Helgarpósturinn - 13.08.1987, Page 16
„Þaö er ekki alueg ákueðiö huaö
margir skipa grúppuna," segja þeir
félagar grínagtuglega, „en uið erum
eitthuaö á bilinu sjö til tíu. Helsta
uafaatriöiö huaö fjöldann snertir er
Cuömundur Þorsteinsson prentari.
Hann hefur aldrei samiö lag, suo uiö
uitum, kann ekki á hljóöfœri eins og
allir uita og er ónýtur á suiöi, en
maöurinn er prentari og þaö er
meira en nokkur hljómsueitarmeö-
limur getur státaö af. Þess uegna er
hann eiginlega meö...“
Þetta getur verið dæmigert upp-
haf að viðtali við Skriðjökla, akur-
eyrsku drengina sem fyrir fjórum
árum langaði svo mikið að komast
frítt inn á Atlavíkurhátíðina að þeir
skráðu sig í hljómsveitakeppnina,
unnu — og urðu svo aðalnúmer
sömu samkundu í sumar. Svona ger-
ast hlutirnir í poppbransanum; fljótt
og fyrir tilviljun.
Ég tala við þrjá jöklanna fáum
náttum fyrir Atlavík '87 og einn
þeirra, rauðhærður, bassinn í band-
inu, heldur því fram að hinir tveir
sem fá að fljóta með í viðtalið séu
leiðinlegri en hann og því beri mér
að snúa skemmtilegustu spurning-
unum til sín. Þetta er Jón Haukur, en
þeir óskemmtilegri Ragnar rót
söngvari og Jakob Jónsson sólógít-
aristi. Omættir eru þetta hádegi í
hljóðveri Skriðjökla við ósa Glerár
þeir Koibeinn Gíslason gítar, Rggert
Benjamíns trommur, Jóhann Olafur
hljómborð, Bjarni Bjarnason dans
og þrjú þessi vafaatriði sem áðan
gat; Guðmundur prentari Þorsteins-
son, Björn bland og Logi Már sem
fyrir utan að hafa dansað með band-
inu um nokkurt skeið laumar að því
stöku lagi og texta.
EKKERT EINKALÍF
LENGUR
Jón Haukur segir að þetta hafi
aldrei átt að fara svona, „hann
meinar", bendir Ragnar á, „að við
stefndum aldrei að þessum gasalegu
vinsældum sem helltust fljótt yfir
okkur..."
„Upprunalega," segir Jón Haukur
og spennir greipar landsföðurlega,
„átti þetta bara að vera gott partí —
og þetta var það reyndar lengi vel.
Það neitar þvi enginn. En svo, eins
og Ragnar segir, vildi fólkið meira,
miklu meira..."
„Já, maður átti ekkert einkalíf
lengur," skýtur Ragnar að. „Æ, eig-
um við að vera alveg svona drjúgir
í þessu viðtali," skýtur Jakob á móti
og jafnframt að þeir drengir séu svo-
lítið að reyna að draga úr drýgind-
Sérstaða Skriðjöklanna á sviði felst í
sérstökum dansara, Bjarna Bjarnasyni,
sem þarna stígur sporið við ónefnda
stúlku. Ragnar „Sót" Gunnarsson,
forsöngvari jöklanna, í baksýn.
unum, montinu sem mörgum hafi
þótt vera komið nóg af...
„Mér finnst agalegt að heyra þetta
í ykkur," segir Ragnar sem gefur sig
ekki, „þetta er hrein afturför. Það er
okkur fátt eins mikilvægt og sýna af
okkur þessi ógeðslegu drýgindi sem
við erum kunnir af.“
— Þú átt uiö aö mont sé nauösyn-
legt í þessum bransa, Ragnar?
„Það er aðalatriðið," og Jakob
bætir við: „Númer eitt er kannski að
vera drjúgir við aðrar hljómsveitir.
Það er möst og má alls ekki klikka."
— Huernig þá?
„Ljúga nógu grimmilega tii um
aðsókn og stemmningu að ekki sé
minnst á hvað mikið er haft upp úr
krafsinu. Það er nefnilega staðreynd
að það er hægt að komast ákaflega
langt í þessum bransa á lyginni einni
saman," segir Jakob og Ragnar
botnar: „Já, það er alveg lygilegt."
— Heiöarleikinn er þá ekki inni í
myndinni?
„Tja... varla, og þó — ekki erum
við óþokkar, ekki gegnheil ill-
menni," svarar Jakob. Jón Haukur:
„En láttu það samt koma fram að
okkur er illa við aðrar hljómsveitir."
ALDREI BILAÐ MÓRALL
Eins og þeir þekkja sem farið hafa
á dansiball með Skriðjöklum er
gjarnan vafamál hvoru megin sviðs-
ins stuðið er meira og oft með ólík-
indum hvað hljóðfæraleikararnir
'leggja á sig til að koma gestum sín-
um í gott skap. Ég spyr að þessu ein-
kenni í starfsemi grúppunnar og
hvort það sé meðvitað. Þeir horfa
hver á annan um stund, næstum al-
varlegir, en svo springur Ragnar:
„Ja, ég er að þessu ánægjunnar
vegna. Ég er farsæll í starfi," og þá
springa hinir, en svo þetta frá Jóni
Hauki:
„Þetta samstarf okkar hefur í
rauninni verið svo skemmtilegt og
áfallalaust að við höfum oft velt því
fyrir okkur hvort ekki sé eitthvað
að. Við höfum haldið hópinn í þrjú
ár og hist næstum alla daga — og
tekið tarnir sem jafnvel skipta sólar-
hringum. Það breytir því ekki að
þegar einn okkar langar í bíó förum
við svo gott sem allir með."
„Samheldnin er einstök," segir
Ragnar. „Það hefur bara ekki bilað
mórall. Til dæmis í sumar, en það
hefur verið það erfiðasta hingað til
með þrotlausri vinnu frá morgni til
kvölds, hefur ekki svo mikið sem
styggðaryrði farið milli manna."
Bandið hefur verið að koma sér
fyrir í eigin stúdíói á síðustu mán-
uðum, sem hefur meðal annars
kostað þá miklu vinnu sem að ofan
getur. Þetta er fyrirmyndar hljóðver
í eigu Skriðjökla hf. (sem er firma
sem stöðugt færir út kvíarnar; ég
tók m.a.s. eftir auglýsingaskilti frá
því á fótboltavelli bæjarins innan
um Kea og K. Jónsson). í þessu veðri
tóku þeir upp nýjustu plötu sína, Er
Indriöi mikiö erlendis, sem inni-
heldur næstum tug frumsaminna
laga eftir meðlimi, en þeir geta líka
státað af því að hafa leigt sjálfum
Stuðmönnum vistarverurnar til
vinnslu á nokkrum hluta af þeirra
plötu, Á gœsaueiöum. Væntaniegar
vikur fara svo í upptökur á næstu
breiðskífu Skriðjökla sem þeir áætla
að senda frá sér fyrir jól, en efnið á
hana er nú að brjótast um í kollinum
á þeim. Það verður fimmta hljóm-
skífa jöklanna ef allt er talið.
ALVEG SKRUGGUGÓÐIR
„Þetta stúdíó okkar er, getum við
sagt, einn liðurinn í að gera Skrið-
jökla að langstærsta poppnúmerinu
á íslandi," segir Jón Haukur á svip-
inn eins og hann meini þetta. „Þetta
er ekkert glens í drengnum," áréttar
Ragnar. „Það verður til dæmis ekki
hrakið að við erum komnir með
langfullkomnustu græjurnar sem
nokkur starfandi hljómsveit á land-
inu getur státað af...“
— Og þetta er ekki glens?
„Glens! Ég skal standa við þessi
orð mín hvar sem er og hvenær sem
er“, segir Ragnar dimmri röddu og
setur á loft fingur í átt að blaða-
manni, máli sínu til stuðnings. En
hæfileikarnir, hrýtur af mínum vör-
um?
„Við erum að verða alveg
skruggugóðir," eru þeir nokkuð
sammála um, og ég spyr þá næst
hvernig þeim finnist grúppan hafa
þróast — og ég gerist faglegur —
svona tónlistarlega séð.
„í fyrstu var þetta hreinn og beinn
fíflagangur í okkur og svo gott sem
innantóm gauralæti, en þetta hefur
alltaf verið að koma núna á allra síð-
ustu misserum hvað tónlistina varð-
ar. Þar er stúdíóinu sérstaklega fyrir
að þakka. Það er engin spurning að
langbesta æfing sem nokkur hljóm-
sveit getur fengið er að vinna í
hljóðveri. Þetta er allt að smella
saman hjá okkur núna," segir Jón
Haukur.
Hann bætir því við nokkru seinna
þegar talinu er fram haldið um
músíkþróun að óneitanlega séu þeir
búnir að skapa sér ákveðinn stíl
þrátt fyrir þá fjölbreytni sem ein-
leftir Sigmund Erni Rúnarsson
kennir lagaval þeirra á plötum, tón-
leikum og dansleikjum. Og ég spyr
um þennan stíl, hver hann sé — og
spurningin eins og lyftir þremenn-
ingunum í sætinu. Þeir vilja allir
svara þessu, en eiga í erfiðleikum.
Loks kveður Jón Haukur upp úr
með það að mjög erfitt sé að lýsa
þessum stíl með orðum, honum sé
miklu betur... „Blessaður vertu,
þetta er bara rokk," hreytir Ragnar
út úr gullbarkanum, „en ég held",
segir söngvarinn áfram, „að það sé
frekar erfitt að bera okkur saman
við aðrar hljómsveitir. Það hefur
enda lítið verið gert af því. Jú, að-
eins við Stuðmenn til að byrja með
— og svo var smávegis fariö út fyrir
landsteinana og við bornir saman
við Madness..."
„Þú meinar Madness bornir sam-
an við okkur," segir Jón Haukur og
finnst ekkert koma til svona saman-
burðarfræða.
GEÐVEIKISLEG
STEMMNING
Ég vík talinu að áheyrendum, til
dæmis fólkinu á böllunum. Þeir eru
sammála um að það sé misjafnt eftir
landshlutum hvernig stemmning
næst upp á dansleikjunum þeirra.
Og enn eru þeir sammála þegar sá
hluti lands er tekinn út úr sem þeir
telja bestan í þessu tilliti. Það eru
Austfirðir. Ragnar segir: „Það er al-
veg merkilegt að koma út á svæðið
fyrir utan dansstaðina á Austfjörð-
um samanborið við aðra staði. Þar
heldur stuðið einfaldlega áfram og
menn eru þetta að melta með sér
hver eigi að halda partí og hvar séu
mestar líkur á fjöri framundir morg-
un. Fólk skemmtir sér svo fallega
þarna. í öðrum landshlutum liggur
vanalega allt í slagsmálum um þetta
leyti nætur og fleiri en einn löggu-
bíll mættur á svæðið. Nei, Austfirð-
ingar skemmta sér bara, nenna ekki
að slást, enda elskir að hver öðrum,
bokkuna í botn.“
— Huaöa takmark setjiöi ykkur á
sueitaböllunum?
„Að koma öllum í stuð og meira
til; skapa geðveikislega stemmn-
ingu, það er málið. Við höfum aldrei
klikkað á stuði. Það hefur bara einu
sinni verið mjög fátt hjá okkur, en
það gilti einu, stemmningin var and-
lega vanheil — æðisleg."
— Huernig kunniöi uiö þetta fólk
sem mœtir á böllin ykkar?
„Þetta er yfirleitt gott fólk,“ segir
Ragnar yfirvegað, „vandað og vel
stillt inn á gleðina."
— Leggiöi mikiö upp úr nálœgö
uiö fólkiö?
„Já, það er algjört möst," slettir
Jakob. „í okkar huga er ekkert at-
hugavert við það þó fólkið komi upp
á sviðið til okkar og taki með okkur
lagið, það er engum bannað. Við lít-
um svo á að við séum að skemmta
okkur meö fólkinu en ekki fyrir það.
Þar er nokkur munur á.“ Það er þag-
að nokkra stund að þessum orðum
sögðum — og þeir drengir dást að
svari sínu.
OFT FYLLRI EN
GESTIRNIR
Þeir jöklar eru því næst spurðir
hvernig þeim líki sú tilætlunarsemi
fólks, sem óneitanlega er farið að
gæta, að þeir eigi að vera fyndnir og
haga sér fíflalega?
„Við höfum í sjálfu sér ekkert við
þetta að athuga. Okkur líkar ágæt:
lega við okkur eins og við erum. I
sjálfu sér erum við ekkert að reyna
að vera fyndnir, óvart og ómeðvitað
er þetta bara svona, eða kemur
svona út. Ég meina,“ segir Jakob,
„það er í sjálfu sér fyndið að sjá
nokkra menn uppi á sviði dilla sér í
takt — eða úr takti — við spil og
söng. Þetta er fíflalegt framferði
hvernig sem á það er litið, það er að
segja, í sjálfu sér.“
— Finnst ykkur þiö aldrei hafa
gengiö of langt?
„Ef eitthvað er, þá í drykkjunni.
Gestunum okkar fannst á tímabili
sem við værum orðnir helsti frekir
til vínsins — og við höfum reynt að
bæta það mál nokkuð síðar," bendir
Ragnar á, en segir áfram: „Upphaf-
lega þegar þetta var að fara allt af
stað var það alltaf markmiðið með
böllunum hjá okkur að komast á
fyllerí. Við settum okkur oft það tak-
mark að verða fyllstu menn í hús-
inu," játar Ragnar og Jakob skriftar
betur: „Stundum náðist það tak-
mark líka.“ Þeir segja svo að síðan
þegar þeir hafi verið farnir að sjá
troðfulla sali trekk í trekk hafi þeir
svolítið farið að hugsa málin og séð
að þeir þyrftu að geta eitthvað líka
ef almennileg framtíð ætti að vera í
þessu hjá þeim. Þeir heyrðu jafnvel
raddir þess efnis að bandið væri
slappt og spilaði léleg lög illa...
— Fór þá kannski suo aö þiö spiluö-
uö ball edrú?
„Ja, næstum því og til dæmis í
dag, þá erum við mjög samstiga
fólkinu úti á gólfinu í drykkju og ef
eitthvað er, töluvert á eftir."
ÚR TREHOLT I
WALDHEIM
— Er mikiö atriöi aö djúsa meö?
„Það er ekki hægt að skemmta
drukknu fólki og vera edrú sjálfur.
Þetta er einfaldlega staðreynd,"
svarar Jakob skorinort. Ragnar
næst: „Ég verð að segja fyrir mig að
ég hef prófað tvisvar sinnum að
vera edrú á balli — og þá meina ég
gjörsamlega vínlaus — það var
hryllingur.” Jón Haukur kemst að:
„Eg get að vísu alveg spilað edrú, en
það er bara skapið; skemmtilegustu
menn í augum ölvaðs manns fara
alveg geðveikislega í taugarnar á
manni edrú.“
En þeir segjast hafa snarminnkað
drykkjuna, byrja ekki ball lengur
drukknir og láta ekki sjást vín á
sviðinu, betri menn með betri
músík, bara svolítið mjúkir. Heim-
ferðin að balli loknu, um borð í
Benz-bifreiðinni Kurt Waldheim, er
ekki eins erfið til höfuðsins og hún
var áður um borð í Arne Treholt,
rússajeppanum sem flutti jöklana á
fyrstu árunum milli staða.
Þeir klikka ekki á stuðinu fyrir
bragðið. cr-o
Jakob Jónsson, sérlegur sólógítarleikari, og Jón Haukur Brynjólfsson, bassaleikari og helsti textagerðarmaður sveit-
arinnar.
16 HELGARPÓSTURINN