Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 37
l hinu harða tölvustríði geta ör- lög tölvufyrirtækja ráðist af einni ákvörðun eins stórs aðila og því ekkert smámál þegar Heimilis- taeki missa stærstu kúnnana sína, Húsnæðisstofnun og svo menntamálaráðuneytið. Þessir aðilar hafa sem kunnugt er ákveðið að kaupa IBM-tölvur í stað WANG- tölva Heimilistækja. Að mörgu leyti er um skiljanlega ákvörðun að ræða vegna samtengingar við mikilvæga aðila á borð við Skýrsluvélar rík- isins og Reiknistofu bankanna. enda var menntamálaráðuneytið ,,nokkurn veginn búið að ákveða að kaupa IBM, en taldi rétt að leita álits óháðrar þriggja manna nefndar", að sögn Runólfs Leifssonar, deildar- stjóra fjármálaskrifstofu ráðuneytis- ins. Ekki vildi Runólfur upplýsa HI5 um hverjir hefðu mannað þessa óháðu nefnd né heldur hinir sigr- uðu, Heimilistæki. HP hefur hins vegar öruggar heimildir fyrir því að mennirnir hafi verið Björgvin B. Schram, hagfræðingur hjá Kerfi hf., Kjartan Ólafsson, tölvudeild- arstjóri hjá Skeljungi, og Oddur Benediktsson, prófessor við Há- skóla íslands. Skemmst er frá því að segja, að Kerfi hf. framleiðir hug- búnað fyrir IBM-tölvur og er fyrir- tækja líklegast til að fá það verkefni að framleiða hugbúnað í hinar nýju tölvur. Að Skeljungur er einhver stærsti notandi IBM-tölva í landinu og að Oddur, sem helst má telja óháðan í nefndinni, framleiddi fyrir nokkrum árum sérstakt kennslu- myndband fyrir IBM-tölvur. Það mun liafa verið Páll Kr. Pálsson hjá Iðntæknistofnun sem benti ráðuneytinu á þessa ráðgjafa, sem svo áberandi eru á einn eða annan hátt tengdir ÍBM, að minnsta kosti tveir þeirra. Hitt er síðan annað mál, hvort einhverjir ,,óháöir“ tölvusérfræðingar og hugbúnaðar- framleiðendur fyrirfinnast hér á landi. Ekki vantar samt tilstandið og ljóst að tölvukaup eru orðin við- kvæmara mál en t.d. kaup á togara eða ríkisfyrirtæki... ncw fitm bv Roti Rciner. ‘A highly enjoyahleej BARRY NORMAN ÍBIV' - NÖR.MAN <BUC T RUTHLESS PEOPLE !*aw viiKn,i_oaisn s®< nwsi i m ®»« nt a ws mr > *»•'*«• ■ttani .„Katt^.iœarai m m m m ERUM ÁVALLT FETI FERRIS BUELLER’S DAYOFF® FRAMAR FERRIS BUELLER’S DAYOFF ® mmmmmmmmmm a john hugmís hlm ■■■■■■■■■■■ <v BÆJARINS BESTA URVAL AF BARNAEFNI ■K? VIDEOHOLLIN LÁGMÚLA 7 S. 685333 OPIÐ ALLA DAGA 10-23.30 SJÁUMST HRESS EKKERT STRESS BLESS HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.