Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 20
Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 24% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 25,4% og í 26% eftir 24 mánuði Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 27,7% án verðtryggingar Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þrátt fyrir háa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%, en reiknastþó ekki af vöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Á skemmtistödum þú? ,,Já, já, í mjólkurstöðinni gömlu. Það var fínn staður þá, — já, já. Og í lðnó með Óskari Cortez, sem var hljómsveitarstjóri. Þetta var áður en ég fékk leiklistarbakteríuna. Við spiluðum djass og sving. „Stormy Weather", það var aðallagið, „Stormy Weather", þú kannast við það. Ég sólaði það á lúðurinn! Það held ég nú.“ Svo þú hefur verid poppari þess tíma? „Ja, poppari, jú, jú — djassari. En ég var nú aldrei góður, ef ég á að segja alveg eins og er. Enda sagði Bjarni Bö það einhvern tima við mig. Hann var búinn að sjá mig í leikriti í Iðnó og var að þakka mér fyrir. Þetta var gott hjá þér, sagði Bjarni, þetta var gott hjá þér. Já, ég held þú ættir bara að söðla um og ekkert að vera að þessu gauli hjá mér, farðu heldur í leiklistina. — Ég var aldrei nógu góður á trompetinn, spilaði þetta náttúrlega, en aldrei af neinni innlifun." Og hœttirðu þú að spila? „Já, ég hef ekki snert þetta í 40 ár, nema einhvern tíma á leikara- skemmtun fyrir mörgum árum. Það var stofnuð leikarahljómsveit í húll- umhæi og vitleysu." Þú vœrir karmski enn að blúsa ,,Stormy Weather" ef þú hefðir ekki farið í leiklistina. „Nei, ætli það. Ég var aldrei nógu góður í þetta og ég fann það líka. Maður þarf sérstaka hæfileika ef maður á að verða góður." AUÐVITAÐ ÞARF HÆFILEIKA Nú ú tímum virðist oft vera lítið gefið fyrir hœfileikana, menn halda því fram að það sé nóg að vinna og vinna til að skapa list. „Já, hm — hvernig er með þessa poppara... ja hvað heitir hann þessi sem lét laga á sér nefið?" Mækel Jakkson, upplýsir blaðamað- ur í skólastrákslega tóninum. „Jáh — Mækel Jakkson," hlær Rúrik, „hann er fjári góður. Annars fylgist ég lítið með þessu. Mér finnst hann nettur í hreyfingum og svona . . . jú jú — hann er fjandi góður. En það þarf enginn að segja mér neitt um það, auðvitað þarf fólk hæfileika — Madonna! Þetta er sko engin venju- leg meðaljóna, laxi. Og fleiri og fleiri. Presley t.d. Auðvitað er þetta hæfileikafólk. Það verður enginn stórskáld þó hann sitji við og æfi sig og æfi sig að skrifa. Það verður eng- inn neitt á listasviðinu ef neistann vantar. Auðvitað þarf hæfileika, en fólki er misvel gefið að vinna úr því sem það þó hefur." Rómúlus keisari, sá síðasti af mörgum í Róm, gengur beygður af sviðinu. Honum hefur mistekist ætl- unarverk sitt, að frelsa heiminn undan heimsvaldasinnum og valda- gráðugum ofbeldismönnum. Eftir standa foringjar og hermenn innrás- arliðs germana og horfa á eftir keis- aranum sem þeir hafa sett á eftir- laun. Ekki einu sinni tekið hann af lífi, eins og hann þó óskaði eftir. Tjaldið fellur og áhorfendurnir eru eins og litlar vélar sem settar eru í gagnið allar á sama tíma og klappa og klappa. Tjaldið fer frá aftur og leikararnir streyma fram á sviðið, statistarnir, litlu hlutverkin og smám saman stærri og stærri. Að lokum er enginn eftir nema aðal- leikarinn, en hann lætur ekki sjá sig. Leikstjórinn og hans hjálparkokkar koma fram og meðtaka lof og prís. Tjaldið fer fyrir og svo frá. Rómúlus stormar fram á sviðið. Klappið eykst og hann gengur fremst á sviðið, bukkar sig, keisarakuflinn sveiflast mikilúðlega til. Á þessari stundu er leikarinn keisari í tvennum skiln- ingi. Hlutverk hans er keisari og hann er líka keisari yfir áhorfend- um, hann hefur haft þá á valdi sínu í þrjá klukkutíma, látið þá gráta og hlaeja á víxl. Haldið þeim föngnum. Á eftir fer hann í bað og heim, Rómúlus er horfinn — eftir stendur Rúrik Haraldsson. Þ eir á Stöð 2 eru iðnir við að halda því fram að auglýsing í sjón- varpi nýtist betur en auglýsing í prentmiðlunum. Tilkynning þess efnis er vanalega á skjánum á eftir öllum auglýsingatímum. Sighvatur Blöndal, framkvæmdastjóri Stöðv- arinnar, hélt fram sömu skoðun í viðskiptaþætti sínum fyrir skömmu. Það skýtur því nokkuð skökku við þegar Morgunblaðinu er flett. Að undanförnu hefur Stöð 2 verið þar með hverja heilsiðuauglýsinguna á fætur annarri. Stöð 2 auglýsir þar meira en Útsýn, Óli Laufdal og aðrir dugmiklir auglýsendur til sam- ans. Þeir virðast því vera að ráð- leggja öðrum það sem þeir treysta sér ekki til þess að gera sjálfir. . . S ,, „ verðari en önnur. Á sama tíma og Reykjavíkurborg vantar 400 manns í vinnu fréttum við að um hundrað manns hafi sótt um störf við þýðing- ar á Stöð 2. Það þarf mikið að ís- lenska á þeim bæ, en samt skilst okkur að ekki standi til að ráða nema svona tíu úr þessum hópi... Þ að kom óneitanlega á óvart að ríkissjónvarpið skyldi ekki sýna myndir frá fyrsta degi heim- sóknar forseta íslands á Italíu. Frétt af heimsókninni var birt aftar- lega í fréttatímanum með túrista- myndum frá Róm og forseti hvergi nærri. Á Stöð 2 gátu menn hins vegar fylgst með forseta þar sem hann heilsaði ítölskum ráðamönn- um. Ríkissjónvarpið verður greini- lega að taka sig á í samkeppninni... ÍlSiins og kunnugt er heldur SÁÁ upp á 10 ára afmæli sitt um þessar mundir. Á hátíðarfundi í Háskóla- bíói hét fjármálaráðherra samtök- unum f.h. ríkisstjórnar 15 milljóna kr. ríkisstyrk á fjárlögum næsta árs. En SÁÁ fær frekari styrki. Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi mun hafa lagt til í borgarráði að Reykja- víkurborg veitti samtökunum 5 milljóna kr. styrk á næsta fjárhags- ári og var tillagan samþykkt og vís- að til fjárhagsnefndar. Ætti hagur SÁÁ að vænkast mjög á næstu miss- erum ... 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.