Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 8
SIGUR OG TAP HJÁ NESCO Nesco manufacturing hf. hefur nú uerið skipt upp í þrjár sjálfstœdar einingar; móöurfyrirtœkið Nesco manufacturing ht, Nesco-Lauga- vegur hf. og Nesco-Kringlan hf. Fyrirtœkið hefur átt í greiðsluerfið- leikum að undanförnu og koma þessi uppskipti í kjölfar þeirra. Höf- uðástœðuna fyrir erfiðleikunum segja eigendurnir vera mikla hœkk- un japanska jensins á sama tíma og Nesco manufacturing hf. var að fœra út kvíarnar erlendis. Nesco manufacturing hf. heldur utanlandsviðskiptunum eftir upp- skiptin, en þau voru um 95 prósent af umfangi fyrirtækisins á síðasta ári. Starfsmönnum verslananna á Laugavegi og í Kringlunni verður síðan boðið hlutafé í þeim rekstri til kaups. Nesco manufacturing hf. hefur látið framleiða fyrir sig rafeindatæki í Japan undir nöfnunum Nesco og Xenon. Þessar vörur hafa siðan ver- ið seldar hér heima og á Norður- löndunum. Fyrirtækið hefur náð umtalsverðum árangri, til dæmis hafði það um 8 prósent af markaði myndbandstækja á Norðurlöndum á síðasta ári. STÓRIR SAMNINGAR Á SÍÐUSTU MÁNUÐUM Að undanförnu hefur fyrirtækið síðan fært út kviarnar og er nú kom- ið með umboðsmenn í öllum lönd- um Vestur-Evrópu, að Italíu, Austur- ríki og Sviss undanskildum. Mark- aðssóknin í löndunum utan Norður- landanna byggist að mestu á geisla- spilurum og hefur fyrirtækið þegar gert stóra sölusamninga vegna þeirra. „í ágúst gerðum við samning í V- Þýskalandi um sölu á Xenon sem gefur árlega veltu upp á 10—12 milljónir bandaríkjadollara (390—470 milljónir króna ).í september gerð- um við síðan annan samning þar um sölu á Nesco-merkinu sem hljóð- aði upp á svipaða veltu," sagði Óli Anton Bieldtvedt, forstjóri Nesco manufacturing, í samtali við Helgar- póstinn. „Hver samningurinn um sig er á stærð við heildarveltu okkar á Norðurlöndum." GENGISTAP OG ÞENSLA Að sögn Óla Antons hefur fyrir- tækið einnig gert stóra samninga í öðrum löndum Vestur-Evrópu, til dæmis í Bretlandi. En hver er ástæðan fyrir greiðslu- erfiðleikum fyrirtækisins? „Ástæðan liggur fyrst og fremst í því að við urðum fyrir miklu gengis- tapi í fyrra. Það varð gífurleg upp- færsla á japanska jeninu. Við vorum með allt okkar birgðahald í jenum og töpuðum stórum upphæð- um á þeirri uppfærslu. Það urðum við að taka inn í reksturinn í fyrra og það hefur bitnað þungt á okkur í ár. Þar fyrir utan höfum við verið að færa út kvíarnar í allri Vestur- Evrópu. Þessi útvíkkun hefur farið fram á síðustu sex til tólf mánuðum. Hún hefur að sjálfsögðu kostað mik- ið átak og fjármuni. Þetta hefur ver- ið dýr markaðssókn." 50 PRÓSENTA TAP Á BIRGÐUM Var hún hafin á röngum tíma? „Viö framleiðurn í Japan og álpuð- umst til að fjármagna í framleiðslu- gjaldmiðli. Tilkostnaðurinn við okk- ar birgðir fór því upp um ein 50—60 prósent á sex mánaða tímabili. Þetta var atburðarás sem við sáum ekki fyrir. Gengi er eins og veður. Maður veit aldrei hvar maður stend- ur. Ef við værum erlendur aðili og með erlenda bankaþjónustu, þá hefðum við getað tryggt gengi á hverjum tíma og haft vaðið fyrir neðan okkur. Við hefðum sömuleið- is getað fjármagnað okkar eigið birgðahald í okkar eigin gjaldmiðli ef við hefðum haft umtalsverðan heimamarkað. En vegna þess að við Nesco manufacturing hf. Nesco hefur átt i greiðsluerfiðleikum að undanförnu í kjölfar gengistaps vegna hækkunar japanska jensins og kostnaðar við markaðsátak erlendis. erum íslenskur aðili með engan heimamarkað í þessum skilningi urðum við að fjármagna í erlendum gjaldmiðli,“ sagði Óli Anton Bieldt- vedt. GREIÐSLUSTÖÐVUN EKKI TIL UMRÆÐU Þrátt iyrir þá stóru samninga sem Nesco manufacturing hf. hefur gert að undanförnu munu þeir ekki skila fyrirtækinu tekjum fyrr en eftir nokkra mánuði. Þegar samningarn- ir hafa verið gerðir líða nokkrir mánuðir þar til framleiðsla hefst og frá því fyrirtækið fær vöruna af- henta líða aftur nokkrir mánuðir áð- é Förum af stað þeg- ar við fáum lóð Eyjótfur Pétur Hafstein, stjórnarformaður íslenskrar atvinnumiðlunar hf. og Is- lenskrar húsnæðismiðlunar hf. „Ég hafna þvi ekki að við eigum í viðræðum við borgina og ríkisspitalana um fjármögnun íbúðarbygginga fyrir farandverkafólk." Undanfarnar vikur hefur verið mik- il umrœða um skort á vinnuafU hér á landi. Þegar er farið að ráða erlent vinnuafl til starfa og á nœstu vikum er gert ráð fyrir að sá hópur stœkki verulega. Hugmyndir hafa jafnvel komið fram um að byggja sérstakt húsnœði fyrir farandverkafólk, bœði innlent og erlent. íslensk hús- nœðismiðlun hf. var sérstaklega stofnuð til þeirra verkefna, en ís- lensk atvinnumiðlun hf. er stœrsti hluthafinn. Stjórnarformaður beggja fyrirtœkjanna er Eyjólfur Pétur Hafstein. Á hverju byggið þið þessa þörf á sérstöku húsnœði fyrir erlent vinnu- afl? Eg ferðaðist um landið og hef tal- að við stjórnendur fyrirtækja og svo yfirmenn borgarinnar. I þeim sam- ræðum hefur komið fram að varan- leg þörf á vinnuafli er að hámarki kannski 1.500 manns, aðallega í Reykjavík og á stórreykjavíkur- svæðinu. Hvað á að byggja margar íbúðir ogþá hvernig íbúðir? Eg er að hugsa um fyrir svona sjö til átta hundruð manns. Við reikn- um með íbúðum með þrennum liætti. í fyrsta lagi keypt húsnæði, í öðru lagi að við leigjum húsnæöi og í þriðja lagi að við getum byggt. Við höfum veriö að tala um að hafa þetta svona í gistiheimilastíl að hluta til og svo íbúðir. En það er ekki ennþá komið í svona fast mót hvern- ig form verður á þessu. Við höfum lagt til grundvallar að þetta yrði hæfandi öllum, en ekki neinn fá- tækrabragur á þessu. Boðlegt öll- um. Hefur verið sótt um lóðir til þess- ara framkvœmda? Við sóttum um á tveimur stöðum til borgarráðs, þ.e. suður undir flug- velli, fyrir sunnan Norræna húsið, og fyrir neöan útvarpshúsið, vestur af Borgarspítala. Síðan sóttum við um til hafnarstjórnar um lóð á upp- fyllingunni á Grandagarði. Jafn- framt nefndum við nokkra staði. Þar má nefna Skipholt 50D, einnig við Tunguháls, en þar í iðnaðar- hverfinu er mikil þörf á fólki til vinnu. Við lögðum þessar umsóknir inn til borgarráðs 25. september og til hafnarstjórnar 29. september, og höfum ekki enn fengið svör. Hvar er mesta þörfin fyrir vinnu- afl? Við vitum að það eru stórfyrir- tæki innan verslunarinnar sem vantar ófaglært starfsfólk. Annars byrjaði ég á því að safna auglýsing- um úr blööunum þar sem óskað var eftir starfsfólki og sendi fyrirtækj- unum kynningu á Islenskri atvinnu- miðlun hf. Við fengum fyrirspurnir frá fyrirtækjum og fjöldinn sem við fengum á fyrstu vikunni var yfir eitt þúsund. Hvernig á að fjármagna bygg- ingaframkvœmdirnar? Þær geta farið fram á margan hátt, en ég get ekki farið út í þá sálma hér og nú, þetta er á mjög við- kvæmu stigi. Við erum ekki búnir að fá hundrað prósent svör frá þeim aðilum sem við höfum leitað til. Ég hafna því ekki að við eigum í við- ræðum við stórfyrirtæki í verslunar- og iðnaðargeiranum, borgina og ríkisspítalana. Það hafa ekki verið neikvæðar undirtektir. Ég get ekki sagt meira, ég vil ekki styggja neinn. En einhverjar uridirtektir hljótið þið að hafa fengið áður en þið sótt- uö um lóðir? Það segir sig sjálft að ef starfsemi fyrirtækis er alveg lömuð að meira eða minna leyti og íslenskt vinnuafl er ekki til staðar þá verða fyrirtæki að grípa til neyðarúrræða. Það gera þau með því að reyna að ráða til sín erlent starfsfólk og þegar ekki er til húsnæði fyrir starfsfólkið þá verður með einhverjum hætti að útvega húsnæði. íslensk húsnæðismiðlun hf. hefur ekki fjármagn sjálf til þess- ara framkvæmda enn. Það má benda á eina mögulega leið og hún er sú að auka hlutafé fyrirtækisins upp í „startkapítal" til að koma þessu öllu af stað. Það er þá rnarkvisst unnið að því að auka hlutafé og styrkja grund- völl íslensku húsnœðismiðlunar- innar? Það er ein af þeim leiðum sem færar eru til að fjármagna þetta dæmi. Hverjir koma til rneð aö eiga íbúð- irnar? Hlutafélagið mun eiga húsnæðið en leigja það fyrirtækjunum sem leigja það síðan starfsmönnunum. Fyrirtækjunum er alveg í sjálfsvald sett hverjum þau leigja þessar íbúð- ir. 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.