Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 30
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND JIM SMART Rannsóknir síöustu ára hafa leitt í ljós að börn geta þjáðst af þunglyndi, engu síður en fuliorönir. Ungbörn upplifa aöskilnað frá foreldrum eins og dauða. fl Fulioröna íolkiö misskiiur ofí vandann. Barnaþungiyndi er ættgengur sjúkdómur. ErfiöSeikar á keimilinu geta framkallað einkenni. Stundum taka foreldrar eftir því, að barn þeirra fer að hegða sér óeðlilega. Svefn- og matarvenjur þess breytast, barnið verður skeytingarlaust um umhverfi sitt, kraft- laust og hefur ekki ánægju af sömu hlutum og áður. Fyrr á árum var slíkt kallað leti, aumingjaskapur eða eitthvað þaðan af verra. A allrasíðustu árum hafa geðlæknisfræði- legar rannsóknir hins vegar sýnt fram á, að börn með þessi hegðunareinkenni eru haldin geðsjúkdómi, sem löngum var álitið að herjaði einungis á fullorðið fólk. Þau þjást af sjúklegu þunglyndi, sem nauðsynlegt er að með- höndla. Fram til þessa hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á þung- lyndi barna og unglinga hér á landi, en þær hafa verið stundaðar víða erlendis allt frá því um 1950. Þessar rannsóknir vöktu þó litla athygli fyrr en fyrir u.þ.b. tveimur áratugum. Á síðustu fimm árum eða svo hafa kannanir á barnaþunglyndi hins vegar aukist til muna, eiída er nú almennt lögð mikil áhersla á geðsjúkdóma barna innan geðlæknisfræðinnar. Blaðamaður Helgarpóstsins leitaði til Helgu Hannesdóltur, læknis á geddeild Barnaspílala Hringsins við Dalbraut, en hún hefur fylgst með rannsóknum á þunglyndi barna á undanförnum árum, bæði á ráðstefnum erlendis og í fræðiritum. Upplýsingar þær, sem fram koma í greininni, eru að mestu leyti byggðar á viðtali hlaðamanns við Helgu. HELSTU EINKENNI Með aukinni þekkingu geð- lækna og sálfræðinga á barna- þunglyndi hefur orðið til ákveðinn viðmiðunarlisti, sem notaður er við greiningu á sjúkdómnum. Viðmiðunareinkennin eru að flestu leyti þau sömu og notuð eru við sjúkdómsgreiningu fullorðinna, en þó ekki alveg. Aðaleinkenni barnaþunglyndis eru almenn van- líðan og áhugaleysi á því, sem vekur gleði hjá jafnöldrunum. Auk þessa er síðan talið að börn verði að hafa fjögur önnur einkenni til þess að greinast þunglynd. T.d.: Breyting á mataræði, annaðhvort lystarleysi eða hröð þyngdar- aukning. Breyting á svefnvenjum, þ.e. svefnleysi eða tilhneiging tii að sofa mikinn hluta sólar- hringsins. Oeðlileg þreyta, sektar- kennd og skert einbeitingarhæfni. Síðastnefnda atriðið kemur oft fram á frammistöðu barnanna í skóla, þar sem skert einbeiting getur t.d. lýst sér í lestrarerfið- leikum, erfiðleikum með að byrja á eða ljúka ákveðnum verkefnum, o.s.frv. Sé þunglyndið á háu stigi koma einnig til dauðahugsanir, þ.e.a.s. lítil löngun til að lifa lífinu og jafnvel áætlanir um að stytta sér aldur. Dauðahugsanir eru mun algengari hjá unglingum upp úr 12 ára aldri en þeim, sem yngri eru, og það sama á við um sektar- kenndina. Hjá ungum börnum eru hins vegar sál-líkamlegu einkennin yfirgnæfandi, svo sem lystarleysi, svefntruflanir og aimenn vanlíðan. ÞUNGLYNDI AFSKRIFAÐ SEM LETI Talsverð brögð eru áreiðanlega að því, að foreldrar geri sér ekki grein fyrir þunglyndi barna sinna, og vitað er, að mörg börn bera þung- lyndiseinkenni án þess að nokkuð sé gert í málinu. Næmni fullorðna fólksins á eigin tilfinningar og annarra hefur þarna mikið að segja. Foreldri, sem á við vanlíðan að stríða, er t.d. illa fært um að setja sig í spor barnsins síns, þar sem því líður sjálfu ekki nægilega vel. Einnig er ríkt í fólki að afgreiða þunglyndiseinkennin sem leti, sem barnið þurfi einfaldlega að hrista af sér. Það er hins vegar merki um fáfræði að ásaka börn um leti og uppnefna þau, í stað þess að líta á málið í heild sinni og leita t.d. upplýsinga hjá kennurum og öðrum, sem umgangast við- komandi einstakling. Til við- miðunar má nefna, að hafi foreldrar nær daglega áhyggjur af hegðunareinkennum barna sinna er fuli ástæða til að leita aðstoðar sérfróðra aðila. Langt er síðan vitað var, að þunglyndi meðal fullorðins fólks er ættgengt. Niðurstöður nýlegra erlendra rannsókna benda síðan sterklega til þess, að hið ættgenga þunglyndi geti komið í ljós hvenær sem er á æviskeiði ein- staklingsins. Þunglyndiseinkenni geta byrjað að gera vart við sig strax um fimm ára aldur, en algengt er að einkennin komi fram hjá börnum á aldrinum átta til tóif ára. Þunglyndi meðal unglinga er síðan álíka algengt og hjá fullorðnum. Rannsóknir á hormónum þung- lyndra barna hafa leitt í ljós að þessi börn hafa samskonar hormónabreytingar og fullorðnir einstaklingar með þunglyndisein- kenni. Sykurinnihald í blóði barnanna er einnig líkt og lijá eldri sjúklingum, sem sýnir, að sjúkdómurinn er svipaðs eðlis hvort sem hann herjar á unga eða aldna. FJÖLSKYLDULÍFI OFT UM AÐ KENNA Um þessar mundir er mikið rætt og ritað um barnaþunglyndi innan geðheilbrigðisstétta um heim allan og beinist athyglin ekki ein- vörðungu að ættgengi, heldur einnig öðrum orsakavöldum þessa sjúkdóms. Á nýafstöðnu geðlækna- þingi hér á íslandi var einmitt töluvert fjallað um þessi mál og m.a. greint frá athyglisveröri könnun á áhrifum fjölskyldu- aðstæðna á þunglyndi unglinga. Niðurstaða rannsóknarinnar varð m.a. sú, að ákveðnir þættir í fjölskyldulífi, t.d. rifrildi, gætu kallað fram þunglyndiseinkenni hjá unglingum. Refsingar foreldranna hafa einnig mikið að segja, ásamt skorti á áhuga á barninu, tíðum gagnrýnisorðum, svefnerfiðleikum, litlum félags- legum stuðningi, tilhneigingu til að forðast umhugsun um vanda- mál barnsins og fleiri slíkum atriðum. Allir þessir þættir flokkast undir félagslega orsaka- valda þunglyndis hjá börnum og unglingum og þeir hafa síðan áhrif á hina lífeðlisfræðilegu og ætt- gengu orsakavalda, sem til staðar eru. Til þess að barn verði þung- lynt virðist það sem sagt bæði þurfa að vera úr fjölskyldu, þar sem sjúkdómurinn er algengur, og síðan að vera „útsett fyrir" fyrr- nefndum áhrifaþáttum. Það er löngu vitað, að börn taka skilnaði foreldra sinna oft afar illa, en margir álíta það þó ekki síður skaðlegt að hjón haldi erfiðu hjónabandi til streitu „barnanna vegná'. Það hefur iíka mikið að segja hvernig staðið er að skilnaði. Ef börnunum er ekki blandað um of i skilnaðarorsakirnar, þau eru undirbúin vel undir hjónabands- slitin og hagur þeirra hafður í huga þarf skilnaður ekki að vera alvarlegt vandamál. Oft líður hjónunum sjálfum hins vegar svo illa við þessar aðstæður, að þeim tekst ekki að vernda hag barnanna og þá er hætt við að skaði hljótist af. Aðalatriðið er þó ekki hvort foreldrar eru í hjóna- bandi, heldur hvernig leyst er úr vandamálum innan fjölskyldunnar. Takmarka verður gagnrýnisorð og refsingar og gæta þess að ýta ekki vandamálunum óleystum til hliðar. TVÖ PRÓSENT ÍSLENSKRA BARNA ÞUNGLYND Þær upplýsingar, sem komið hafa fram um barnaþunglyndi, gera ekki síður gagn við að skýra ýmislegt varðandi þunglyndi á fullorðinsárum. Það er nefnilega engin þruma úr heiðskiru lofti, þegar fullorðið fólk veikist svo illilega af þunglyndi að leggja verður það inn á geðdeild vikum eða mánuðum saman. Orsakanna er oft að leita í ástandi, sem verið hefur að þróast í mörg ár, allt frá barnæsku viðkomandi ein- staklings. Hafi þetta fengið að gerjast, jafnvel áratugum saman, verða veikindin því að lokum mun alvarlegri en ef eitthvað hefði verið gert í málinu á fyrri stigum. Rannsóknarstarfsemi í barnageð- læknisfræði hefur verið tak- mörkuð hér á landi og því er fátt um tölulegar upplýsingar á þessu sviði. Erlendis hafa hins vegar verið gerðar kannanir á hiutfalls- legum fjölda þunglyndra barna, sem sýna að um 1,9% þeirra þjást af þunglyndi. Engin ástæða er til að ætla að barnaþunglyndi sé sjaldgæfara eða algengara á Islandi en annars staðar og því má gera ráð fyrir að u.þ.b. tvö íslensk börn af hverjum hundrað þjáist af þunglyndi. Batahorfurnar eru hins vegar yfirleitt góðar, svo framar- lega að forráðamenn geri sér grein fyrir vandamálinu og komi með barnið í meðferð til sérfróðra aðila. Þunglyndiseinkenni hafa greinst hjá börnum allt frá fyrsta aldurs- ári, en lyfjagjafir hafa hingað tii yfirleitt ekki verið reyndar nema lijá þeim, sem náð hafa fimm ára aldri. Ein aðalskýringin á þung- lyndi er aðskilnaður frá þeim, sem manni þykir vænt um. Þegar börn eiga í hlut er það aðskilnaður frá foreldrum, sérstaklega ef hann er langvarandi, sem aðallega stuðlar að þunglyndi. Þetta er talið skaða börn innan við þriggja ára aldur mjög mikið, þar sem ekki er vitað með vissu hve iangt samhangandi minni þau hafa. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á að börn innan við 18 mánaða hafa ekki lengra sam- fellt minni en sem nemur 5—7 dögum. Ef börn upplifa t.d. aðskilnað frá foreldrunt sínum í þrjár vikur fyrir eins árs aldur, verkar það því á þau eins og dauði á fullorðna. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.