Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 10
HP
Ritstjórar:
Halldór Halldórsson
Helgi Már Arthursson
Ritstjórnarfulltrúar:
Egill Helgason
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Blaöamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir,
Áslaug Ásgeirsdóttir,
Friörik Þór Guömundsson,
Garöar Sverrisson,
Gunnar Smári Egilsson,
Jónína Leósdóttir,
Kristján Kristjánsson,
Salvör Nordal.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Útlit:
Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkir:
Sigríöur H. Gunnarsdóttir.
Framkvæmdastjóri:
Hákon Hákonarson.
Skrifstofustjóri:
Garöar Jensson.
Auglýsingastjóri:
Hinrik Gunnar Hilmarsson.
Auglýsingar:
Bergþóra Sigurbjörnsdóttir,
Sigurrós Kristinsdóttir.
Dreifing:
Garðar Jensson
Guörún Geirsdóttir
Afgreiösla:
Bryndís Hilmarsdóttir.
Sendingar:
Ástríður Helga Jónsdóttir.
Ritstjórn og augiýsingar
eru í Ármúla 36, Reykjavík,
sími 681511.
Afgreiðsla og skrifstofa
eru í Ármúla 36, sími 68 15 11.
Útgefandi: Goögá hf.
Setning og umbrot:
Leturval sf.
Prentun: Blaöaprent hf.
LEIÐARI
Blómlegt mannlíf eða háttstemmd helgi
Þingvellir eru skuggsjá íslenskrar sögu,
en jafnvel án tillits til sögufrægðar er allt
þar „sem stórfenglegt listaverk...eitt hið
fegursta og merkilegasta á öllu íslandi",
sagði sænskur jarðfræðingur sem ferðað-
ist hér um byggðir og óbyggðir landsins
um miðja síðustu öld. Vissulega eru þetta
orð að sönnu — náttúrufegurð Þingvalla er
einstök og ítök staðarins í þjóðinni eru slík
aö þangað hópumst við á sögulegum
stundum; alþingishátíðum, lýðveldisdög-
um, landnámsafmælum og væntanlega
kristnitökuafmælum.
Helgarpósturinn greinir í dag, fyrstur
fjölmiðla, frá nýjum hugmyndum Þing-
vallanefndar um framtíð þjóðgarðsins.
Þessar hugmyndir hafa verið í bígerð í
nokkur ár, en nú með haustinu er ráðgert
að kynna þær fyrir alþingismönnum og
væntanlega almenningi líka. Hins vegar
skýtur það kannski skökku við, þegar þjóð-
garður er annars vegar, að áætlanir þessar
skuli ekki vera ávöxtur frjórrar og opinnar
umræðu, heldur hefur hvílt yfir þeim hin
mesta leynd.
En þetta er líka viðkvæmt mál, gæti ein-
hver sagt. Og það er rétt — á Þingvöllum
má ekki flana að neinu. Það sést til dæmis
best á „jólatrjánum" sem þar var plantað
fyrir rúmri hálfri öld í fullkomnu skeyting-
arleysi við flóru staðarins. Og það sést líka
á þeim fjölmörgu sumarbústööum sem
settir voru þar niður innan lögfestrar þjóð-
garðsgirðingar og sitja þar enn í Hallinum,
einum fegursta stað við Þingvallavatn.
Það hefur sumsé ýmislegt farið úrskeiðis á
Þingvöllum og kannski fýsir Þingvalla-
nefnd að bæta fyrir það. En ekki vill Helg-
arpósturinn samt ganga svo langt að taka
undir þau ummæli Hrafns Gunnlaugs-
sonar að staðurinn sé nánast ónýtur.
Helgarpósturinn hefur fyrir því traustar
heimildir að meðal þess sem Þingvalla-
nefnd vill koma í verk á næstu áratugum
sé að rífa húsakostinn niðri á grundunum
við vatnið, Hótel Valhöll, viðbyggingar og
úthýsi. í staðinn er ætlunin að reisa mikiö
mannvirki á gjárbarminum vestan sigdals-
ins — við látum liggja milli hluta hvort það
verður glerhýsi, monthús fyrir Alþingi ell-
egar gagnleg upplýsingamiðstöð. Öll
þessi viðhorf koma fram í umfjöllun Helg-
arpóstsins. Hins vegar er ekki laust við að sú
spurning vakni hvað vaki fyrir Þingvalla-
nefnd þegar upplýsist að hún hefur líka
horn í síðu tjaldstæða, sem eru á svoköll-
uðum Leirum.
Þingvellir eru helgur staður, en allri helgi
hljóta að vera takmörk sett. Þingvellir eru
ekki kirkja, eins og mætti ætla af erindi
sem Þingvallaprestur og þjóðgarðsvörður
hélt fyrir fáeinum árum. Þar á að vera
blómlegt og frjálslegt mannlíf og þótt þar
séu stöku sinnum „drykkjugleði og glasa-
glaumur" ætlum við að svo hafi ekki síður
verið á gullaldarskeiðinu þjóðveldisöld.
Þingvallanefnd verður að gera það upp við
sig hvort hún vill laða sauðsvartan almúg-
ann að þessu „stórfenglega listaverki"
ellegar fæla hann frá. Háttstemmdur há-
tíðleiki og helgi eru ekki til þess fallin að
gera Þingvelli aðlaðandi í augum nútíma-
fólks.
BREF TIL RITSTJORNAR
Deila JDhússins og
Sigiingamálastofnunar
Leigusamningur í fullu gildi
ualdskra PÓSTS OG SlMA
DREIFBYLIÐ MEB
25 % LEYNIAFSLÁ1
TOFNUNIN GETUR EKKI M/tLT SKREFIN SAMKVÆMT NÝJU GJALDSKRANNI. ÞESS VEGNA ER DTRA
IRINGJA FRA RETKJAVfK UT A LAND EN FRA LANDSBYGGOINNI TIL RETKJAVIKUR
oluveröur hávabi vard er PÖ*t- Og slmamálastofnunin t<ygg«Arm«in I uun vcrl*•« gmíu Mumunurinn á verðitimtAla nulli umi borð og Ibii
é «*>;**? v™' 7 «*>:m sreiatfíusLTia srr
ifnhítoa hœkkun var 611 skrefamœlmg a mnanlands- lnRarnar lii IVHll o* slma ilungu klukkan aex og iil rllclu i kvðldln. A um i kv«ldin
'rnlölum Slokkuö upp. Slmlöl um kvöld, nœlurog helg- upp I BorgarrAðimcnn. »m tx-srum líma fr til dirmis ódýrara a«
r mma wöi, tru „út lyrsM Mptt mald Ííirc/- ““ ÍJJSJ.'SaíjjjjSSSJSJgít
Vegna greinar sem birtist í síðasta
HP og fjallaði um deilur milli Sigl-
ingamálastofnunar og JL-hússins,
en stofnunin leigir húsnœði af Lofti
Jónssyni, eins og fram kom i grein-
Siglingamála
situr og skelfu
inni, hafði Magnús Jóhannesson
siglingamálastjóri samband við
blaðiö og vildi að eftirfarandi kœmi
fram.
I greininni segir að Loftur Jónsson
hafi rift leigusamningi sem í gildi er
til ársins 1982. Slíkt mun ekki vera
hægt, því leigusali getur ekki ein-
hliða rift leigusamningi. Slíkt hefur
verið reynt í þrígang, en dómstólar
hafa alltaf synjað staðfestingar á
þessari riftun og neitaö að bera
stofnunina út, vegna þess að sakir
sem bornar hafa verið á hana hafa
ekki reynst þess eðlis að slíkt yrði
gert.
Siglingamálastjóri vildi enn-
fremur mótmæla því að stofnunin
hefði gengið illa um húsið, sagði að
það væru bara fullyrðingar húseig-
enda sem ekki stæðust að hans
mati, enda hefði hann ekki sótt mál-
ið á þeim forsendum. Að auki sagði
siglingamálastjóri að það væri ekkert
fararsnið á sér og sínum mönnum,
enda væri samningurinn enn í fullu
gildi og stofnunin sæti með fullum
rétti í húsinu. Hún hefði ekkert af
sér brotið að hans mati og þær
skærur og erjur sem nefndur væru
í greininni væru að hans mati ein-
hliða, stofnunin hefði ekkert gert
hvorki til að kynda undir né ala á
ófriði.
KK.
Vegna skrifa Helgarpóstsins 6.
ágúst sl. um 25% leyniafslátt Póst-
og símamálastofnunarinnar til íbúa
dreifbýlisins er við hæfi að eftirfar-
andi komi fram:
Þegar gerðar eru eins miklar
breytingar á gjaldskrá og uröu 1. júlí
sl. tekur það talsverðan tíma að
framkvæma allar þær breytingar
sem gera þarf á símstöðvum um
land allt.
Til þess að notendur væru ekki
látnir greiða of hátt gjald ikveðinn
tíma var tekin ákvörðun um að gera
strax allar aðrar breytingar en þær
að taka upp þrískiptan taxta, þ.e.
dagtaxta, kvöldtaxta og nætur-
taxta, en til þess þurfti búnað sem
ekki var til nema fyrir stærstu sím-
stöðvar í upphafi.
Nú eru þessar breytingar langt
komnar og er búist við að fram-
kvæmdum við þær ljúki á öllu land-
inu í næstu viku. Þá verður alls stað-
ar farið eftir gildandi gjaldskrá.
Reykjavík 7. ágúst 1987
f.h. Póst- og símamálastofnunar
Jóhann Hjálmarsson
blaðafulltrúi
LAIISNIR A
SKÁKÞRAUTUM
Eftir dobl vesturs og útspilið er há-
spilaskiptingin nokkuð Ijós. Austur
á tígulás og vestur getur ekki átt t.d.
ÁD í hjarta. Þá hefði hann farið upp
með ásinn. Svo...
♦ Á107653
KG96
<0 —
+ Á95
♦ — ♦ —
9? Á10742 D53
O KG64 O Á1087532
+ K1064 + G87
♦ KDG9842
C> 8
O D9
+ D32
. . .Þú stingur upp kóngnum í
blindum. Trompar næst hjarta.
Tígull á tromp og hjarta enn tromp-
að. Tromp á blindan og hjartagosa
næst spilað og laufi kastað heima.
Vestur getur þess vegna leyft okkur
að eiga slaginn því hann er enda-
spilaður, ef hann fer inn.
Vörnin á báðum borðum var góð.
Vestur ,,sér“ að félagi hans á hjarta-
drottningu aðra eða þriðju og það er
uppgjöf að fara upp með ásinn.
Drottningin er þá trompuð niður og
tvö niðurköst nást.
AUGLÝSINGASÍMI
10 HELGARPÓSTURINN