Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 4

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 4
eftir Jónínu Leósdóttur ÞAÐVAR FYRIR „Það var fyrir atta arum“, segir 1 þjoðkunnu og sívin- sælu kvœði, en öll vitum við að ýmislegt breytist á þeim tíma — og þó styttri vœri. Barn, sem ekki var komið í heiminn árið 1979, er t.d. núna byrjað í skóla og spjarar sig þokkalega í veröldinni. Tískulitir og fatasnið ársins 1979 hafa farið og jafnvel komið aftur. Hársídd og pils- faldar hafa styst og síkkað á vt'xl. Fyrir átta árum kom Helgarpósturinn líka fyrst á þrykk. Við gerðum það að gamni okkar að blaða í árgangi 1979 og líta á myndir af þekktum einstaklingum — sér- staklega úr stjórnmálalífinu — og athuga hvaða hönd- um tíminn he fur farið um þá á þessum árum. Sumir bera þess auðvitað merki að hafa elst um tœpan áratug. Nema hvað. Þaö er víst lífsins gangur. Hitt er þó merki- legra; aörir virðast nefnilega hafa yngst. 0 Jón Óttar Ragnarsson er vissu- lega þekktur fyrir annað en stjórn- málaþátttöku, þó hann hafi reyndar nýverið verið auglýstur sem frum- mælandi á fundi Sjálfstœdisílokks- ins um kosningaúrslitin. Hann fékk þó að fljóta með, vegna þess að árið 1979 birtist af honum auglýsingar- mynd í Helgarpóstinum þar sem hann er með þykk gleraugu og á all- an hátt ólíkur glæsimenninu, sem nú veitir Stöd 2 forstöðu. Fyrir átta árum hafði líffræðidoktorinn nýgef- ið út bókina Nœring og heilsa. Það var ,,ný bók fyrir nútimafólk", eins og segir í auglýsingunni. Nú er Jón Óttar hins vegar á allt öðru róli, bú- inn að fá sér linsur, breyta um hár- greiðslu og hvaðeina. Enda árið 1987 runnið upp hjá honum, sem og öðrum. Ragnar Stefánsson þekkjum við í dag sem jarðskjálf tafræðing og einn af forystumönnum sósíalista. I nóv- ember 1979 var hann yfirheyrður í Helgarpóstinum, þá titiaður veður- fræðingur. Ragnar skipaði á því ári fyrsta sæti á lista Fylkingarinnar í vetrarkosningum til Alþingis. Skegglaus í den-tíð, en núna hressi- lega loðinn í framan. Skeggið er líka mjög svo grásprengt, enda liðin hvorki meira né minna en átta ár. Gráa sprengingin virðist þar að auki hafa teygt sig upp á höfuðið. Hár- prúður maður, Ragnar Stefánsson, og virðist ekki þurfa að hafa miklar áhyggjur af kollvikunum. Þau hagg- ast ekki, fremur en hinar róttæku pólitísku skoðanir. Birgir ísleifur Gunnarsson, flokks- bróðir Friðriks, var mun dekkri yfir- litum fyrir átta árun en hann er nú. Gráu hárunum hefur sem sagt fjölg- að. Það er líka greinilegt að síðir bartar hafa verið mjög svo í tísku ár- ið 1979. Birgir ísleifur og flestir aðrir karlmenn, sem myndir birtust af í fyrsta árgangi HP, virðast hafa verið loðnir langt niður á kjálka. Hvað klæðnaðinn áhrærir virðist borgar- stjórinn fyrrverandi hins vegar hafa gerst óformlegri með árunum. Kominn í fallega peysu í stað hins hefðbundna jakka og skyrtu. Að vísu glittir bæði í skyrtuna og bindið innan undir... Ásmundur Stefánsson hefur heil- mikið breyst frá árinu 1979, þegar Helgarpósturinn birti mynd af hon- um með grein um valdatafl innan verkalýðshreyfingarinnar. í þá gömlu góðu daga var Ásmundur með síðan makka, festur á HP-filmu í köflóttri skyrtu og ljósri peysu. Verkalýðsforkólfurinn og Alþýðu- bandalagsmaðurinn Asmundur gengur hins vegar ekki lengur með síða lokka. Hann myndast núna þar að auki iðulega í jakkafötum, skyrtu og með bindi. A5/-forsetinn hefur ekki losað sig við gleraugun og fengið sér linsur, eins og sjónvarps- stjórinn, en nýjar umgjarðir eru þó það minnsta... ekki satt? Karvel Pálmason, verkalýðsfröm- uður og stjórnmálamaður, var í opnuviðtali Helgarpóstsins í júlílok 1979. Þá hafði hann dottið út af þingi og „sat á friðarstóli" í Bolung- arvík, eins og það var orðað. Það hefur ekki lítið drifið á daga Karvels Pálmasonar á þeim átta árum, sem nú eru liðin. Lífsreynslu þingmanns- ins í kjölfar hjartauppskurðar í Bretaveldi þekkja lesendur HP mætavel. Karvel verður aldrei sam- ur eftir, en hann ber sig karlmann- lega. Eftir veikindin er Vestfirðingurinn greinilega grennri, hársíddin hlítir einnig öðrum tískustraumum en fyrr og það sama má segja um slifs- ið. Það þekur ekki jafnstórt svæði og árið 1979. Enn ein breyting hefur líka orðið á Karvel Pálmasyni á þessu tímabili, þó tæpast sjáist hún á mynd. Hann er nefnilega ekki lengur „óháður", heldur orðinn krati! Þorsteinn Pálsson er greinilega íhaldssamur maður. Við sjáum a.m.k. ekki betur en gleraugun anno domini 1979 séu nákvæmlega eins og fjármálaráðherragleraugun átta árum síðar. Framkvæmdastjóri VSÍ hefur ekki fylgt síðhærðu tísk- unni, fremur en ráðherrann. Ein- ungis bartarnir eru lengri þá en nú. Annars er Þorsteinn heilmikið breyttur, þótt reyndar sé ekki gráum hárum fyrir að fara í glansandi hár- inu, sem svo margar konur dásama þegar eiginmennirnir heyra ekki til. Þorsteinn Pálsson er líka orðinn flokksformaður og ber ábyrgð á hin- um erfiða og sítóma ríkiskassa. Það hlýtur að taka sinn toll. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.