Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 24
BÓKMENNTIR / húsi andanna Isabel Allende: Hús andanna Skáldsaga Thor Vilhjálmsson þýddi Mál og mennina 1987 429 bls. Isabel Allende er lág- vaxin kona en kvik í hreyfingum, kinnbeinabreið með brún möndlulaga augu sem spegla í senn blíðu þess sem finnur til með öðrum og skerpu þess sem auðið er að sjá fleira en það sem liggur í augum uppi. I umræðum þeim sem hún tók þátt í, hvort sem var um stöðu skáldsögunnar á okkar dögum eða konur og bókmenntir, og einnig í fyrirlestri sem hún hélt, kom glöggt fram sérstaða hennar í hópi annarra rithöfunda sem voru á þessari hátíð. Sú sérstaða á að sjálfsögðu rætur í uppruna hennar frá álfu sem er full and- stæðna og mótsagna sem eru miklu meiri og öflugri en fólk á norðurslóðum getur ímyndað sér. í afstöðu til bókmennta og hlut- verks þeirra kemur þetta fram í því að hún telur meginhlutverk bókmenntanna að eiga erindi við fólk til þess að gera því veröldina eitthvað skiljanlegri en hún er, en um leið víkka hana út og taka með í reikninginn þætti tilverunnar sem ekki eru bundnir hinum hefð- bundna efnisheimi. Hún hafnar því þegar verið er að tala um suð- uramerískt furðu- eða töfraraun- sæi, vegna þess að hinn heiti veru- leiki þessa heimshluta taki öllum furðum og ímyndunum fram. Um þessa athyglisverðu konu og sagnaþul, reynslu hennar og af- stöðu til tilverunnar mætti margt enn segja en hér verður staðar numið og snúið að bók hennar, Húsi andanna, sem kom út meðan á bókmenntahátíð stóð. Ég held að einna best sé að lýsa verkinu með því að skipta því í þrjá hluta. Fyrsti hlutinn, sem spannar rúmlega fyrsta þriðjung verksins, segir frá veröldinni eins og hún var á fyrri hluta aldarinnar og þar er Esteban Trueba aðalper- sóna. Lýst er uppgangi hans og efl- ingu úr fátækt í mikið ríkidæmi. Grundvöllur valda hans og auð- legðar er land sem fjölskylda hans á frá fornu fari en er allt í niður- níðslu þegar hann hefur þar mikla uppbyggingu. í þessum lýsingum koma vel fram þeir þjóðfélagshóp- ar sem landið byggja og einkenni þeirra, þar sem Esteban verður erkitýpa fyrir landeigendur. Eiginkona Estebans er Clara hin skyggna sem gengur að eiga hann öllum að óvörum, en tilkynning um það eru fyrstu orðin sem hún mælir eftir níu ára þögn, þá átján ára. Clara er mikil undrapersóna, sér atburði fyrir og getur hreyft hluti með hugarorku og er í beinu sambandi við anda hússins. Ann- ars ættu Islendingum ekki að koma svona konur á óvart því hér eru þær enn á hverju strái, þó vissulega hafi Clara sín suðuramer- ísku einkenni. Það er einkum í samanburði við hana og í um- gengni við hana sem mynd Estebans sem harðstjóra skýrist. Með lýsingu á veröld Clöru og síð- ar dóttur hennar Blöncu og loks dótturdóttur Ölbu er sýnd tilvera kvennanna í þessu samfélagi sem gefur verkinu óvenjulega vídd og gerir kúgunina og harðstjórnina ennþá grimmilegri. í öðrum hluta verksins er lýst upplausnarástandi, breytingum sem smám saman verða harðari um leið og upplausn samfélagsins verður meiri. Hér eru það börn Estebans sem eru í forgrunni sög- unnar en þau halda hvert um sig út á sínar gjörólíku brautir, fjöl- skyldan sundrast og hver hyggur að sínu og ættfaðirinn hefur ekki lengur vald á sínu fólki. Sama ger- ist í þjóðfélaginu, yfirstéttinni gengur æ verr að ráða yfir alþýð- unni uns einn góðan veðurdag að hinir fátæku sigra í kosningum. í þriðja hlutanum, þar sem Alba er orðin aðalpersóna, er lýst tím- anum frá kosningu hins vinstri- sinnaða forseta og nokkuð fram- yfir valdatöku hersins. Þessi frá- sögn finnst mér ákaflega mögnuð þó hér kveði við allt annan tón en fyrr i sögunni. Með lýsingum á hlutskipti nokkurra einstaklinga tekst höfundi að kalla fram mjög skýra mynd þessara viðburða. Það sem mér finnst athyglisverðast við þennan hluta frásagnarinnar er hlutskipti millistéttar og yfirstéttar sem stendur með aðstoð erlends valds að valdaráni hersins, en verður fyrr en varir fyrir barðinu á hernum. Þarna hefur milli- stéttin og yfirstéttin magnað upp draug sem hún ræður ekki við og snýst gegn skapara sínum. Þessi saga er stórbrotin lýsing á örlögum einstaklinga sem búa við miklar öfgar hvar sem á er litið. í örlögum þeirra speglast hvort tveggja í senn harmsaga einstakl- inga og þjóðar. Persónurnar eru óvenjulegar og andstæðufullar, öðlast ólgandi líf á síðum bókar- innar og halda lesanda föngnum. Thor Vilhjálmsson hefur þýtt Hús andanna. Ekki get ég dæmt um trúnað hans við frumtextann en hitt veit ég að í hans búningi er sagan ákaflega læsileg, still henn- ar fjölskrúðugur og lifandi. Þetta er bók sem erfitt er að leggja frá sér fyrr en lestri er lokið. G.Ásl. Annarleg París Árni B. Helgason París — sögubók Fjöregg 1987 392 bls. Síðsumars kom út bók eftir ung- an höfund sem ekki hefur áður kvatt sér hljóðs, skáldsaga upp á tæpar 400 síður, og hafa margir færst minna í fang með fyrsta skáldverki sínu. Saga þessi gerist á einhverjum torkennilegum stað sem virðist geta verið á íslandi, langt frá öðr- um byggðum og mjög einangrað- ur að því er virðist. I fjarska eru olíuborturnar þó það skipti reynd- ar engu máli i sögunni. Samfélagið í þorpinu er undarleg blanda af stórborg og smábæ. Þarna er út- varpsstöð og sjónvarpsstöð, dag- blað, leikhús o.fl. sem bendir til stórborgar en annað svo sem stutt aðalgata, kunningsskapur fólks og deilur milli einstaklinga sem benda til smábæjarins. Misvísanir af þessu tagi gera það erfitt fyrir lesandann að átta sig á því um hverskonar umhverfi þarna er eig- inlega að ræða. Ónákvæmni af þessu tagi setur mark sitt ákaflega mikið á þessa bók. Þrátt fyrir margvisleg söguefni verður óná- kvæmni í framsetningu þeirra til þess að þau meira og minna gufa upp, og tækifæri sem bersýnilega eru fyrir hendi eru ekki notuð. Persónur sögunnar verða aldrei sérlega ljósar fyrir lesanda, frek- ast að ein og ein aukapersóna öðl- ist líf á pappírnum. Aðalpersónur eins og bæjarstjórinn, ritstjórinn, hellumeistarinn ná aldrei lengra en að verða óljósar hugmyndir þrátt fyrir mikla fyrirferð í sög- unni. Meginástæðan fyrir því að ekki hefur betur tekist til með þessa sögu er stíll höfundarins. Hann hefur einstakt dálæti á sérkenni- legum orðum, sjaldgæfu orðalagi, kringilyrðum og hátíðlegri orða- eftir Frey Þormóðsson og Gunnlaug Ástgeirsson röð. Þetta gerir það að verkum að textinn verður fádæma tilgerðar- legur. Stílbrögð af þessu tagi er auðvitað allt í lagi með að nota, þá og þegar það á við, en þegar ekk- ert lát verður á tiktúrum af þessu tagi í tæpar 400 síður verður það ákaflega leiðigjarnt og þreytandi. Ég verð að játa að ég skil ekki almennilega hvernig á því stendur að höfundur lætur svona mikið verk frá sér fara með þessum hætti. Það er augljóst að það er mikið verk að skrifa sögu upp á 400 síður enda virðist höfundur hafa unnið að þessu verki í nærri tíu ár, og ætti þess vegna að hafa haft næg tækifæri til þess að sækja ráð til einhverra. Það er ekki hægt annað en að vera svolítið dapur yfir bók eins og þessari. G.Ást. Dirrindí fuglanna Þegar útgefendur hafa sagt NEI getur skáldið gert annað tveggja; að stinga skáldskapnum niður í kassa og bera upp á háaloft, eða grípa til eigin ráða og spyrja ekki um kostnað, smíða bók og gefa hana út í eigin nafni. Þennan kost hafa skáldin sem betur fer oft val- ið, annars væri vald misviturra út- gefenda óhuggulega mikið yfir mörkum skáldskapar og skáld- óskapa. Stærsti gallinn við eigin- útgáfurnar er hins vegar óviss dreifing og lítil kynning og um- fjöllun. Bækurnar liggja sjaldnast frammi í bókabúðum, en er dreift af handahófi með dyrasölu til kunningja og kunningja þeirra. Því má með sanni kalla eiginútgáf- urnar neðanjarðarstarfsemi, nán- ast eins og ólöglegur og siðlaus undirróður, en með þessum hætti hefur ljóðaútgáfa þrifist hvað best. Með eiginútgáfunni getur grósku- mikil bókaútgáfa nýgræðinga hins vegar farið auðveldlega framhjá þeim sem vilja fylgjast með því nýjasta í íslenskum skáldskap. Kristín Ómarsdóttir gaf í sumar út fyrstu ljóðabók sína, / húsinu er þoka, í eigin útgáfu, en Kristín vann leikritasamkeppni Þjóðleik- hússins 1985 með einþáttungnum Draumum á Huolfi, sem sýndur var á litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur. Ljóðabókin er vel hönnuð af Lars Emil Árnasyni og litiausar strangflatarmyndir hans á milli kafla eru mátulega áhrifa- litlar á innihald ljóðanna, þær virka best sem hvíld fyrir andann og augað. Forsíðunni er erfitt að rugla við aðrar, skærgulir, bláir og bleikir fletir mynda upphafsstafi skáldsins. Bókin er hundrað blað- síður og prentuð hjá Offsetfjölrit- un. Bókin skiptist í fimm kafla sem allir hanga saman á hinu stóra við- fangsefni Kristínar, ástinni. I opnunarljóði bókarinnar ber Kristín sig nakta á bórð og alls- lausa, þar bada ég mig, undir glugganum, fyrir þig, og undir- strikar með því að skáldið er að gefa sig sjálft í ljóðunum, ást þess er ekki lítil til lífsins. En efasemd- irnar eru yfirgnæfandi. Eftir að hafa tilkynnt að skaut konunnar sé á bragðið eins og rækja segir í ljóðinu „Ferðamaður": — Líttu hið fagra! Og minnist um leid þín, Magdalena, íhuganum. Hann sýnir mér þá kynfœri sitt, — ad eilífu upphafiö. Sœöin blýföst. Og ég segi: — Þá þýdir nú litiö fyrir þig ad matast. Með sjálfa guðsmóðurina í huga efast skáldið um tengslin á milli ástar og kynlífs og bendir á að kynlífið fullnægi ekki ástarþránni og hafi kannski ekkert að gera með ást. Samt er það kynlífið sem sífellt ryðst fram fyrir í lífinu sem glöggt er í Ijóði 3 „í Garði í stór- borg“: Lœdumst á tánum inní grœnar hamfarir. Augu þín blaut. Mokum uppúr hvort ööru ópum dýrsins. Spurningarnar í ljóðum Kristín- ar eru risastórar, hvað er þessi ást sem fangar mann viljugan í gadda- vírsgirðingu? Eru tveir einstakl- ingar í faðmlögum nær hvor öðr- um en aðrir? I framhaldi ljóðsins segir: Eg teygi uarir þínar. Þú litar kinnar mínar. Drekkur hrœöslu augna minna. Hver ertu Hver ertu Ástin birtist stundum sem eign- arhald. Svo segir stúlkan í ljóðinu „Leyndarmál stelpunnar og ris- ans“, en í nafninu meitlast einmitt vanmáttur hennar gagnvart ást- inni og hinu allseignandi karlkyni. í ljóðabálknum „Eg er hugarflug og floginn" veltir skáldið því fyrir sér hvort ástin sé yfirleitt til, hvort hún sé ekki týnd í viðjum vanans: þaö er morgunn og ég suaf — ég man ekki síöan hvenœr ogþú ert hjá mér — alueg siöan alltaf Þannig heldur skáldið áfram að velta fyrir sér ástinni sem kannski er ekki annað en afneitun ein- semdarinnar. í „Lóuversi 1“ er ein bón; Vertu hjá mér, þaö eru suo fá- ir, ekki einn, ekki neinn. Hring- ferðir skáldsins verða margar um flóknar vegleysur ástarinnar og ætíð án svara við sífellt fleiri spurningum. Kristín er mjög upptekin af fuglalíkingum eins og bálkurinn „Eg er hugarflug og floginn" vitn- ar um, en frelsið öðlast skáldið að- eins á vængjum hugans: Augu þín fuglsins segja: — geröu eitthuaö! — Fuglar para sig á vorin, verpa og liggja á meðan makinn ber ætið að, svo koma ungarnir og svo fara ungarnir og að hausti skiljast pör- in í stóru flokkana og fljúga á burt. Þannig endurtekur tilvist fugl- anna sig ár frá ári til þess eins að viðhalda stofninum, án spurninga um tilgang eða ást. Éru ástir mannanna í raun merkilegri eða dýpri? Kristin veltir upp hversdagsleg- ustu útgáfum ástarinnar, en einnig örgustu afbrigðum því ástin birtist aldrei eins í tvö skipti, hvorki í raunverunni eða í Ijóðunum. Full efasemda spyr hún spurninga um tilgang og tilvist ástar í manneskj- unni og þeirra á milli. Ljóðin eru kraftmikil og vönduð þar sem engu orði virðist ofaukið og mað- ur nær aldrei að tæma bikar merk- ingarinnar alveg til botns. Maður heldur og manni finnst, en við næsta lestur kemur annað og meira í ljós. Slík eru einkenni góðra ljóða. Eftir lestur bókarinn- ar er engu svarað um ástina, en spurningar og hugsanir lesandans um hana margfalt fleiri. Til er bókin / húsinu okkar er þoka. Jibbíkóla og húrra fyrir þeim sem eru sjálfum sér trúir og stunda neðanjarðarstarfsemi, því gleymskan er gráðugur kisi í kassa á háu lofti sem breimar og kelar af geðþótta og eigin hagsmunum, eins og útgefandi. Það sveimar alltumlykjandi þoka í húsi hugans og óvissan ein stendur eftir. Samt er ástin eitthvað sem er. Titlar ljóðaleikritanna í 5. kafla gætu í því ljósi myndað þema bókarinn- ar: Þau vaka, Þau komu aö huort ööru, Þau hutsla, Þau bíöa, Þau líöa, Þau dirrindía. TÍMARIT Máis ogmenningar, 3. hefti, er komið út, fjölskrúðugt að efni að vanda. Yfir 20 höfundar skrifa í tímaritið að þessu sinni, bæði greinar fræðilegs efnis og skáldskap. Meðal þeirra sem eiga í tímaritinu ljóð að þessu sinni eru Stefán Höröur Grímsson, Anton Helgi Jónsson, Sjón og Kristján Árnason, auk annarra. Að auki ritar Berglind Gunnarsdóttir grein sem hún nefnir Er ljóðið glataður tími? og er eins konar varnarræða fyrir skáldskapinn. Tvær greinar í heftinu snúast um fornar merkisbækur: Tryggui Emilsson skrifar um Vída- línspostillu og húslestrarhefðina og Gunnar Haröarson ritar grein sem hann nefnir Enn um Islendingabók, þar sem hann hafnar þeirri skoðun að gera þurfi ráð fyrir tveimur gerð- um Islendingabókar. 1 heftinu eru tvær greinar um íslenska rithöf- unda; Árnilbsen ritar grein um Birgi Sigurösson og Ástráöur Eysteinsson aðra um Thor Vilhjálmsson. Einnig má í heftinu nefna grein um Trag- edtur eftir Jón Proppé og grein Þór- hildar Ólafsdóttur um franskar bók- menntir. Jafnframt hefur hún þýtt smásögu eftir franskan höfund, Le Clézio. Siguröur A. Magnússon hef- ur einnig þýtt smásögu fyrir tímarit- ið, eftir suður-afríska rithöfundinn Alan Payton. Að auki má nefna smá- sögu eftir Steinunni Siguröardóttur sem höfundur kallar Konu og kind. Ennfremur eru í heftinu ritdómar um nýlegar bækur, samkvæmt venju. Ritstjórar eru þau Silja Aöal- steinsdóttir og Guömundur Andri Thorsson, en þetta mun vera fyrsta heftið sem hann tekur þátt í að rit- stýra. VAKA/ HELGAFELL heid ur áfram að gefa út verk Halldórs Laxness. Forlagið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á verkum hans er- lendis og núna er að koma út fyrir enskumælandi markað hátíðar- og afmælisútgáfan af Sögunni af brauöinu dýra. Bókin, sem er mynd- skreytt af Snorra Sveini Friörikssyni, var gefin út hér fyrr á árinu í tilefni 85 ára afmælis Halldórs. Nú kemur hún sem sagt út á ensku, heitir þar Bread of Life, og það er sjónvarps- og menningarfrömuðurinn Magnús Magnússon sem hefur þýtt söguna. Eftir því sem fregnir herma er í gangi töluvert átak hjá Vöku/- Helgafelli í þá átt að gefa bækur Laxness út á erlendum málum og endurvekja útgáfu þar sem hún hef- ur fallið niður á síðustu árum. 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.