Helgarpósturinn - 08.10.1987, Side 11

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Side 11
EFTIR GUNNAR SMÁRA EGILSSON MYND HELGI J. HAUKSSON Valdshlýðinn hæstiréttur Urnræða um störf hœstaréttar sést ekki oft opinber- lega. Það er sjálfsagt fyrst og fremst sprottið af því að dómarar við hæstarétt hafa neitað að fjalla um störf sín utan réttarins. En þegar sú gagnrýni sem heyrst hefur á hæstarétt er dregin saman kemur í ljós ófögur mynd: Hæstaréttardómarar þiggja laun sín af ríkinu, aðstoða löggjafarvaldið við samningu laga og gæta hagsmuna framkvæmdavalds í dómum sínum — oft gegn rétti ein- staklingsins. EINLITUR HÓPUR Meöal þess sem hæstiréttur hefur verið gagnrýndur fyrir er að dómar- arnir hafa takmarkaða reynslu af opinberum málum. Fjórir af þeim dómurum sem nú sitja í réttinum eru komnir úr Borgardómi Reykja- víkur, þrír úr lagadeild háskóia ís- lands og einn úr almennum Iög- fræðistörfum. Enginn núverandi dómara hefur starfsreynslu af saka- dómi. Af átta dómurum hæstaréttar eru fjórir fyrrverandi dómarar við Borg- ardóm Reykjavíkur. Það eru þeir Magnús Thoroddsen, forseti réttar- ins, Bjarni K. Bjarnason, Gudmund- ur Jónsson og Hrafn Bragason. Auk þess var Þór Vilhjólmsson borgar- dómari áður en hann varð kennari við Háskóla íslands. Auk Þórs hafa þau Gudrún Erlendsdóttir og Magnús Þ. Torfason komið til starfa við réttinn eftir margra ára störf við lagadeild háskólans. Guömundur Skaptason er eini dómarinn sem hefur reynslu af almennum lög- fræðistörfum, en hann vann áður einkum við endurskoðunarstörf. málum af ýmsum toga. Reynsla lög- manna af dómsmálum er líka um margt af öðrum toga en dómara. Lögmenn kynnast viðskiptavinum sínum, sem oftar en ekki leita til þeirra með mikilvægustu mál lífs síns, beint. Það sem sker þó meira á milli dómara og lögmanna við almenn lögfræðistörf er að dómarar eru opinberir starfsmenn. Þá er komið að þeim þætti sem Hæstiréttur ís- lands hefur oftast verið gagnrýndur fyrir — að hann sé of vilhallur ríkis- valdinu og setji rétt þess skör ofar rétti almennra borgara. Vilmundur Gylfason, sem gagn- rýndi dómskerfið á sínum tima meira en nokkur annar hefur gert, orðaði þetta svo í óbirtri greinar- gerð um jafnaðarstefnuna og dóms- mál: ,,Hið valdshlýðna dómskerfi, sem reynist vera svo í mörgum dóm- um sínum, hagar sér með öðrum hætti eins og það heldur aö stjórn- kerfið vilji að það hagi sér." MANNRETTINDA- AKVÆÐIN LÍTIÐ VIRT I næsta mánuði kemur út bók eftir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmann þar sem hann gagn- rýnir hæstarétt fyrir sömu sakir, þó út frá öðrum forsendum. í bókinni rekur Jón Steinar sex hæstaréttar- dóma sem snerta mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar og gagn- Hœstirettur Islands í þeirri þögn serri hœstiréttur hefur slegiö um störf sín ‘ hefur gagnrýni á réttinn fengiö aö dafna í friöi. Samkvœmt henni er hœsti- réttur vilhallur ríkinu í dómum sínum og brýtur í þeim gegn rétti einstakl- ■ VASADAGBOK VIÐHORF UR EINKA- RÉTTI í ljósi þessa hafa lögmenn gagn- rýnt réttinn fyrir viðhorf sem um of eru mótuð af reynslu af einkamála- rétti. í sakadómi er beitt mun „hreinni juristik" við meðferð opin- berra mála en tíðkast í einkamálum. í dómum hæstaréttar í opinberum málum þykir þessi „hreina juristik" hafa spillst af einkamálaviðhorfi, sem er loðnara. Sem dæmi um þetta má nefna að í svokölluðu Skaptamáli voru allir lögregluþjónarnir sýknaðir af ákæruatriðum. Hins vegar komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að einn lögregluþjónninn hefði átt að gæta þess að Skapti Jónsson, slasaði sig ekki aftur í lögreglubílnum. En þó hæstaréttardómarara virð- ist frekar vera valdir úr röðum há- skólamanna og borgardómara en úr sakadómi hefur það einnig verið gagnrýnt að hæstaréttardómarar skuli yfir höfuð vera valdir úr röðum dómara á öðrum dómstigum. EINS OG STJÓRNKERFIÐ VILL í Bretlandi er til dæmis.hefð fyrir því að dómarar í æðstu ciómstigun- um koini úr röðum almennra lög- manna, með víðtæka reynslu af Hafðu allar nauðsynlegar upplýsingar í hendi þér. í Vasadagbókinni hefur þú aila hluti á einum stað: Dagbók, mánaðar- og ársáætlanir, nöfn símanúmer og heimilisföng, greiöslukort, minnisblöð og fleira. Vasadagbókin fellur aldrei úr gildi. Hún er lausblaðabók og þú skiptir um þau blöð sem úreldast. HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.