Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 19

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 19
uppákomur til dæmis á þinginu. Hann flokkast ekki undir það.“ Gudmundur fœrist undan þvt að svara hvaða þingmenn flokkast undir þann hóp, en hann segir að sér líki ekki þau vinnu- brögd. Steingrími tókst ekki að fá stól forsœtisráð- herra í nýju ríkisstjórninni. „Við framsóknarmenn gáfum út þá yfirlýsingu að við vildum alls ekki fá Jón Baldvin sem for- sætisráðherra. Ég viðurkenni fúslega að það var ekki klókur pólitískur leikur því með þessari yfirlýsingu útilokuðum við jafnframt Steingrím, og þar við sat. Að sjálfsögðu töldum við Stein- grim hæfastan til að gegna forsætisráðherra- starfinu og svo var reyndar um miklu fleiri en okkur framsóknarmenn." í GÓÐU JAFNVÆGI Guðmundur hefur ekki setið lengi í nýja embœttinu sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra en hann segir að sér lítist vel á það þó það muni sjálfsagt verða erfitt. „Hér kem ég að mjög stóru ráðuneyti. Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytið er eitt út- gjaldamesta ráðuneytið og eftir að hafa verið hér í skamman tíma kemst maður að raun um að það er ekki mjög auðvelt að spara á þessum vettvangi. Helst vildi ég vinna hér að forvarn- arstarfi, bættri þjónustu fyrir aldraða og barátt- unni gegn fíkniefnum. Auk þessa eru byggða- stefna og valddreifing mér hugleikin og því vil ég halda áfram þeirri uppbyggingu að færa heil- brigðisþjónustuna eins mikið og hægt er út á land." Hann hefur greinilega gaman af starfinu og erlinum sem því fylgir. Ég spyr hann hvort hann sé alltaf rólegur. „Ég er yfirleitt ekki „stressaður" og ég held að ég sé í þokkalega góðu jafnvægi. Auðvitað get ég skipt skapi, það kemur fyrir, en ekki oft. Ég sef vel og man aldrei drauma jafnvel þó mig kunni að hafa dreymt eitthvað." Heldurðu að þú endist lengi í pólitíkinni? „Ég hef mjög gaman af þessu en ég vona að ég muni þekkja minn vitjunartíma, en telji mig ekki ómissandi. Svipað gerist oft hjá íþrótta- mönnum og stjórnmálamönnum að þeir vilja ekki gefast upp eða játa ósigur sinn. En stað- reyndin er þó engu síður sú að menn mega ekki vera of lengi og tíminn og tíðarandinn krefjast endurnýjunar og breytinga á þessu sviði sem öðrum.“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.