjá blómhnappa opna sig, brumin springa út og ormana gægjast upp úr gljúpri moldinni, sem þessi snjöllu lið- dýr veita súrefni niður til svo allt megi þetta veita hvað öðru stuðning. Svo lætur maður bragðmikið strá leika um munnvikin og leggst í grasið við hlið orm- anna og gónir upp í hinn enda þessarar til- veru, en þar skín við manni þetta stóra apparat sem greindir menn kalla sól. Þetta er undarlegur hnöttur sem við erum alltof sjaldan minnt á að heldur í okkur líftórunni. A svona heimspekilegum augnablikum finn- ur maður einmitt best að hann skiptir okkur öllu máli. Barasta stráið í munninum sem frampartur tungunnar gælir við og nemur sætt bragðið af hefði ekki sprottið væri ekki sólin aö þarna uppi. Köld staðreynd, uggur sem næstum drepur lífsánægjuna. Já, sólin skiptir máli og þó þessi feimni hennar í garð okkar Islendinga sé næsta óskiljanleg, þá er hún guðvelkomin með geisla sína hvenær sem henni hentar. Enda verða menn allt aðrir nær þeirra nýtur við, bæði allt aðrir menn og dýr, fyrir nú utan að full- komnustu sólbaðsstofur blikna í samanburð- inum, verðfall verður á sólarferðum og lífs- þróttur manna eykst í réttu hlutfalli við færri föt sem þeir skilja eftir á kroppum sínum. Skrifstofur loka, augum er lokað og andlitum snúið í loft. Menn verða ástfangnir, mestan- part af sjálfum sér og sínu nánasta fólki, en eins vel bara af næsta manni á þessu dæma- lausa augnabliki sem menn finna hvað þeir eru snar þáttur í samspili dýra, himintungla og gróðurs jarðar. Svona hef ég hugleitt í garðinum heima síðustu daga, nánast bara í hórisontal stell- ingu með bakið niður. Þess á milli hef ég tek- ið til hendinni, og svona af því ég er einn til frásagnar um það, finnst mér ég bara hafa verið duglegur þegar ég hef ekki verið latur. Ég hef til dæmis málað tvær umferðir yfir húsið mitt og snyrt garðinn umhverfis. Ég hef áður málað hús, en aldrei síðan ég snyrti Kirkjugarða Akureyrar á tólfta ári hef ég sinnt hefðbundinni garðvinnu. Garðvinnan hefur líka verið mér í senn ný reynsla gleði og sorga, sigra og ósigra. Upplifun. Fyrsta viðleitni mín að gera garðinn fræg- an var að aka eftir sumarblómi inn í Blóma- val. Ég hafði þaðan lifandi pottaplöntu í leir- skál, þessum sem fer best að hanga uppi á vegg í nefhæð. En veggurinn á húsi mínu er harður og gamall og naglfestingin fyrsta kastið dugði ekki svo plantan féll og pottur- inn, næstum fjögurhundruð króna virði, fór JÓN ÓSKAR í mola. Næsti nagli dugði betur og eins næsti pottur, sem ég hafði að fenginni reynslu keypt úr plasti. Hinsvegar dó blómið úr kulda um nóttina. Núna, góðri viku seinna, eru nætur orðnar heitari og reynslan kennt mér að stinga bara blómunum á bólakaf meö ormunum. Ég hef semsé verið að kantskera beð, sem er tölu- vert sérhæfð garðvinna, en sú tegund garð- vinnu sem ég hef fundið mig einna skást í, enda er svo komið að beð eru nærfellt með- fram öllum veggjum hússins og svo gott sem þvert yfir og skáhallt á sjálfa flötina líka. Ná- grönnum mínum finnst þetta mjög sérstakt, en eiga heldur ekki fleiri lýsingarorð yfir AUGALEIÐ Upp á toppinn út á kroppinn... 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.