Helgarpósturinn - 13.08.1987, Qupperneq 21
HP spáir í þá
sem líklegast er aö verði
bronsaöir í náinni framtíð
Geir Hallgrímsson. Maðurinn með
arnarnefið, pólitíkusinn sem sestur er
á helgan stein Seðlabankans — stytta
rís á Keflavíkurflugvelli.
Ragnar Halldórsson.
Vegleg álstytta
rís í Straumsvík.
"O
c
3
E
xo
D
O
2
*iZ
xO
VERÐUM
STYTTUMIM!
Davíð Scheving Thorsteinsson iönrek-
andi með meiru. Hann verður reistur á
stórri Svalafernu, en þá er ekki öll sag-
an sögð (sjá Jón Pál Sigmarsson).
Fólk veröur náttúrulega að gera
eitthvað afskaplega merkilegt til
að verða ,,bronsað“ — eða vera
eitthvað mikilvœgt, hafa sagt eitt-
hvað af viti, kannski ort stuðlaðar
vísur vel yfir meðaltali í magni
talið og að gœðum. Pegar sumt
fólk er nefnt á nafn eru það fyrstu
að segja sem
herra. Senn kemur að því að Hvalfjarð-
arhreppur láti bronsa Halldór við
ESSO-sjoppuna ef ekki við sjálfa hval-
stööina í Hvalfirði.
Jón Páll Sigmarsson, sterkasti maður
alheims. Stytta rís af honum á lóð Sól-
ar hf. í Þverholti, þar sem hann jafn-
hattar styttuna af Davíð Scheving á
Svalafernunni.
svo: „Parna er á ferð gott styttu-
efni — hvers vegna hefur viðkom-
andi ekki verið bronsaður fyrr?"
í flóði framtíðarstyttanna verður
af nógu að taka, því á íslandi eru
og hafa verið óhemjumargir
merkismenn og -konur. Við flýtum
okkur að bæta kvenkyninu við,
því stytta af konu er enn óþekkt
fyrirbæri hér í borginni, nema þá
sem puðandi og gjörsamlega
óþekktir vatnsberar. En nú eru
runnir upp tímar jafnréttisins a la
Jóhanna Sigurðardóttir og því
verða hagsýnar húsmæður
vonandi bronsaðar villt og galið út
um holt og hæðir.
Sumt fólk er dæmt tii að verða
bronsað. Forsetarnir okkar verða
bronsaðir og ekki úr vegi að
Vigdís ríði á vað kvenna — ásamt
með Ragnhildi Helgadóttur og
Auði Auðuns, fyrsta kvenráð-
herranum. Það þarf ekki að deila
um það, að þorskastríðshetjurnar
verði bronsaðar, allar með tölu, og
fyrstur væntanlega Guðmundur
Kjœrnested —■ við verðum að hafa
okkar stríðshetjur eins og siðuðum
þjóðfélögum sæmir. Nú þegar
Mosfellssveit er orðinn að kaup-
stað eru síðustu forvöð fyrir borg-
ina að verða á undan og koma
fyrir bronsstyttu af Halldóri
Laxness á einhverjum góðum stað
og Pórbergur Þórðarson er sjálf-
sagður í porti gamla miðbæjar-
skólans. Hér höfum við nefnt fólk
sem er svo sjálfsagt í styttuformi
að tekur vart tali. Eins er það með
„óþekkta" þennan og hinn.
Vitaskuld verður fulltrúi atvinnu-
veganna bronsaður nafnlaus og
glæsilegur. Miðað við stöðu mála
nú og eftir því sem efni standa til
spáum við því að fulltrúi atvinnu-
veganna verði „óþekkti tölvufrœð-
ingurinn".
Það verður náttúrulega erfitt í
fyrstu að uppfylla kvennakvótann
og rétt að konur slái ekki slöku
við að fremja hetjudáðir svo ekki
skapist vandræði af. Óhætt er að
hefja þegar vinnu við styttu af
alheimsfegurðardrottningu okkar,
Hólmfríði Karlsdóttur, og koma
henni (styttunni) fyrir á lóð Út-
flutningsráðs við Lágmúla. Fleiri
kvenskörungar koma fljótlega upp
í hugann, eins og söngdúettinn
Árni Johnsen. Hinn fallni þingmaður
sér styttu sína rísa einmanalega í
Bjarnarey...
Pálmi Jónsson Hagkaupsmógúll. Að
sjálfsögðu rís stytta af honum (Kringl-
unni, með pálmann í höndunum.
Guðrún A. Símonar og Þuríður
Páls, María Markan og rithöfund-
arnir Guðrún frá Lundi og Svava
Jakobs. Nóg er aftur á móti af
sjálfsögðum kandídötum af karl-
kyni. Nánast hver einasti stjórn-
málamaður gerir kraftaverk á
hverjum degi og eru einna efst á
|baugi Steingrímur Hermannsson,
jsem verður bronsaður í sundskýlu
'við sundlaugarbakka, Halldór
Ásgrímsson við hvalstöðina í
Hvalfirði og Geir Hallgrímsson á
Keflavíkurflugvelli. Ásmundur
Stefánsson hlýtur þau örlög að
verða bronsaður í Garðastræti.
Senn líður að því að styttan af
Ingólfi Arnarsyni verði tekin*niður
og flutt í Arbæjarsafnið, en í stað-
inn rís stytta af Jóhannesi Nordal
Seðlabankastjóra. Gömlu stjórn-
málarefirnir hljóta bráðum að fara
að sjást; Gylfi Þ. Gylfason með
handritin á háskólalóðinni, Lúðvík
Jósefsson með gleraugun góðu í
annarri hendinni en lax í hinni.
Albert Guðmundsson er dæmdur
tii að rísa einhvers staðar með
„litla manninn" sér við hlið líkt og
séra Friðrik Friðriksson. Albert rís
að sjálfsögðu við hlið huldusteins-
ins við Valhöll, en væntanleg risa-
stytta af Davíð Oddssyni mun rísa
í Oskjuhlíðinni og snúast í hringi
með veitingahús í úfnum koil-
inum. Á þessu leikur enginn vafi
og undirbúningsvinna þegar hafin.
Þar innan dyra mun rísa stytta af
tónskáidinu Sigfúsi Halldórssyni í
flugulíki.
Fyrir framan skattstofuna í
Reykjavík mun rísa vegleg stytta
af skattakónginum Porvaldi
Guðmundssyni í Síld og Fisk, en
stytta af fyrrverandi skattakóngi,
Pálma Jónssyni, rís brátt í nýju
Kringlunni — þar er reyndar fyrir
sjö metra hátt pálmairé. Og í til-
efni heimsmælikvarðaárangurs
skákmanna mun stytta af Friðrik
Ólafssyni ríða á það vað. En á lóð
Sólar hf. við Þverholt mun rísa
einhver glæsilegasta stytta bæjar-
ins, stytta af Jótii Páli Sigmarssyni
þar sem hann lyftir vinnuveitanda
sínum, Davíð Scheving Thorsteins-
syni, upp úr meðalmennskunni.
Ragnar Halldórsson í ÍSAL verður
hins vegar aldrei bronsaður —
heldur álaður suður í Straumsvík.
20 HELGARPÓSTURINN
Davíð Oddsson borgarstjóri. Þegar eru
uppi hugmyndir um að stytta af hon-
um rísi í Tjörninni út af nýja ráðhúsinu,
en sjálfur mun hann samkvæmt óá-
reiðanlegum heimildum hafa haft orð
á því að risastór stytta rísi í Öskjuhlíð-
inni með veitingahúsi í hárinu.
Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndamóg-
úll. Deilt er um hvort styttan af honum
eigi að rísa við náttúruspjöllin hjá
Geysi eða náttúruspjöllin við Gullfoss
— já, eða þá í Svíþjóð.
Albert Guðmundsson, hinn fallni ráð-
herra og (loksins) formaður stjórn-
málaflokks. Ef hann rís ekki á lóð Val-
hallar hjá huldusteininum, þá rís hann
í anddyri Hótels Borgar og meira en
það — hann verður með litla manninn
með sér, svipað og séra Friðrik
Friðriksson.
ÁsmundurStefánsson. Hans stytta lít-
ur dagsins Ijós í Garðastræti.
Jóhannes Nordal Seðlabankastjóri.
Ingólfur Arnarson verður tekinn niður
og settur á Árbæjarsafnið — Jóhann-
es leysir hann af.
Halldór H. Jónsson, stjórnakóngur (s-
lands. Framleiddar verða fjölmargar
styttur af honum og reistar við hvert
einasta af þeim mörgu fyrirtækjum
sem hann hefur átt aðild aö. Þær veg-
legustu verða við álverið, Eimskipafé-
lagið og ísl. aðalverktaka.
Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri.
Styttan rís við endurvarpsstöð Pósts
og síma í Skálafelli.
Friðrik Ólafsson skákmeistari og þing-
stjóri. Kominn tími til að skákmenn fái
styttu og auðvitað verður Friðrik að'
vera fyrstur. Ýmislegt kemur til greina,
t.d. að hún rísi við Sjómannaskólann,
þar sem hann tefld i við Larsen á sínum
tíma.
Hólmfríður Karlsdóttir alheimsfegurð-
ardrottning. Ekki öfundsvert né auð-
velt listamanni að ná fegurðinni, en
stytta kemur og rís á lóð Útflutnings-
ráðs við Lágmúla.
Ómar Ragnarsson sjónvarpsstjarna
og grínari. Hugmyndin er að reisa
styttu af honum á landi Uppsala, en
sumir vilja hafa hana við Reykjavíkur-
flugvöll og enn fremur hefur Esjan ver-
ið nefnd á nafn.
8
ÖLL INNLEND OG ERLEND BANKAVIÐSKIPTI. LAUNAREIKNINGUR MEÐ BANKAKORTI.
HRAÐBANKI. FERÐATRYGGING. VISA GREIÐSLUKORT. SKULDAVÁTRYGGING. SÍMI: 689600.
HELGARPÓSTURINN 21