Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 11
komið upp á Akureyri vegna við-
byggingar Hótels KEA í brekkunni
ofan við hóteiið. Þannig er nefnilega
mál með vexti, að í Hafnarstræti,
við hliðina á KEA, er nýtt hótel,
Hótel Stefanía, sem Stefán
Sigurðsson og Ólafur H. Jónsson
(Hummel) eiga. Með tilkomu við-
byggingar Hótels KEA munu gestir
kaupfélagshótelsins hafa hið besta
útsýni inn um gluggana á bakhlið
Hótels Stefaníu. Viðbyggingarleyfið
flaug í gegnum bæjarapparatið, en
nú heldur Stefán Sigurðsson því
fram í Degi að trúlega sé bærinn
bótaskyldur. Við munum fylgjast
með framvindu mála. . .
l lok mánaðarins ætla Akureyr-
ingar að halda upp á 125 ára
afmæli Akureyrar. Bæjarstjórn
samþykkti á sínum tíma að setja
eitthvað á aðra milljón í veisluhöld-
in, en nú er að koma í ljós, að þessi
fjárveiting er vart upp í nös á ketti.
Sem dæmi er nefnt, að Ijósabúnað-
ur vegna leiksýninga, sem verða í
Skemmunni, kosti eitthvað svipað
og öll þessi fjárveiting. Hvða um
það, þá má gera ráð fyrir ýmsum
skemmtilegheitum fyrir norðan um
næstu mánaðamót. Leikpallur verð-
ur smíðaður í göngugötuparti Hafn-
arstrætis, þar sem barbarasjoppan
var. Þá höfum við heyrt, að stofnað
hafi verið nýtt embætti á Akureyri í
tilefni af hátíðahöldunum og nefnist
það göngustjóri. Þessu embætti
gegnir Haraldur Ingi Haraldsson
myndlistarmaður og felst starfið í
því að standa fyrir skrúðgöngum af
ýmsu tagi. Ekki vitum við hvort hér
er um að ræða framtíðarstarf. . .
B
■^Penedikt Gröndal, sendi-
herra og fyrrverandi forsætisráð-
herra, er á leið aft ur heim eða svona
hérumbil. Benedikt lætur nú í sum-
ar af embætti sendiherra í ýmsum
Asíulöndum, en meö aðsetur í
Reykjavík. Þessu embætti hefur
Pétur Thorsteinsson gegnt, en
hann lætur nú af störfum vegna ald-
urs. Hins vegar er ekki enn Ijóst
hver hreppir sendiráðið í Stokk-
hólmi. . .
R
MVhykkrokk nefnast miklir úti-
tónleikar sem félagsmiðstöðin
Fellahellir efnir til á planinu við
Fellaskóla í Breiðholti næsta laugar-
dag. Þar koma fram tíu ungar og
efnilegar, gamlar og þreyttar hljóm-
sveitir — þar á meðal Bláa bíl-
skúrsbandið með Guðmund
Pétursson gítarleikara í farar-
broddi, Svart-hvítur draumur og
Sykurmolarnir. Reynt var að fá
Bubba Morthens til að troða upp,
en hann mun hafa verið upptekinn
við annað — nefnilega laxveiði úti á
landsbyggðinni. Bubbi mun þó hafa
látið þau ummæli falla að hann
skyldi mæta með gítarinn, ef vatns-
lítið yrði í ánni eða þá enginn lax.
Tónleikarnir hefjast á laugardaginn
klukkan 17 síðdegis og standa langt
fram á kvöld. . .
Gisting
Veitingasala
Bar
Bíó
Fundarsalir
Ráðstefnur
Dans
HÓTEL
VALASKJÁLF
EGILSSTÖÐUM Sími: 97-1500
UTANHÚS
MÁLNING
SEM
DUGAR
VEL
KÓPAL-PÝRÓTEX
hleyptir raka auðveldlega í
gegnum sig.
Mjög gott verörunar- og lútarþol
og rakagegnstreymi.
KÓPAL-DÝRÓTEX dugar vel.
HVITTk««*
OSA/SIA
Hjá okkur færðu allt í matinn
Glæsilegt kjöt- og fiskborð
Tilboðsverð á eggjum og
Rómarpizzum
Gott verð á. kaffi
OPIÐ ALLA DAGA
Mánudaga til fimmtudaga kl. 9—19
Föstudaga kl. 9—20
Laugardaga kl. 9—16
Sunnudaga kl. 10—14
KAPPKOSTUM AÐ VEITA GÓÐA ÞJÓNUSTU.
REYNIÐ VIÐSKIPTIN, VERIÐ VELKOMIN.
NÝ\__________
GARÐUR
Simi 71290 Leirubakka 36
DAGVISTUN BARNA OSKAR AÐ RÁÐA
Lalksk. ARNARBORG v/Maríubakka. s. 73090
Ulkmk. Arborg v/HlaÖb». s. 84150
Leiksk. FELLABORG v/Völvufell. s. 72660
Lelksk. hólaborg v/Suðurhóla. s. 19619
Lelkik. KVISTABORG v/Kvimtland. s. 30311
Dagh/leiksk. HRAUNBORG v/Hraunberg. s. 79770
Dagh/leiksk. FOLDABORG v/Frostafold, s. 673138
Dagh/leiksk. NÓABORG v/Stangarholt. s. 29595
FOSTRUR
REYKJAVÍKURBORG
f
A EFTIRTALIN DAGVISTARHEIMILI:
Dagh. SUNNUBORG v/Sólheima. s. 36385
Dagh. VÖLVUBORG v/Völvufell, s. 73040
Dagh. MÚLABORG v/Ármúla. s. 685154
Dagh. STAKKABORG v/Bólstaftarh. s. 39070
Dagh. BAKKABORG v/Blöndubakka. s. 71240
Dagh/lelksk. fAlkaborg v/Fálkabokka. s. 78230
Dagh/lelksk. ÖSP v/Asparfell. s. 74500
Dagh/lelksk. GRANDABORG v/Boftagranda. s. 621855
Upplýsingar veita forstöðumenn og umsjónarfóstrur viðkomandi heimila í síma 27277
HELGARPÓSTURINN 11