Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 12
^ fiys
E R í S LE NS K A N FÁTÆÍC AF BLÓTSYRÐUM?
„BLESSUNARLEGA LAUSIR VIÐ KLÁMIÐ"
Hefur þú heyrt brandarann um bóndann?
„Nei.“
„Hann lýsir vel blótsyrðanotkun íslendinga. Það var
eitt sinn bóndi sem þurfti að láta senda böggul í bæinn.
Hann sagði við vinnumann hjá sér: „Taktu andskotann,
farðu með hann til djöfulsins og láttu senda hann til hel-
v'ítis."
Þannig endaði samtal mitt við Sig-
urð A. Magnússon rithöfund þegar-
við vorum að ræða um blótsyrði og
skammaryrði í íslensku. Ég get ekki
annað en tekið undir þessi orð hans,
því þetta eru án efa þau þrjú orö
sem íslendingar grípa helst til þegar
þeir bölva. „Það er nú þannig með
íslenskuna að blótsyrðin virðast
vera bundin við Satan og híbýli
hans,“ sagði Heimir Pálsson
menntaskólakennari, „en ég hef nú
aldrei hugsað mikið um þetta."
Halldór Halldórsson prófessor rit-
aði fyrr í vetur greinaflokk í Helgar-
póstinn þar sem fjallað var um bölv
og ragn og gerði hann þar grein fyr-
ir uppruna helstu blótsyrða í ís-
lensku og voru þau flest tengd djöfl-
inum og dvalarstað hans. Halldór
tók fram að hann áliti að íslenskan
væri ekkert fátækari af blótsyrðum
en önnur tungumál. Guðni Kol-
beinsson var sammála þessari skoð-
un Halldórs, og áleit að ef menn
kynnu góða íslensku væri enginn
skortur á skammar- og blótsyrðum.
„Menn eru misjafnlega orðauðugir
og þeir sem eru snjallir að bölva
hafa ótrúlegan orðaforða."
Það virðist vera að við séum á
svipuðum slóðum í blótsyrðum og
frændur okkar á Norðurlöndum.
„Grunnur sænsks og íslensks bölvs
er sá sami,“ sagði Heimir Pálsson.
„En annars held ég að ekki sé hægt
að bera saman blótsyrði milli mála
því geðlægi þátturinn er svo sterkur.
Maður þarf að kunna mál mjög vel
til þess að geta bölvað vel á því. Nor-
ræna hefðin er mjög tengd kristinni
trú og tengist mest Satan enda eru
til ótalmörg nöfn yfir hann, til dæm-
is í þýðingu Jóns á Bægisá á Paradís-
armissi Miltons."
En utan Norðurlandanna virðist
þessu öðruvísi farið. Ef enskan er
tekin fyrst þá sagði Sigurður A.
Magnússon, sem eitt sinn bjó í
Bandaríkjunum, að þar væru mögn-
uðustu blótsyrðin tengd kynlífi og
móðurinni, „en það er svo merki-
legt með íslenskuna", bætti hann
við, „að þó við teljumst trúlausasta
þjóð í heimi eru öll okkar blótsyrði
tengd trúnni". Þeir sem hafa horft á
bandarískar bíómyndir eða dvalið
eitthvað í Bandaríkjunum hafa ef-
laust tekið eftir þessu og sjálfsagt
lært eitthvað, enda er það yfirleitt
sagt að það fyrsta sem maður lærir
á erlendri tungu sé yfirleitt bölv og
skammaryrði af ýmsu tagi. Einstaka
sinnum heyrir maður að Islendingar
sletta þessum orðum og virðast vin-
sælustu orðin vera „shit" eða
„fuck". Mörður Árnason blaðamað-
ur og einn höfunda Slangurorða-
bókarinnar bjóst ekki við því að
þessi orð festust í málinu. „Slang og
slettur eru fyrirbæri sem er fljótt að
koma og fara en bölv og blót eru
íhaldssamt fyrirbæri þar sem ekki
er mikið um nýjungar."
Eins og áður sagði eru ensk
skammaryrði á öðrum slóðum en
þau norrænu þó eitthvað hafi verið
tekið í málið sem slangur.
En það er í kaþólsku löndunum
sem blót, bölv og ragn virðist vera
grófast, a.m.k. að okkar mati. Sig-
urður Pálsson skáld sagði að í
frönsku væru skammaryrði og blót
miklu kynferðislegri og klámtengd
auk þess sem blótsyrði tengd skít
væru algeng. „Inn í þetta er svo
blandað trúarlegum atriðum. Það
er mikið um skammaryrði tengd
Maríu guðsmóður. Undir þetta tók
Einar Már Jónsson blaðamaður og
sagði „guðlast, sifjaspell og kyn-
ferðislegt blót af öllu tagi er líklega
vinsælast. Annars er það alveg
ömurlegur siður að blóta, enda er
það svo að þau orð sem mest eru
notuð missa smám saman merk-
ingu sína og stundum breyta þau
jafnvel um merkingu. Þetta málfar
er nú mest tengt, held ég, glæpalýð
og gangsterum og er mikið bundið
við alþýðustéttirnar. Ég held líka að
þetta hafi minnkað og mest heyrir
maður blótað í umferðinni. Fólk
hellir úr skálum reiði sinnar ef eitt-
hvað kemur fyrir og ég held að það
sé árásarhneigðin sem brýst þarna
út“. Bæði Sigurður og Einar sögðu
að franskan væri slæm en þó væri
nú spænskan sýnu verri auk þess
sem Einar sagði að slavnesku málin
og ungverska væru slæm, þar væri
ýmiss konar sifjaspell algengt og
einnig orðtök sem okkur þætti hið
versta klám.
„Það er miklu meira til af blóts- og
skammaryrðum í spænsku og sam-
anborið við hana er íslenskan held-
ur fátækleg," sagði Guðbergur
Bergsson rithöfundur. „Þau eru
einnig miklu grófari en hér. Þeir
gera mikið af því að skíta móður-
mjólkina og svo eru það þessi sí-
gildu skammaryrði sem tengjast
kynfærunum, bæði hjá körlum og
konum. Ef ég hefði verið að tala við
þig spænsku núna væri ég búinn að
nota orð sem tákna kynfæri kvenna
eða punginn svona í öðru hverju
orði. En annars er þetta að minnka.
Það er minna notað af skammaryrð-
um nú eftir að einveldinu var aflétt
og lýðveldið kom á, það var eins og
þeir notuðu þau til þess að slaka á
taugaspennu. Kaþólsku kirkjunni
var blandað inn í og María guðs-
móðir var mikið notuð í skammar-
yrðum." Guðbergur minntist einnig
á að í Portúgal væri ekki mikið blót-
að og það væri ef til vili vegna þess
að kirkjan og ríkið hefðu verið að-
skilin í íengri tíma, en á Spáni hefði
þetta verið eitt. Það væri ef til vill
ástæðan fyrir því að kirkjan bland-
aðist inn í þetta.
Viðmælendur mínir voru allir
sammála um að það væri ekki til
baga hvað íslenskan er fátæk af
hressilegum bióts- og skammaryrð-
um. Og sumir voru því fegnir hvað
við erum blessunarlega laus við
blótsyrði tengd kynlífi, kynfærum
og þess háttar. Líklega er það rétt
hjá þeim. En það á kannski eftir að
breytast, hver veit. Það kom einnig
fram hjá einhverjum þeirra að þeir
höfðu heyrt að það væri blótað
hressilega austantjalds og það fellur
kannski undir það sama og Guð-
bergur nefndi, að þegar þjóðin væri
ekki frjáls notaði hún skammaryrði,
blótsyrði og klám til að slaka á
taugaspennunni sem myndast.
En það hefur aldrei verið gerð
fullnægjandi könnun á blóts- og
skammaryrðum, enda væru það
mjög viðamiklar rannsóknir þar
sem ekki er mikið um ritaðar heim-
ildir og þyrfti því að styðjast við tal-
að mál. Það á kannski einhver eftir
að ráðast í þetta verkefni í framtíð-
inni, þetta er a.m.k. stór hluti máls-
ins sem við tölum.
leftir Áslaugu Ásgeirsdóttur teikning Jón Óskari
12 HELGARPÓSTURINN