Helgarpósturinn - 13.08.1987, Blaðsíða 30
INNLEND YFIRSYN
eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur
Enn á ný hafa hræringar orðið á íslenskum
tímaritamarkaði. Tímaritakóngurinn Magn-
ús Hreggvidsson, sem fyrir fimm árum var
óþekkt nafn innan blaðaheimsins, virðist
vera að yfirtaka samkeppnisaðila sína með
kaupum á útgáfu blaða þeirra. Maður sem
sagði í útvarpsviðtali að hann gæti varla
skrifað meira en nafnið sitt er skyndilega að
nálgast einræðisherrahlutverkið í tímarita-
heiminum.
Baráttan um tímaritin hefur farið harðn-
andi á síðustu árum. Meðan Island var á
æskuskeiði sínu í tímaritaútgáfu var gaman
að lesa tímarit. Dagar Fálkans og Vikunnar
eru góðir lestrardagar í endurminningunni.
Þá var baráttan um auglýsingarnar ekki orð-
in eins hörð og hún er nú og þar af leiðandi
buðu þessu blöð upp á frjórra og betra efni
en tímarit nútímans, sem oft á tíðum ein-
kennast um of af auglýsingatengdu efni.
Auglýsendur sjá sér leik á borði og neita að
auglýsa í viðkomandi tímaritum nema fá sér-
staka umfjöllun um það fyrirtæki sem verið
er að auglýsa hverju sinni. Þetta geta auglýs-
endur leyft sér á auðveldan hátt. Hver aug-
lýsing sem dettur út úr litgreindu tímariti á
glanspappír felur í sér svo mikla fjármuni að
útgefendur telja sig ekki geta misst af henni.
Auðvitað er það engin blaðamennska sem
býður upp á lestur um efni sem hver maður
á að geta lesið um á umbúðum viðkomandi
vöru. Það samræmist heldur ekki siðaregl-
um blaðamanna að skrifa um efni sam-
kvæmt beiðni auglýsingadeildar. Það er
sölumennska en ekki blaðamennska.
Þegar Magnús Hreggviðsson keypti út-
gáfufélagið Fjölni í apríl síðastliðnum fékk
hann í sínar hendur eitt helsta samkeppnisrit
tískublaðsins Nýs lífs, tímaritið Mannlíf, sem
fram að þeim tíma hafði verið auglýst sem
metsölutímaritið Mannlíf. Skömmu eftir
kaupin spurðist hins vegar út að Mannlíf
hefði að engu leyti verið meira metsölutíma-
rit en Nýtt líf, þetta hefði verið enn eitt aug-
lýsingabragðið. Spurningin er hvort þetta er
auglýsingatrikk hjá Magnúsi! En hver á að
staðfesta upplag þessara blaða? Frjálst fram-
tak hefur neitað að taka þátt í upplagseftirliti
Verslunarráðs Islands og í fyrrnefndu út-
Tímaritið Gestgjafinn keypt af
Frjálsu framtaki h.f. Fyrir
fjórum mánudum keypti FF
einnig útgáfufyrirtœkiö Fjölni,
einn skϚasta keppinaut sinn.
Að sögn Magnúsar Hreggviðs-
sonar stjórnarformanns Frjáls
framtaks er samkeppni nauð-
synleg. En nú virðist stefna í
einokun.
Samkeppnin fyrir bí?
varpsviðtali bar Magnús Hreggviðsson því
við að tímarit sem hann gæfi út væru sérrit
og því á engan hátt hægt að bera saman upp-
lag Fiskifrétta, sem margir sem tengjast sjáv-
arútvegi á einhvern hátt kaupa, eða upplag
Morgunblaðsins, sem væri níu sinnum út-
breiddara og ætla mætti að flestir lands-
menn læsu. I fljótu bragði virðist þessi út-
skýring eiga fullan rétt á sér.
En er það svo? Hvernig eiga auglýsendur
að geta treyst því að svo og svo margir lesi
blaðið sem þeir auglýsa í? Sumum útgefend-
um finnst engan varða um hversu mörg tölu-
blöð seljast af blöðum þeirra. Þeim finnst
heldur engum koma við í hversu mörgum
eintökum blöðin eru prentuð. Þar liggja mis-
tökin. Hver heilvita maður getur séð að
tímarit, sem prentuð eru á fokdýran glans-
pappír, meira og minna litgreind, eru prent-
uð í því upplagi sem næst kemst sölu tíma-
ritsins. Það ímyndar sér enginn að tímarita-
útgefendur prenti 20—40% meira upplag en
þeir vita að geti selst. Til þess liggur alltof
mikið fjármagn í útgáfu hvers blaðs. í fyrra-
dag gerðust svo þau tíðindi að Frjálst fram-
tak keypti tímaritið Gestgjafann, annað
tímaritið af tveimur sem hafa tekið þátt í eft-
irlitinu.
Hér má bæta við að HP var með i upplags-
eftirliti um tíma, en tvennt var sem einkum
olli því að blaðið dró sig úr eftirlitinu eftir
tæplega árs tilraun. í fyrsta lagi varð ljóst að
sú viðskiptavild gagnvart blaðinu af hálfu
auglýsingastofa, sem lofað hafði verið, varð
í raun engin og í öðru lagi vildi HP ekki sætta
sig við að valdastofnun í þjóðfélaginu eins og
Verslunarráð íslands er gerði þá kröfu að
hafa aðgang að öllum bókhaldsgögnum fyr-
irtækisins. Ofan á þetta bættist að Verslunar-
ráð var lengi að vinna úr gögnum og þær töl-
ur um upplag sem þeir birtu því orðnar úrelt-
ar þegar upplýsingar um þær birtust al-
menningi.
í nýjasta hefti Gestgjafans gefa ritstjórarnir
og þáverandi útgefendur, Elín Káradóttir og
Hilmar B. Jónsson, skýringu á því að dróst að
koma blaðinu út. Þau nefna að til þess að
gefa út tímarit þurfi ákveðið magn auglýs-
inga, og hefðu þau talið að róðurinn ætti að
vera orðinn léttur eftir tæp sjö ár á markað-
inum. Sú varð ekki raunin. Ritstjórarnir velta
fyrir sér hvers vegna Samband íslenskra aug-
lýsingastofa, SÍA, beinir ekki viðskiptum sín-
um meira til þeirra tímarita sem þora að taka
þátt í upplagseftirlitinu, fremur en að treysta
á tímaritaupplag sem enginn hefur getað
fengið staðfest. Þetta er auðvitað réttilega
athugað hjá ritstjórum Gestgjafans, en í
rauninni hafa þau sett nýja kaupandann í
vanda með þessari yfirlýsingu. Hvað gerir
Magnús Hreggviðsson nú? Hann hefur yfir-
tekið útgáfu tímarits sem þorði að taka þátt
í upplagseftirliti, því útgefendur þess töldu
sig ekkert þurfa að fela. Á nú að taka Gest-
gjafann út úr upplagseftirlitinu, eða sam-
þykkir Frjálst framtak að öll sín tímarit, fari
í upplagseftirlitið?
Onnur merk tíðindi urðu í tímaritaheimin-
um í vikunni, þegar Þórarinn Jón Magnús-
son hjá SAM-útgáfunni keypti Vikuna, blað
sem lifað hefur lengst allra tímarita. Eins og
menn rekur eflaust minni til réðst SAM-út-
gáfan í útgáfu á glæsilegu tímariti, Lúxus,
sem átti ekki langa lífdaga. Auglýsingamark-
aðurinn var þá þegar byrjaður að bresta.
Augljóslega er auðveldara fyrir gamalgróin
útgáfufyrirtæki að bæta við tímaritum en
fyrir unga djarfhuga að byrja á nýjum.
Gömlu fyrirtækin hafa starfskraft og hús-
næði og þurfa minna að hafa fyrir því að
bæta við blöðum. Auglýsingamarkaðurinn
virðist hins vegar lifa enn fyrir fjölskyldu-
blaðið Vikuna, og SAM-útgáfan tekur því
litla áhættu, að því er virðist. Það á þó eftir
að koma í Ijós. Munurinn á þeim Þórarni Jóni
Magnússyni og Frjálsu framtaki er þó sá í
þeim málum sem nú eru að gerast, að
Magnús Hreggviðsson mun vera í lykilað-
stöðu í prentsmiðjunni Odda, þar sem tíma-
rit hans eru prentuð. Magnús hefur þar vild-
arviðskipti, enda auðvelt að benda prent-
smiðjueigendum á íslandi á hversu lítið mál
það er fyrir tímaritaútgefendur að láta
prenta erlendis, fái þeir ekki í heimalandi
sínu þá þjónustu sem þeir krefjast. Hvernig
þróunin verður á auglýsingamarkaðinum í
framtíðinni er eitt stórt spurningarmerki.
Hins vegar hljóta margir auglýsendur að
velta því fyrir sér þessa dagana hvort rétt sé
að beina öllu auglýsingamagninu inn til
sama mannsins, jafnvel þótt tímaritin þjóni
mismunandi lesendahópum.
ERLEND YFIRSYN
í fyrradag kallaði Daniel Ortega Saavedra,
forseti Nicaragua, á sinn fund forustumenn
stjórnarandstöðuflokka og málsvara
kaþólsku kirkjunnar. Erindið var að ræða við
þessa aðila skjóta framkvæmd á því ákvæði
samkomulags um friðargerð í löndum Mið-
Ameríku, að í hverju landi af fimm skuli sett
á laggir nefnd til að fylgjast með hversu stað-
ið er við að fylgja fram tímasettri áætlun um
aðgerðir til að koma á friði og efla lýðræðis-
lega stjórnarhætti.
Mál manna er, að á fundi forseta ríkjanna
fimm í Guatemalaborg í síðustu viku hafi
stjórn sandínista í Nicaragua teygt sig lengst
til samkomulags. Hún á líka mest undir, að
friðaráætlunin beri árangur. Frá því Ronald
Reagan komst til valda í Washington hafa
þeir ráðið ferðinni í Bandaríkjastjórn, sem
fyrir hvern mun vilja afstýra því að sandín-
istastjórnin nái að festa sig í sessi. Bakhjarl
stjórnarinnar í Managua í baráttu við mála-
liðasveitir leyniþjónustunnar CIA og banda-
rískt viðskiptabann er samstaða annarra
þjóða Rómönsku Ameríku, sem margar hafa
bitra reynslu af bandarískri íhlutun og yfir-
drottnunarstefnu.
Samkomulag forseta Costa Rica, E1 Salva-
dor, Guatemala, Hondúras og Nicaragua er
tilraun til að stilla til friðar með einu átaki á
öllu svæðinu. Vinstrisinnaðir skæruliðar
hafa um langan aldur barist í E1 Salvador og
Guatemala en Contra-sveitir herjað á Nicara-
gua frá Hondúras. Forsetarnir ákváðu að
koma innan hálfs mánaðar á stofn sameigin-
legri nefnd ríkja sinna til að vinna að nokkr-
um meginmarkmiðum.
Innan þriggja mánaða er ætlunin að koma
á samtímis vopnahléi í þeim löndum á svæð-
inu sem við innanlandsófrið búa. Ganga á frá
samningi um að ekkert rikjanna veiti liðsinni
uppreisnarhópum gegn ríkisstjórn annars.
Girða skal jafnframt fyrir að land nokkurs
ríkis verði bækistöð fyrir undirróður eða
byltingu gegn ríkisstjórn annars í hópnum.
Eftirliti skal komið á með að þessir skilmálar
séu haldnir. Stjórn Nicaragua heitir fyrir sitt
leyti að beita sér fyrir innanlandssátt og
koma á sakaruppgjöf, aflétta neyðarástandi
og skerðingu á borgararéttindum sem því
fylgir.
Um tíma höfðu sumar sveitir Contra bæki-
stöð í Costa Rica við suðurlandamæri Nicara-
gua, en eftir valdatöku Oscars Arias Sánchez
forseta var tekið fyrir hernað af þeirra hálfu.
Jim Wright hyggst nota
vesöld forsetans til að
koma böndum á aðfarir
hans í Mið-Ameríku.
Þingleiðtogar vilja láta Reagan
þrífa eftir sig flórinn
Forsetinn gerði flugvöll, sem CIA hafði kom-
ið upp til að birgja Contra, og frumskóginn í
kring að þjóðgarði.
Síðan tók Arias að beita sér fyrir fundum
utanrikisráðherra og forseta Mið-Ameríku-
ríkjanna fimm. Prjónaði hann þar við friðar-
umleitanir Contadora-hópsins Mexíkó, Vene-
súela, Kólumbíu og Panama. Árangur varð
samkomulagið í Guatemalaborg í síðustu
viku.
Viðleitni Contadora-hópsins strandaði
ítrekað á því, að Bandaríkjastjórn beitti
áhrifum sínum á stjórnir E1 Salvador og
Hondúras til að ónýta á lokastigi tillögur
hans um friðargerð, jafnskjótt og stjórn
Nicaragua hafði fallist á þær. Þetta gerðist
bæði í september 1984 og í maí í fyrra. En nú
sá Arias við slíkum brögðum og hafði með í
ráðum áhrifamenn á Bandaríkjaþingi.
Utgerð leyniþjónustunnar CIA á her
Contra hefur hvað eftir annað leitt til harðra
árekstra miili þings og forseta í Washington.
Um tíma tók Bandaríkjaþing með lögum fyr-
ir hernaðaraðstoð við Contra. Viðleitni
manna Reagans til að fara í kringum það
bann er Contrahlutinn af hneykslismálinu
sem kennt er við þá og íran.
í lok september í haust rennur út 100 millj-
ón dollara fjárveiting sem Reagan hefur til
að reka og vígvæða Contra-herinn. Látið
hefur verið í veðri vaka, að forsetinn hyggist
biðja þingið um allt að 150 milljónum í sama
skyni á næsta fjárhagsári.
Áhrifamönnum í báðum flokkum á Banda-
ríkjaþingi er ljóst, að Contrar vinna trauðla
sigur í Nicaragua, og alls ekki á því tímabili,
sem eftir er af stjórnarferli Reagans. Ekkert
nema bandarísk innrás hrekkur til að steypa
stjórn sandínista. Lítt er fýsilegt fyrir nýjan
forseta, úr hvorum flokki sem er, að taka við
stríðsástandi sem ekki sér fyrir enda á í Mið-
Ameríku.
Um sama leyti og stjórnir ríkja Mið-
Ameríku voru að undirbúa forsetafund í
Guatemalaborg hófust þingleiðtogar handa í
Washington. Var þar fremstur í flokki Jim
Wright, demókrati frá Texas og forseti Full-
trúadeildarinnar. Virðist hann einkum hafa
fengið til liðs við sig Robert Dole, leiðtoga
repúblíkana í Öldungadeildinni og einn af
þeim sem sækjast eftir tilnefningu í forseta-
framboð fyrir þann flokk.
Þeir félagar komu svo ár sinni fyrir borð,
að Reagan forseti féllst á að gefa út yfirlýs-
ingu um skilmála af sinni hálfu fyrir pólitískri
lausn á fjandskapnum við Nicaragua þrem
dögum fyrir fund forsetanna fimm. Þar er
gert ráð fyrir vopnahléi í Contrastríðinu und-
ir eftirliti Samtaka Ameríkuríkja, stöðvun
hernaðaraðstoðar Bandaríkjanna við Contra
og vopnasendinga frá kommúnistaríkjum til
Nicaragua, afnámi neyðarástands í landinu
og kosningum undir utanaðkomandi eftirliti.
Skyldi stefnt að samkomulagi um þessi atriði
og nokkur önnur fyrir 30. september. Ella
kvaðst Reagan myndi biðja þingið að halda
áfram að standa straum af hernaði Contra.
Þeir flokksbræður Jims Wrights, sem and-
vígastir eru að kynda ófriðarbál í framandi
landi með bandarísku frumkvæði og fé, tóku
óstinnt upp aðild hans að slíku samkomulagi
við forsetann. Töldu þeir, sem og frétta-
menn, að fyrir Reagan vekti eins og endra-
nær að setja sandínistum skilyrði sem þeir
gætu fyrirsjáanlega ekki gengið að, og nota
afsvar þeirra svo til að kreista út úr þinginu
eina fjárveitinguna enn í stríðið.
Stjórn Nicaragua vísaði líka skilmálum
Bandaríkjaforseta á bug, en bauðst til að
taka upp beinar viðræður við stjórn hans.
Talsmenn sumra stjórna í Mið-Ameríku
sendu Bandaríkjaforseta líka kaldar kveðjur
fyrir að reyna á síðustu stundu að trufla frið-
arfundinn í Guatemalaborg. En Jim Wright
reyndist ekki allur þar sem hann er séður. í
ljós kom að hann hafði látið sendiherra
Costa Rica og Guatemala í Washington fylgj-
ast með því sem fram fór milli þeirra þing-
leiðtoganna og forsetans. Þegar svo forset-
arnir fimm birtu samkomuiag sitt, þar sem
framlagi Reagans er engu skeytt, var það lát-
ið berast Wright fyrstum manna í Washing-
ton. Fagnaði hann niðurstöðunni eindregið,
og næsta dag varð Reagan að fylgja í kjölfar-
ið, með semingi þó.
Niðurstaðan er því sú, að Bandaríkjastjórn
hefur í fyrsta skipti fallist á friðaráætlun
komna frá ríkjum Rómönsku Ameríku. Eftir
það sem á undan er gengið, sér í lagi upp-
ljóstranir um athæfi manna forsetans um
nokkurt skeið, hafa þeir menn á Bandaríkja-
þingi undirtökin, sem vilja koma í veg fyrir
að Reagan skilji eftir sig óframræsta blóð-
vilpu í Mið-Ameríku fyrir eftirmann sinn að
fást við.
Nicaraguastjórn er á hinn bóginn komin
langtum fastar en áður í félagsskap nærliggj-
andi ríkja, og hlýtur að vilja nokkuð til vinna
að halda þeirri pólitísku stöðu sem þar með
er fengin gagnvart Bandaríkjunum. En erfið-
lega getur gengið að framfylgja áformum
um vopnahlé. Dreifðir skæruliðaflokkar í
Guatemala-taka þeim möguleika líklega, en
mun öflugri skæruher í E1 Salvador segist
ekki láta aðra semja fyrir sig. Sama segja
Contrar, en þeir eru uppvakningur Banda-
ríkjastjórnar og eiga allt undir framvindu
mála í Washington.
30 HELGARPÓSTURINN