Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 26

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 26
Og Gullfoss, Geysir Ásmundarsafn: Dæmi um abstraktlist Ásmundar Sveinssonar myndir Jim Smart. íslenskir listamenn Ásgrímssafn: Flótti und- an eldgosi er eitt verk- anna á sumarsýningunni. verkum og í safninu er að finna mik- inn fjölda verka sem ólík eru inn- byrðis. Höggmyndirnar og skúlptúr- arnir eru til sýnis bæði í húsinu sjálfu, þar sem listamaðurinn bjó, svo og í skemmunni bak við það. Einnig eru höggmyndir í garðinum og eru sumar þeirra notaðar sem klifurgrind af börnunum. Á Kjarvalsstöðum eru sýningar- salir Reykjavíkurborgar og þar geymir hún safnið sitt. Það er þó ekki til sýnis stöðugt heldur eru haldnar þar ýmiss konar sýningar árið um kring. Einu sinni á ári er þó sett upp Kjarvalssýning og stendur ein slík yfir þessa dagana. Verkin á þessari sýningu hafa fæst verið sýnd opinberlega áður. Mikið er um teikningar og eru þær misvel farnar eftir að hafa verið í geymslu í mörg ár. Nokkrar eru rifr.ar bak við glerið og horn og fleiri búta vantar á sum- ar. En aðdáendur Kjarvals ættu ekki að missa af þessari sýningu. Fyrstu söfnin þrjú eru mest sótt af erlendum ferðamönnum á sumrin og skólafólki á veturna. Það virðist eins og íslendingum finnist þetta vera of nálægt sér til að það sé gam- an að fara þangað, það er helst þeg- ar við fáum útlendinga í heimsókn að okkur finnst nauðsyn að sýna þeim að við séum ekki einhverjir eskimóar og förum að sýna þeim verk frægustu listamannanna svo og Gullfoss, Geysi og Heklu. Og Kjarvalsstaðir eru undantekningin sem sannar regluna en þar er líka alltaf verið að skipta um sýningar. Kjarval: Guðmundur Sveinsson. Kolateikning. Listasafn Einars Jónssonar, Ás- mundarsafn, Asgrímssafn og Kjar- valsstaöir eiga þad sameiginlegt ad bera nöfn fjögurra af frœgustu lista- mönnum Islands en fátt er annad sameiginlegt. Ásgrímssafn er í Bergstaðastræt- inu og þar eru verk Ásgríms Jóns- sonar sýnd. Verkum er skipt út þrisvar á ári, á sumrin, á veturna og svo eru settar upp skólasýningar. Þar eru teikningar úr þjóðsögunum í hávegum hafðar. Safnið er lítið og lætur lítið yfir sér. Þar er einnig til sýnis sá hluti hússins sem listamað- urinn bjó í og bækur hans, málara- dót og fleira. Ásgrímur ánafnaði ís- lensku þjóðinni listaverk sín og einnig húsið í Bergstaðastrætinu og eiga myndirnar að vera í húsinu þangað til byggt verður listasafn sem getur tekið við myndunum. Listasafn Einars Jónssonar er við Njarðargötuna þar sem listamaður- inn reisti sér hús. Hann gerði sem Ásgrímur og gaf þjóðinni ævistarf sitt svo og húsið sem hann reisti yfir verkin sín. Nú er talsvert af verkum listamannsins til sýnis úti í garðin- um í kringum húsið en frummynd- irnar, sem gerðar voru í gifs, geymd- ar inni. Verið er að vinna í því að gera afsteypur af höggmyndum Ein- ars og stefnan er að sem flestar þeirra verði til sýnis í garðinum. Asmundarsafn í Sigtúninu hefur að geyma verk Ásmundar Sveins- sonar myndhöggvara. Hann arf- leiddi borgina að eignum sínum og 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.