Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 8
eftir Egil Helgason myndir FriSrik Þór Guðmundsson og Jim Smart
NÝJAR HUGMYNDIR ÞINGVALLANEFNDAR
Þingvallanefnd mun á næstu vikum gera opinberar til-
lögur um framtíðarskipulag þjóðgarðsins á Þingvöllum,
sem hún hefur unnið í samvinnu við arkitektana Einar
Sæmundsen og Reyni Vilhjálmsson. Þessi undirbúnings-
vinna hefur farið fram síðastliðin tvö ár og talsverð leynd
hvílt yfir henni. En nú í haust verður teningnum sumsé
kastað: tillögur Þingvallanefndar eru um margt róttækar
og líklegar til að vekja heitar umræður um framtíð þessa
mesta unaðsreits okkar íslendinga. Þegar hefur heyrst
frá ferðamálayfirvöldum að þau séu um margt ósátt við
fyrirhugaða framtíðarskipan Þingvallasvæðisins og hér
á næstu síðu lýsir Jón Ragnarsson, eigandi Hótels Val-
hallar, megnri óánægju sinni með málsmeðferð Þing-
vallanefndar.
Samkvæmt heimildum Helgar-
póstsins leggja kirkjunnar menn,
með Séra Heimi Steinsson, Þing-
vallaprest og þjóðgarðsvörð, í farar-
broddi áherslu á að umtalsverðar
breytingar hafi orðið á Þingvöllum
fyrir kristnitökuafmælið, sem þar
verður haldið með pomp og prakt
árið 2000. Túlkun Þingvallaþrests á
hlutverki Þingvalla virðist vera
nokkuð eindregin og undir hana
hefur Þingvallanefnd, að því ætla
má, að mestu leyti tekið. Á ráð-
stefnu sem haldin var um Þingvalla-
svæðið 1985 vitnaði Heimir Steins-
son í lagagrein þar sem stendur:
„Frá ársbyrjun 1930skulu Þingvellir
við Öxará og grenndin þar vera frið-
lýstur helgistaður allra íslendinga."
Séra Heimir lagði út frá þessari
„helgi", eins og þar stendur, og taldi
hana vera stóran þátt í „hugmynda-
legum grundvelli Þingvalla”. Hann
sagði að þessi orð mörkuðu af-
dráttarlausa sérstöðu Þingvalla og
tók fram að gestum sem þangað
koma bæri að sýna staðnum lotn-
ingu. Það er varla nein oftúlkun á
erindi Séra Heimis að segja að hann
líti á Þingvelli sem eins konar kirkju.
BLOMAREITUR í STAÐ
VALHALLAR
Þessi sjónarmið virðasttraía orðið
ofan á hjá Þingvallaneínd, auk nátt-
úruverndarsjónarmiða s«n margir
telja að renni í raun í sáma farvegi.
í Þingvallanefnd sit38t.«ada þing-
maður sem áður starfpp dyggilega
að náttúruverndaritlííjp», Hjörleif-
ur Guttormsson, tymÉam iðnaðar-
ráðherra. Hjörleifur hefur áður
komið nálægt málefnum þjóð-
garða, en hann átti mikinn þátt í
stefnumótun í þjóðgarðinum í
Skaftafelli á sínum tíma. Aðrir með-
limir Þingvallanefndar eru Þor-
steinn Pálsson, forsætisráðherra og
þingmaður Suðurlandskjördæmis,
og Þórarinn Sigurjónsson, fyrrum
þingmaður Framsóknarflokks. I
raun ætti að kjósa Þingvallanefnd
upp á nýtt á næsta þingi, en líklegt
þykir að hún fái að mestu frið til að
fylgja verki sínu áleiðis.
I árlegri messu sem útvarpað var
frá Þingvöllum fyrr í sumar lét Þór-
arinn Sigurjónsson, einn nefndar-
manna, ummæli þess efnis falla að
líklega yrði blómareitur þar sem
Hótel Valhöll er nú í náinni framtíð.
Eins og kemur fram hér á síðunum
vöktu þessi orð litla hrifningu hjá
Jóni Ragnarssyni, eiganda Valhallar
og landsins sem hótelið stendur á.
Samkvæmt heimildum Helgar-
póstsins spegla þessi ummæli Þórar-
ins í stórum dráttum þá stefnu sem
tekin er í framtíðarskipulagi Þing-
vallanefndar og arkítektanna
tveggja, Einars og Reynis. Hug-
myndin er sú að gerbreyta allri um-
ferð um Þingvallasvæðið. Tímasetn-
ingar eru reyndar óijósar enn sem
komið er, enda á Alþingi eftir að
fjalla um málið, en stefnt er að því
að Hótel Valhöll verði jafnað við
jörðu með öllum viðbyggingum og
úthýsum. Allar þessar húseignir eru
nú í eigu Jóns Ragnarssonar, utan
ein viðbyggingin sem í daglegu tali
er kölluð „ráðherraklósettin".
BURT MEÐ
GLASAGLAUM OG
DRYKKJUGLEÐI
En hvers vegna er Hótel Valhöll
slíkur þyrnir í augum Þingvalla-
nefndar. Á það er bent að húsið sé í
frekar laklegu ástandi, sem má víst
til sanns vegar færa. Húsið hefur
enda verið smátt og smátt í bygg-
Jarðýtur á Valhöll fyrir árið 2000. Verður hótelið tekið eignar-
námi? Ráðgert að bygaja stórhýsi á vesturbarmi gjárinnar. Verða
tjaldbúar settir út úr „helginni"?
ingu allar götur síðan 1898 og var
hluti þess meira að segja iluttur úr
stað fyrir Alþingishátíðina 1930, frá
svokölluðum Köstulum niður á
grundirnar þar sem það nú er. Ekki
alls fyrir löngu fóru matsmenn á
vegum Þingvallanefndar og skoð-
uðu húsið og komust að þeirri nið-
urstöðu að það þarfnaðist mikillar
og kostnaðarsamrar viðgerðar.
En á móti því vegur auðvitað að
margir telja hótelið sjálft, Valhöll, að
undanskildum húskofum sem hefur
verið hróflað upp undir sjoppu og
bensínafgreiðslu, hina fallegustu
byggingu, í burstastíl með þjóðleg-
um blæ.
Skýringanna er kannski frekar að
leita í fyrrnefndri „helgi" staðarins.
Þingvallanefndarmenn telja hótel-
og veitingarekstur niðri í sigdalnum
í raun andstæðan eðli staðarins. í
ávarpi sem Finnur Torfi Hjörleifsson
hélt á áðurnefndri Þingvallaráð-
stefnu má ef til vill sjá nokkurn
kjarna máls: „Eitt þeirra húsa sem
nauðsynlegt er að rífa eða flytja
burt er Valhöll. Veitinga- og gisti-
staður méð tilheyrandi drykkju-
gleði eða glasaglaum á ekki heima
hér í hjarta þjóðgarðsins. Valhöll
hefur þó þann kost með sér, eins og
mig minnir fyrrverandi þjóðgarðs-
vörður, Eiríkur J. Eiríksson, hafi
komist að orði, að hún er ekki gerð
úr varanlegu efni.“ Sagði Finnur
Torfi. Eins og fram kemur í viðtalinu
við Jón Ragnarsson er hann á allt
öðru máli og telur í raun að Þing-
vallanefnd og þjóðgarðsvörður hafi
vitandi vits reynt að reka út allt sem
getur talist vera eðlilegt mannlíf á
Þingvöllum. Þetta hafi meðal ann-
ars Iýst sér í því að fjöldi þeirra ís-
lendinga sem gista í tjöldum á Þing-
völlum á sumrin hafi snarminnkað.
KEYPT TIL AÐ RÍFA?
Þingvallanefnd hefur ekki vald til
þess að ákveða það með sjálfri sér
að senda jarðýtur á Hótel Valhöll.
Jón Ragnarsson er eigandi hússins
og óráðið hvort hann vill selja. Þing-
vallanefnd hefur átt í einhverjum
málaleitunum við Jón, en þær ekki
komist af umræðustiginu. Álitið er
að kaupverðið yrði nálægt 100
milljónum og varla undir 70. Þá
kæmi til kasta forsætisráðuneytis-
ins, en undir það heyra Þingvellir,
og fjármálaráðuneytisins. Jón Bald-
vin Hannibalsson mun ekkert vera
alltof ginnkeyptur fyrir því að út-
vega aukafjárveitingu til kaupa á
húsakosti á Þingvöllum (sem síðan á
að rífa), þótt sjálfur sé hann fasta-
gestur þar fyrir austan. Og þá er
náttúrlega spurningin hvort ríkið
grípi til þess ráðs á endanum að taka
hús og land Jóns Ragnarssonar
eignarnámi.
Eins og stendur leigir Ferðaskrif-
stofa ríkisins Hótel Valhöll af Jóni og
sér um rekstur Edduhótels þar. Vit-
að er að á þeim bæ er áhugi á að
kaupa húsið af Jdni og gera á því
gagngerar endurbætur. „Það er
engin spurning að ríkissjóður á að
kaupa þetta hús,“ segir Kjartan
Lárusson, forstjóri Ferðaskrifstofu
ríkisins og formaður Ferðamála-
ráðs. „En það á ekki að kaupa til
þess eins að setja á það jarðýtu. Það
er ekki að mínu skapi að fara illa
með fjármuni af einhverjum hug-
sjónaástæðum. Nú gerum við auð-
vitað ekki annað en að halda í horf-
inu, enda erum við með þennan
skammtímasamning. En ef af kaup-
um yrði finnst mér að ætti að láta
reyna á raunverulegar endurbætur
á húsakosti og frekari uppbyggingu
á núverandi stað.“
8 HELGARPÓSTURINN