Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 36

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 36
„Þeirra frœdilega niöur- staöa var aö allar eftir Garðar Sverrrisson „Yfirleitt eru þeir fœddir í og upp úr síöari heims- styrjöld. Þeir luku stúdentsprófi á réttum tíma og fóru sípan aö lœra hagfrœði. I dag sitja þeir á kontórum og reikna. Þeir reikna og reikna.“ breytingar á launahlut- föllum lytu „ákveðnum tregðulögmálum“ enda vœri tekjuskiptingin á Islandi í góðu samrœmi við þau launahlutföll sem menn hefðu gert sér að góðu allar götur síðan í Mesópótamíu hinni fornu“ Þeir eru aö sölsa þjóðfélagið undir sig. Þeir stjórna bönkum og lífeyrissjóðum, ráðuneytum og stofnunum. Fyrirtœkin lúta þeirra stjórn og nú eru þeir jafnvel farnir að stýra verkalýðs- hreyfingunni. En hverjir eru þeir og hvaðan koma þeir? Vangaveltur um „hina nýju stétt“ — nýja tegund áhrifamanna sem fœrir sig upp á skaftið í krafti sérþekkingar leggja þeir undir sig ráðuneyti og stofnanir, fyrirtœki og hagsmunasamtök. Hinn tœknilegi hugsunarháttur gegnsýrir alla umrœðu. Fjölmiðlar að drukkna í hagfrœðihugtökum. Undantekningarlaust eru þetta karlmenn. Yfirleitt eru þeir fæddir í og upp úr síðari heimsstyrjöld. Þeir luku stúdentsprófi á réttum tíma og fóru síðan að læra hagfræði. i dag sitja þeir á kontórum og reikna. Þeir reikna og reikna. Tölurnar í reikni- vélum þeirra skírskota til þess lífs sern lifað er fyrir utan kontórana. Þær endurspegla líf hins venjulega launamanns sem verður að gera sér að góðu aðeins brot af þeim launum sem reiknimeistararnir fá. En fyrr en varir hverfur iitrófið í allskyns meðaltölum sem stundum eru lítið annað en hrein skrípamynd af því lífi sem við þekkjum. Hagfræðingar verða sífellt fyrir- ferðarmeiri í þjóðfélaginu. Fyrir um hundrað árum áttu Islendingar aðeins einn hagfræðing, Indriða Einarsson. Indriði var næmur fyrir hinum ljóðrænu hliðum mannlífsins og varð fyrir bragðið betur þekktur sem leikritaskálden hagfræðingur. I dag eru á annað þúsund manns, um háift prósent íslensku þjóðarinnar, með háskólapróf í hagfræði eða við- skiptafræði. Þetta er stór hópur og áhrifamikill. FRABITNIR ÞVI LJÓÐRÆNA Eins og aðrir fræðingar eru hag- fræðingar afsprengi þeirrar auknu sérhæfingar sem þjóðfélagið hefur gengið í gegnum á síðustu áratug- um. Menn efast ekki um að aukin þekking á gangvirki hagkerfisins sé af hinu góða. Hins vegar hafa ýmsir leyft sér að efast um réttmæti þess að láta menn í krafti fræðimennsku sinnar ráða jafn miklu og hagfræð- ingar gera. Bent er á að þessir menn séu fjarri því að endurspegla þær hræringar sem eru i þjóðfélaginu. Þeir séu upp til hópa mjög tækni- lega sinnaðir og fremur frábitnir því ljóðræna í mannlífinu. Víst er að þegar litið er yfir hóp íslenskra hag- fræðinga kémur að minnsta kosti í ljós að þeir eru hættir að semja leik- rit eins og Indriði Einarsson. Kannski eru þeir bara of uppteknir við að leggja á ráðin. Kannski láta þeir síðar að sér kveða, Asmundur, Vilhjálmur og allir hinir. Okkur sem enn höfum ekki lært hagfræði hefur stundum þótt at- hyglisvert hve hagfræðingar virðast oft sammála um markmið í stjórn- málum. Með fremur fáum undan- tekningum virðast lífsviðhorf þeirra mjög keimlík. Áhrifamestu hag- fræðingarnir, hvort heldur er í verkalýðshreyfingu eða stofnunum þess opinbera, eru mjö^fjarri því að vera krítískir á þjóðfélagið. I raun- inni virðast þeir gangast upp í að skoða samfélagið sem niðurstöðu einhverra óbreytanlegra lögmála. Og kannski er það einmitt þess vegna sem þeir eru áhrifamiklir. MÆLISTIKA HAGFRÆÐINNAR En hvers vegna eru hagfræðingar svona íhaldssamir? Gagnmerkur hagfræðingur svaraði þessari spurn- ingu einhvern tímann á þá leið að viðskipta- og hagfræðinám væri einskonar uppeldi í borgaralegri hugsun. Það væri ekki einleikið hvernig margur efnilegur drengur- inn færi illa út úr námi í þessari fræðigrein. Þaðan kæmu menn með mjög tæknilega afstöðu til mannlegra vandamála. Flest væri metið á mælistiku kostnaðar og ábata, því þegar öllu væri á botninn hvolft væri mannlífið fyrst og fremst eitt allsherjar samband framboðs og eftirspurnar þar sem hver og einn leitaðist við það, og það eitt, að há- marka sinn eigin hag. Nánast hver einasta mannleg athöfn lyti lögmál- um hagfræðinnar þegar betur væri að gáð. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.