Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 08.10.1987, Blaðsíða 16
fyrirfram búinn að eyðileggja kvöld- ið fyrir eiginkonunni. Konan er þess vegna í brjáluðu skapi, hún er ákveðin í að allt á þessum veitinga- stað verði ómögulegt, maturinn verði óætur og þjónninn ömurlegur. Þá er fátt yndislegra en að sinna þessari frú einstaklega vel — án þess þó að maðurinn verði var við það! — og þegar kvöldinu hefur ver- ið bjargað og frúin þakkar fyrir gott kvöld — þá er ég ánægð. Þetta eru verðlaunapeningarnir mínir sem enginn veit um!“ En er algengt að fólk hafi orð á því ef það er ánægt með þjónustuna? ,,Já, það er orðið algengt nú orðið. og hefur færst mjög í vöxt. Fólk veit líka núna að það fær ekki mat eins og það er vant heiman frá sér — eins og tíðkaðist fyrir svona átta árum. Þá átti fólk það til að kvarta yfir því að það væri ekki sama bragðið af rjúpunni og það átti að venjast hjá mömmu sinni. Þessi breyting hefur orðið með auknum ferðalögum til útlanda, fólk er núna tilbúið að prófa alls konar rétti, burtflogin hænsni og óuppteknar kartöflur ef því er að heilsa. Svo tel ég iíka að það hljóti að vera aukin velmegun hér á landi miðað viö það hversu oft fólk fer út að borða. Það er liðinn tími að fólk fari út að borða á þrí- tugsafmælinu og svo aftur á því þrjátíu og fimm ára. Við erum líka rétt búin að læra það að setjast nið- ur og njóta matarins. Það var alltof algengt að við flýttum okkur að borða vegna þess að við værum að fara að vinna, horfa á sjónvarpið eða eitthvað annað sem olli því að tíminn við matarborðið varð eng- inn.“ Það er nokkuð merkilegt við starfsferil Þóru Stínu, að hún hefur ekki í eitt einasta skipti sótt um starf sem þjónn: ,,Mér hefur alltaf verið boðið starf," segir hún. „Ég er ein af þessum heppnu.“ I ágúst var henni boðið starf á Holiday Inn, og núna, aðeins einum og hálfum mánuði síð- ar, er hún orðin veitingastjóri hót- elsins. Það flokkar hún undir heppni, þótt aðrir kalli það dugnað og sönnun þess hversu vel hún stendur sig í starfi. Spurningunni hvort einhver munur sé á karlþjón- um og kvenþjónum svarar hún án umhugsunar: ,,Já, það er munur á þeim. Karlþjónar líta til dæmis á kvenþjóna á þann hátt að þær séu eitthvað á milli aðstoðarmanneskju og þjóns þótt ég hafi sjálf ekki orðið vör við það. Ég nýt líka vissrar virð- ingar vegna aldursins! Af hálfu gesta er það alveg öruggt að þeir taka meira mark á karlþjónum. Ef einhver spyr mig hvort ég hafi borð og ég svara neitandi — þá fer sá hinn sami beint að næsta karlþjóni og biður hann að útvega borð! Én — það er ég sem sé um að láta borðin!1 segir hún og glottir. Hins vegar er það alveg á hreinu að það fá allir borð sem óska þess, bara ef það er til. Það skiptir mig engu hvort fólk er í hárri stöðu eða á nóg af pening- um, hver gestur á sama rétt á góðri þjónustu og það á enginn að fara óánægður frá okkur. Annar mu.nur sem ég hef orðið vör við er að ef eitthvað þarf að gera og sá sem á að framkvæma hlutinn er upptekinn, þá geri ég það sjálf. Karlþjónar suða hins vegar endalaust í þeim sem á með réttu að framkvæma hlutinn. Þeim dettur aldrei í hug aö gera þetta bara sjálfir til að spara tíma.“ Þóra Stína er lágvaxin kona og gerir óspart grín að því sjálf. Segist ekki ganga á háum hælum í vinn- unni nema á föstudags- og laugar- dagskvöldum: „Mér finnst algjört lágmark fyrir fólk sem fer út að borða um helgar að þjónninn sjáist upp fyrir borðbrúnina!" Hún verður ekki hissa á spurningunni hvernig hún nenni að þjóna fólki allan ársins hring: „Þú ert ekki sú fyrsta sem spyrð að þessu. Ég hef einfaldlega mjög gaman af að vinna og mér finnst ánægjulegt að láta fólki líða vel. Þessi þjónustulund hefur alltaf verið rík í mér. Ég hugsa að ég hafi verið sleif í fyrra lífi. Mér finnst ég mjög heppin að hafa tækifæri til að vinna við það sem ég hef gaman af vegna þess að alltof oft hitti ég fólk sem kvartar yfir vinnunni sinni. Oh, ég verð að fara að vinna og þannig kvartanir glymja alltof oft í eyrum manns. Ég vildi að allir gætu látið óskir sínar rætast á sama hátt.“ Lágmark að þjónninn sjáist upp fyrir borðbrúnina! Þegar nemar settusl á skólabekk í Hótel- og veitingaskóla Islands áriö 1984 brá svo vid ad medal þeirra var ein „mamma" Þórunn Kristín Emilsdóttir, sem þá var 34 ára, eöa nœstum helmingi eldri en flestir nemendanna. Þóra Stína, eins og hún er nefnd í daglegu tali, hafdi starfad sem adstoðarstúlka á skemmtistöðum í fjöldamörg ár, en það var ekki fyrr en sjúkdómur hafði haldið henni innandyra í fjög- ur ár að hún ákvað að breyta til í líf- inu. „Það er óneitanlega skemmti- legra að vera sérfræðingur í ein- hverju öðru en bleium, hálsbólgu og umgangspestum," sagði Þóra Stína sem er fjögurra barna móðir. „Ég hafði alltaf unnið fyrir mér, allt frá því ég flutti að heiman fimmtán ára, og kynnst ýmsum störfum. Ég vann lengi í síld, fiski, á bóndabæjum og fleira og ég hef ekki ennþá unnið starf sem mér hefur ekki þótt gam- an að." Hún trúlofaði sig fimmtán ára og fór að búa. Fyrst í stað leigði unga parið en með mikilli vinnu tókst þeim að kaupa eigin íbúð þegar Þóra Stína var rétt orðin 17 ára: „Ég manneskju að upplifa svona mikil veikindi þá hafi hún „persónulega haft gott af því“. „Þegar fótunum er kippt svona skyndilega undan manni gerir mað- ur sér ljóst hvað maður hefur i raun- inni haft það gott,“ segir hún. „Við kvörtum og kveinum; ef við fáum bólu á nefið er eins og himinn og jörð séu að farast og smávegis háls- bólga þýðir „meiriháttar veikindi" hjá mörgum. A þessum tíma gerði ég mér grein fyrir hvað við gerum alltof oft úlfalda úr mýflugu. Ég lærði að meta líkamann og heilsuna á allt annan hátt sem og marga vini mína. Fólk sýndi á sér hliðar sem fram að þeim tíma höfðu verið fald- ar." Næstu fjögur árin dvaldi Þóra Stína meira og minna í sjúkrahúsi, fékk að koma heim annað slagið í stuttan tíma og segist hafa verið orðin alveg vonlaus um að sér myndi nokkurn tíma batna. „Þang- að til Örn Ólafsson fyrrum vinnu- veitandi minn greip í mig!“ segir hún brosandi. „Hann hringdi til min um vorið ’84 þar sem ég sat innilok- uð heima hjá mér og spurði hvort ég gæti ekki hugsað mér að hjálpa sér stundir á hverjum degi. Samkvæmt þeim tíma sem ég eyddi í lestur heima hefði ég átt að fá 12 í ein- kunn! Fólk heldur oft að þjónar þurfi ekkert að læra nema að rétta fólki matseðla og bera fram matinn. Stað- reyndin er hins vegar sú að við lær- um mjög mikið. Meðal námsgrein- anna eru enska, danska, franska og íslenska, bókfærsla, næringarfræði, reikningur, örverufræði og aðrar algengar námsgreinar en að auki þurfum við að kunna blómaskreyt- ingar, hafa góða vínþekkingu, þekkja uppbyggingu réttanna á matseðlunum og ótalmargt fleira." Björg dóttir Þóru Stínu segir mér að um tíma hafi sér fundist mamma sín vera í skólanum allan sóiarhring- inn: „Hún fór í skólann á morgnana, las allan daginn samviskusamlega — og meira að segja svo samvisku- samlega að ég hef aldrei séð annað eins! — og svo kom fyrir að hún tal- aði upp úr svefninum um stærð- fræðina!” „Já, við lærðum oft saman hér á daginn, öll börnin og ég,“ segir Þóra Stína. „Mér fannst tíka mikilvægt atriði að börnin kynntust því að það skiptir ekki málu hversu gamalt fólk aö minnsta kosti um helgar. . . Örstutt rabb við Þórunni Kristínu Emilsdóttur, veitingastjóra ó Holiday Inn vann í Hampiðjunni þá en þegar Björg, elsta barnið, var eins árs skildum við. Ég átti þá von á öðru barninu, starfaði sem húsvörður í ÍR-húsinu á daginn og í Glaumbæ á kvöldin og nóttunni. Maður bara varð," segir hún brosandi. Eftir bruna Glaumbæjar hélt Þóra Stína áfram að vinna á skemmti- stöðum, fyrst í Klúbbnum og á Hótel Sögu en lengst af í Sigtúni, þar sem hún var í tíu ár. „Þar vann ég alltaf hjá Erni Ólafssyni þjóni, sem átti síð- ar eftir að reynast mér ómetanlega," segir hún. Það var svo árið 1980 sem breyting varð á högum Þóru Stínu, „nákvæmlega daginn eftir að Vigdís var kjörin forseti". Hún segist muna daginn svona vel vegna þess „að það síðasta sem ég gerði af viti var að kjósa Vigdísi"! „Breytingin" byrjaði með örlitlum höfuðverk. Hann varð síðan stöðug- ur og „það var ekki fyrr en ég áttaði mig á að ég gerði lítið annað en taka inn verkjatöflur að mig fór að gruna að þetta væri ekki alveg eðlilegt", segir Þóra Stína. En það var ekki fyrr en hún missti alveg sjón og heyrn sem ljóst varð hvað var að gerast. Heilahimnubólga og það á svo háu stigi að í fyrstu var talið að um heilablæðingu væri að ræða. Börnunum var komið fyrir hjá skyldmennum og eiginmaðurinn, Kristinn Eymundsson, vakti yfir Þóru Stínu í sjúkrahúsinu. „Þá byrj- aði fjögurra ára sjúkdómsganga,” segir Þóra Stína og bætir við að þótt hún óski auðvitað ekki nokkurri niðri í Veitingahöll, það væri allt betra en að safna spiki. Ég ákvað að prófa — en fyrsta kvöldið var ég svo máttfarin að mér datt ekki í hug að ég myndi þrauka út kvöldið. Ég skalf svo mikið að það var óþarfi fyrir mig að nota hristara þegar ég bland- aði kokkteilana! Örn lét eins og hann tæki ekki eftir þessu og bað mig að koma aftur nokkrum kvöld- um síðar. Eftir sjö mánaða starf hjá honum sagði hann mér að nú skyldi ég drífa mig í skólann og læra til þjóns, það væri ekkert vit í að sóa lífinu svona. Ég setti á fjölskyldu- fund og bar þetta undir eiginmann- inn og börnin, því auðvitað tekur maður sig ekki til upp á eigin spýtur og fer í nám nema með samþykki allra á heimilinu. En þau vildu öll óð og uppvæg að ég gerði þetta og sögðust skyldu taka heimilisverkin að sér þegar þyrfti." Hún segir að skólaárin hafi verið „yndislegur tími. Þetta voru alveg dýrlegir krakkar sem voru með mér í náminu. Flest þeirra voru 18—20 ára, einn og einn eldri, en auðvitað var ég langelst", segir hún hlæjandi. „Enda var ég kölluð „ellismellur- inn“ í skólanum. Kennararnir voru iíka ómetanlegir og sýndu einstaka þolinmæði við öllum þeim bjána- legu spurningum sem ég lagði fyrir þá. Þetta þýddi auðvitað að ég þurfti að byrja að læra að læra aftur. Ég hafði ekki verið í skóla í 22 ár og mér fannst ég varla skrifandi! Mér tókst þó ágætlega að komast í gegn- um þetta, enda lærði ég í sjö klukku- er, það er alltaf hægt að læra. Ég held kannski að ég hafi haft svona gífurlegan áhuga á þessu vegna þess að mér var gefið annað tæki- færi. Það fá ekki allir ný tækifæri í lífinu, en ég fékk það. Mér fannst ég verða að nýta það og þakka honum þarna uppi um leið fyrir að gera þetta fyrir mig.“ Sveinsprófinu lauk Þóra Stína í vor og eftir að hafa lokið verklega náminu í Veitingahöllinni ætlaði hún sér í frí fram í september: „Ég var ákveðin í að taka fyrsta sumar- fríið mitt í lífinu," segir hún. „En ég var varla byrjuð í því þegar farið var að hringja í mig og biðja mig að vinna." Það var aðallega leitað eftir aðstoð Þóru Stínu fyrir einkasam- kvæmi en auk þess var hún sérstak- lega beðin að vera á Hótel Valhöll þegar sænsku konungshjónin voru hér í heimsókn: „Mjög elskulegt fólk sem gott var að sinna,” segir hún. Hún segir eftirlætisviðskiptavin- ina vera „fullorðna fólkið sem fer sjaldan út að borða’: „Það er svo gaman að gera eitthvað fyrir þannig fólk,“ segir hún. Hvort hún fái aldrei „leiðinlega” viðskiptavini sem hafi allt á hornum sér svarar hún að bragði: „Jú, jú auðvitað. En það er líka með skemmtilegra fólki sem ég fæ!“ Hvað meinarðu? „Sjáðu til, tök- um sem dæmi ef hjón koma á veit- ingastað til að fá sér að borða og maðurinn er vel undir áhrifum en konan ekki, og það leynir sér ekki í kílómetra fjarlægð að maðurinn er 16 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.