Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 10
VETTVANGUR HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Halldór Halldórsson, Helgi Már Arthursson Ritstjórnarfulltrúi: Egill Helgason Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Gunnar Smári Egilsson, Jónína Leósdóttir, Kristján Kristjánsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Jim Smart Útlit: Jón Óskar Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Skrifstofustjóri: Garðar Jensson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Auglýsingar: Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir Dreifing: Garðar Jensson, Guðrún Geirsdóttir Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir Sendingar: Ástríður Helga Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru í Ármúla 36, Reykjavík, sími 68-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru í Ármúla 36, sími 68-15-11 Útgefandi: Goðgá hf. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Forsetakosningar Skjálfti er hlaupinn í menn vegna forsetakosninga á ár- inu 1988. Forseti var spurð um hugsanlegt framboð í sjónvarpsþætti nýlega, konur tóku sig saman og söfnuðu áskorun á forseta og forsætisráðherra, horsteinn Pálsson, gaf fyrir skemmstu yfirlýsingu þess efnis að hann kysi að Vigdís Finnbogadóttir gæfi þriðja sinni kost á sér. Og vakti sú yfirlýsing Þorsteins nokkra athygli. Skömmu áður en hann var kosinn formaður Sjálfstæð- isflokksins höfðu kunnáttumenn í Sjálfstæðisflokki það á orði, að tími stóru leiðtoganna í flokknum væri liðinn. Komandi formenn yrðu vart annað en blaðafulltrúar óiíkra sjónarmiða í hinum stóra flokki. Reynslan hefur sýnt að þetta mat var rétt. Blaðamannafundir hafa verið haldnir, svo sem frægt er orðið, og nú stígur formaður Sjálfstæðisflokksins fram og gerist eins konar blaðafull- trúi væntanlegs frambjóðanda til embættis forseta. Yfirlýsingin gæti haft þann pólitíska tilgang að útiioka aðra sem kynnu að hafa áhuga á forsetaembættinu. Menn spyrja: Er fráleitt að jafn vinsæll og afkastamikill ráðherra og Steingrímur Hermannsson gefi kost á sér í embætti forseta Islands? Gæti verið að Þorsteinn Pálsson hefði með yfirlýsingunni viljað koma í veg fyrir slíkt? Það er hugsanlegt, enda stendur mörgum sjálfstæðismönn- um ógn af vinsældum Steingríms Hermannssonar. Aö halda niöri launum I í kjölfar meints frelsis og framsóknar nýrra viðhorfa í viðskiptum hefur orðið til annar veruleiki í landinu. Sam- skiptareglur hafa breyst. Önnur lögmál gilda í samskipt- um manna en giltu fyrir fáum árum. Fjörutíu prósenta vextir voru áður okurvextir, en þykja nú sjálfsagðir — í versta falli „óumflýjanleg afleiðing frjálsra viðskipta- hátta“. A það hefur verið bent hér að afleiðingarnar — herkostnaðurinn — af þessum nýja veruleika eru bornar uppi af almenningi. Vaxtakostnaður, hátt vöruverð og bruðl í ríkisfjármálum lenda með einum eða öðrum hætti á launamönnum í landinu. Það gera reyndar er- lendar lántökur líka. Talsmenn atvinnufyrirtækja hafa um skeið kvartað undan því að landsmenn fáist ekki til vinnu í svokölluð láglaunastörf og í framhaldinu viðrað hugmyndir um stórfelldan innflutning á verkamönnum frá útlöndum. Hefur í þessu sambandi verið rætt um byggingu sérstaks húsnæðis fyrir þetta fólk og stofnuð fyrirtæki til að hrinda fyrirætlunum þessum í framkvæmd. Tilgangur- inn með þessu er vitaskuld að fjölga á vinnumarkaði og hægja með því á launaskriði, eða launahækkunum, sem atvinnurekendum þykir hafa keyrt úr hófi. Verkalýðs- félög hafa snúist gegn þessum áformum svo sem skiljan- legt er enda snýst málið, þegar allt kemur til alls, um hvort hér verður hægt að bæta kjör þeirra sem taka lægstu launin. Að flytja inn erlent verkafólk í stórum stíl er ný hug- mynd. Skilgetið afkvæmi þess veruleika sem búinn hefur verið til. En það er til önnur leið. Það er til leið til að laða fólk í vandasöm framleiðslustörf. Hún felst í því að borga betur. Fyrirtæki á ísafirði hefur ákveðið að fara þá leið og bjóða rúmar fimmtíu þúsund krónur á mánuði í fisk- vinnslu. Og úr því ísfirska fyrirtækið getur boðið þessi laun þá ættu önnur fyrirtæki að geta það líka. Fyrirtæki sem gerð eru út á næstlægsta taxta Verkamannasam- bands íslands eiga ekki rétt á sér og eiga að fara á haus- inn. Forsvarsmenn atvinnurekenda eiga ekki að komast upp með að halda niðri launum með því að flytja inn er- lent verkafólk. 10 HELGARPÓSTURINN Skoðanaveitan Það má ætla að það sé afspyrnu vont að hafa enga skoðun. Að vera ekki sammála neinum, ekki á móti neinum, eða þá alltaf sammála síð- asta ræðumanni. Ég held það sé ekki misskilningur hjá mér að það eigi að vera eitt af háleitum mark- miðum nútíma skólakerfis að inn- prenta ungviðinu sjálfstæða hugs- un, að etla gagnrýninn anda, að búa til fólk sem ekki tekur neitt sem gef- ið. Svo eru gerðar skoðanakannanir og þær fara hálfpartinn í vaskinn vegna þess að þeir sem eru spurðir segjast ekki hafa neina skoðun. Dagblaðið hittir almenning á förn- um vegi og spyr hvort hann ætli að taka slátur í haust. Það er á eina bókina lært. Á því hefur heldur eng- inn skoðun. Þeir sem ekki hafa neina skoðun lenda aldrei í skoðanamun. Þeir skipta heldur aldrei um skoðun, en mér skilst að algjör sinnaskipti séu ánægjuleg lífsreynsla þeim sem fyr- ir verða. Þeir eiga enga skoðana- bræður eða skoðanafélaga, og vegna þess að þeir hafa engar skoð- anir hafa þeir heldur ekkert skoö- anafrelsi. En — og kannski er þetta kosturinn við að hafa enga skoðun — þeir þurfa ekki að eiga á hættu að verða beittir skoðanakúgun, hvað þá að lenda í skoðanafangelsi. Orðabókarútlistun á orðinu skoð- un er: ,,álit, hyggja, sannfæring: mín skoduri er sú, ég er á þeirri skodun, þeirrar skodunar, lífsskodun". Þeir sem eru ekki á neinni skoðun hafa sumsé ekki heldur neitt áiit, ekkert í hyggju, enga sannfæringu. Nú geta lesendur auðvitað spurt hvaða rakalausa bull þetta sé, það hafi allir skoðun. Og vitaskuld er ekki hægt að synja fyrir það að í at- ferli manna og lífsmáta felist vissar skoðanir og þær stundum eindregn- ar. Það er til dæmis viss skoðun að fara frekar á prívatbíl Þingvalla- hringinn en með Ferðafélaginu í Gæsafjöll og eins það að fara frekar á rútudaginn en á bókmenntahátíð. Kannski er það líka skoðun að drekka kók, ganga í djogginggalla, fara á sinfóníutónleika, versla í kron eða eiga afruglara. Svona skoðanir hafa menn í raun- inni án þess að vita af því að það séu skoðanir, nema þá staka sinnum þegar þeir af hendingu hitta með- bræður sína sem hafa allt aðra skoð- un; drekka pepsi, fara aldrei á sin- fóníutónleika, versla í Silla og Valda og eiga engan afruglara. Sem eru í raun ekki skoðanir held- ur einhver reytingur af venjum sem samanlagðar mynda einn ,,nútíma- mann“. En fólk á að bera höfuðið hátt. Það á ekki að vera feimið við að hafa skoðanir. Það á að hafa af- dráttarlausar skoðanir sem það bás- únar yfir meðbræður sína — skoð- anabræður og ekki skoðanabræður — og alla leið upp í himininn. Því var það að nokkrir valinkunn- ir einstaklingar, með ofgnótt af skoðunum aflögu, komu saman yfir léttum löns og ræddu nauðsyn þess að setja á stofn skoöanaueitu, skoð- anabanka eða einfaldlega verslun með skoðanir. Fólk sem sólundar tíma sínum getur keypt sér hjálp, fólk sem aldrei veit í hvorn fótinn það á að stíga getur keypt sér hjálp, þeir sem vilja vita hvert er þeirra innra sjálf geta keypt sér hjálp, og líka þeir sem vilja læra að ganga og anda. Hvers vegna þá ekki þeir sem hafa enga skoðun. Þarna er skoðanaveitunni sumsé markaður starfsvettvangur, með innréttingum í memfisstíl, regluleg- um utanlandsferðum á saga class, góðum greiðslukjörum og óvenju sléttum og felldum sölumönnum. En skoðanir eru auðvitað jafn margvíslegar og þær eru margar. Sumar skoðanir eru frumlegar, aðr- ar ófrumlegar — sumar dýrar og aðrar ódýrar. Það eru til djarfar skoðanir, róttækar skoðanir, fyndn- ar skoðanir, hættulegar skoðanir, lágkúrulegar skoðanir og náttúr- lega hversdagslegar skoðanir. Þannig getur skoðanaveitan, gegn vægu gjaldi, sagt fólki hvað það á að kjósa. Á útsöluprís er líka skoðun á því hvenær eigi að segja fréttir í sjónvarpinu, sú skoðun að Hófí sé fallegasta kona á íslandi, að músíkútvörp séu að drepa íslenska menningu, að íslendingar séu villi- menn í umferðinni, að Grámosinn glóir sé stórkostleg bók. Notaða skoðun eins og þá að vera á móti hernum og Nató er varla hægt að selja dýrt. Né heldur þá að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta og Hrafn Gunnlaugsson skúrkur. Það að taia með vestfirskum fram- burði er sérviskuleg skoðun, dýr, en á góðum afborgunarkjörum. Það er heldur ekki billegt að álíta Halldór Laxness vondan rithöfund og telst vera geðvonskuleg skoðun. Sú skoðun að aftur eigi að opna fyrir Keflavíkursjónvarpið er orðin svo fágæt að hún selst dýrt eins og antíkmubla. Sumar skoðanir eru svo ófélegar og andfélagslegar að líklega myndi fólk með sæmilegan siðgæðis- þroska frekar láta þær heita for- dóma. Slíkar skoðanir hljóta líka að verða á boðstólum hjá skoðanaveit- unni — enda ráða þar óbeisluð markaðsöflin, góður bisniss er jú alltaf góður bisniss. Þannig eiga góðir viðskiptavinir skoðanaveit- unnar aðgang að skuggsælu bak- herbergi þar sem boðið er upp á ýmislega forherðingu andans; þá skoðun að það sé vond lykt af negr- um eða að rauðhærðar konur séu lauslátari en aðrar konur. Nema þá yfirvöld ákveði að grípa í taumana og gera rassíu. Og ef upp kemur samkeppni milli skoðanaveitna sem keppast við að bjóða upp á betri, fruinlegri, snið- ugri skoðanir. Ja, þá fer allt í hund og kött... Egilí Helgason

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.