Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 9
ur en viðskiptin eru gerð upp. Það er því ljóst að nokkur tími mun líða áður en Nesco manufact- uring tekst að vinna sig upp úr þeim greiðsluerfiðleikum sem nú hrjá fyrirtækið. ,,Það hefur aldrei komið til tals hér að sækja um greiðslustöðvun eða grípa til slíkra úrræða. Við trú- um á framtíðina, enda teljum við okkur hafa ástæðu til þess,“ sagði Óli Anton Bieldtvedt, forstjóri Nesco manufacturing hf. -gse Ef þið fengjuö grœnt Ijós á þessar lóöir gœtud þid þá hafid fram- kvœmdir strax? Já það er ekkert því til fyrirstöðu. Við myndum fara af stað af fullum krafti og framkvæmdin á ekki að þurfa að taka langan tíma. Þannig aö þú hefur tryggt fjár- magn til ad byrja strax? Við getum sagt að ég verði ekki í neinum vandræðum með að fá fjár- magn með þessari leið sem ég nefndi á mjög skömmum tíma, með hlutafjáraukningu. Sú leið er fær. Við höfum í sjálfu sér fulla fjárhags- lega tryggingu á bak við þetta dæmi. Þad er þá rífandi áhugi á að koma inn í þetta dœmi. Það hafa aðrir áliuga á því að koma inn í fyrirtœk- ið? Við skulum orða það þannig að þetta sé ekki versta hlutafélag sem þú finnur á Islandi. Það er mest þörf á fólki í iðnað, verslunarstörf, í hafnsækna starfsemi, þar með talda fiskvinnslu, og svo á ríkisspítalana. Koma ríkisspítalarnir inn í þetta dœmi líka? Þeir gera það líka, já, og Borgar- spítalinn. Það er feikileg þörf fyrir fólk á ríkisspítulunum. Meira vil ég ekki segja að svo komnu máli. Þið senduð þeim þá kynningu á starfseminni? Við sendum þeim líka, já. Fylgdu með þessari kynningu hugmyndir ykkar um byggingu hús- nœðis svo og húsnœðismiðlun? Ég sendi þessa kynningu strax eft- ir stofnun fyrirtækisins, þ.e. íslensku atvinnumiðlunarinnar. Þá var hug- myndin ekki komin upp um stofnun Islensku húsnæðismiðlunarinnar þannig að sú hugmynd kemur ekki fram í þessari kynningu. Aftur á móti efast ég ekkert um að öll þessi fyrirtæki muni hafa samband við mig. Þannig að þú hefur dregið þá ályktun af viðbrögðunum við þessu bréfi hversu þörfin er mikil á erlendu vinnuafli? Ég dró þá ályktun eftir að fólk, sem ég hafði sent bréfið, hafði haft samband við mig og sagt mér þörf- ina hjá sínu fyrirtæki. jgg/fþg „Við höfum lagt til grund- vallar að þetta yrði hæfandi öllum, en ekki neinn fátækra- bragur á þessu. Boðlegt öllum.“ < '' ..—...... ERLEND YFIRSÝN eftir Magnús Torfa Ólafsson Tilnefning Borks var storkun við þingið „Þýðingarmesta verkefnið í innanlandsmálum á þessu þingi“ kallaði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti í sumar viðleitni sína til að fá öldungadeild til að stað- festa tilnefningu sína á Robert H. Bork í dómarastöðu í Hæstarétti Bandaríkjanna. Eftir atkvæðagreiðslu í dómsmálanefnd deildarinnar í fyrradag horfir afleit- lega fyrir forseta og hans mönnum. Níu nefndarmenn samþykktu að leggja til við öldungadeildina að hún hafnaði Bork. Einungis fimm hvetja deildina til að staðfesta tilnefninguna. sem stefnt hafði honum til að láta af hendi segulbandsupptökurnar frægu, sem bundu enda á forseta- feril hans í Watergate-málinu. Og ekki nóg með það, heldur reyndist Bork fara á svig við sannleikann í frásögn fyrir dómsmálanefndinni af þessari atburðarás. Aðstoðar- menn Archibalds Cox, saksóknar- ans sem Bork vék úr starfi eftir að yfirmenn hans, bæði Richardson dómsmálaráðherra og Ruckels- haus staðgengill hans, höfðu sagt Reagan forseti (t.h.) kynnir Bork hæstaréttardómaraefni fyrir bandarísku þjóðinni. Hæstiréttur Bandaríkjanna er voldug stofnun. Hann hefur með höndum að túlka stjórnarskrá landsins. Tveggja alda afmælis þess sögulega plaggs var minnst í sumar með kostum og kynjum. Það er á valdi dómaranna í hæstarétti að úrskurða, hvort lög- gjöf þings eða ákvarðanir ríkis- stjórnar í nafni forseta samræmist ákvæðum sem fulltrúar nýlend- anna þrettán gengu frá í Fíladelfiu síðsumars árið 1787 og gerðu úr þeim Bandaríki Ameríku. Sem vænta má koma einatt upp álitamál, þegar semja skal úr- lausnarefni á 20. öld ofanverðri að grundvallarreglum settum á þeirri 18. Túlkun og beiting stjórnar- skrárákvæða í dómstörfum í hæstarétti eru því veigamikið verkefni í bandarískri lögfræði. Þar hefur á þessari öld einkum verið tekist á um tvö meginsjónarmið. Annað kallast „ströng túlkun", hitt „athafnasemi í dómstörfum". Talsmenn „strangrar túlkunar" leggja megináherslu á að menn geri sér grein fyrir vilja stjórnar- skrárhöfunda í liverju efni og fylgi honum eindregið, hverjar svo sem afleiðingarnar verða. Fyrir áhang- endum „athafnasemi í dómstörf- um" vakir að beita meginstefnu sem stjórnarskráin birtir og gera hana að leiðarhnoða við að ráða fram úr úrlausnarefnum, sem stjórnarskrárhöfundar gátu sér enga grein gert fyrir að eftirkom- endunum bæri að höndum. Robert H. Bork aðhyllist ein- dregið „stranga túlkun" og hefur jafnt í prófessorsembætti við Yale- háskóla og dómarastöðu við al- ríkisyfirrétt haldið því sjónarmiði fram af leikni og hugkvæmni. Hann hefur áfellst harkalega dóma hæstaréttar á undanförnum áratugum i málum sem tryggja tjáningarfrelsi þeim sem halda fram óvinsælum skoðunum, setja friðhelgi einkalífs einstaklinganna ofar afskiptasemi stjórnvalda, staðfesta jafnrétti kvenna og ákveða lagavernd fyrir réttindi minnihlutahópa. Loks vill Bork sem minnstar hömlur leggja á at- hafnafrelsi framkvæmdavalds al- ríkisins, það er að segja forsetans. Af þessum ástæðum er Bork til- valinn að uppfylla það markmið Reagans að mynda með tilnefn- ingum í sinni forsetatíð meirihluta íhaldsmanna í hæstarétti, sem gæti aldurs vegna mótað laga- ramma bandarískrar þjóðfélags- þróunar framyfir aldamót. Jafn- framt gæti slíkur meirihluti dóm- enda ráðist í að ónýta verk frjáls- lynds meirihluta síðustu áratugi. Talsmenn Reagans hafa óspart lýst yfir, að með þessu móti eigi forset- inn kost á að láta eftir sig varan- lega arfleifð, gera reaganisma að mótandi afli í þjóðlifinu framyfir sinn dag. Þegar dómsmálanefnd öldunga- deildar hóf að spyrja Bork út úr og síðan hlýða á vitni með honum og móti fyrir þrem vikum voru fimm nefndarmenn yfirlýstir fylgis- menn staðfestingar á tilnefningu hans, fimm andvígir en fjórir enn óákveðnir. Fjórmenningarnir kváðust hlýða á dómaraefni og vitni en gera síðan upp hug sinn. Niðurstaða varð að allir fjórir greiddu atkvæði gegn staðfest- ingu á tilnefningu Borks. Þrír þesara miðjumanna eru demókratar en einn repúblíkani. Mestu varðar fyrir framhaldið af- staða Howells Heflin, demókrata frá Alabama og fyrrum dómara í hæstarétti fylkisins. Snemma þótti ljóst, að flestir í hópi 20 íhalds- samra demókrata frá suður- og vesturfylkjum myndu líta til for- dæmis hans. Atkvæði úr röðum þessara tuttugumenninga hafa einatt tryggt málum Reagans framgang í öldungadeild. Forseti kvaddi Heflin og fleiri miðjumenn til einkafunda við sig síðustu dagana fyrir atkvæða- greiðslu í dómsmálanefndinni. Þar hefur hann vafalaust boðið þau íríðindi og fyrirgreiðslur, sem á slíkum stundum tiðkast að for- seti veifi fyrir augliti úrslitaat- kvæða. Allt kom það fyrir ekki, en samt kveðst Reagan staðráðinn í að taka upp baráttu fyrir að öld- ungadeildin gangi gegn niður- stöðu dómsmálanefndar og stað- festi tilnefningu Borks. Pólitískt kraftaverk af því tagi telja flestir Reagan ofvaxið eins og nú er komið. Bæöi þingmenn og almenningur virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að dómara- efni hans standi utan við megin- farveg bandarískrar lögspeki yfir- standandi tíma, hann verði að telj- ast róttækt íhald. Á þeim grund- velli hafa mannréttindasamtök, kvennahreyfingar, verkalýðsfé- lög, samtök blökkumanna og fleiri minnihlutahópa sameinast í bar- áttu gegn staðfestingu á tilnefn- ingu Borks. Loks vegur það þungt í afstöðu margra þingmanna, að Bork lét Nixon fyrrum forseta nota sig til að reka úr starfi saksóknarann, af sér frekar en vinna slíkt óhæfu- verk fyrir Nixon, kváðu rangt hjá Bork að hann hefði lagt sig fram að halda rannsókninni á hendur Nixon áfram og skipa nýjan sak- sóknara. Þvert á móti væri þeim fullkunnugt um að dómaraefnið hefði haldið að sér höndum dag- ana sem úrslitum réðu og annarra verk hefði verið að bjarga rann- sókninni. Ronald Reagan sýnir i rauninni ofmetnað, þegar hann býst við að öldungadeildin staðfesti tilnefn- ingu hans i hæstarétt á einstakl- ingi sem rökstyðja má að teljist öfgamaður. Nýlega er lokið rann- sókn nefndar beggja þingdeilda á írans-Kontra-hneykslismálinu, þar sem leitt hefur verið í ljós með óyggjandi hætti að starfsmenn forsetans í Hvíta húsinu gengu af ráðnum hug í berhögg við laga- ákvæði og stjórnarfarsreglur til að koma fram vilja forsetans. North, Poindexter og þeirra nótar hög- uðu sér eins og Bandaríkjaforseti færi með alræðisvald og væri ekki bundinn af stjórnarskrá og lögum. Rannsóknarnefndin fór silki- hönskum um forsetann sjálfan, lét undir höfuð leggjast að spyrja úr- slitaspurninga og fylgdi lítt eftir at- hyglisverðum vísbendingum. Astæðan er augljós. Þingheimur skirrist við að leggja á bandarískt stjórnkerfi og þjóðfélag afleiðing- arnar af því, ef í ljós kemur, svo ekki verði undan vikist, bein aðild forsetans að lögbrotum og yfir- troðslum. Reagan hefur tvívegis svarið að halda stjórnarskrána og framfylgja lögunum af trú- mennsku. Eftir afdrif Bandaríkja- forseta allar götur frá því Eisen- hower skildi við embættið með sæmd þykir fæstum stjórnmála- mönnum fýsilegt að standa frammi fyrir því að sá sem nú skip- ar forsetastól sé uppvís eiðrofi og afsetjanlegur. En þegar sá sem í hlut á lætur eins og hann geti boð- ið sjálfri öldungadeildini hvað sem honum sýnist er varla hægt að bú- ast við að deiidarmenn taki slíku með auðsveipni. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.