Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 9

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 9
GLERHÝSI Á GJÁRBARMINUM? En Þingvallanefnd vill ekki bara rífa. Hún vill líka byggja. Sam- kvæmt heimildum Helgarpóstsins hafa arkítektarnir Reynir og Einar lagt fram hugmyndir um framtíðar- húsakost á Þingvallasvæðinu, sem eru mjög í anda nefndarinnar og Þingvallaprests. Þessi mannvirki eru það sem Jón Ragnarsson nefnir í viðtali ,,glerhýsi“ og „minnisvarða um þá menn sem þarna eru við völd núna“. Téðum húsakosti er áætlaður staður í svokölluðu Kárastaðalandi, á vesturbakka sigdalsins, ekki víðs fjarri hringsjánni sem vísar á fjalla- hringinn sem umlykur Þingvelli. Helgarpóstinum gekk heldur treg- lega að fá upplýst hvað ætti að vera innan dyra í slíkri byggingu. Eftir því sem næst verður komist myndi þarna vera einhvers konar upplýs- ingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vilja betur kynna sér sögu og stað- hætti á Þingvöllum. Þarna er rætt um að verði aðstaða fyrir ráðstefnu- hald, salir sem sómt gætu móttöku erlendra þjóðhöfðingja og fyrir- manna og hugsanlega salur þar sem Alþingi gæti fundað við hátíðleg tækifæri. Og rætist þá loks gamall draumur Jónasar og Fjölnismanna — eða svona hérumbil... Einnig er þeim möguleika haldið opnum að þarna verði einhver gistiaðstaða og hugsanlega veitingasala. ,,En það eru ekki Þingvellir," segir Jón Ragnarsson um þessa fyrirætl- uðu byggingu. Þingvallanefnd telur að Valhöll sé illa í sveit sett þar sem hún er nú, hún sé í raun lýti á Þjóð- garðinum. Kjartan Lárusson er ekki á sama máli og álítur að hugmyndir Þingvallanefndar gangi í berhögg við þá stefnu ferðamálayfirvalda að laða hingað fleiri ferðamenn og þá sérstaklega efnameiri ferðamenn. „Mér skilst að það eigi að setja upp einhvern kúltúrskála þarna uppfrá og um leið eigi þjónusta við ferða- menn að hverfa neðan af grundun- um. Ég er ekki sáttur við það að ferðamaðurinn sem borgar fái ekki þá þjónustu sem honum ber, svo lengi sem af því hljótast ekki land- spjöll. Þarna hafa verið sumarbú- staðir svo árum skiptir, þarna hefur verið veitingahús og þarna hafa ver- ið haldnar þjóðhátíðir — þetta hefur allt lukkast vegna þess að menn hafa gætt sín. Ég sé ekki að það þurfi að vera svo stórhættuiegt að hafa þarna þjónustu við ferðamenn. Þetta er langfallegasti staðurinn og ekki sambærilegt við nokkuð sem er fyrir ofan gjá. Það er talsverður munur að vakna á hóteli þarna niðri á grundunum eða í einhverri kúltúr- stofu uppi á mel. Mér finnst að þarna sé heldur lítið tillit tekið til neytandans." TJALDAFÓLK FLUTT — EN SUMARBÚSTAÐIR? En það er náttúrlega fleira sem ber á góma þegar rætt er um fram- tíðarskipulag Þingvallasvæðisins. Reynir Vilhjálmsson, annar arkí- tektanna tveggja, staðfesti það í samtali við Helgarpóstinn að einnig væri stefnt að því að gerbylta þeirri aðstöðu sem tjaldafólk hefur t Þjóð- garðinum. Þær hugmyndir virðast bera nokkuð að sama brunni og það sem hér hefur verið rakið að fram- an. Stefnt er að því að færa tjald- stæðin smátt og smátt af svokölluð- um Leirum þar sem þau eru núna og upp á Kárastaðaland eða í áttina inn í Bolabás — sumsé burt frá „helg- inni'. Og þá er komið að gömlu og sí- gildu þrætuefni. Margir glæsileg- ustu og rándýrustu sumarbústaðir landsins standa við Þingvallavatn, og þar af einir 70 innan þjóðgarðs- girðingarinnar. Flestir eru á eitt sátt- ir um að þeir séu þarna í trássi við lög. Stefna Þingvallanefndar hefur um allnokkurt skeið verið sú að ekki verði byggðir fleiri sumarbú- staðir í landi þjóðgarðsins. En nú er spurningin hvort loksins verði ráðist til atlögu við þá sem fyrir eru? Um það fékk Helgarpósturinn engin skýr svör, hvorki frá Þingvallanefnd né arkítektum. Samningar sem sumarbústaðareigendur í þjóðgarð- inum gerðu um jarðnæði munu renna smátt og smátt út á næstu áratugum og þá er spurning hvort Þingvallanefnd noti tækifærið til að grisja sumarhúsin úr Hallinum, ein- um fegursta stað við Þingvallavatn. Menn eru þó ekki allir jafntrúaðir á að nefndin láti til skarar skríða í þessu máli, enda miklir hagsmunir í veði og margir ríkir og voldugir menn sem eiga sumarbústaði innan þjóðgarðsgirðingar. Þingvallanefnd segist ætla að gera uppskátt um tillögur sínar með haustinu. Þá má búast við að upp- hefjist enn heitar deilur um þennan frægasta stað á íslandi, hvort sem menn verða svo með eða á móti hreinsunarstefnu Þingvallaefndar... SJORÆNINGJASTARFSEMI ÞINGVALLANEFNDAR Jón Ragnarsson veitingamadur er eigandi Valhallar, húsakynnanna þar auk lands sem nœr frá gjárbarmi niður ad vatni. Jón leigir Feröaskrifstofu ríkisins Hótel Valhöll og adstöðuna þar og eru þeir samningar gerðir til skamms tíma, eða tveggja ára í senn. Helgarpósturinn spurði Jón Ragn- arsson álits á hugmyndum Þingvallanefndar um framtíðarskipulag svœðisins. I ræðum þingmanna er verið að segja að þarna eigi að vera blóma- garðar þar sem nú er mín eign. Ég er ekki alveg búinn að kyngja því. Þeir verða að gera sér grein fyrir því að þeir vaða ekki svona yfir al- menning. Að vísu hef ég bara heyrt þetta utan að mér og ég á bágt með að trúa að það geti staðist að full- orðnir menn skuli vinna svona. Það er algjörlega siðlaust. Menn geta ekki talað svona um annarra manna eigur, jafnvel þótt þeir séu þing- menn. — Það hefur þá ekki verið haft samráð við þig? Ekki á einn eða annan hátt, þetta er maður að frétta svona utan að sér. — Nú er greinilega stefrit að þuí að húsinu verði komið á burt í ná- inni framtíð? Ég veit ekki hvernig þeir stefna að því. Ég kann ekki á það lagalega og get ekki svarað því. Þetta þyrfti þá að fara fyrir einhverja æðri dóma áður. Ég gef það ekkert eftir. Þótt það sé einhver prestur þarna eða þjóðgarðsvörður sem hefur áhuga á að gera breytingar eða Þingvalla- nefnd einhver, þá náttúrlega verða þeir að fara eftir landslögum. Við er- um ekki komin aftur í víkingaöld- ina, þó þetta sé á Þingvöllum. Fyrir mig er þetta auðvitað mikið mál að heyra ávæning af því að það eigi að fara að taka þetta af manni. Þetta virðist vera algjör sjóræningjastarf- semi. Ég er dálítið þungur í brún yfir þessu. — Ef viðunandi tilboð bœrist vœrir þú þá tilbúinn að selja eign- ina, húsið og landið? Það er allt mögulegt í því máli og að vísu hefur Þingvallanefnd hreyft þessu við mig. Ég hef lýst mig fúsan til að ræða það. En síðan hefur ekk- ert gerst í því meira og áhuginn hjá mér hefur ekki verið sá að selja. En hvað er ekki falt ef því er að skipta? í dag er ég ekkert á þeim buxunum að selja, enda tel ég mikla framtíð í hóteÞ og veitingarekstri á Þingvöll- um. Ég fer ekki þaðan þegjandi. — Þér hafa semsagt ekki borist nein tilboð? Nei, ekkert slíkt. Þingvallanefnd hreyfði því við mig fyrir svona tveimur árum hvort ég vildi kannski selja. Ég taldi það vel geta komið til greina og bað þá að láta heyra frá sér hvað þeir hefðu í huga og hvort þeir væru með eitthvert tilboð. Síð- an hefur það ekki verið rætt meira. Ég hélt að það væri kannski úr sög- unni. Að vísu hefur því eitthvað ver- ið fylgt eftir, því ég fregnaði í fyrra að það hefði fengist samþykkt á fjár- lög að ræða við mig um væntanleg kaup. En það hefur ekki verið hreyft við því við mig. Það er ekkert víst að sú hugmynd sé uppi ennþá. — Valhöll er gamalt hús og það þyrfti að kosta til miklu við endur- byggingu á því. Ert þú reiðubúinn að leggja í slíkan kostnað? Húsið er eins og það er. Það hefur þjónað sínum tilgangi fyllilega og verið í stakk búið að taka á móti öll- Jón Ragnarsson eigandi Hótels Valhallar. um þeim diplómötum og þjóðhöfð- ingjum sem hafa komið til landsins. Það eru ummæli flestra sem þarna hafa komið að þetta hafi húsið gert með sóma. Þó húsið sé gamalt hefur það vissan sjarma og ég er ekki bú- inn að samþykkja að hann sé ekki passandi á Þingvöllum, sá andi sem er í þessu húsi. Ég er ekki viss um að eitthvert glerhýsi, ein af þessum nútímabyggingum listamanna, myndi rækja þetta hlutverk betur. En það er auðvitað smekksatriði. En ég viðurkenni það fúslega að húsið hefur sína galla eins og önnur hús, en ég tel samt að það geti þjón- að sínum tilgangi um langa framtíð. — En viðgerðir og endurbœtur, ertu til í að kosta slíkt? Það hef ég alltaf gert. Allt sem þarna hefur verið gert hef ég borg- að. Ég mun halda því áfram svo lengi sem ég er þarna við stjórn. Það hefur oft hvarflað að mér að fara fram á að gera húsið upp eða byggja upp meira fyrirtæki þarna. Það hefur ekki orðið úr. En ef það er rétt að þarna eigi að byggja upp ein- hverja skýjakljúfa eða einhverja minnisvarða um þá menn sem eru þarna við völd núna, þá ætla ég ekki að taka þátt í þeim darraðardansi. Það verður þjóðinni og öllum til skammar. — Hvað segir þú um þá gagnrýni að þarna standi til að útrýma öllu mannlífi sem talist getur eðlilegt og fjörlegt? Þeir eru náttúrlega komnir langt með það, þessi núverandi Þingvalla- nefnd, að reka út allt sem getur heit- ið mannlíf og Þingvellir. Sá andi Þingvalla sem býr í brjóstum þeirra íslendinga sem eru komnir yfir fimmtugt er óðum að hverfa. Unga fólkið þekkir ekki Þingvelli, því það er verið að reka allt þaðan í burtu. Það fólk sem er núna að vaxa úr grasi veit varla hvað Þingvellir eru, það les um þá í skólabókum. Ljóm- inn sem hefur verið yfir Þingvöllum er á undanhaldi. Það er búið að flæma svo margt í burtu, vegir hafa verið lagðir víðsfjarri þeim stöðum sem máli skipta. Og hugmyndir um að hafa alla þjónustu langt frá Þing- völlunum sjálfum leiða auðvitað til þess eins að þangað fer enginn leng- ur. Þetta vita spekúlantar sem hanna umferð um þjóðgarða er- lendis. Þar er stefnt að því að hafa veitingarekstur og allar uppákomur á sjálfum staðnum. Hótel sem er byggt utan þessa svæðis getur auðvitað verið af hinu góða — en það eru ekki Þingvellir. — Nú skilst manni að líka séu uppi hugmyndir umað fœra til tjald- stœðin smátt og smátt? Þeir eru á góðri leið með að geta lokað þessu, komið öllu fólki út, pakkað þessu inn í plast og geymt þetta þannig um ókomna framtíð. Það er stefnt að því að eyðileggja þennan Þingvallaljóma sem al- menningur hefur borið í brjósti sér langt aftur í tímann. Mér þætti líka rétt að að kæmi fram að þrátt fyrir miklar tölur, blaðaummæli, skrif og brambolt hjá þjóðgarðsverði síðasta haust um þessa gífurlegu umferð á Þingvöllum — hann hefur talið þar bílaumferðina í hundraðaþúsunda- vís — þá held ég að þetta sé mikil minnkun frá því fyrir svona 10—20 árum. Ég hef verið þarna frá 1963 og þá voru tjöld og iðandi mannlíf þarna um garðinn. Þetta sést varla núna, nema einhver slæðingur af útlendingum. Því miður eru Isjend- ingar að gleyma Þingvöllum. Á síð- ustu tuttugu árum hefur umferðin á Þingvöllum sennilega minnkað um meira en helming. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.