Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 36
Meö tilkomu Reykjanesbrautarinnar hafa opnast nýir og meiri möguleikar fyrir atvinnustarfsemi á stórum landsvæöum i nágrannabyggöarlögum Reykjavikur. irtæki skuli greiða öll aðstöðugjöld sín til þess sveitarfélags þar sem höf- uðstöðvarnar eru staddar. Þetta þýðir að SÍS myndi greiða öll að- stöðugjöld til Kópavogs, bæði af að- stöðunni við Sundahöfn í Reykjavík og af annarri starfsemi sem verður á vegum SÍS í Reykjavík. Höfuð- borgin er bundin í báða skó og á erfitt með að standa í samkeppni við hin sveitarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu. Reykjavík hefur t.d. ekki mikið svigrúm til að bjóða fyrirtækjum að- stöðu fyrir lægra verð en nú er auk þess sem lítið er um bletti innan borgarmarkanna fyrir þá aðstöðu. Ef við lítum aðeins aftur á dæmi SÍS þá hlýtur borgin að hafa í huga það fordæmisgildi sem af myndi hljótast ef því (SÍS) yrðu boðin lægri að- stöðugjöld eða ódýrara landsvæði fyrir starfsemina. Önnur fyrirtæki myndu eflaust fylgja í kjölfarið og heimta, eðlilega, sömu fyrir- greiðslu. Staða borgarinnar er því ekki sterk í þessari samkeppni og það getur reynst erfitt fyrir Reykja- víkurborg að „halda í" fyrirtæki sem vilja meira rými og lægri gjöld af starfsemi sinni. Þó að framboð á lóðum til upp- byggingar nýrra svæða fyrir iðnað og aðrar atvinnugreinar sé meira í nágrannabyggðum Reykjavíkur er þó ekki þar með sagt að þangað sé auðveldur gangur fyrir fyrirtækin. OLIS sótti t.d. um lóð við Reykja- nesbraut í Kópavogi, ekki langl þar frá sem SÍS hyggst setja niður höfuð- stöðvar sínar. Þar var ætlunin að reisa beinsínstöð og stórmarkað, en hugmyndinni var hafnað af Kópa- vogsbæ. Hins vegar var SHELL út- hlutað lóð undir bensínstöð. Hag- kaupsmenn hafa einnig fengið já- kvæðar undirtektir Kópavogsbæjar og eiga nú frátekna lóð undir IKEA í landi bæjarins. Þeir hafa reyndar sótt á önnur mið fyrir hugsanlega starfsemi IKEA, meðal annars í Reykjavík og Hafnarfirði, en ekkert hefur gerst í þeim málum ennþá. SÍS VELKOMIÐ Sveitarfélögin i nágrenni Reykja- víkur hafa vissulega ákveðið svig- rúm varðandi gjaldtöku af fyrirtækj- um og eiga auðveldara með að hliðra til í þeim efnum en Reykja- víkurborg. Þau geta valið og hafnað, ennþá, en allt stefnir í mikla sam- keppni þeirra á milli um fyrirtækin. „Það er þegar bullandi samkeppni milli sveitarfélaganna," segir Guð- mundur Arni Slefánsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, ,,en við höfum ekki þurft að hafa uppi neinn áróður til að laða fyrirtæki hingað. Við er- um býsna aflögufærir með land og getum rutt upp skipulagi á mjög skömmum tíma ef því er að skipta. Sambandið er t.d. boðið velkomið hingað." Mjög mikil aðsókn hefur verið í lóðir innan marka Hafnarfjarðar og á siðustu mánuðum hefur „rignt yfir umsóknum" um land í sveitarfélag- inu. „Við leggjum absolút áherslu á að fá fyrirtæki til okkar og vera hérna með mjög víðfeðma og fjöl- breytta atvinnustarfsemi." A höfuðborgarsvæðinu er nú þeg- ar orðin umtalsverð þörf fyrir hent- ugt, ódýrt land fyrir margs konar athafnir, hvers konar geymslu- og birgðasvæði og iðnað þeim tengd- an. Þó að Reykjavíkurborg hafi upp á um 3 þúsund fermetra að bjóða innan borgarmarkanna fyrir ýmis- konar iðnað virðist það ekki falla í góðan jarðveg hjá fyrirtækjunum. Auk þess er gert ráð fyrir að við þetta bætist um 275 þúsund fer- metrar austan Elliðaár á næstu 27 árum og um 185 þúsund fermetrar norðan Grafarvogs. Fyrirtækin kjósa frekar að stækka við sig á þeim lóðum þar sem þau eru þegar staðsett, en þar er orðið mjög þröngt. Það þykir vænlegri kostur að flytja starfsemina til nærliggjandi sveitarfélaga, enda virðist allur þungi athafnalífsins vera að færast meira í suðurátt frá Reykjavík en í norður og eða austur. Það er talin óumflýjanleg stað- reynd að fyrirtæki leiti í náinni framtíð eftir aðstöðu á þessum „nýja ás", eða á svæðinu í kringum nýju Reykjanesbrautina sem liggur ofan byggðar við Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Vera má að Sambandið hafi ýtt þessari skriðu af stað, en sveitarfélögin í nágrenni Reykjavík- ur eiga nú þegar í vaxandi sam- keppni um að fá atvinnustarfsemina til sín. A komandi árum má því bú- ast við straumi fyrirtækja frá höfuð- borginni svo fremi sem nægilegt land á góðu verði stendur þeim til boða í nærliggjandi sveitarfélögum. Það verður þó að hafa í huga að það eru einkum fjársterk fyrirtæki og einstaklingar með gott orð á sér í viðskiptaheiminum sem geta fært sér þetta aukna svigrúm í nyt. Svo gæti jafnvel farið að miðpunktur at- vinnulífsins færðist úr Reykjavík og dreifðist um nærliggjandi sveitar- félög. Fyrrum svefnbæir yrðu þá „hrókar alls fagnaðar", en eftir sæti Reykjavík með minni og félítil fyrir- tæki, auk opinberra stofnana. Nýjar atvinnugreinar spretta upp utan höfuðborgarinnar og fólk færi að flýja hinn „nýja svefnbæ". Eftir stæði Reykjavík sem bær hinna „litlu", en vaxtarbroddur þjóðlífsins stingi sér niður í kringum höfuð- borgina. KÓPAVOGSGRÝLAN Mikill ferðahugur virðist kom- inn í mörg gömul og gróin fyrir- tæki í Reykjavík. Lóðaumsóknir og fyrirspurnir hrannast upp í ná- grannabyggðarlögunum. Fram- boð af lóðum og landrými til stækkunar í framtíðinni er þar mikið, en það sama er ekki hægt að segja um höfuðborgina, í ná- inni framtíö að minnsta kosti. Þró- unin er í suður en ekki til norðurs og austurs frá Reykjavík. Samstarf sveitarfélaganna er ekki nógu gott hvað skipulagsmálin varðar og hefur „Reykjavík alltaf dregið fæt- urna í því samstarfi", segir Krist- ján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs. Mjög mörg fyrirtæki hafa leitað til Kópavogsbæjar um land fyrir starfsemi sína og í augum bæjar- stjórans er ekki laust við að þau noti ..Kópavog" eins og grýlu á Reykjavík til að fá eitthvað frani þar. Því er ekki hægt að neita að það er orðið nokkuð löng leið sem t.d. Breiðhyltingur þarf að fara ef hann starfar í vesturbæ Reykjavík- ur. Með tilkomu nýju Reykjanes- brautarinnar er mun styttra fyrir hann að sækja vinnu í Kópavog. „Við erum ekki með nein gylliboö eða undirboð til að laða til okkar fyrirtæki, miðpunkturinn er ein- faldlega að færast frá Reykjavík." SKIPULAGSSTOFA SELD? Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu hafa rekið skipu- lagsstofu urn nokkurra ára skeið. Forstöðumaður hennar er Gestur Ólafsson. Nú virðist sem hlutverki hennar sé lokiö og hún verði lögð niöur. Hafnfirðingar hafa lagt til að skipulagsstofan verði lögð niður og hún seld hæstbjóðanda. Skipt- ar skoðanir eru um það hvort selja eigi stofuna eða breyta starfsemi hennar. Sveitarstjórnir á höfuð- borgarsvæðinu eru sammála um að núverandi hlutverki skipulags- stofunnar sé lokið og henni eigi að breyta í gagnabanka eða „forum" svæðisins. Deilurnar standa um það hvort selja eigi skipulagsstof- una til hæstbjóðanda eða núver- andi forstöðumanni, Gesti Ólafs- syni. 36 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.