Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 7
 . *rrrm.' if' | i iii iii II 11H 'IH TBn 71 11 i-w X. :$i* Frystihús Frosta á Súöavik. Kaup Togs hf. á hlutabréfum i Frosta síöastliöið vor blandast nú í kærumál vegna meints misferlis sparisjóðsstjórans á staönum. SPARISJÓÐUR í BÍLABRASKI í kjölfar rannsóknar bankaeftirlits Seðlabanka ís- lands á viðskiptum Sparisjóðs Súðavíkur hefur málinu verið vísað til ríkissaksóknara. Rannsóknin beinist einkum að viðskiptum sparisjóðsins við eiganda skemmtistaðarins Djúpsins á ísafirði, sem einnig átti tískuverslunina Tískuhúsið á ísafirði. Þá eru einnig til rannsóknar bílaviðskipti Sparisjóðsins á Súðavík. „Okkur ber skylda til að fylgjast með því að bankar og sparisjóðir fylgi lögum og reglum og ef við teljum að svo sé ekki vísum við þeim málum rétta boðleið," sagði Þórður Ölafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins, þegar Helgar- pósturinn ræddi við hann um mál- ið. ALLT EIGIÐ FÉ í HÆTTU Stór hluti eiginfjár Sparisjóðs Súðavikur er í húfi vegna við- skipta sparisjóðsstjórans, Hálfánar Kristjánssonar, við Þórólf Ingólfs- son á Isafirði. Þórólfur rak á sínum tíma skemmtistaðinn Djúpið á ísa- firði auk tískuverslunarinnar Tískuhússins, en þessum stöðum hefur nú báðum verið lokað. Þór- ólfur var í viðskiptum við Spari- sjóð Súðavíkur frá 16. mars til 24. apríl og fór á þeim tíma vel fram yfir é tékkhefti á vormánuðum, eða um 2 milljónir króna. Tékkheftið var hins vegar í nafni sambýliskonu Þórólfs og var það lögfræðingur konunnar, Jónatan Sveinsson, sem Iagði fram kæru á hendur Þórólfi og fór jafnframt fram á að hlutdeild sparisjóðsstjór- ans, Hálfdánar Kristjánssonar, að málinu yrði könnuð. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins hafði Hálfdán Kristjáns- son sparisjóðsstjóri ekki heimild sparisjóðsstjórnar til að veita um- ræddum aðila yfirdrátt fyrir meira en 200 þúsund krónur. Sparisjóður Súðavíkur er ekki stór sjóður, með skráð eigið fé um síðustu áramót að upphæð 2,8 milljónir króna. HÁLFDÁN TELUR FÉÐ EKKI TAPAÐ Hálfdán var í samtali við Helgar- póstinn bjartsýnn á að sparisjóðn- um tækist að endurheimta um- rædda fjárhæð og vísaði í því sam- bandi til skuldabréfs upp á 2,7 milljónir króna sem Þórólfur lét sparisjóðnum í té sem tryggingu fyrir skuidum sínum. Það skulda- bréf fékk Þórólfur þegar hann seldi Steinþóri Friðrikssyni Djúpið um mánaðamótin maí—júní. Heimildir Helgarpóstsins herma hins vegar að veð fyrir skuldabréf- inu séu alls ófullnægjandi, aðeins húseign sem metin er á 1,3 millj- ónir króna. Auk þess sé mjög tæpt að sparisjóðurinn fái haldið skuldabréfinu, þar sem þrotabú ,,Þad er engin spurning ad það er Frostamáliö sem er kveikjan að þessu," sagði Hálfdán Kristjáns- son, sparisjóðsstjóri á Súðavík, í samtali viö Helgarpóstinn. ,,Ég skrifaði grein í Bæjarins besta fyrir nokkru þar sem ég sagði það hreint og klárt að Jóna- tan Sveinsson hæstaréttarlögmað- ur hefði misnotað sér skjólstæðing sinn, þ.e. sambýliskonu Þórólfs Ingólfssonar, til að hefja þetta mál. Þeir aðilar sem þessu máli tengjast virðast telja að nái þeir að koma höggi á mig sé mikið unnið. Þann- ig eru hreinar línur að þegar Jónatan Sveinsson fer af stað án þess að afla sér nokkurra gagna um þetta hlaupareikningsmál og hleypur í fjölmiðla án þess að við- hafa eðlileg vinnubrögð, þá leiðir það til þess að ég verð fyrir veru- legu áfalli sem persóna. Jónatan Sveinsson er lögmaður Togsmanna. Hann byrjar á þvi að Þórólfs Ingólfssonar muni gera kröfu til bréfsins og að öllum lík- indum fá. Þá kvað Hálfdán ljóst að spari- sjóðurinn hefði kröfu á framseli- endur þeirra ávísana sem Þórólfur hefur gefið út og að þeir væru ábyrgir fyrir ávísununum. Pen- ingarnir fengjust því inn. Heimildir Helgarpóstsins segja hins vegar að sýslumannsembætt- ið á ísafirði hafi átt stóra ávísun útgefna af Þórólfi og það neiti að greiða sparisjóðnum eftir að hafa haft samband við bankaeftirlit Seðlabankans og fengið túlkun þess á lögunum. Því sé allsendis óvíst og reyndar ólíklegt að spari- sjóðurinn fái inn peninga eftir þessari leið. FAÐIR HÁLFDÁNAR ER FORMAÐUR STJÓRNAR Þessi atriði munu hafa upplýst i rannsókn bankaeftirlitsins í vor. koma sem lögmaður hrepps- nefndar og segja henni að þetta sé allt í lagi og við munum aldrei missa tökin í Frosta. Síðan hleypur hann yfir og gerist lögmaður Frosta hf. við að aðstoða þá við sölu á hlutabréfunum. Síðan gerist hann lögmaður Togs hf. og aðstoð- ar þá við að kaupa meirihlutann í Frosta hf. Þetta hef ég bent honum á og hann varð sár við og ég efast ekkert um að þarna séu tengsl á milli, þegar hann lætur sambýlis- konu kæra manninn sinn og óskar jafnframt eftir hugsanlegri rann- sókn á aðild sparisjóðsstjóra að umboðssvikamáli," sagði Hálfdán. Sagðist Hálfdán hafa lagt hug- mynd sína að bílaviðskiptunum fyrir stjórn sparisjóðsins og hún verið henni samþykk. Umræddur staðgreiðsluafsláttur hafi numið um 300 þúsund krónum samtals. „Það má kannski deila um hvort þetta er eðlilegur viðskiptamáti. Við frekari rannsókn mun síðan hafa komið í ljós að sparisjóðs- stjórinn hafði fleira í pokahorninu. Hálfdán Kristjánsson hafði á veg- um sparisjóðsins farið út i bilavið- skipti á þann veg að bifreiðir voru keyptar af sparisjóðnum gegn staðgreiðslu og því með stað- greiðsluafslætti. Síðan seldi spari- sjóðsstjórinn viðkomandi bifreiðir án þess að veita kaupendum stað- greiðsluafsláttinn. Það er nú til rannsóknar hjá RLR hvort sparisjóðsstjórinn lét hagn- aðinn af þessum viðskiptum renna í eigin vasa eða í tóma sjóði spari- sjóðsins. Auk þess munu viðskipti af þessu tagi með fjármagn spari- sjóðsins ekki samræmast reglum um sparisjóði. Sparisjóðsstjórnin hlýtur einnig að bera ábyrgð í þessu máli, þó svo framkvæmdin hafi verið á hönd- um sparisjóðsstjóra, því henni ber að fylgjast með fjárhagsstöðunni á hverjum tíma. Það kann hins veg- ar að hafa gert sparisjóðsstjórn- inni erfiðara um vik að beita sér i málinu að formaður sparisjóðs- stjórnarinnar, Kristján Svein- björnsson, er faðir sparisjóðsstjór- ans, Hálfdánar Kristjánssonar. Hlýtur það að teljast til miður góðrar viðskiptasiðfræði að for- maður stjórnar fyrirtækis sé faðir framkvæmdastjóra sama fyrir- tækis. Aðrir í stjórn Sparisjóðs Súðavíkur eru þeir Friðbert Hall- dórsson, Kristján Jónatansson, Frosti Gunnarsson og Halldór Jónsson. Þeir tveir síðastnefndu hafa nýlega tekið sæti í stjórn sparisjóðsins. Maður bjóst ekki við að þetta yrði skoðað með neinni smásjá, en það er alveg ljóst að þeir atburðir sem hafa gerst hérna í þorpinu hafa verið notaðir sem hægt er. Hitt er svo annað mál að ég er ekkert að segja að þetta sé alveg hundrað prósent rétt, bókhaldslega séð. Það er sjálfsagt alveg rétt að þetta var rangt með farið. Það kom tillaga frá einum með- lima sparisjóðsstjórnar um að stjórnin og ég, sem tókum ákvörð- un um þessi bílaviðskipti, mynd- um víkja meðan þetta mál væri í rannsókn. En þessi aðili er jafn- framt skrifstofumaður hjá Frosta hf. Starfsmaður hinna, ef má segja svo. Því það má tala um að hér í þorpinu ríki hernaðarástand og menn skiptast í tvær fylkingar. Það snýst ekkert um annað en þetta, hver drepur hvern,“ sagði Hálfdán Kristjánsson sparisjóðs- stióri. phh Frostamálið er kveikjan VEXTIR ÞJÓTA UPP VERÐBÓLGA Á þessu riti má sjá þróun láns- kjaravísitölu á þessu ári. Súlurn- ar standa fyrir hækkun lánskjara- vísitölu i hverjum mánuði fyrir sig, umreiknað í árshækkun. Lína númer 1 stendur fyrir hækkun á lánskjaravísitölu miðað við síð- ustu þrjá mánuði á hverjum tíma. Lína 2 stendur síðan fyrir hækk- un á lánskjaravísitölu síðustu tólf mánuöi á hverjum tíma. VEXTIR Á þessum tveimur línuritum má sjá þróun vaxta á þessu ári. Á því efra sést þróun meðaltals- vaxta á óverðtryggðum skulda- bréfum, útreiknað af Seðlabanka Islands. Á því neðra má sjá þróun meðaltalsvaxta á verðtryggðum skuldabréfum, útreiknað af Seðlabanka. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.