Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 35

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 35
Reykjavíkurborg er nú að þrotum komin með landrými fyrir fyrirtœki sem vilja stœkka við sig innan borg- armarkanna. Ný fyrirtœki sœkja í auknum mœli til nágrannabyggð- anna og þau eldri eru farin að flytja starfsemi sína þangað einnig. Það er ekki laust við að ákveðinn flótta- fiðringur hafi stungið sér niður í fyr- irtœkjum í Reykjavík á undanförn- um árum. Þessi fiðringur kemur nú upp á yfirborðið vegna hugsanlegs flutnings Sambandsins úr borginni til Kópavogs. Blóma- og uppgangs- tími atvinnulífsins í Reykjavík er aö fœrast til fyrrum svefnbœja ná- grannasveitarfélaganna. Af sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins hefur Reykjavík fengið flesta „flóttamennina" úr sveitum landsins undanfarin ár og áratugi. í nágrenni Reykjavíkur hafa hins veg- ar myndast þéttbýliskjarnar, sem notið hafa góðs af nálægð við höf- uðborgina, en það eru Kópavogur, Seltjarnarnes, Garðabær og nú síð- ast Mosfellssveit (-bær). Hafnar- fjörður hefur ennfremur stækkað og eflst vegna nálægðarinnar við Reykjavík. SVEFNBÆIR AÐ VAKNA Á síðustu árum hafa atvinnu- starfsemi og þjónusta af ýmsu tagi náð fótfestu í þessum nágranna- Aðstööugjöld sem hlutfall tekna byggðum þannig að nokkurt jafn- vægi virðist vera að komast á milli sveitarfélaganna hvað þetta snertir, a.m.k. þeirra sem næst eru Reykja- vik. Þéttbýliskjarnar sveitarfélag- anna utan höfuðborgarinnar og Hafnarfjarðar hafa verið að breytast úr hálfgerðum svefnbæjum yfir í að verða meiri vettvangur atvinnulífs- ins; Á sama tíma og minna svigrúm gefst innan marka höfuðborgar- innar fyrir útþenslu atvinnulífsins eykst það í nágrannabyggðunum. Þar er meira landrými til ráðstöf- unar en í Reykjavík, að Seltjarnar- nesi undanskildu. Þetta má meðal annars merkja af aukinni hlutdeild aðstöðugjalda af tekjum sveitarfé- laganna. í Kópavogi var hlutur að- stöðugjaldanna 7,5 prósent af heild- artekjum bæjarfélagsins árið 1982. í ár er gert ráð fyrir að þessi hlutur verði 12,5 prósent. í Hafnarfirði var hlutur aðstöðugjaldanna 5,2 pró- sent 1982 en gert er ráð fyrir að hlut- deild þeirra verði komin í 8,8 pró- sent á þessu ári. Svipaða sögu er að segja af öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Tekjur sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu eru mismiklar af atvinnustarfseminni. Þó að gert sé ráð fyrir rétt rúmum milljarði í tekj- ur með aðstöðugjöldum hjá Reykja- 1982 og á fjárhagsáætlun fyrir 1987 Sveitarfélag 1982 1987 Reykjavík 16,3 19,6 Kópavogur 7,5 12,5 Hafnarfjörður 5,2 8,8 Garðabær 4,3 5,3 Seltjarnarnes 1,7 4,2 EFTIR JÓN GUNNAR GRJETARSSON „Ég sé ekkert óeölilegt við það aö fyrirtœki flytji starfsemi sína frá Reykjavík til nœrliggjandi sveitarfélaga. Sannleikurinn er sá að það þrengir víða að í Reykjavik." Guðmundur Árni Stefónsson, bæjorstjóri HofnorfjarSar. ,,Algjör vatnaskil fyrir sveitarfélögin í kringum Reykjavík viö það að Reykjanesbrautin opnaðist. Þungamiðjan er alltaf að fœrast sunnar og sunnar og við höfum ansi mikið land sem telst vera miðlœgt." Kristjón Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs. „Það hefur ekki komið hér upp neitt sérstakt mat á því hversu stór fyrir- tœki þurfa að vera til að fá lóð. Viö höfum ekki veitt neinar undanþágur eöa beinar ívilnanir meö tilliti til þess." Ingimundur Sigurpólsson, bæjorstjóri Garðobæjor. ,, Aöstöðugjöld hjá okkur eru aðeins lœgri en í Reykjavík og hafa yfirleitt alltaf verið það, um 30 prósentum lœgri." Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjarnarness. „V'tð veitum engan afslátt á gjöldum, en aðstöðugjaldaprósentan er hlaupandi stærð og fer þá eftir eðli starfseminnar. Fyrirtœkjum er ekki mismunað eftir stœrð þeirra og eöli." Guðmundur Árni Slefónsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Flest sveitarfélög nýta sér álagningarmöguleika á aðstöðugjöldin til fulls." Ingimundur Sigurpólsson, bæjarstjórn Seltjarnarness. „BuUandi samkeppni milli sveitarfélaga höfuðborgarsvœðisins að fá fyrirtœki til sín." Guðmundur Árni Slefónsson, bæjarstjóri Hafnorfjarðar. „Því miöur er ekki nógu mikið samstarf milli sveitarfélaga á höfuðborg- arsvœöinu. Samstarfþessara sveitarfélaga mœtti vera meira og betra, en Reykjavíkurborg hefur alltaf dregiö fœturna í því samstarfi." Kristjón Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs. víkurborg á þessu ári er það ekki nema um 20,2 prósenta aukning í hlutdeild þeirra frá 1982. Á Seltjarnar- nesi er gert ráð fyrir sjö og hálfri millj- ón í tekjur með aðstöðugjöldum en það er hins vegar um 147 prósenta aukning hlutdeildar þeirra í heildar- tekjum miðað við árið 1982. Helsta skýringin á þessari miklu aukningu er verslunar- og þjónustumiðstöðin á Eiðistorgi. En nú er ekki meira landrými til þar á bæ til að freista annarra fyrirtækja, auk þess sem Nesið er varla nægilega vel i sveit sett til að laða til sín fyrirtæki. Sam- tenging við önnur sveitarfélög er sem stendur mjög bágborin. í Hafn- arfirði og Kópavogi hefur hlutdeild aðstöðugjalda af tekjum hins vegar aukist um tæp sjötíu prósent á sama tíma (1982—1987). SPÓNN ÚR ASKI REYKJAVÍKUR Það er því nokkuð ljóst að flutn- ingur fyrirtækja úr Reykjavík til nærliggjandi sveitarfélaga getur haft mikið að segja fyrir þau þó að um lítinn spón sé að ræða úr aski Reykjavíkur. Ef Sambandið flytti t.d. með sína starfsemi frá Reykjavík til Kópavogs þá er ekki um að ræða nema tæpra 5 prósenta missi fyrir höf- uðborgina af aðstöðugjöldum. En fyrir Kópavog þýddi það hins vegar um 50 milljónir til viðbótar þeim 58 milljónum sem ráð er fyrir gert í fjárhagsáætlun bæjarins á yfirstand- andi ári. Hér er því um nær tvöföld- un tekna af aðstöðugjöldum fyrir Kópavog að ræða. Auk þess eru svo fasteignagjöld sem næmu milljón- um króna. Ef við lítum aðeins víðar á dæmi SÍS þá er það bundið lögum að fyr- HELGARPÓSTURINN 35

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.