Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 2
Ég get ekki annað en tekið undir með
kunningja mínum, sem sagði við mig um
daginn, þar sem við sátum í djúpum hæg-
indastólum, með lappir uppi á borði, sötruð-
um kaffi og létum sem við sæjum ekki
glampandi sólskinið fyrir utan gluggann:
,,Það er eitthvað sjúklegt orðið við allt þetta
hressileikatal og heilsudýrkun!"
Maðurinn hafði auðvitað rétt fyrir sér. Svo
dæmi sé tekið af feitlagna manninum ofan-
nefnda, sem „hljóp" með fjölskylduna og
tengdamömmu upp á Esju í sólskininu á
sunnudaginn, er það alveg ljóst, að hvorki
hann né aðrir fjölskyldumeðlimir hafa
nokkru sinni á leið sinni upp hlíðar Esju haft
báða fætur á lofti í einu. (Ég nefni þetta,
vegna þess að samkvæmt ólympískum regl-
Skynsamlegasta athugasemd um fjall-
göngur sem ég hef lengi heyrt kom frá snefs-
inni konu, sem beðin var að ganga með fólki
upp á fjall til þess að skoða útsýnið. Hún
spurði: ,,Er nokkuð að sjá þaðan nema lands-
lag og bæi?“ Þegar henni var tjáð að hún
hefði einmitt lýst útsýninu af þessum tiltekna
tindi í hnotskurn sagðist hún hvergi mundu
fara, hafandi séð nóg af sveitabæjum og
landslagi fyrir lífstíð.
En menn eru semsagt að mestu hættir að
ganga, klifra eða klöngrast. Nú hlaupa menn
allar sínar leiðir, og enginn virðist mega
kannast við það, að sum fjöll geti verið erfið
uppgöngu, eða sumar leiöir torfærar. í þess-
ari hlaupabólu hlaupa menn upp á Herðu-
breið, skondra upp á Heklu og valhoppa þá
væntanlega Kjöl.
UNDIR SÓLINNI
Hlaupabólan
— Ég hljóp upp á Esju á sunnudaginn. Ég
þoli ekki við inni í húsi í svona blíðu, svo ég
dreif bara konuna og krakkana með og
tengdó líka og við bara hlupum upp á Esju,
útsýnið maður, þú hefðir átt að sjá útsýnið!
Viðmælandi minn var maður á besta aldri
en í hinum verstu holdum. Ég hafði þess
vegna vissar efasemdir um notkun hans á
sögninni „að hlaupa" í þessu samhengi, því
fyrir nú utan það að vera feitlaginn og væru-
kær vildi bara svo til, að ég vissi það líka, að
„tengdó" sú sem hann hafði nefnt til sögunn-
ar er komin undir sjötugt og hefur mestan
áhuga á sjúkdómum. En ég fjalla nánar um
þetta síðar og læt fyrst koma fjallgöngusög-
una hins feitlagna kunningja.
— Þegar við komumst loksins upp (ein-
kennilega að orði komist, í ljósi þess sem
hann sagði áður um „hlaupin", ekki satt?)
— Þegar við komumst loksins upp, hvað
heldurðu þá að hafi blasað við okkur?
Hann gaf mér ekkert tækifæri til þess að
reyna að giska á hvað það kynni að hafa ver-
ið, sem hefði þó getað reynst skemmtilegur
leikur. Hann hélt beint áfram.
— Þar sátu tvær léttklæddar stúlkur undir
vörðu, með birgðir af dósagosi og spiluðu
dynjandi popptónlist af stóru segulbands-
tæki. Það voru Stuðmenn sem tóku á móti
okkur þar uppi og sungu: ,,Þú getur gert það
útí horni. . .“
Ég ræskti mig og ætlaði að segja eitthvað
kurteislega áhugaleysislegt, eins og t.d.: En
gaman!
En hann hafði ekki lokið lífsreynslusög-
unni. — Mér fannst þetta djöfull geggjað. En
þá bætti tengdó gráu oná svart, maður. Hún
hlustaði dálitla stund á lagið, leit svo á mig og
spurði: „Hvað meina þeir með þessu? Er
þetta eitthvað dónalegt?"
Nú hætti hann að tala, en mér tókst þó
ekki að skjóta inn neinum kurteisisformúl-
um, því hann tók aftur til við að hlæja, hátt
og lengi. Með bakföllum, læraskellum og til-
heyrandi. Mér varð orðavant og gat ekki
annað gert en stara á manninn meðan hann
hló lyst sína.
— Ég meina það maður! Ég vissi auðvitað
að kellingin var slæm til heilsunnar. En ég
vissi ekki að hún væri farin að kalka.
Og hann tók aftur til við að hlæja. Hann
lygndi aftur augunum, hallaði sér aftur í
stólnum með munninn hálfopinn og slap-
andi varir. Hakan keyrðist ofan í hálsinn, svo
spikið ýttist undan henni og myndaði tvær
aukahökur. Andlitið roðnaði allt og tútnaði
út. Ég þoldi ekki að horfa á þessi ósköp og
laumaðist út.
Ég get ekki annað en fordæmt notkun
þessa manns á sögninni „að hlaupa". Það
varð reyndar Ijóst af frásögn hans, að hann
hafði alls ekki hlaupið upp hlíðar Esju, og
heldur ekki fjölskylda hans eða tengdamóð-
ir. En nú orðið heyrir maður aldrei talað um
að fólk ,,gangi“ á fjöll, hvað þá að menn
„klöngrist" upp á tinda eða jafnvel „klifri"
upp á þá.
eftir Ólof Bjarna Guðnason
um um kappgöngu telst keppandi hafa
„hlaupið upp" ef hann lyftir einhvern tím-
ann, meðan á keppninni stendur, báðum fót-
um frá jörðu í einu og er þá dæmdur úr leik.)
Sannast sagna hef ég það eftir sjónarvott-
um, að feitlagni maðurinn og fjölskylda hans
hafi staulast upp hlíðar Esju, að þau hafi tek-
ið sér tíu mínútna hvíld fyrir hverjar fimm
mínútur sem þau gengu og að þau hafi
reyndar verið vel á fjórða klukkutíma á leið-
inni upp. Enn fremur vill svo til að heimildar-
maður minn var ekki fjær fjölskyldunni en
svo, þegar upp var komið, að hann heyrði
eiginkonuna nefna það, í þá mund sem hún
kom upp á brúnina, að hún yrði nú að kom-
ast heim fljótlega ef kvöldmaturinn ætti að
vera tilbúinn á skikkanlegum tíma. Það dylst
engum, sem sér feitlagna fjallahlauparann
títtnefnda, að honum finnst gott að borða,
enda hafði þessi athugasemd konunnar djúp
áhrif á hann, og það voru ekki liðnar tíu mín-
útur frá því fjölskyldan var komin upp þar til
hann rak alla af stað niður aftur.
Mér þætti það hinsvegar ekki ósennilegt,
að þessi ágæta fjölskylda hefði hlaupið
a.m.k. einhvern spotta á leið sinni niður hlíð-
ar Esju.
í reynd eru menn auðvitað ekki eins miklir
hlauparar og þrekmenn og þeir vilja vera
láta. Það er þess vegna, sem þeir iðka sín
afrek upp til fjalla, flestir, en ekki í augsýn ná-
grannanna. Það er fyrirhafnarminna og síð-
ur hættulegt heilsunni að hverfa upp í
óbyggðir og segja síðar frá fjallahlaupum sín-
um í byggð en að iðka sín hlaup í hverfinu
heima.
Þeir sem lengst ganga í heilbrigðisdýrkun-
inni trúa því í alvöru að þeir hafi gott af því
að hlaupa. Þeir ganga jafnvel lengra og telja
að því lengra sem þeir hlaupa því betra sé
það fyrir heilsuna. Þeir áhugasömustu
hlaupa heil maraþon-hlaup.
Það var árið 490 fyrir Krists burð sem
grískur hlaupari hljóp frá Maraþon til Aþenu,
sem er rúmlega 42 kílómetra vegur. Hann
stundi við leiðarlok upp þeirri frétt, að herir
Aþenu og Plataeu hefðu sigrað her Persa við
Maraþon. Síðan datt hann dauður niður.
Þetta létu menn sér lengi að kenningu
verða og það liðu 2386 ár áður en hlaupið
var maraþon-hlaup að nýju. Það var árið
1896, og hlaupin sama leið og forðum. Nú
hafa allir gleymt því hvernig fór fyrir fyrsta
manninum, sem hljóp þetta langa hlaup, og
leggja nú umhugsunarlaust líf sitt í hættu til
að byggja upp heilsuna.
Þessi hlaupabóla er sýnu hættulegri íþrótt
en að ljúga upp afrekum úr fjallgöngum. Það
er mín staðföst skoðun að góð heilsa sé öllu
dýrmætari og líka viðkvæmari en svo að
hætta megi henni í svona hræðilega íþrótt.
Ég mæli með því að menn haldi til fjalla og
vinni sín afrek þar í kyrrþey, til þess að segja
frá þeim síðar. Þetta kann að ýta undir ýkju-
hneigð manna, en þá má hafa það hugfast,
að menn þurfa að vera lifandi til þess að ýkja.
AUGALEIÐ
PlKTScJÓA/' f
H/e-TTU/77 EK/K/ þó
B/^RPO BIRTI5T
mE--Ð nOLl'i vúdo
, TIL- T.
GRimsEVJRR ^
míL© ■Sel/av/v /! ój
E.R GROfi V
/ Jfí LEITI
ÖDrRASTR
0G JRFNFRRmT
STERKRSTR
RUGLÝSIN6IK
■ei-ðr^sfrr
þRRNDWR
1 6ÖTU?
H-.PV
' í !
-„l-ttuw f
KÖTT,
TE-IK TÆF
UNK/J
j^-rpr-' jA j£LG|2)|&
2 HELGARPÓSTURINN