Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 24

Helgarpósturinn - 11.06.1987, Síða 24
KVIKMYNDIR * Ovidjafnanlegt Bíóhúsid: Blue Veluet (Blátt flauel). ★★★★ Bandarísk. Árgerd 1986. Framleiöandi: Richard Roth. Leikstjórn/handrit: David Lynch. Aöalhlutverk: Kyle MacLachlan, Isabella Rossellini, Dennis Hopper, Laura Dern, Dean Stockwell o.fl. Fáir hafa leikið brothætta sjálfs- ímynd millistéttarameríkanans viðlíka grátt og David Lynch í þessari nýjustu og vægast sagt undirfurðulegu kvikmynd sinni. Hún er hvort tveggja í senn ægi- fögur og hrikaleg í Ijótleika sínum og afbrigðilegheitum. Hún er e.k. skrumskæld nútíma dæmisaga, véfrétt eða dómur yfir hrokafull- um smáborgarahætti okkar vest- rænu útborgamenningar, sem í einfeldni sinni gengur að beislun náttúruaflanna sem vísri og telur sig hafa höndlað þúsundáraríkið, paradís á jörðu. En hversu grunnt er ekki á dýrseðlinu innra með okkur. Hversu nálægir eru ekki reginkraftar sjálfrar náttúrunnar, þess albúnir að ná yfirhöndinni þá er við linum á kverkatakinu um stund... og skapa að því er okkur þykir fullkominn glundroða í vendilega tilklipptum og skornum rósagarði okkar eigin vesæla sál- arteturs. Lynch lýsir ágætlega þessu höfuðþema verks síns þegar í stór- kostlega vel útfærðri upphafssenu myndarinnar: Yfirnáttúrulega gula túlipana og hvítmálað grind- verk ber í einkar velkompóner- aðri mynd við sjúklega heiðbláan Technicolor-himininn. Eldri mað- ur vatnar trjágarð sinn og úr hátöl- urunum lekur gamli smjörslagar- inn hans Bobby Vlntons, Blue Velvet, út yfir salinn. Skyndilega myndast lykkja á slöngunni, vatnsrennslið stöðvast og sá. gamli hnígur máttvana til jarðar þjakað- ur af kransæðastíflu. Myndavélin fylgir honum niður í shoðklipptan grassvörðinn, hvar okkúr opinber- ast fyrirvaralaust sjálf náttúran í öllu sínu veldi kraumandi af lífi og þess albúin að brjóta sér leið uppá hið gljáfægða og gerilsneydda til- verusvið mannskeppnunnar. Sonurinn Jeffrey kemur heim til að taka við rekstri fjölskyldufyr- irtækisins. Dag nokkurn eftir að hann hefur heimsótt örkumla föð- ur sinn á sjúkrahúsið finnur hann afskorið eyra á víðavangi. Verður sá fundur upphafið að vægast sagt hrottafenginni infernóreisu hans sjáifs um einhverjar skuggalegustu hliðar og öngstræti mannlegrar tilVeru sem nokkurntíma hafa Ver- ið gerð skil í kvikmynd. Blue Velvet hefur allt það til að bera er talist getur helsta prýði góðra kvikmynda; ferskleika, frumlega hugsun, afspyrnugott og fagmannlega skrifað handrit, markvissa leikstjórn, stórkostlega vel unna leikmynd og kvikmynda- töku og svo mergjaða hljóðvinnslu að fáir núlifandi kvikmyndaleik- stjórar komast þar að með tærnar hvar Lynch hefur hælana. I mynd- inni fer Dennis Hopper einnig á þvílíkum kostum í hlutverki Franks, staðgengils sjálfs djöfuls- ins, að hann hefur líkast til aldrei gert betur og er þá mikið sagt. Rossellini blómstrar sem hin klass- íska „good-bad-girl" og minnir um margt á móður sína heitina, er hafði á sínum yngri árum sérstakt dálæti á slíkum hlutverkum. Og aðrir leikarar komast sömuleiðis betur en vel frá hlutverkum sínum undir öruggri handleiðslu Lynch. ©ftir Ólof Angantýsson I einu orði sagt: Stórkostleg kvikmynd, sem enginn sannur unnandi góðrar kvikmyndagerð- arlistar hefur efni á að láta framhjá sér fara. Ford á réttri leiö Bíóborgin: The Mosquito Coast (Moskító-ströndin) •kirk Bandarísk. Árgerö 1986. Framleiöandi: Jerome Hellman. Leikstjórn: Peter Weir. Aöalhlutverk: Harrison Ford, Helen Mirren, River Phoenix, Jadrien Steele, Andre Gregory o.fl. Þau liggja ófá gullkornin eftir ástralska leikstjórann Peter Weir og nægir í því tilliti að nefna perlur á borð við Picnic at hanging Rock (1975), The Last Wave (1977), The Year ofLiving Dangerously (1982) og svo að sjálfsögðu Witness frá árinu 1985, sem líkast til er þekkt- ust kvikmynda hans. Helsta einkenni hinna nokkuð svo sérstæðu stílbragða Weirs er sá þéttriðni og dulúðugt spennu- mettaði undirtónn er svo gjarnan dynur í öllu sínu veldi undir yfir- borðinu, án þess þó að fá nokk- urntíma þá kynngimögnuðu útrás, sem áhorfendum þykir þó sem þeim hafi verið Iofað gegnum framvindu sjálfs plottsins. Það sem löngum hefur verið talið hvað eft- irtektarverðast við verk þessa ágæta ástralska höfundar er hversu eindregið honum tekst jafnan að hliðra sér hjá óskoraðri pólitískri afstöðutöku. Og þá eink- um í Ijósi þess hversu oft hann hef- ur gegnum tíðina valið sér við- fangsefni, sem aðrir hefðu að óreyndu ætíað að ómögulegt væri að taka til meðferðar án þess að tekin yrði ákveðin pólitísk afstaða í málinu. Gallipoli frá árinu 1981 og The Year of Living Dangerously eru dæmigerðar fyrir þessa stöð- ugu viðleitni Weirs til éinkar per- sónulegra'r, en þó samtímis óhlút- lægrár skráningar á raunveruleik- anum. Þessarar viðleitni gætir einn- ig að verulegu marki í þeirri mynd hans sem hér er til umræðu. The Mosquito Coast byggir á margfrægri og samnefndri skáld- sögu Paul Theroux, er fjallar um hugvitsmanninn og þúsundþjala- smiðinn Allie Fox, sem fengið hef- ur sig fullsaddan af því er hann kallar sora vestrænnar siðmenn- ingar. Tekur hann sig því ásamt konu og börnum alfarið upp og flyst með þeim búferlum til Mið- Ameríku, þar sem hann hyggst reisa þeim eigið fyrirmyndar- ríki. .. paradís á jörð og allsendis ómengað af forkastanlegri úrkynj- un ofneyslusamfélagsins. Hann kemst þó að því um síðir að draumsýnin sú mun öllu erfiðari í framkvæmd en hann upphaflega hafði ætlað. Mannlegt eðli er og verður samt við sig og e.t.v. stend- ur rót þeirrar meinsemdar er hann hyggst flýja öllu nær honum sjálf- um en hann vill vera láta. Afbragðsgóð kvikmynd og þá einkum fyrir sakir stórgóðra leik- tilþrifa Fords. Meðferð hans á hlut- verki Allie Fox tekur endanlega af allan vafa um það að lofsverð frammistaða hans í Witness var engan veginn hendingum háð, heldur óræk vísbending þess að hann er fullkomlega verðugur þess að honum hlotnist í framtíð- inni bitastæðara hlutskipti en að daga uppi holdtekin ímynd per- sónugervinga á borð við Indiana Jones og Han Solo úr stjörnu- stríðsmyndum þeirra George Lucas og félaga. LISTVIÐBURÐIR Þjóðleikhúsið Yerma, föstudag og laugardag k1. 20.00. Síðustu sýningar. Leikfélag Reykjavíkur Dagur vonar, föstudag kl. 20.00. Djöflaeyjan, fimmtudag, föstu- dag og laugardag kl. 20.00. Alþýðuleikhúsið Eru tígrisdýríKongó? Föstudag kl. 12.00 og laugardag kl. 13.00. Ásmundarsalur Kristján Kristjánsson opnar á sunnudaginn sýningu á mál- verkum og collachrome (graf- klipp) myndum. Ásmundarsafn Abstraktlist Ásmundar Sveins- sonar, opið daglega frá 10—16. FÍM-salurinn v/Garðastræti Björgvin Pálsson opnará laugar- daginn sýningu á Ijósmyndum. Gallerí Borg Frjálst upphengi að hætti húss- ins, gamlir meistarar v/Austur- völl og nýir v/Austurstræti. Gallerí Svart á hvítu Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson opnarálaugardaginn sýningu á málverkum, teikning- um og skúlptúr. Gallerí Gangskör Finnsku grafíklistamennirnir Heikke Arpo og Marjatta Neu- reva sýna grafíkverk. Kjarvalsstaðir Graphica Atlantica, alþjóðleg grafíksýning. IMorræna húsið Norskur grafíker og málari, Yngve Zakarias, í kjallaranum og í anddyri hússins samnorræn skúlptúrsýning. Nýlistasafnið við Vatnsstíg „Sænskt KEX", skiptisýning ungra myndlistarmanna sem hingað koma frá Svíaríki, einnig sýnt í MÍR-salnum við sömu götu. KVIKMYNDAHUSIN ★★★★ Blátt flauel (Blue Velvet). Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 í Bíóhúsinu. Koss kóngulóarkonunnar (Kiss of the Spiderwoman). Afbragðs- leikur kl. 9 í Bíóhöllinni. Herbergi með útsýni (Room with a View). Notalegur sjarmi kl. 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. ★★★ Moskító-ströndin (The Mosquito Coast). Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15 í Bíóborginni. Litla hryllingsbúðin (The little Shop of Horrors). Gaman gaman kl. 5, 7, 9 og 11. Æskuþrautir (Brighton Beach). Kl. 9 og 11 í Laugarásbíói. Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee). Létt ævintýri kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóbörginni. Þrírvinir (Three Amigos). Hrein og bein fyndni. Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboga. Guð gaf mér eyra (Children of a lessér God). Hugnæm og sæt kl. 9. Morguninn eftir (The morning after). Áfengisvandamál kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóborginni. Svona er lífið (That's Life). Huggulegheitahúmor kl. 7 í Stjörnubíói. Hrun ameríska heimsveldisins (The Decline of the American Empire). Yndisleg kynlífsum- ræða kl. 5, 7, 9 og 11 i Laugarás- bíói. Milli vina (Just Between Friends). Kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15 í Regnboganum. ★★ Paradísarklúbburinn \ (Club Paradise). Meðalgaman kl. 5,7,9 og 11 í Bíóhöllinni. Litaður laganemi (Soul Man). Notalegur húmor í Laugarásbíói kl. 5 og 7. Gullni drengurinn (The Golden Child) Murphy-tæknibrella kl. 5, 7, 9 og 11 í Háskólabíói. Með tvær í takinu (Outrageous Fortune). Kvennasprell í Bíóhöil- inni kl. 5, 7, 9 og 11. Fyrsti apríl (April fool's day). Gasa hrollurkl. 5.10,7.10, 9.10 og 11.10 í Regnboganum. ★ Blóðug hefnd (Armed Response). Ofbeldismynd kl. 7 í Stjörnubíói. Ógnarnótt (Night of the Creeps). Hrollur kl. 5, 7, 9 og 11 í Stjörnubíói. Fyrr ligg ég dauður (Death before dishonor) kl. 5, 7, 9 og 11 í Laugarásbíói. Nýjar Á toppinn (Over the Top). Með Sylvester Stallone kl. 5,7,9 og 11 í Háskólabíói. Leyniförin (Porject X). Ævintýra- mynd kl. 5, 7, 9 og 11 í Bíóhöll- inni. ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ mjög góð ★ ★ miðlungs ★ þolanleg O mjög vond MYNDBAND VIKUNNAR Missing ★★★★ 7/7 útleigu hjá m.a. Vídeómeist- aranum og Myndbandaleigu kvikmyndahúsanna. Bandarísk. Árgerö 1982. Leikstjórn: Costa-Gavras. Aöalhlutverk: Jack Lemmon, Sissy Spacek, John Shea, Melanie Mayron, David Clennon, Janic Rule o.fl. Hversu lengi sem þetta af- bragðsgóða meistaraverk Costa- Cavras hefur annars gengið á myndbandaleigunum þykir full ástæða að minna þá á, er af ein- hverjum ástæðum hefur ekki enn gefist að berja gripinn augum, að hér er um að ræða einn af kjarn- fyllri valkostunum á hillum leig- anna í dag. Þessi rúmlega tveggja tíma langa og kynngimagnaða infernó- reisa Gavras um blóðidrifna bak- garða og öngstræti herforingja- byltingarinnar í Chile í september 1973 er tvímælalaust í hópi þess besta er þessi ókrýndi meistari pólitíska þrillerformsins hefur lát- ið frá sér fara um dagana. í myndinni vinnur Jack Lemm- on aukinheldur einn af mikils- verðari leiksigrum ferils síns í hlut- verki föðurins sem kemur til Chile dagana eftir byltingu, til að grafast fyrir um afdrif sonar síns. Sá hafði starfað þar sem blaðamaður um nokkurra ára skeið, en jafnframt horfið líkt og svo margir aðrir sporlaust af yfirborði jarðar í kjöl- far valdaránsins. Myndin, er byggir á sögulegum heimildum, lýsir á einstaklega áhrifaríkan og umfram allt átakan- legan hátt píslargöngu föðurins um blóði drifna stigu þessa stríðs- hrjáða lands, ásamt stigvaxandi meðvitund hans um hversu óbæri- lega meðsekur hann er í raun sjálf- ur um ófarir þessarar ógæfusömu þjóðar... sökum beinnar íhlutunar hans eigin stjórnvalda og umfram allt sökum pólitísks afskiptaleysis hans sjálfs. Ó.A. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.