Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 40
H^kátstjóri Helgartíðinda er adalpersónan í nýrri spennusögu sem kemur út hjá Svörtu og hvítu nú fyrir jólin. Þetta kvað vera póli- tískur þriller sem gerist í Reykja- vík í mjög náinni framtíð, eftir einar kosningar eða svo. Þar verða ekki einungis á ferðinni blaðamenn og ritstjórar, heldur líka stjórnmála- menn sem flækjast í ýmis hneykslis- mál og skandhala, sem er víst ekki alveg laust við að minni á Hafskips- málið. Þar á meðal neyðist sjálfur forsætisráðherra lýðveldisins til að segja af sér. 'En nú versnar í málinu, því ekki fæst uppgefið hver höfund- ur bókarinnar er, heldur skrifar hann undir dulnefninu Tómas Davíðsson, sem kvað líka vera nafnið á aðalsöguhetju bókarinnar — ritstjóra Helgartíðinda. Titill bók- arinnar er Tungumál fuglanna og segja þeir sem séð hafa að þetta sé hin dægilegasta lesning... E af fyrstu verkefnum al- þingis er að kjósa menn í þing- nefndir og nokkrar mikilvægar stjórnir utan þings. Stjórnarand- stöðuflokkarnir þrír, Alþýðu- bandalagið (8 þingmenn), Borg- araflokkurinn (7) og Kvennalist- inn (6), hafa að undanförnu haldið a.m.k. þrjá fundi um samstarf í kom- andi þingnefndakjöri, sem að sögn eins þessara þingmanna ,,er ótrú- lega flókið púsluspil, þar sem allir eru í vandræðum með efri deildina". Enn hafa þessir flokkar ekki hafið samninga um kjör í stjórnir og ráð utan þingsins, en það er sameigin- legt hagsmunamál stjórnarandstöð- unnar að standa sem mest saman við þessar kosningar, því annars verður yfirburðastaða stjórnar- flokkanna því meiri. Ýmsar þunga- vigtarstjórnir koma fljótlega til kasta þingsins, þar sem mest ber á stjórnum Byggðastofnunar (7 stjórnarmenn), Húsnæðisstofn- unar ríkisins (7), útvarpsráðs (7), tryggingaráðs (5) og mennta- málaráðs (5), auk þess sem kosið verður í áfengisvarnaráð (4), út- hiutunarnefnd listamannalauna (7) og Þingvallanefnd (3). Stór spurning í dæminu er hvað Stefán Valgeirsson gerir, hvort hann gengur í Framsóknarflokkinn eða gengur til liðs við stjórnarand- stöðuna. Ef stjórnarandstöðuflokk- Góða helgi! Pú átt þaö skilið SS PIZZAHL'SIIJ Grensásvegi 10, 108 R. S:39933 arriir þrír ná saman verða þeir ekki í vandræðum með 7-manna stjórn- irnar, en öðru máli gegnir um þær stjórnir sem eru fámennari, því þar gæti aðstoð Stefáns skipt miklu máli. Það sem e.t.v. dregur úr samn- ingsvilja Stefáns nú er sú staðreynd að bankaráð ríkisbankanna hafa þegar verið mönnuð til ársloka 1989 eða lengur og Stefán því enn með sinn feitasta bita, bankaráðsfor- mennskuna í Búnaðarbankanum, og formennskuna í stofnlánadeild landbúnaðarins að auki. I samn- ingum stjórnarandstöðuflokkanna má hins vegar búast við mestum slagsmálunum um setu í stjórnum byggðastofnunar og húsnæðimála- stofnunarinnar. . . I£ I vbkröfludraugurinn lifir enn góðu lífi. Ef ekki er verið að eyða hundruðum milljóna króna af skatt- peningum almennings í vonlausa stóriðju þá er verið að gefa eftir og afskrifa skuldir draumórafyrirtækj- anna. Við samningu komandi fjár- laga hefur verið tekist á um að skera hér og þar til að ekki þurfi að hækka skatta um of. Framlag í Bygginga- sjóð ríkisins verður a.m.k. 200 milljónum króna lægra en fyrirhug- að var. Niðurgreiðslur á vöruverði eru skornar niður og skattar stór- hækkaðir til að fjárlagagatið verði ekki miklu stærra en einn milljarð- ur. En núna hafa þær fréttir borist út að hið opinbera ætli sér að afskrifa allt upp í 500 milljóna króna skuldir Sjóefnavinnslunnar hf., hinnar nýju Kröflu. Þetta er hálft fjárlaga- gatið. Upphæðin er talsverðu hærri en ríkið ver í ár til Byggingasjóðs verkamanna eða landhelgis- gæslunnar svo dæmi séu tekin og um fjórfalt íramlagið til fram- kvæmdasjóðs aldraðra... A Suðurlandi er viða rikjandi óánægja meðal félagsmanna kaup- félaga og annarra samvinnufyrir- tækja með fjarstýringu SÍS-veldisins á málefnum heimamanna. Þannig munu félagsmenn í Kaupfélagi Árnesinga hafa lagt til og fengið samþykkta á síðasta aðalfundi kaupfélagsins tillögu um að félagið stækkaði hlut sinn í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Meitlinum hf. í Þorlákshöfn, en hlutur þess er nú innan við 10%. SÍS á 56% í fyrir- tækinu og olíufélag samvinnuhreyf- ingarinnar, ESSO, á bróðurpartinn af afganginum og vildu kaupfélags- menn einkum kaupa hlut af olíufé- laginu, sem á hinn bóginn neitaði að selja í óformlegum þreifingum. For- stjóri Meitilsins, Páll Jónsson, og kaupfélagsstjórinn, Sigurður Kristjánsson, hafa átt í deilum vegna þessara og annarra mála og mun Páll hafa gefið út dagskipun í Meitlinum um að ekki yrði verslað við KÁ, hvorki á Selfossi né í nýja útibúinu í Þorlákshöfn. Þá hefur kaupfélagsstjórinn staðið í deilum við bæjarstjórn Selfoss, sem ekki vill kaupa af honum gamla kaupfélags- húsið á því verði sem hann setur upp. Á meðan bíður ónotuð en fok- held efri hæðin í hinu nýja stóra vöruhúsi kaupfélagsins og hleður utan um sig fjármagnskostnaði. . . PHANTOM RED Hún er heillandi. Brosandi umvefur hún sig töfrum. Phantom red er liturinn hennar vegna þess að í hverri konu blundar löngun til að skapa örlitla ringulreið. Hún notar Margaret Astor Ultra-soft varalit og Ultra-diamant naglalakk nr. 59, ásamt augnskugga nr. 40 og 41. Phantom red er haustlínan ’87 frá Astor. Varalitir og naglalökk nr. 55, 56, 57, 58, 59, 60. Augnskuggar Single, nr. 40 og 41. Augnskuggar Duo, nr. 32 og 33. Augnblýantar, Augnbrúnablýantar, Kinnalitir, Cream Rouge, nr. 94 og 95. nr. 90 og 91. nr. 21 og 22. ÓGLEYMANLEGIR LITIR 40 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.