Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 22
EINKAREIKNINGUR Eínkareikningur er nýr og betri tékkareikningur fyrir einstaklinga. 16% vextír Ársvextir eru nú 16% jafnt á háa sem lága innstæðu. Og það sem meira er; þeir eru reiknaðir daglega af innstæðunni en ekkiaflægstu innstæðu á 10 daga tímabili eins og á venjulegum tékkareikningum. Þessi ástæða ein ernægileg tilþess að skipta yfir í Einkareikning. 30.000 kr. yfirdráttur Einkareikningshafar geta sótt um allt að 30 þúsund króna yfirdrátt til þess að mæta tímabundinni þörf fyrir aukið reiðufé. 150.000 kr. lán Einkareikningshafar geta fengið lán með einföldum hætti. Lánið er í formi skuldabréfs til allt að 24 mánaða að upphæð allt að 150 þúsund krónur. Slík lánveiting erþó að sjálfsögðu háð öðrum lánveitingum bankans til viðkomandi. Hraðbanki Einkareikningnum fylgir bankakort sem veitir ókeypis aðgang að hraðbönkunum allan sólarhringinn. Q 5 Einkareikningurinn þinn í Landsbankanum. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Að loknum vinnudegi smartmynd DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Eg fékk að flytja á Einimelinn til ömmu. Frábært maður! Við höfum það líka eins og blóm í eggi, á með- an liðið heima borðar hveitiklíð, baunaspírur og baunastöppur í alla mata. Amma hefur örugglega gam- an af að hafa mig, því nú er hún ekki lengur að skrönglast ein í húsinu og hefur þar að auki einhvern til að elda fyrir. Hún hefur sko heitan mat, með sósu og öllu, tvisvar á dag. Þetta er lífið! Um daginn bauð amma mér meira að segja á veitingastað og þá er ég ekki að meina hamborgara- eða kjúklingastað þar sem maður getur varla andað fyrir steikingar- fýlu. Þetta var almennilegur staður, meira að segja kínverskur, með þjónum og víni og flottheitum. Ég var bara pínulítið hrædd við að borða þessa skrítnu rétti, vegna þess að ég heyröi pabba segja einu sinni að kínverjar notuðu stundum kanínur og ketti í matinn. (Það var reyndar þegar mamma og amma vildu fara á einhvern matstað í kína- hverfinu í London um daginn, en hann langaði meira í pízzu. Þess vegna tók ég heldur ekkert svaka- lega mikið mark á honum.) Islenski kínamaturinn var rosa spes. Amma splæsti svona blönduð- um rétti með alls konar litlum skál- um af mat og við vissum varla hvað var hvað. Ég er svo fegin að hafa þorað að prufa þetta, því það hefur engin stelpa í mínum bekk fengið svona! Á eftir bauð amma mér líka í bíó, en það var algjör bömmer. Við fórum á mynd á Kvikmyndahátíð- inni, af því að kellingin hélt að það væri svo mikill klassi yfir þannig snobbsýningum. En meira að segja hún sjálf hélt ekki út á þessari dellu og við löbbuðum okkur bara heim. Seinna sá ég viðtal við einn af köllunum, sem stjórnuðu bíóhátíð- inni, og hann var ógeðslega glaður af því að líklega yrði ekki tap á þessu. Ég bara meina það! Af hverju er eiginlega verið að halda svona hátíðir, ef það er ekkert hægt að græða á þeim? Annaðhvort eru mennirnir bilaðir eða þá að þetta er eitt af því sem pabbi borgar með sköttunum sínum. Það er annars ótrúlegt hvað hann pabbi borgar mikia skatta. Hann er alltaf að benda mér á hús og brýr og svoleiðis, sem skattpeningarnir hans hafa borgað. Meira að segja bíla. En á meðan pabbi minn borgar fyrir fleiri, fleiri ráðherrabíla þurfa sumir ekki einu sinni að borga sína eigin! T.d. pabbi hennar Bellu vin- konu. Bílnúmerið hans var birt í ein- hverju blaði og sagt að hann væri bara með bílinn að láni, eða láns- kaupum, eða eitthvað þannig. Það er sko barasta banki úti í löndum, sem á bílinn, takk fyrir. Ég veit ekki hvert mamma og pabbi ætluðu að komast, þegar þau sáu þetta í blað- inu. Pabbi hennar Bellu er nefnilega alltaf að þykjast vera æðislegur gæi, þó hann sé bara kall, og keyrir um á svaka sportbíl. Samt er hann líka að kaupa hús fyrir sig og nýju kon- una (sem er eiginlega bara stelpa) og verður að sjá fyrir mömmu henn- ar Bellu, af því að hún kann ekkert að vinna. Mamma segir stundum, þegar pabbi Bellu berst í tal, að þau pabbi eigi að stofna lítið fyrirtæki og hætta að borga skatta fyrir annað fólk. Hvað sem það þýðir. Verð að hætta, því maturinn er til. Það er forréttur, eftirréttur og ég veit ekki hvað! Bless, Dúlla. Notaðu endurskinsmerki -og komdu heil/l heim.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.