Helgarpósturinn - 13.08.1987, Page 7

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Page 7
íslenskt skip siglir undir íslenskum fána í Karabíska hafinu. Það hefur ekki haffærniskírteini. Enginn maður hefur verið lögskráður á það í tvö ár. Veðtryggðar skuldir þess nema um fjórföldu söluverði þess. Áhöfnin fær ekki greidd laun sín. En samt blómstrar útgerðin. Hvernig má það vera? Flóabáturinn Drangur, sem ætlað var að flytja fólk og vörur um Eyja- fjördinn og til Grímseyjar, siglir nú um Karabíska hafið undir íslenskum fána. Það er fyrirtækið,,Víkurskip in USA“ sem rekur skipið. Þetta fyrir- tæki er í eigu Finnboga Kjeld, stór- virks kaupsýslumanns. Finnbogi leigir skipið af Drangi hf. Það fyrir- tæki er líka í eigu Finnboga. Hann er skráður fyrir tæplega 70% hluta- fjár. Auk þess hefur hann keypt 16,5% hlut sveitarfélaga á Eyjafjarð- arsvæðinu. Enginn kaupsamningur hefur verið gerður fyrir þessum kaupum, né hefur Finnbogi greitt kaupverðið. En menn fyrir norðan standa hins vegar í þeirri trú að þeir hafi selt Finnboga. Ríkissjóöur á síð- an 16,5% hlut í fyrirtækinu á móti Finnboga. Allt virðist nú stefna í gjaldþrot Drangs hf. Eina eign fyrirtækisins, Drangur, er veðsett upp í topp og rúmlega það. Þó skipið sé ekki eldra en sex ára er ekki raunhæft að reikna með að fyrir það fáist verð í samræmi við upphaflegt kaupverð. Frá því það sigldi út fyrir um fimm árum hefur lítið sem ekkert verið gert fyrir það. Drangur er nú sem næst í niðurníðslu. Flokkunarfélag skipsins, Det Norske Veritas, hefur gefið útgerðinni stuttan frest til að kippa þessum málum í lag. Ef það verður ekki gert verður skipinu „ýtt út úr klassa", eins og sagt er. Þá mun því jafnframt verða neitað um trygg- ingar. EKKERT HAFFÆRNI- SKÍRTEINI Þeir aðilar sem Helgarpósturinn ræddi við um núverandi ástand skipsins og höfðu séð það nýlega töldu það varla meira virði en eitt til tvö hundruð þúsund Bandaríkja- dala. Það jafngildir fjórum til átta milljónum íslenskra króna. Sú upp- hæð er fjarri því að nægja fyrir hin- um veðsettu skuldum, samkvæmt veðbókarvottorði. Á sama tíma og Drangur hf. stefn- ir í gjaldþrot er útgerð skipsins kol- ólögleg. Haffærniskírteini Drangs rann út í nóvember á síðasta ári. Hjá Siglingamálastofnun fengust þær upplýsingar að hvorki eigendur né þeir sem nú reka skipið (í báðum til- fellum Finnbogi Kjeld) hafi látið sjá sig síðan skírteinið rann út. Það er því ólöglegt að sigla skipinu. Þrátt fyrir það hefur skipið verið í nær stöðugum siglingum síðan þá. Þeir sjómenn á Drangi sem Helg- arpósturinn ræddi við sögðu að Drangur væri yfirleitt hlaðinn langt upp fyrir djúpristumerki, oft einn eða einn og hálfan metra. Einhverj- ar breytingar hafa verið gerðar á skipinu svo það beri meira. Ekki hefur verið sótt um aukna djúpristu síðan þessar breytingar voru gerðar. Ekki frekar en önnur gögn sem nauðsynleg eru til að skipið fái haf- færniskírteini. ENGINN LOGSKRAÐUR UM BORÐ Þar sem Drangur siglir undir ís- lensku flaggi ber að lögskrá áhöfn- ina hérlendis. En enginn hefur verið skráður á skipið undanfarin tvö ár, þrátt fyrir að það hafi verið í nokkuð stöðugum siglingum. Áhöfnin hefur verið íslensk. Hún hefur unnið fyrir „svörtum" launum, það er; laun hennar eru hvorki gefin upp á ís- landi né í Bandaríkjunum. Þar sem enginn hefur verið skráð- ur á skipið er ekkert eftirlit með því hvort það er fullmannað. Um tíma voru á því þrír menn; skipstjóri, vél- stjóri og matsveinn. Samkvæmt ís- lenskum lögum nær sá fjöldi varla helmingi löglegrar áhafnar. Þó áhöfnin komist hjá því að greiða skatta af launum sínum hefur hún ekki einungis hag af þessu fyrir- komulagi. Sjómaður sem ekki er lögskráður á skip er réttindalaus gagnvart öllum tryggingum. Auk öryggisleysis af þessum sökum hef- ur áhöfnin átt í erfiðleikum með að fá laun sín greidd. Síðastliðið vor var greint frá því í fréttum að Friðrik Alexandersson, afleysingaskipstjóri á Drangi, hefði ekki fengið laun sín greidd. Slíkt er síður en svo óal- gengt. Olafur Þorsteinsson, rétt- indalaus maður sem verið hefur stýrimaður á skipinu, hefur nú leit- að til lögfræðings til þess að knýja á um að fá laun sín greidd. Ástandið í þessum málum er ekki betra á öðru skipi „Víkurskip in USA“, Grinda- víkinni. í síðasta mánuði leituðu þrír skipverjar þar til lögfræðings til þess að fá Iaun sín greidd. Alls var krafa þeirra upp á um 700 þúsund íslensk- ar krónur. ÚTGERÐIN BLÓMSTRAR Finnbogi Kjeld lét hafa það eftir sér hér i Helgarpóstinum í vor að hann stefndi að því að sigla skipinu undir fána Panama eða Turks- og Caicoseyja, sem skipið siglir til. Slíkt er þó ekki framkvæmanlegt nema hreinsa af skipinu skuldir hér heima. Einnig þyrfti Finnbogi að kaupa hlut Ríkissjóðs í Drangi hf. En þegar veðbókarvottorð skipsins er skoðað er erfitt að sjá að nokkur maður hafi hag af því að kaupa þetta fyrirtæki. Skuldir þess eru mun hærri en eignirnar. En hvað er Finnbogi Kjeld að gera í skiparekstri í Karabíska hafinu? Frá því að Finnbogi tók yfir rekst- ur skipsins í Karabíska hafinu hefur vegur hans þar aukist. „Víkurskip in USA“ hefur keypt Grindavík, flutn- ingaskip sem tekið hefur yfir hefð- bundnar flutningaleiðir Drangs. Drangur er nú að mestu í því að dreifa farmi, sem Grindavíkin siglir með frá Bandaríkjunum, milli ein- stakra hafna á eyjunum. Finnbogi er auk þess með annað flutningaskip á leigu. Finnbogi á einnig fyrirtækið Seacorp og hlut í Allan Dean í Tampa, Flórída. Hann rekur stóra vöruskemmu, þar sem um fimmtán manns vinna, auk skiparekstrarins. Það hefur því verið uppgangur í rekstri Finnboga í Karabíska hafinu, um leið og Drangur hefur grotnað niður og hlaðið á sig skuldum. Öfugt við Grindavíkina, sem er vel við haldið. SPILLTASTI BLETTUR JARÐARINNAR Eyjarnar sem þessi skip sigla til, Hinar bresku Vestur-lndíur, eru sjálf- sagt spilltasti blettur jarðarinnar. Á eyjunum er bankakerfið nánast sniðið að ólöglegri atvinnustarf- semi. Engar upplýsingar eru gefnar um viðskiptavini bankanna og þeir því kjörnir til þess að gera „svarta” peninga „hvíta”. Og á sama hátt og bankarnir eru sniðnir t.d. að eitur- lyfjasmyglinu bera flestir aðrir at- vinnuvegir þess merki hver helsta tekjuleið eyjanna er. í samtali við Helgarpóstinn stað- festu íslenskir sjómenn á Drangi þá fullyrðingu Friðriks Alexanders- sonar, afleysingaskipstjóra, að farm- skrá skipsins væri illa færð. Þeir sögðust vanalega hafa verið að flytja gáma sem hvergi komu fram á farmskjölum. Auk gáma voru not- aðir bílar fluttir út í eyjarnar, ef ekki tókst að fylla skipið með öðrum hætti. Þessir bílar væru á vegum bróður konu frá Panama, sem er framkvæmdastjóri „Víkurskip in USA“. Öll númer, bæði á rúðum, vél og boddíi, voru skafin burt. Frásagnir sjómannanna voru oft á tíðum ævintýri líkastar. Þegar ástandið á Haiti tók að versna sátu skipverjar oft uppi með laumufar- þega er voru að flýja eyjuna. Að sögn Ólafs Þorsteinssonar komust skipverjar eitt sinn að því að um borð í skipinu voru átta laumufar- þegar, en i þeim túr voru ekki nema þrír í áhöfninni. Ekki var hægt að ná í strandgæsluna þar sem talstöðin var biluð. Skipverjar gripu þá til þess ráðs að læsa sig inni í brú af ótta við að laumufarþegarnir tækju yfir skipið. í þessari ferð rákust skipverj- ar á strandgæsluna, sem kom um borð. Hörð viðurlög eru við því að tilkynna ekki um laumufarþega í Bandaríkjunum vegna straums inn- flytjenda frá Mið- og Suður- Ameríku. Skipverjar sluppu þó í þetta sinn með því að benda á hina biluðu talstöð og með örlitlum lyg- um að auki. Eftir að ástandið á Haiti versnaði til allra muna hætti „Víkur- skip in USA“ öllum siglingum þangað. RÍKISSJÓÐUR FLÆKTUR í MÁLIÐ Skiparekstur Finnboga Kjeld í Karabíska hafinu virðist því nokkuð ævintýralegur. Það er einnig ævin- týralegt að hann skuli komast upp með það að sigla skipi án haffærni- skírteinis og með áhöfn sem ekki er lögskráð á skipið. Ef verður af hót- unum Det Norske Veritas mun skip- ið innan tíðar missa tryggingar- skírteini Á sama tíma og hann eykur um- svif sín úti drabbast Drangur niður og er nú nánast í niðurníðslu. En á sama tíma og það gerist lengist veð- bókarvottorð bátsins. Samkvæmt nafnvirði skuldanna hvíla á bátnum hátt í 40 milljónir króna. Megnið af skuldunum eru lán frá Útvegsbanka Islands, um 6,5 milljónir norkra króna (um 30 milljónir íslenskra króna). Ríkissjóður íslands virðist því flæktur í útgerð á skipi sem ekki er einungis ólögleg, heldur siglir einn- ig hraðbyri í gjaldþrot. En þó Drang- ur hf. verði gjaldþrota mun Finn- bogi Kjeld sjálfsagt halda áfram skiparekstri í Karabíska hafinu. Eins og sést á umsvifum hans þar virðast það vera álitleg viðskipti. Þó Drang- ur hf. fari á hausinn snertir það ekki önnur fyrirtæki Finnboga þar. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins blómstra þau á sama tíma og Drang- ur ryðgar niður. eftir Gunnar Smára Egilsson HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.