Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 39

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 39
FRÉTTAPÓSTUR Aukafjárveitingar Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa valdið miklu fjaðrafoki, en eins og kunnugt er sakaði Jón Baldvin fyrirrennara sinn, Þorstein Pálsson, um bruðl í fjárveitingunum. Nýi fjármálaráðherrann hefur úthlutað tæpum sextiu milljónum króna á sex vikna tímabili. Hæstu aukafjárveitinguna fékk skipulagsstjóri ríkisins, 81,1 millj- ón. Listasafn íslands fékk þá næsthæstu, 10 milljónir. Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra segir hins vegar að auka- fjárveitingar hafi aldrei verið minni en nú og sé af og frá að þær séu stjórnarskrárbrot eins og í veðri hefur verið látið vaka. Fréttapunktar: • Samningar í deilu röntgentækna við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri náðust á síðustu stundu og var því boðuðu verkfalli röntgentækna aflýst. • Hvalavinirnir hafa afhent Rannsóknarlögreglu ríkisins gögn varðandi kæru sem þeir hyggjast leggja fram á hendur Hval hf. Þeir óska eftir rannsókn á því tilviki er starfsmaður Hvals hf. skar á líflínu sem einn hvalavinanna hékk í. Einn- ig mun verða krafist skaðabóta vegna skemmda á tækjum hvalavina. • Hitaveita Reykjavíkur ætlar í mál við austurrískt fyrir- tæki sem seldi henni álklæðningu utan um hitaveitutank- ana við Bústaðaveg. í ljós hefur komið að klæðningin er göll- uð. Samningum við austurríska fyrirtækið hefur verið rift og skaðabótamál fyrirhugað. • Kröftug sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga á laugardaginn. Talið er að „mannleg mis- tök“ hafi valdið sprengingunni sem orsakaðist af því að heit- ur málmur fór í vatn. Mesta mildi var að níu af ellefu starfs- mönnum verksmiðjunnar voru nýfarnir í mat er sprenging- in varð og sakaði því engan þeirra og tveir menn sem voru við vinnu sína sluppu ómeiddir. Tjónið er talið nema einni til tveimur milljónum króna. • Mikil ölvun var í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöld- ið. Unglingar og krakkar voru þar svo þúsundum skipti og fengu tíu rúður í verslunum að finna fyrir því. Við rúðubrot- in voru notaðar flöskur, steinar og önnur barefli. • Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór í fimm daga opinbera heimsókn til ítaliu á mánudagsmorgun. Utan- ríkisráðherra Ítalíu tók á móti forsetanum við komuna til Rómar en auk þess hitti Vigdis Finnbogadóttir Cossiga for-. seta að máli. Heimsóknin virtist ekki vekja athygli ítalskra fjölmiðla. • Á borgarstjórnarfundi á fimmtudag i siðustu viku var samþykkt að reisa ráðhús Reykjavíkurborgar á horni Von- arstrætis og Tjarnargötu. Tillagan gerir ráð fyrir að húsið verði 13.000 fermetrar að stærð ásamt bilgeymslu i kjallara og áætlaður byggingarkostnaður er samtals um 750 millj- ónir króna. Fulltrúar minnihlutaflokkanna gagnrýndu til- löguna en hún var samþykkt með tíu atkvæðum Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. • Tvísýnt er hver hlýtur stöðu forseta sameinaðs þings, en þrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að bjóða sig fram. Auk Þorvalds Garðars Kristjánssonar, sem gegnt hefur embætti þingforseta síðastliðin fjögur ár, hafa Ragn- hildur Helgadóttir og Salóme Þorkelsdóttir ákveðið að bjóða sig fram í embættið. Konur í Sjálfstæðisflokknum þrýsta á að kona fái embættið þar sem hlutur kvenna hafi verið fyrir borð borinn við val á ráðherrum flokksins. • Fjöldi póstmanna í Reykjavík og á Akureyri hefur sagt upp störfum frá og með 3. desember nk. Verði laun þeirra ekki bætt er ljóst að neyðarástand mun rikja i jólavertið- inni. Póstmenn telja að 15.-20.000 króna launahækkun þurfi að koma til svo þeir dragi uppsagnir sínar til baka. • Húsaleiga hækkaði um 5% á föstudaginn og í sárabætur fyrir leigjendur geta þeir reiknað með að borga óbreytta leigu til áramóta. • .Söluverð á íbúðum í fjölbýlishúsum hækkaði um 5% um- fram lánskjaravísitölu í sumar. Þessar íbúðir hafa ekki ver- ið dýrari, miðað við fast verðlag, í nærri þrjú ár. • Mikill hiti er nú í akureyrskum konum vegna ráðningar kvensjúkdómafræðings við Fjórðungssjúkrahús Akureyr- ar. Fyrir nokkru var fjórða kvensjúkdómafræðingnum bætt við sjúkrahúsið og sóttu fjórir læknar um stöðuna, þrír karlmenn og kona. Karlmaður fékk stöðuna en væntanlegir sjúklingar, þ.e.a.s. konurnar, vilja fá kvenlækni. Jafnréttis- nefnd Akureyrar hefur látið málið til sín taka og stóð fyrir fjölmennum fundi í síðustu viku. Skorað var á heilbrigðis- yfirvöld að ráða konu i starf sérfræðings i kvensjúkdómum við heilsugæslustöðina á Akureyri. • íslenska atvinnumiðlunin, sem annast milligöngu um ráðningu erlends vinnuafls til íslands, segist gera ráð fyrir að þörf sé á að fá 1.500 manns hingað árlega til vinnu. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna hefur haft milligöngu um að út- vega 120 Bretum vinnu við fiskvinnslu hér á landi, en þeir segjast ekki munu halda því áfram sé það gegn vilja verka- lýðsfélaganna. Stjórn ríkisspítalanna íhugar nú innflutn- ing á erlendu vinnuafli og vantar nú í 50—60 stöður ófag- lærðra þar. Á Borgarspítalann vantar 40 manns, enda ekki fýsilegt að inna af hendi starf sem gefur aðeins 29.000 krón- ur í aðra hönd mánaðarlega. Afmæli: Stefán íslandi varð áttræður þriðjudaginn 6. október. Af því tilefni var efnt til heiðurssamkomu í Gamla bíói þar sem fremstu söngvarar þjóðarinnar komu fram auk Karlakórs Reykjavíkur og kórs íslensku óperunnar. Tímarit hestamanna í 10 ár í hverjum mánuði kemur Eiðfaxi út stútfullur af fréttum og fræðslu af öllum sviöum hestamennskunnar. Fylgist meö — gerist áskrifendur 0$) ■hhirmé Áskriftarsími 91-685316 Tökum hunda ígceslu til lengri eða skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 BIIALEIGAN OS Langholtsvegi 109 (í Fóstbræöraheimilinu) Sækjum og sendum Greiöslukorta þjónusta Sínti 688177 HELGARPÓSTURINN 39

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.