Helgarpósturinn - 13.08.1987, Page 32
eftir
Onnu Kristine Magnúsdóttur
mynd
Jim Smart
Elfa Sigualdadóttir bjó
í uellystingum og
ríkidœmi á Indlandi
um margra ára skeid.
Hún sneri til íslands
meö dóttur sína en
skildi dýrgripina eftir
á Indlandi. Hún segir
hamingjuna ekki
felast í audœfum og
er hamingjusamari en
nokkru sinni fyrr.
Bílstjóri, garðyrkjumaður, þjónustufólk. Einhver sem
tekur þvottinn þinn og straujar. Einhver sem þvær fyrir
þig gólfin meðan þú ferðast um og nýtur lífsins. Þetta er
nokkuð sem örugglega margar húsmæðurnar dreymir
um, að minnsta kosti endrum og eins. Þetta var nokkuð
sem Elfu Sigualdadóttur dreymdi aldrei um, hlotnaðist
samt og yfirgaf eftir sex ár í vellystingum.
Elfa er einkadóttir Bjarneyjar Alexandersdóttur og Sig-
valda heitins Hjálmarssonar, sem lengi var forseti Guð-
spekifélagsins og mikill Indlandsvinur. Það var á ferð
með foreldrum sínum um Indland sem Elfa kynntist fyrr-
verandi eiginmanni sínum, sem varð til þess að hún lifði
skyndilega lífi sem hún hafði aðeins séð í kvikmyndum.
,,Að loknu prófi frá Kvennaskól-
anum 1961 starfaði ég um tveggja
ára skeið hjá Skipaútgerð ríkisins,"
segir Elfa. „Veturinn 1963 fór ég
með foreldrum mínum til Indlands
þar sem við dvöldum um níu mán-
aða skeið. Þá var ég nítján ára og
þetta var fyrsta ferð foreldra minna
á þessar slóðir, en þau áttu síðar eft-
ir að dvelja mikið á Indlandi. Þenn-
an vetur á Indlandi naut ég bara lífs-
ins, ferðaðist um og leið afskaplega
vel í hitunum. Við bjuggum í góðu
húsi rétt við strandbreiðu, sem varla
sást maður á utan nokkrir fiski-
menn. Mér er sérstaklega minnis-
stætt ferðalag sem við fórum í til
Delhi með járnbrautarlest. Þetta var
þriggja daga ferð og við vorum á
þriðja farrými og flutningurinn
minnti helst á gripaflutninga. Þarna
voru þrjár þriggja hæða kojur í
hverjum klefa og við vorum vöruð
við að mjög líklega væru ræningjar
um borð í lestinni og því eins gott að
gæta vel að eigum okkar. Við sváf-
um því með peningaveskin og úrin
undir koddunum. Engin afgreiðsla á
mat var í lestinni og fólk var með
nesti með sér eða keypti á viðkomu-
stöðum. Um áramótin vorum við í
borginni Benares þangað sem fólk
kemur í pílagrímaferðir og baðar sig
í Ganges, fljóti þar sem fólk á að geta
þvegið af sér syndir sínar. A nýárs-
morgun vaknaði ég snemma og var
komin niður að fljótinu fyrir sólar-
upprás og það var ógleymanleg
stund að sjá sólina rísa og fólkið
koma frá því að þvo sér. Það er svo
skrýtið," bætir hún við, ,,að síðar átti
ég eftir að búa á Indlandi í mörg ár
en upplifði þá aldrei þær tilfinning-
ar sem ég upplifði á þessu ferðalagi
með foreldrum mínum.“
Eftir dvölina á Indlandi ferðaðist
fjölskyldan um Evrópu og Elfa hélt
heim á undan foreldrum sínum til ís-
lands, þar sem hún starfaði áfram
um skeið. Indverski maðurinn sem
þau höfðu öll kynnst í ferðinni og
var níu árum eldri en Elfa lét þó ekki
heimshöf hindra sig í að sjá Elfu aft-
ur:
ÍSLAND KVATT
„Eg var orðin vel þekkt í blóma-
verslunum íslands!" segir Elfa hlæj-
andi. „Blómvendir og símtöl voru
nokkuð sem kom oft í viku til mín
og hjá Landssímanum voru þær
sjaldnast í vandræðum með að
finna stúlkuna sem fékk símtölin frá
indlandi, því á þeim tíma var ekki
algengt að fólk hringdi svona oft
milli landa. Hann kom einnig
nokkrum sinnum til íslands og á
endanum féllst ég á að giftast hon-
um og flytja með honum til heima-
lands hans.“ Hvort hún hafi aldrei
verið uggandi svarar hún að bragði:
„Jú, jú, oft á tíðum hugsaði ég með
mér að þetta væri of stórt stökk og
einu sinni ákvað ég reyndar að
sleppa þessu. Það má þó segja að
það sem gerði það að verkum að ég
flutti út var að foreldrar mínir
þekktu líka manninn og við vissum
32 HELGARPÓSTURINN