Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 3

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 3
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR ÞAÐ vakti talsverða furðu að Jón Baldvin fjármálaráðherra skyldi ákveða að ráða sérstakan upplýs- ingafulltrúa að ráðuneytinu, Karl Th. Birgisson, fyrrverandi bé- joðara og núverandi krata. En nú er komið á daginn að Karl hefur ekki verið ráðinn að ófyrirsynju, hann ætlar greinilega að gera skurk í ráðuneytinu. í viðtali við Alþýðublaðið lætur hann uppi hverjar þær ráðstafanir verða. „Ég ætla a.m.k. að benda honum á að fá sér klippingu," segir Karl um yfirboðara sinn, fjármálaráöherra. Það er kannski óþarfi að taka fram að Karl er sérdeilislega snyrtilegur til hársins... ÍSLENDINGAR gera orðið víðreist um heiminn, það er víst kunnara en frá þurfi að segja. Nei, það fara ekki allir á sólarstrendur eða í sumarhús í Hollandi. Við höfum til dæmis haft spurnir af því að forseti ASÍ, Ásmundur Stefánsson, sé ásamt konu sinni, Guðrúnu Gudmundsdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra á Þjóðvilja, í mikilli ævintýrareisu. Jú, Asmundur kvað vera austur í Síberíu, þar sem frumkvöðlar rússnesku byltunnar voru geymdir á sokkabandsárunum og síðar þær ótöldu milljónir Sovétmanna sem þóttu of auðvaldssinnaðir. í NÝLEGUM Víkurfréttum greinir frá nýstárlegri tilraun hæstaréttarlögmanns til að auka innkomu heimilisins. Lögmaður þessi sendi ýmsum fyrirtækjum í Keflavík bréf þar sem hann mæltist til þess að sér yrði veittur styrkur svo hann mætti sækja keppni í ræðumennsku og mál- flutningi milli lagadeilda við há- skólana á Norðurlöndum. Keppnin fer fram í Stokkhólmi og taldi lög- maðurinn nægjanlegt að hvert fyrirtæki léti um 35 þúsund krón- ur af hendi rakna. Meðal fyrir- tækjanna sem fengu þetta tilboð var Hitaveita Keflavíkur. Stjórn hennar er kunn af ósætti, eins og flestar stofnanir Keflavíkurbæjar. En við afgreiðslu þessa máls lögðu allir niður vopn og höfnuðu tilboði lögmannsins samhljóða. HÉRAÐS-sambandið Skarphéð- inn reið ekki feitum hesii frá verslunarmannahelginni, eins og menn muna. Þar á bæ ætluðu menn, í anda ungmennafélags- hreyfingarinnar íslensku, íslandi allt og svo framvegis — að setja upp griðastað fyrir unglinga svo þeir gætu óáreittir drukkið sitt vín og eytt sparifé sínu viö skemmt- anir svo héraðssambandið gæti örugglega haldið áfram starfsemi sinni á komandi árum. Af því til- efni bjuggu þeir til fyrirbæri sem gekk undir nafninu Gaukurinn og átti að verða ógnarleg hátíð. Löngu áður en helgin gekk í garð var þessi gaukur byrjaður að gala í útvarpinu og sagði þar öllum frá hversu stórfengleg hátíð yrði í Þjórsárdalnum. Meðal þeirra sem auglýstu að þeir ætluðu á Gaukinn voru nýbakaður forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, og Nóbels- skáldið, Halldór Laxness. Hinir vísu menn telja að þar sé komin skýringin á dræmri aðsókn að Gauknum, ekki nokkur unglingur hafi treyst sér til að sitja undir því að skáldið læsi úr verkum sínum á þessum stað og stundu, hvað þá heldur að skemmta sér með forsætisráðherranum... SMARTSKOT FRÉTTAHALLÆRIÐ á sumrin, svokölluð gúrkutíð, getur tekið á sig hinar unaðslegustu myndir og sjálfsagt förum við hér á Helgarpóstinum ekki varhluta af því. Það var til að mynda for- kostulegt að horfa upp á frétta- mann Stöövar tvö elta uppi draug á Suðurlandsundirlendinu um síðustu helgi. Þó má telja að eng- inn standi sig betur þessa góðviðrisdaga en útvarp Stjarnan. Það var til dæmis ekki amalegt þegar fréttamaður Stjörnunnar, kaldur karl, rápaði milli sund- lauganna í Reykjavík um daginn á höttunum eftir brjóstaberu kven- fólki. Sem hafði misfögur brjóst, eins og kom glögglega fram í téðum pistli. Þó náðu Stjörnu- menn mestum hæðum þegar þeir ákváðu að mál væri að hefja kosningabaráttu fyrir næstu forsetakosningar, sem þó verða ekki fyrr en næsta sumar. Stjörnu- menn hringdu í Kornelíus Sigurdsson forsetaritara, sem tjáði þeim að Vigdís forseti hefði enga ákvörðun tekið um það hvort hún færi frá eða ekki, slíks væri heldur ekki að vænta í bráð. En Stjarnan gafst ekki upp. Útsendari hennar fór niður í miðbæ, gekk á blása- klausa vegfarendur og krafði þá svara um það hver væri óskafor- setinn. Því næst tóku Stjörnumenn að hringja í þá sem þar voru nefndir á nafn. Urðu þeir flestir harla undrandi, svo ekki sé meira sagt. Pétur Thorsteinsson, sendi- herra og fyrrum forsetaframbjóð- andi, kom af fjöllum og sagðist ekki ætla að verða forseti. I sama streng tók Gudlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari. Og þá kom rúsínan í pylsuendanum — Davíd Scheving Thorsteinsson. Davíð skellihló þegar fréttamaður Stjörnunnar spurði hann hvort hugur hans stefndi til Bessastaða. Það færi þó aldrei svo að sól- kóngurinn ynni sig upp í forseta- embættið fyrir þann menningar- auka að hafa fært landsmönnum dósagos. BILASALI nokkur var einstak- lega hreinskilinn í auglýsingu í Dagblaðinu á þriðjudaginn. Hann var þar að auglýsa innflutta notaða bíla. Eftir að hafa nefnt til sögunnar nokkrar lúxuskerrur stóð í auglýsingunni: NÝJUNG: FOB-verð, mælar óhreyfðir, heiðarleg viðskipti. Þetta er ef til vill meira lýsandi fyrir þennan einkennilega markað en innræti þessa ákveðna bílasala. fyrstog'fremst Seld veiði en ekki veidd Undarlegt ástand á fiskum erlendis á diskum: etnir þeir eru, en þó aldrei dregnir úr sjó. Niðri „Þetta var meindýr á óœskilegum stad og þar ad auki er talid ad þetta hafi verid hringanóri." — ÞÓRHALLUR ÓSKARSSON, EINN ÞEIRRA SEM TÓKU ÞÁTT i AÐ VEGA SEL SEM HOLLENSKIR DÝRAVERNDUNARMENN FLUTTU HINGAÐ TIL LANDS MEÐ MIKILLI VIÐHÖFN Ertu ekki alltof ung? Lilja Hrönn Hauksdóttir „Nei, alls ekki. Meðan maður er ungur er maður fullur af krafti og lítur björtum augum til framtíðarinnar. — Hverterupphafiðað þessum verslunarrekstri hjá þér? „Það er langur aðdragandi að honum. Móðir mín rak verslun í fjölda ára og ég byrjaði að pakka inn fyrir hana níu ára gömul og er því orðin alvön að vera á bak við búðar- borðið. Mér bauðst það tækifæri í fyrra að taka við rekstrin- um á Lilju á Laugavegi 19 og hef rekið þá verslun núna í eitt ár. Síðastliðið haust fór ég að hugsa um það fyrir alvöru að taka þátt í rekstri í Kringlunni og fannst ég ekki geta sleppt því tækifæri, ákvað að slá til og hingað er ég komin." — Er verslunarreksturinn eins og þú áttir von á? „Eg átti von á að þetta yrði enginn dans á rósum og það varð raunin. Það halda margir að það sé mjög indælt að eiga verslun og fullan kassa af peningum og því fylgi marg- ar skemmtiferðir en tilfellið er að verslunarferðir eru af- skaplega þreytandi og það felst gífurleg vinna í þeim. Ég nýt þess sem ég er að gera en í hreinskilni sagt þá tel ég ekki að maður geti verið í þessu starfi af lífi og sál nema kannski næstu tíu, fimmtán árin. Það þarf að gefa mikið af sjálfum sér og það þarf mikinn áhuga og kraft til að hlutirnir gangi upp. Auðvitað getur maður svo slakað á seinna og fengið gott fólk til liðs við sig en það getur veriö erfitt að fá gott fólk til starfa. Þessa stundina er ég mjög heppin með starfsfólk — en svo er það versta að manni finnst maður sjálfur alltaf svo óskaplega ómissandi!" — Hvaða kosti og galla sérðu við að vera svona ung í þessum bransa? „Gallarnir eru aðallega þeir að í innkaupaferðum erlendis hef ég rekið mig á að fólk treystir því ekki alveg nógu vel í upphafi að svona ung manneskja hafi virkilega peninga til að greiða fyrir það sem hún er að kaupa. En maður er fljótur að vinna það traust upp. Kostirnir eru þeir að maður hefur mikinn kraft þegar maður er ungur ásamt áhuga og orku." — Finnst þér þú ekki vera að missa af neinu í lífinu að helga þig viðskiptunum alveg svona ung? „Nei, alls ekki." — Hvernig hefur „gamla fólkið" í Kringlunni tekið þér? „Mjög vel. Við eigum vonandi gott samstarf fyrir hönd- um." — En bankastjórar? Bregður þeim ekkert þegar þeir sjá fæðingardag og ár? „Það þarf auðvitað að vinna sér traust og þaö fannst mér takast vel. Núna eru bankastjórar almennt afar ánægðir með mig og mín viðskipti og hættir að hugsa um aldurinn!" — Hefurðu aldrei áhyggjur þegar víxlarnir fara aðfalla? „Það hefur aldrei fallið á mig víxill. Reksturinn hefur gengið það vel að ég hef alltaf séð fyrir endann á öllu." — Hvað er skemmtilegast við starfið? „Fjölbreytnin. Það á líka vel við mig að sitja við stjórnvöl- inn sjálf." — Endar þetta ekki með því að þú verður komin með þína eigin Kringlu innan fárra ára? „Hver veit!" — Ert þú hin dæmigerða unga kona á uppleið? „Ja — það veit ég ekki. Vonandi fer ég alla vega ekki að fara niður á við úr því sem komið er!" Eftir því sem viö komumst næst er Lilja Hrönn Hauksdóttir yngsti verslunareigandinn í Kringlunni, en Lilja opnar þar ídag nýja versl- un sína, Cosmo. Hún rekur einnig verslunina Lilju á Laugavegi og þykir mörgum nokkuð djarft teflt af stúlku sem er rétt orðin 22 ára. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.