Helgarpósturinn - 13.08.1987, Síða 14
eftir Jónínu Leósdóttur teikning Jón Óskar
Hvað þarf það fólk að vita, sem hyggur á ná>
erlendis? HP spurði íslenska námsmenn í
fjórum löndum um ýmis hagnýt atriði, sem
nauðsynlegt er að hafa vitneskju um.
EKKIGLEVMA
FÖÐURLANDINU!
Þrátt fyrir hertar reglur Lánasjóðs íslenskra náms-
manna fer alltaf nokkur hópur íslendinga utan til náms
á ári hverju. En það er að mörgu að hyggja, þegar flust
er búferlum á milli landa. Það er ekki nóg að fá inngöngu
í skólann og kaupa sér flugmiða á staðinn. Hvað gerir
fólk t.d. varðandi húsnæði, dagvist fyrir smábörn, skóla
fyrir eldri börn, atvinnu fyrir maka, læknis- og tann-
læknisþjónustu o.s.frv.? HP hafði samband við nokkra ís-
lenska námsmenn erlendis og bað þá að gefa sporgöngu-
mönnum sínum góð ráð.
BRETLAND
Breskir háskólar reyna eftir
fremsta megni að aðstoða fyrsta árs
nema við að finna húsnæði, en þessi
mál eru mun erfiðari í stórborgum
en í minni samfélögum. Oftast fá
menn inni á stúdentagörðum,
a.m.k. fyrsta veturinn. Verð á hús-
næði er afar misjafnt, en sem dæmi
má nefna að leiga fyrir dæmigert
enskt raðhús í úthverfi miðlungs-
stórrar borgar gæti verið í kringum
20 þúsund á mánuði. Einstaklings-
íbúðir, sérstaklega í miðborgum, eru
hlutfallslega dýrari. Venjulega er
greidd ein mánaðarleiga í ,,pant“,
sem fæst endurgreidd þegar hús-
næðinu er skilað.
Það er ekki mikið gert fyrir smá-
börn í Bretlandi. Sums staðar er þó
vísir að leikskólum (playgroups),
þar sem hægt er að skilja börn eftir
í 2—3 klukkutíma. Skólaskylda
hefst síðan við 6 ára aldur og hægt
er að velja um ókeypis ríkisskóla
eða einkaskóla. Krakkarnir eru
venjulega í skólanum frá morgni og
fram að kaffitíma eftir hádegi.
Það er erfitt fyrir maka náms-
manns að fá vinnu, þó það sé ekki
jafntorsótt og víða á meginlandi
Evrópu. Sumir fá vinnu í neðan-
jarðarhagkerfinu, t.d. við fram-
reiðslu- og eldhússtörf á veitinga-
stöðum. Launin eru þá óveruleg og
réttindin engin.
Bæði læknis- og tannlæknisþjón-
14 HELGARPÓSTURINN
usta er niðurgreidd af ríkinu og það
á líka við um lyf, sem eru hræódýr
og stundum ókeypis, eins og getn-
aðarvarnarpillan.
Lopaflíkur eru bráðnauðsynlegar,
því húsakynni eru ekki af sama
gæðaflokki og hér heima og það er
dýrt að kynda. Það borgar sig alls
ekki að fara með rafmagnsvörur til
Bretlands, því slikur varningur kost-
ar þar innan við helming af íslenska
verðinu.
FRAKKLAND (París)
Skólinn aðstoðar nemendur yfir-
leitt ekki við að finna húsnæði og
þess vegna leita menn til leigumiðl-
ana, ef þeir eru ekki svo heppnir að
frétta af íbúð, sem aðrir Islendingar
eru að fara úr. Húsaleiga er dýrasti
kostnaðarliður námsmanna í París,
en algengt verð fyrir stúdíó-íbúð
fyrir einn er sem samsvarar 12—15
þúsund krónum.
Makar námsmanna eiga mjög erf-
itt með að fá vinnu, nema þá „svarta
vinnu" án tilskilinna leyfa.
Stúdentar á aldrinum 20—26 ára
eru sjálfkrafa í sjúkrasamlagi í
tengslum við skólavistina, en eftir
þann aldur kaupa margir sér trygg-
ingu á Islandi. Sendiráðið útvegar
fólki líka vottorð, sem sannar að við-
komandi er í sjúkrasamlagi hér
heima. Tannlækningar heyra ekki
undir tryggingarnar, en eru ekki
mjög kostnaðarsamar miðað við ís-
lenskt verðlag.
Værðarvoðin og lopasokkarnir
eru algjör nauðsyn á veturna, því
það getur orðið gífurlega kalt og
upphitun er ekki eins og við íslend-
ingar þekkjum hana.
Þegar léttist í buddunni er sparað
við matarinnkaupin með því að
borða mikið grænmeti, pasta-rétti
og kjúklinga, sem hægt er að fá á
hagstæðu verði. Skólamötuneyti í
Frakklandi eru líka mikil búbót, því
þar er t.d. hægt að fá þríréttaða
máltíð á innan við hundrað krónur.
Flest börn komast á heilsdags
leikskóla frá 3 ára aldri, sem ekki
þarf að greiða neitt fyrir. Foreldrar
eru auðvitað ekki skyldugir til að
senda börnin í leikskólann, en öll
börn eiga undantekningarlaust rétt
á plássi. Eini kostnaðurinn er smá-
vægileg greiðsla fyrir hádegismat-
inn, sem krökkunum er gefinn.
Skólanámið byrjar síðan við 6 ára
aldur og er sömuleiðis greitt af rík-
inu.
SVÍÞJÓÐ
Samnorrænt flutningsvottorð er
lykilorðið fyrir þá, sem fara í nám til
Svíþjóðar, eins og hinna Norður-
landanna. Það fæst hjá Hagstofu ís-
lands og afhendist hagstofunni í
þeirri sænsku borg, sem dvalið er í.
Þar með komast upplýsingar um
viðkomandi til sjúkrasamlagsins,
skattstofunnar og annarra opin-
berra aðila og námsmaðurinn er
formlega kominn inn í „kerfið".
Bæði háskólarnir og sænska
sendiráðið á íslandi gefa nemend-
um ujrplýsingar um stúdentahús-
næði. í Uppsölum hefur fjölskyldu-
fólki gengið auðveldlega að fá leigt,
en það getur hins vegar verið erfið-
ara á stöðum eins og Stokkhólmi og
Gautaborg. Nauðsynlegt er að
sækja um íbúð um leið og loforð
hefur verið fengið fyrir skólavist.
Herbergi á stúdentagarði eru á
u.þ.b. 7 þúsund krónur (íslenskar) á
mánuði, en þau eru hlutfallslega
dýrari en stærra húsnæði. Þannig
eru t.d. 3—4 herbergja íbúðir á um
10 þúsund íslenskar krónur á mán-
uði og þar að auki fær barnafólk
húsaleigustyrk.
Dagheimilispláss er mjög erfitt að
fá fyrir börn undir þriggja ára aldri,
en dagmömmur eru til í Svíþjóð eins
og á íslandi. Sveitarfélögin miðla
upplýsingum um starfandi dag-
mömmur og síðan nota margir þá
sígildu aðferð að setja auglýsingu í
búðina í hverfinu.
Börn byrja í skóla við 7 ára aldur,
en forskóli er fyrir 5 og 6 ára börn,
sem ekki eru á leikskólum. Fyrstu
tvö skólaárin eiga krakkarnir líka
rétt á vist á skóladagheimili þar til
vinnu foreldra lýkur á daginn. ís-
lensk skólabörn í SVíþjóð eiga rétt á
íslenskukennslu í a.m.k. tvo tíma í
viku. Þau börn, sem ekki standa
nægilega vel að vígi í sænsku, fá
einnig aukatíma í sænskunni eftir
þörfum.
Atvinnumöguleikar maka eru
afar misjafnir eftir svæðum, en yfir-
leitt er a.m.k. hægt að fá vinnu við
þjónustustörf. í Uppsölum vinna t.d.
margir íslendingar við heimilis-
hjálp. Það geta þó fengist sæmilegar
tekjur í þessum störfum, vegna þess
hve lítið er tekið í skatt af lægstu
launatöxtum.
Tannlækniskostnaður er mun
minni í Svíþjóð en á Islandi, en hver
læknisheimsókn kostar um 300 ís-
lenskar krónur. Um leið og fólk hef-
ur dvalið í landinu í þrjá mánuði og
annar aðilinn hefur fasta vinnu get-
ur það mjög auðveldlega fengið
bankalán, t.d. tii kaupa á notuðum
bíl.
NEWYORK
Flestir háskólar í New York reka
heimavist í stúdentablokkum og
gefa viðkomandi skólar þá allar
upplýsingar um það hvernig sækja á
um, leiguupphæð o.s.frv. Margir
komast hins vegar að þeirri niður-
stöðu, að hagstæðara sé að leigja
íbúð með tveim eða þremur öðrum
stúdentum. Á „garði“ er nefnilega
oft einungis um að ræða lítið her-
bergi og afnot af snyrtingu og eld-
húsi með mörgum öðrum.
Leiga á íbúð í góðu hverfi á Man-
hattan er ekki á færi námsmanna
með „venjuleg" fjárráð. Um leið og
hverfið verður lélegra aukast hins
vegar möguleikarnir á að hægt sé
að ráða við leiguna. Einnig ef menn
eru tilbúnir að fara út fyrir Man-
hattan-eyjuna. Þannig er t.d. hægt
að fá gott húsnæði á viðráðanlegu
verði á stöðum í um klukkustundar
lestarferð frá miðborginni, en lang-
flestir íslenskir námsmenn kjósa
fremur að vera á Manhattan. Slíkar
vistarverur ögra margar íslensku
fegurðarskyni og sumar íbúðirnar
eiga meira sameiginlegt með ís-
lenskum bílskúrum en híbýlum ætl-
uðum fólki.
Öll börn eiga rétt á ókeypis skóla-
göngu í fylkisskólum, en einnig eru
margir misdýrir einkaskólar til stað-
ar fyrir þá, sem efni hafa á þeim.
Þeir heppnu eru í bekkjardeildum
með 10—15 krökkum, en sums stað-
ar eru allt að 40 börn í bekk. Skóla-
dagurinn er frá 8 til 15 eða 16 á dag-
inn og fá nemendurnir heita máltíð
í hádeginu.
Bæði námsmenn og makar þeirra
vinna gjarnan „svarta" vinnu í New
York svo endar nái saman. Þetta
getur verið byggingarvinna, máln-
ingarvinna utanhúss og innan, störf
á börum og i eldhúsum á veitinga-
stöðum, svo eitthvað sé nefnt. Laun-
in eru ekki jafnléleg og ætla mætti.
Þegar hart er í ári lifa námsmenn
í New York á pasta, núðlum, kjúkl-
ingum og öðru alþjóðlegu fátækra-
fæði. Annars er alls ekki dýrt að
kaupa í matinn, a.m.k. í augum
þeirra sem verslað hafa á Islandi.
Námsmenn verða að kaupa sér
tryggingu, ef þeir vilja ekki eiga á
hættu að greiða úr eigin vasa hina
rándýru bandarísku læknis- og
sjúkrahússþjónustu. Dagur á spítala