Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 38

Helgarpósturinn - 13.08.1987, Side 38
DAGSKRARMEÐMÆLI Föstudagur 14. ágúst. Þaö er tvennt bitastætt á dag- skránni þetta kvöld, þaö er aö segja það sem er fyrir utan fasta liði eins og venjulega. Fyrsta ber aö nefna ný-sjálensku heimildarmyndina Rainbow Warriormálið (Rainbow Warrior Affair) en hún er á dagskrá strax eftir fréttir. Þar er sagt frá at- buröi sem átti sér staö í höfninni í Auckland áriö 1985 en þá sökktu franskir leyniþjónustumenn Rain- bow Warrior, flaggskipi Green- peace-samtakanna. Myndin lýsir þessum atburöum frá sjónarhóli Ný- Sjálendinga og einnig hvers vegna Frakkar töldu nauðsyn á að sökkva skipinu. Án efa afar fróðleg mynd. Bíómynd kvöldsins heitir Stjörnu- glópar (Stranger's Kiss) og hefst klukkan 22.40. Þetta er ný bandarísk mynd sem segir frá ástum og af- brýöi í kvikmyndaverum í Holly- wood á sjötta áratugnum og eru þaö þau Peter Coyote og Victoria Tennan sem fara meö aðalhlutverkin. Kvik- myndabókin gefur þessari mynd góð meðmaeli en þiö verðið bara aö meta þetta sjálf hvaö ykkur finnst um hana. Laugardagur 15. ágúst. Fyrstan ber náttúrulega aö nefna Dadda þó hann sé fastagestur. En hann er einfaldlega óborganlegur og maður getur ekki horft fram hjá hon- um. En klukkan 21.25 er á dagskrá tónlistarþátturinn „Blúsinn blífur" (Blues Álive). Blúsurum af öllum stæröum og gerðum gefst kærkom- ið tækifæri aö berja ýmsar blúshetj- ur augum svo sem eins og John Mayall og Mick Taylor. Þegar blúsið er búiö tekur laugardagsmyndin við en hún ber nafnið Maðurinn sem elskaöi indíánakonuna (The Man Who Loved Cat Dancing). I aðalhlut- verkum eru Burt Reynolds og Sara Miles. Hún leikur unga eiginkonu sem strýkur aö heiman og hittir flokk ræningja meö Reynolds innanborðs og takast meö þeim ástir eftir ein- hvern barning. Sunnudagur 16. ágúst. Ríkissjónvarpið er búiö aö taka upp þann siö að sýna bíómyndir á sunnudögum og þennan sunnudag hafa þeir valiö úrvalsmynd sem heit- ir Eiginmenn (Husbands). Engu ófrægari menn en John Cassavetes, í laugardagsmynd sjónvarpsins er það enginn annar en Burt Reynolds sem fer með aöalhlutverkið. Hann leikur hinn klassíska lestarræningja í villta vestrinu sem verður ástfanginn af konu sem strýkur að heiman. Þessi þrjú leika aðalhlutverkin í fimmtudagsmynd Stöðvartvö, Manninum í rauða skónum. Þetta er gaman- njósnamynd eða njósna-gamanmynd eftir því hvernig fólk kýs að líta á það. Peter Falk og Ben Gazzara leika aðal- hlutverk. Þeir leika menn sem nýlok- iö hafa viö aö fylgja vini sínum til grafar og ákveða að gera sér glaðan dag ef hægt er aö kalla þaö svo. Þeir drekka meira en gott þykir og fara síðan í ævintýraleit. Sem sagt gam- anmynd í góöu lagi. STOD TVO Fimmtudagur 13. ágúst. Klukkan 22.20 veröur sýnd nýleg bandarík gamanmynd meö Tom Hanks og Lori Singer i aöalhlutverk- um. Hún heitir Maöurinn í rauða skónum (The Man With One Red Shoe) og fjallar um ungan mann sem eltur er af njósnurum meö öllu því sem slíku tilheyrir og þrátt fyrir aö ýmislegt gangi á verður hann einskis var. Föstudagur 14. ágúst. Þaö eru þrjár bíómyndir á dagskrá á föstudagskvöldið. Tvær þær fyrri eru í góöu lagi en sú síðasta er afleit og erfólki ráðlagt aö fara snemma að sofa eöa um 1.05. Fyrsta myndin hefst klukkan 22.05 og heitir Ég gift- istfyrirsætu (I Married a Centerfold). Verkfræöingur einn í yngri kantinum sér fyrirsætu eina og veöjar viö vin sinn aö honum takist að fá stefnu- mót viö hana. Það tekst og þau verða obbolítið skotin. En móðir stúlkunn- arfréttir af veömálinu og reynir hvað hún getur til þess að láta hana slíta sambandinu en þaö mistekst og þau giftast. Mynd númertvö heitir Borg- in sem aldrei sefur (City That Never Sleeps) og er hún bönnuö börnum. Myndin segir frá löggumanni einum sem er vel giftur góöri konu en hann UNGIR ÍSLENDINGAR Á sunnudaginn verður á dag- skrá ríkissjónvarpsins þáttur um ungt fólk og hefst hann klukkan 20.55. Umsjónarmenn eru þeir Freyr Þormóðsson og Ásgrímur Sverrisson. Sá fyrrnefndi hafði eftirfara.ndi um þáttinn að segja: „I þessum þætti er ætlunin að reyna að taka þverskurð af ungu kynslóðinni og reyna að lýsa við- horfum hennar til eldri kyn- slóða, hugsunarhætti svo og munum við reyna að gera sam- anburð á verðmætamati þessar- ar ungu kynslóðar sem nú er og þeirrar sem var. Við ræðum við fulltrúa hinna ýmsu hópa, bæði unga og þá sem eldri eru. Fiuttir verða leiknir þættir og lesið upp úr verkum Péturs Gunnarssonar og reynt að rekja sögu ungu kyn- slóðanna. Hópurinn sem við tök- um fyrir er sá hópur sem er að stíga sín fyrstu spor í heimi hinna fullorðnu og er það mjög sveigjanlegur aldurshópur." áá wmmmmmma er ekki ánægður. Hann ákveður að stinga af meö ungri fatafellu nótt eina og til þess aö útvega peningana til þessa tekur hann þátt í vafasömu verkefni og málið allt tekur óvænta stefnu. Laugardagur 15. ágúst. Þaöeraö verða fasturliöuraödag- skrá laugardagsins á Stöðinni sé nokkuð góö. Þetta byrjar allt á nýrri þáttaröö um Winston Churchill og líf hans á árunum 1929—39 þegar hann barðist fyrir pólitískri framtíö sinni. Þátturinn hefst klukkan 21.15 en klukkan 22.05 er á dagskrá engu ófrægri mynd en Guðfaðirinn (The Godfather). Þetta er margverðlaun- uö mynd meö Al Pacino og Marlon Brando í aðalhlutverkum. Þetta er toppmynd meö toppleikurum og er virkilega spennandi. Til þess að létta aðeins á spennunni er síðasta mynd kvöldsins gamanmynd, Viktor Viktoría aö nafni. Myndin ger- ist í hinni rómantísku París og lýsir lífi fátækrarsöngkonu í atvinnuleit. Vini hennar einum, sem er hommi, finnst hún vera miklum hæfileikum búin og saman leggja þau á ráöin til þess aö afla henni vinsælda og frægöar. 0 Fimmtudagur 13. ágúst. Fyrst ber að nefna leikritið sem er eftir Georgi Tabori og heitir „Móðir mín hetjan". Þýöandi er Jón Viðar Jónsson og leikstjóri er Hallmar Sig- urösson. Aöalhlutverkið er í höndum Þorsteins Gunnarssonar. Síðan klukkan 21.30 erá dagskrá ný þátta- röð sem heitir Leikur aö Ijóöum. í þessum fyrsta þætti verður fjallaö um Ijóðagerð Sigurðar Nordal og Einars Ólafs Sveinssonar. Sunnudagur 16. ágúst. Þaö eru oft mjög athyglisverðir þættir á dagskrá eftir hádegi á sunnudögum og er þessi þáttur eng- in undantekning. Hann fjallar um ferðamennsku og eraf erlendu bergi brotinn. Þaö er Hans Magnus Enzen- berger sem geröi þennan þátt en þýðandi er Kristján Árnason, lesari meö honum er svo Helgi Skúlason. Síðan líður aö kvöldi og klukkan 20.40 er á dagskrá þáttur sem heitir Um nafngiftir Eyfirðinga 1703— 1845. Gísli Jónsson rithöfundur flyt- ur erindi og kemur örugglega margt skemmtilegt og skrýtiö fram eins pg viö er að búast þegar nafngiftir ís- lendinga eru annars vegar. Rás tvö, Bylgjan, Stjarnan. Allt viö þaö sama, engar athyglis- verðar nýjungar á döfinni. ÚTVARP eftir Kristján Kristjánsson íþróttir og sunnudagssíðdegi íþróttafréttir hafa lengi verið samtengd- ar útvarpi, sérstaklega ríkisútvarpinu. Alit frá því að Sigurður „komiði sæl“ Sigurðs- son sá um að lýsa íþróttaviðburðum með eftirminnilegum hætti, að því er mér er tjáð — hann var eiginlega fyrir mína tíð — hafa lýsingar af ýmsum íþróttaviðburðum veriðeinn af hornsteinum afþreyingarefnis í útvarpi. Síðan Sigurður var og hét hafa auðvitað verið margir og misjafnir menn í þessu starfi, skemmst er að minnast þess að Hemmi Gunn sá um þetta með góðum árangri, þangað til hann verteraði yfir á Bylgjuna. I seinni tíð hefur iþróttaumfjöllun færst af gufunni yfir á rás 2 og verður að segjast að þeir rásarmenn hafa staðið sig sérdeilis vel í þessum efnum. Fyrir þá sem fíknir eru í íþróttafréttir og lýsingar frá kappleikjum hefur hún verið eins og vin í eyðimörk. Hinar stöðvarnar, Bylgjan og Stjarnan, hafa haft uppi litla tilburði í þá átt að koma til móts við áhugamenn um tuðruspark og -köst. Samt verð ég að segja að mér leiðist þegar menn taka með sér útvarpstækið á völlinn, kannski verið að lýsa akkúrat þeim sama leik og eini tilgangurinn með út- varpstækinu virðist vera sá að geta glott framan í náungann og spurt hvort útvarps- maðurinn lýsi eftir minni. Það er vafalítið erfitt að færa í orð — á núinu — það sem gerist með örskotshraða á íþróttavelli og þess vegna held ég að menn fagni þeirri stefnu að vera með margar lýsingar í gangi í einu. Þannig verður engin leikur leiðin- legur fyrir þann sem situr heima í stofu og hann nær hápunkti á mörgum stöðum samtímis, í staðinn fyrir að fylgjast bara með einum leik, sem svo er kannski hund- leiðinlegur. Sunnudagssíðdegi hafa mér alltaf þótt kjörin til útvarpshlustunar. Kannski af því maður er alinn upp við gufuna, þar sem alltaf hefur verið vandað mjög til dagskrár- gerðar þennan ákveðna tíma dagsins. Svo er reyndar enn að mínu viti. Tónlistar- stöðvarnar, allar, mættu hinsvegar taka sig á hvað þetta varðar. Það er óþolandi metn- aðarleysi að senda einhvern, jafnvel þó sá sami þyki liðtækur í að tala inn á auglýs- ingar, í útvarpið og láta hann segja það sem voru kallaðir fimmaurabrandarar í mínu ungdæmi norður á Akureyri. Það hlýtur að vera einhver möguleiki á að brjóta aðeins upp síbyljuna um helgar — svo að frí og frjáls apparöt ættu að hafa alla möguleika á sveigjanlegri dagskrárgerð og marg- breytilegri. Ef svo er ekki hafa þau svo sannarlega misst marks. SJÖNVARP eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur Draugagangur á Stöðinni I hinni svokölluðu „gúrkutíð" reyna fjöl- miðlamenn að finna allt sem kalla má frétt- ir. Sumum tekst ágætlega upp, öðrum síð- ur. Dæmi um frétt sem er búin til utan um ekki neitt var flutt í fréttatíma Stödvar 2 á sunnudagskvöldið. Örugglega sjö mínútur fóru í fréttaflutning af Móra á Suðurland- inu, sem átti að hafa lagt það á ákveðna fjölskyldu að hann skyldi fylgja henni allt fram í níunda ættlið. Myndatökumenn æddu um með vélarnar og tóku myndir á „ská“ til að gera ferð Mórans enn meira spennandi á meðan Þórir Guðmundsson (væntanlega) gaf frá sér urr og hryglur, sem sagt mál Mórans, hvernig svo sem Þórir veit hvernig Mórar ,,tala“. Hápunktur frétt- arinnar var þó þegar Þórir ræddi við bónd- ann á bænum, hressilega frú sem kvaðst aldrei í lífinu hafa séð Mórann, hvað þá heldur heyrt í honum! Fréttamaður gerði ítrekaðar tilraunir til að fá húsráðanda í ní- unda lið ættarinnar til að segja frá Móran- um sem hún hafði aldrei séð en eðlilega án nokkurs árangurs. Við þessa tilraun vann Stöðin sér þó allt undir heila mínútu í fréttaflutning. Að fréttatímanum loknum, sem hafði að mestu leyti farið í að teygja lopann í ýmsum málum, kom þó punktur- inn yfir i-ið og Páll Magnússon varð yfir sig hissa þegar alls kyns óhljóð fóru að heyrast í stúdíóinu og ljósin að blikka. Var þar sennilega Móri sjálfur mættur af Suður- landinu til að láta fréttamenn Stöðvarinnar vita um tilvist sína, jafnvel þótt enginn hefði séð hann og ekki heldur meðan hann er að sprengja dekk á bílum eða láta þá bila á vegum. Þetta var í stuttu máli alveg fer- lega hallærislegt, svo notuð séu orð tán- inga sem trúa ekki á drauga. Þau minnstu sem horfðu á fréttirnar með foreldrunum urðu kannski helst til of hrædd við draug- inn (sem búið var að segja þeim að væri ekki til) til að segja nokkuð um þessi skrípalæti sem áttu sér stað á Stöðinni þetta kvöld. Vonandi sjá fréttamaðurinn og fréttastjórinn sér fært að skila almennileg- um fréttum á almennilegan hátt til áhorf- enda, til þess er fréttatíminn ætlaður. „The Burning Bed“ sem Stöð 2 sýndi á fimmtudaginn í síðustu viku var mjög góð mynd að mínu mati, en satt að segja fór maður að hugsa hvort svona myndir gæfu ekki konum í svipaðri aðstöðu ágætis hug- mynd. Það hvarflaði meira að segja að mér um tíma að senda ákveðnum konum sem ég þekki eldspýtnastokk og bensínbrúsa, en féll óðara frá þeirri hugmynd og held satt að segja að betra sé að ræða við þær málin, jafnvel þótt sagt sé að manni komi annarra manna hjónabönd ekkert við... En þrátt fyrir fíflagang svona einu sinni í fréttum og mynd sem margruglaði öllum tilfinningum er ég bara nokkuð ánægð með Stöð 2, afruglarann minn og allt það, • en þess fúlli út í áskriftargjaldið. Mér finnst það nefnilega vera mál Stöðvar 2 að senda myndlykilseigendum greiðsluseðil fyrir áskriftargjaldi svo þeir þurfi ekki að eyða hálftíma í banka og grátbiðja um að fá að borga 1.050 krónur eins og ég hef þurft að gera tvisvar í röð. Ef ég fæ ekki rukkunar- seðil fyrir september þá fer ég hér með fram á að halda mínu gamla lykilnúmeri þangað til ég fæ seðilinn sendan og hana nú. Það er ekki mitt mál þótt þeir sem keyptu afruglarann 29. maí séu ekki inni á tölvunni ykkar!!! Svo var mér falið að kvarta í þessum dálki yfir hinum „hund- leiðinlega" þætti „Ævintýri Pickle og Bill“ sem mér skilst að Stöðin hafi byrjað að sýna á sunnudagsmorguninn. 38 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.